flugfréttir

Fyrsti flugskóli Qantas mun rísa í Toowoomba

- Ákvörðun um staðsetningu fyrir annan flugskóla Qantas tekin fyrir árslok

27. september 2018

|

Frétt skrifuð kl. 08:53

Fyrsti flugskólinn á vegum Qantas mun opna um mitt næsta ár á Wellcamp flugvellinum í Toowoomba

Fyrsti flugskóli á vegum ástralska flugfélagsins Qantas mun rísa á flugvellinum í Toowoomba í Queensland en Qantas stefnir á að koma upp annan flugskóla annars staðar í Ástralíu í kjölfarið.

Qantas stefnir á að fyrsti flugskóli félagsins muni útskrifa allt að 250 atvinnuflugmenn á ári þegar kennsla verður komin á fullt skrið.

Qantas segir að Toowoomba hafi orðið fyrir valinu þar sem innviðir flugvallarins þykja mjög góður auk þess sem umhverfið er mjög ákjósanlegt og þá þykir bærinn henta vel fyrir búsetu fyrir nemendur.

Þá er að meðaltali yfir 300 sólskinsdaga á ári í Toowoomba sem mun koma sér vel til þjálfunar á framtíðarflugmönnum Qantas sem hefur þurft að fella niður nokkrar flugleiðir í innanlandsflugi í Ástralíu vegna skorts á flugmönnum.

Qantas fékk á dögunum leyfi til þess að ráða 76 erlenda flugmenn til dótturfélagsins QantasLink sem vakti reiði meðal ástralskra flugmanna hjá félaginu.

Um 500 færri atvinnuflugmannsskírteini hafa verið gefin út árlega m.a.v. fyrir áratug síðan

Flugfélög í Ástralíu hafa barist fyrir því að halda í flugmenn sína sem margir hverjir hafa þegið freistandi atvinnutilboð frá flugfélögum í Kína sem hafa boðið þeim gull og græna skóga og laun upp á 2,6 milljónir króna á mánuði og það skattfrjálst.

Nýi flugskólinn í Toowoomba mun taka til starfa um mitt næsta ár en fyrir lok ársins mun Qantas taka ákvörðun um staðsetningu á öðrum flugskóla sem mun taka til starfa en meðal borga sem keppast um að fá þann flugskóla til sín eru Alice Springs, Bendigo, Busselton, Dubbo, Launceston, Mackay and Wagga Wagga.

Aðeins voru gefin úr 1.200 ný atvinnuflugmannsskírteini í fyrra í Ástralíu en fyrir 10 árum síðan voru gefin út 1.700 skírteini.

Kostnaður fyrir framkvæmdirnar á nýja flugskólanum í Toowoomba nemur 2.7 milljörðum króna og mun skólinn skapa um 160 ný störf.  fréttir af handahófi

Primera Air mun fljúga frá Keflavík til London Stansted

29. ágúst 2018

|

Primera Air hefur ákveðið fljúga í vetur frá Keflavíkurflugvelli til Stansted-flugvallarins í London en um árstíðarbundið flug er að ræða.

519.000 farþegar flugu með Icelandair í júlí

8. ágúst 2018

|

Alls voru 519 þúsund farþegar sem flugu með Icelandair í seinasta júlímánuði sem er 5 prósentum færri en sá fjöldi sem flaug með félaginu í júlí 2017 þegar 545.000 farþegar flugu með félaginu.

Junkers-flugvélin fór í spíral í kjölfar beygju

21. ágúst 2018

|

Fyrstu niðurstöður úr rannsókn flugslyssins í Sviss er gömul flugvél af gerðinni Junkers Ju-52 fórst þann
4. ágúst sl. benda til þess að vélin hafi farið í gormflug (spíral) eftir að hún tók beyg

  Nýjustu flugfréttirnar

Piper kennsluflugvél nauðlenti á hraðbraut í San Diego

21. október 2018

|

Engan sakaði er eins hreyfils kennsluflugvél nauðlenti á hraðbraut nálægt El Cajon í útverfi San Diego í Kaliforníu í sl. föstudag en farþegi einn, í bíl sem var ekið fyrir aftan, náði myndbandi af le

Flugstjóri neitaði að fljúga vegna vandamáls á First Class

21. október 2018

|

Þónokkur töf varð á flugi Thai Airways í síðustu viku frá Zurich til Bangkok eftir að flugstjóri neitaði að fljúga flugið þar sem að tveir samstarfsmenn hans, sem einnig eru flugmenn hjá félaginu, f

Hundruðir nemenda prófuðu flughermi hjá British Airways

20. október 2018

|

Á annað hundrað breskra háskólanema fengu að spreyta sig í flughermi í höfuðstöðvum British Airways á dögunum er flugfélagið breska hélt viðburðinn Flying Futures sem miðar að því að hvetja ungt fólk

Hjá Höllu opnar á Keflavíkurflugvelli

19. október 2018

|

Veitingastaðurinn Hjá Höllu opnaði formlega í gær í suðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli þar sem gengið er út í hlið C á flugvellinum.

NTSB fer fram á hljóðrita sem getur tekið upp í 25 tíma

19. október 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur farið fram á að hljóðritar í flugvélum, sem er annar svörtu kassanna tveggja, geti tekið upp lengri upptöku af hljóðum og samtölum flugmanna í stjórnkle

Flugmanni dæmdar bætur eftir að hafa verið rekinn

19. október 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) og dómstóll í Bandaríkjunum hafa dæmt flugfélag eitt í Alaska til þess að greiða flugstjóra, sem starfaði áður hjá félaginu, um 58 milljónir króna í bætur eftir að ha

British Airways mun fljúga til Charleston

18. október 2018

|

British Airways ætlar að hefja beint flug til borgarinnar Charleston í Suður-Karólínu á næsta ári en það verður þá í fyrsta sinn sem flogið verður beint flug yfir Atlantshafið frá Evrópu til borgarin

Etihad Airways ekki lengur eitt af þeim stóru eftir niðurskurð

18. október 2018

|

Etihad Airways hefur ákveðið að hætta við pantanir í nýjar þotur frá Airbus vegna niðurskurðar eftir 179 milljarða króna taprekstur á síðasta ári.

Cobalt Air gjaldþrota

18. október 2018

|

Kýpverska flugfélagið Cobalt Air er gjaldþrota og hefur félagið hætt öllu áætlunarflugi eftir að viðræður við lánadrottna fóru út um þúfur.

Fyrsta innanlandsflug Norwegian í Argentínu

17. október 2018

|

Norwegian flaug í gær sitt fyrsta innanlandsflug í Argentínu með nýstofnaða dótturfélaginu, Norwegian Air Argentína.