flugfréttir

Fyrsti flugskóli Qantas mun rísa í Toowoomba

- Ákvörðun um staðsetningu fyrir annan flugskóla Qantas tekin fyrir árslok

27. september 2018

|

Frétt skrifuð kl. 08:53

Fyrsti flugskólinn á vegum Qantas mun opna um mitt næsta ár á Wellcamp flugvellinum í Toowoomba

Fyrsti flugskóli á vegum ástralska flugfélagsins Qantas mun rísa á flugvellinum í Toowoomba í Queensland en Qantas stefnir á að koma upp annan flugskóla annars staðar í Ástralíu í kjölfarið.

Qantas stefnir á að fyrsti flugskóli félagsins muni útskrifa allt að 250 atvinnuflugmenn á ári þegar kennsla verður komin á fullt skrið.

Qantas segir að Toowoomba hafi orðið fyrir valinu þar sem innviðir flugvallarins þykja mjög góður auk þess sem umhverfið er mjög ákjósanlegt og þá þykir bærinn henta vel fyrir búsetu fyrir nemendur.

Þá er að meðaltali yfir 300 sólskinsdaga á ári í Toowoomba sem mun koma sér vel til þjálfunar á framtíðarflugmönnum Qantas sem hefur þurft að fella niður nokkrar flugleiðir í innanlandsflugi í Ástralíu vegna skorts á flugmönnum.

Qantas fékk á dögunum leyfi til þess að ráða 76 erlenda flugmenn til dótturfélagsins QantasLink sem vakti reiði meðal ástralskra flugmanna hjá félaginu.

Um 500 færri atvinnuflugmannsskírteini hafa verið gefin út árlega m.a.v. fyrir áratug síðan

Flugfélög í Ástralíu hafa barist fyrir því að halda í flugmenn sína sem margir hverjir hafa þegið freistandi atvinnutilboð frá flugfélögum í Kína sem hafa boðið þeim gull og græna skóga og laun upp á 2,6 milljónir króna á mánuði og það skattfrjálst.

Nýi flugskólinn í Toowoomba mun taka til starfa um mitt næsta ár en fyrir lok ársins mun Qantas taka ákvörðun um staðsetningu á öðrum flugskóla sem mun taka til starfa en meðal borga sem keppast um að fá þann flugskóla til sín eru Alice Springs, Bendigo, Busselton, Dubbo, Launceston, Mackay and Wagga Wagga.

Aðeins voru gefin úr 1.200 ný atvinnuflugmannsskírteini í fyrra í Ástralíu en fyrir 10 árum síðan voru gefin út 1.700 skírteini.

Kostnaður fyrir framkvæmdirnar á nýja flugskólanum í Toowoomba nemur 2.7 milljörðum króna og mun skólinn skapa um 160 ný störf.  fréttir af handahófi

Flaug fjórum sinnum yfir Luton-flugvöll án leyfis á Cessnu

10. mars 2019

|

Flugmaður í Bretlandi hefur verið sektaður fyrir að hafa flogið lítilli flugvél af gerðinni Cessna C172 nokkrum sinnum yfir Luton-flugvöllinn í Bretlandi án leyfis frá flugumferðarstjórum og það fjór

Enginn áhugi fyrir að endurvekja rekstur Germania

26. mars 2019

|

Rekstur þýska flugfélagsins Germania verður ekki endurvakinn með nýjum eigendum eins og vonir voru bundnar við.

British Airways pantar yfir fjörtíu Boeing 777-9 þotur

27. febrúar 2019

|

British Airways hefur ákveðið að panta allt að 42 breiðþotur frá Boeing af gerðinni Boeing 777X sem er arftaki Boeing 777 sem kom á markaðinn árið 1995.

  Nýjustu flugfréttirnar

TUI íhugar að hætta við Boeing 737 MAX þoturnar

20. maí 2019

|

Flugfélaga- og ferðasamsteypan TUI hefur tilkynnt að allt stefni í að afkoma flugfélagsins TUI verði frekar slæm eftir fyrri helming ársins og hefur fyrirtækið varað fjárfesta við því að seinni helmi

SAS bætir Lúxemborg við leiðarkerfið

20. maí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja flug til Lúxemborg en í tilkynningu kemur fram að félagið ætli að fljúga frá Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi til Lúxemborgar frá og með byrjun nóv

Ryanair frestar afhendingum á 737 MAX fram í nóvember

20. maí 2019

|

Ryanair hefur ákveðið að fresta afhendingum á þeim Boeing 737 MAX þotum sem pantaðar voru á sínum tíma en lágfargjaldafélagið írska átti að taka við fyrstu þotunum á næstu dögum.

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

TWA flugstöðin opin aftur fyrir almenningi

15. maí 2019

|

Ein frægasta flugstöð heims, TWA bygginging (Terminal T5) á Kennedy-flugvellinum í New York, opnaði aftur í dag opinberlega í tengslum við TWA hótelið sem hóf starfsemi sína í dag við hliðina á flugst

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu

13. maí 2019

|

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu í Frakklandi og stendur til að draga úr framboðinu um 15 prósent. Með því vonast félagið til þess að hægt verði að draga úr taprekstri félagsins.

24 milljónir í verðlaunafé fyrir lausn á Bonanza-vandamáli

13. maí 2019

|

Samtök Bonanza-flugvélaeiganda í Bandaríkjunum (American Bonanza Society) hafa ákveðið að bjóða samtals 200.000 bandaríkjadali í verðlaunafé til þess aðila sem getur komið með lausn á vandamáli með „

Vonast til að geta farið að fljúga 737 MAX þotunum fyrir lok júlí

13. maí 2019

|

Flugfélagið Copa Airlines í Panama segist eiga von á því að geta farið að nota aftur Boeing 737 MAX þoturnar fyrir lok júlímánaðar.

Líkur á að Emirates hætti við Dreamliner-þoturnar

13. maí 2019

|

Svo virðist sem að Emirates hafi hætt við pöntun sína í Dreamliner-þotur Boeing en flugfélagið hafði gert samkomulag um pöntun á fjörutíu þotum af gerðinni Boeing 787-10 á Dubai Air Show flugsýningun

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00