flugfréttir

Fyrsti flugskóli Qantas mun rísa í Toowoomba

- Ákvörðun um staðsetningu fyrir annan flugskóla Qantas tekin fyrir árslok

27. september 2018

|

Frétt skrifuð kl. 08:53

Fyrsti flugskólinn á vegum Qantas mun opna um mitt næsta ár á Wellcamp flugvellinum í Toowoomba

Fyrsti flugskóli á vegum ástralska flugfélagsins Qantas mun rísa á flugvellinum í Toowoomba í Queensland en Qantas stefnir á að koma upp annan flugskóla annars staðar í Ástralíu í kjölfarið.

Qantas stefnir á að fyrsti flugskóli félagsins muni útskrifa allt að 250 atvinnuflugmenn á ári þegar kennsla verður komin á fullt skrið.

Qantas segir að Toowoomba hafi orðið fyrir valinu þar sem innviðir flugvallarins þykja mjög góður auk þess sem umhverfið er mjög ákjósanlegt og þá þykir bærinn henta vel fyrir búsetu fyrir nemendur.

Þá er að meðaltali yfir 300 sólskinsdaga á ári í Toowoomba sem mun koma sér vel til þjálfunar á framtíðarflugmönnum Qantas sem hefur þurft að fella niður nokkrar flugleiðir í innanlandsflugi í Ástralíu vegna skorts á flugmönnum.

Qantas fékk á dögunum leyfi til þess að ráða 76 erlenda flugmenn til dótturfélagsins QantasLink sem vakti reiði meðal ástralskra flugmanna hjá félaginu.

Um 500 færri atvinnuflugmannsskírteini hafa verið gefin út árlega m.a.v. fyrir áratug síðan

Flugfélög í Ástralíu hafa barist fyrir því að halda í flugmenn sína sem margir hverjir hafa þegið freistandi atvinnutilboð frá flugfélögum í Kína sem hafa boðið þeim gull og græna skóga og laun upp á 2,6 milljónir króna á mánuði og það skattfrjálst.

Nýi flugskólinn í Toowoomba mun taka til starfa um mitt næsta ár en fyrir lok ársins mun Qantas taka ákvörðun um staðsetningu á öðrum flugskóla sem mun taka til starfa en meðal borga sem keppast um að fá þann flugskóla til sín eru Alice Springs, Bendigo, Busselton, Dubbo, Launceston, Mackay and Wagga Wagga.

Aðeins voru gefin úr 1.200 ný atvinnuflugmannsskírteini í fyrra í Ástralíu en fyrir 10 árum síðan voru gefin út 1.700 skírteini.

Kostnaður fyrir framkvæmdirnar á nýja flugskólanum í Toowoomba nemur 2.7 milljörðum króna og mun skólinn skapa um 160 ný störf.  fréttir af handahófi

Fyrsta Boeing 777X þotan tekur á sig mynd

21. nóvember 2018

|

Boeing hefur lokið við að setja saman fyrsta eintakið af Boeing 777X sem er arftaki Boeing 777 þotunnar sem kom fyrst á markað árið 1995 og er um að ræða það sem framleiðandinn kallar Final Body Join

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

KLM mun fljúga til Las Vegas

21. september 2018

|

KLM Royal Dutch Airlines ætlar að hefja beint flug til Las Vegas frá Amsterdam og verður borgin tólfi áfangastaður flugfélagsins í Bandaríkjunum og sá átjándi í Norður-Ameríku.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ryanair fær síðustu Boeing 737-800 þotuna afhenta

17. desember 2018

|

Boeing hefur afhent síðasta eintakið af Boeing 737-800 þotunni til Ryanair sem er einnig síðasta af Next Generation gerðinni og hefur lágfargjaldafélagið írska því tekið við 531 þotu af þeirri kynsl

Flugvöllurinn í Perth fer í mál við Qantas

16. desember 2018

|

Flugvöllurinn í Perth í Ástralíu hefur höfðað mál gegn Qantas vegna vangoldinna skulda en stjórn flugvallarins segir að flugfélagið ástralska hafi ekki greitt lendingargjöld í þónokkurn tíma.

Atlantic Airways stefnir á beint flug frá Færeyjum til New York

15. desember 2018

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways ætlar sér að hefja beint áætlunarflug til New York frá Færeyjum en flugfélagið færeyska hefur sótt um leyfi fyrir flugi til Bandaríkjanna.

Síðasta Boeing 777-300ER þotan afhent til Emirates

14. desember 2018

|

Emirates fagnaði fyrir helgi þeim tímamótum að hafa tekið við síðustu Boeing 777-300ER þotunni frá Boeing við hátíðlega athöfn og er félagið því komið með allar þoturnar sem pantaðar hafa verið af þ

Fara fram á 2 milljarða evra í bætur frá Etihad

13. desember 2018

|

Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.