flugfréttir

Ryðgaðir flugmenn snúa aftur í háloftin með námskeiði AOPA

- Yfir 500.000 einkaflugmenn í Bandaríkjunum hafa dottið úr fluginu

26. september 2018

|

Frétt skrifuð kl. 07:26

Það getur verið erfitt fyrir marga flugmenn að snúa aftur í háloftin eftir langa fjarveru

Fjölmargir einkaflugmann í Bandaríkjunum, sem hafa ekki flogið í langan tíma, hafa sótt vinsæl námskeið á vegum samtaka flugvélaeigenda og einkaflugmanna (AOPA) í þeim tilgangi að dusta rykið af vængjunum en nú er farið að bjóða upp á fræðslunámskeið í gegnum Netið sem lýkur með flugtíma með flugkennara.

AOPA hefur um nokkurt skeið boðið „ryðguðum“ flugmönnum upp á að endurheimta réttindi sín með námskeiðum sem kallast Rusty Pilots en talið er að um hálf milljón Bandaríkjamanna hafa ekki haldið flugkunnáttunni við og hafa ekki flogið margir hverjir í mörg ár.

Talið er að um 60% af flugmönnum undir sextugsaldri eru ekki lengur að fljúga en AOPA hefur hvatt flugmenn til þess að fara aftur í loftið með verkefninu „Rusty Pilots“.

Ýmsar aðstæður eru fyrir því að flugmenn hafa hætt að fljúga en hjá sumum hafa persónulegar aðstæður orðið í vegi fyrir því, tímabundin veikindi eða aðrar ástæður og það getur verið stórt skref að koma sér aftur í loftið.

60 prósent einkaflugmanna undir sextugsaldri í Bandaríkjunum hafa hætt að fljúga af einhverjum ástæðum

Einkaflugmannsskírteini rennur hinsvega aldrei út að fullu og geta þeir sem hafa heilsu til flogið eins lengi og ævin leyfir en á vefsíðu AOPA segir meðal annars: „Once a pilot, always a pilot“ sem eru orð að sönnu því margir flugmenn horfa ávallt til himins hvort sem þeir flugu seinast í gær eða árið 1995.

„Rusty Pilots“ verkefnið hjá AOPA krefst þess ekki að flugmaður þurfi að fara í hæfnispróf á ný en þess í stað fara fram nokkur æfingarflug með flugkennara til að dusta mesta rykið af kunnáttunni og í mörgum tilvikum hefur komið í ljós að margir flugmenn hafa engu gleymt.

Flugmenn á Rusty Pilots námskeiði í Long Beach í Kaliforníu árið 2016

Síðastliðin 4 ár hafa yfir 23.600 flugmenn sótt yfir 700 Rusty Pilots námskeið og endurheimt réttindi sín til þess að fljúga á ný og talið er að þeim eigi eftir að fjölga enn frekar með tilkomu þess að hægt er að sækja námskeiðið í gegnum Netið.

5.800 flugmenn hafa snúið aftur í háloftin frá árinu 2014 með aðstoð AOPA

„Námskeiðin hafa farið fram á flugvöllum víðsvegar um Bandaríkin og einnig á flugsamkomum og hafa viðbrögðin verið með ólíkindum. Með því að bjóða upp á námskeiðin á Netinu þá vonumst við til þess að enn fleiri fari að fljúga á ný sem mun styrkja einkaflugið enn meira“, segir Elizabeth Tennyson, yfirmaður yfir námskeiðadeild AOPA.

Námskeiðin hafa verið frí fyrir meðlimi AOPA í Bandaríkjunum

Af þeim 23.600 flugmönnum sem hafa sótt námskeiðin þá hafa yfir 5.800 byrjað að fljúga reglulega á ný eftir mislanga fjarveru.

Námskeiðin hafa verið ókeypis fyrir meðlimi AOPA en námskeiðin á Netinu innihalda kennslumyndbönd þar sem farið er yfir talstöðvarsamskipti, flug í stjórnuðu loftrými, yfirlandsflug („cross country“), flugáætlunargerð auk fjölda annarra atriða.

Að loknu námskeiðinu fer flugmaður með flugkennara í loftið þar sem skerpt er upp á kunnáttu hans og eru sumir sem ljúka námskeiðinu eftir eitt skipti með flugkennara á meðan aðrir þurfa aðeins fleiri tíma en það fer allt eftir reynslu hvers og eins.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga