flugfréttir

Fyrsti flugskóli Qantas mun rísa í Toowoomba

- Ákvörðun um staðsetningu fyrir annan flugskóla Qantas tekin fyrir árslok

27. september 2018

|

Frétt skrifuð kl. 08:53

Fyrsti flugskólinn á vegum Qantas mun opna um mitt næsta ár á Wellcamp flugvellinum í Toowoomba

Fyrsti flugskóli á vegum ástralska flugfélagsins Qantas mun rísa á flugvellinum í Toowoomba í Queensland en Qantas stefnir á að koma upp annan flugskóla annars staðar í Ástralíu í kjölfarið.

Qantas stefnir á að fyrsti flugskóli félagsins muni útskrifa allt að 250 atvinnuflugmenn á ári þegar kennsla verður komin á fullt skrið.

Qantas segir að Toowoomba hafi orðið fyrir valinu þar sem innviðir flugvallarins þykja mjög góður auk þess sem umhverfið er mjög ákjósanlegt og þá þykir bærinn henta vel fyrir búsetu fyrir nemendur.

Þá er að meðaltali yfir 300 sólskinsdaga á ári í Toowoomba sem mun koma sér vel til þjálfunar á framtíðarflugmönnum Qantas sem hefur þurft að fella niður nokkrar flugleiðir í innanlandsflugi í Ástralíu vegna skorts á flugmönnum.

Qantas fékk á dögunum leyfi til þess að ráða 76 erlenda flugmenn til dótturfélagsins QantasLink sem vakti reiði meðal ástralskra flugmanna hjá félaginu.

Um 500 færri atvinnuflugmannsskírteini hafa verið gefin út árlega m.a.v. fyrir áratug síðan

Flugfélög í Ástralíu hafa barist fyrir því að halda í flugmenn sína sem margir hverjir hafa þegið freistandi atvinnutilboð frá flugfélögum í Kína sem hafa boðið þeim gull og græna skóga og laun upp á 2,6 milljónir króna á mánuði og það skattfrjálst.

Nýi flugskólinn í Toowoomba mun taka til starfa um mitt næsta ár en fyrir lok ársins mun Qantas taka ákvörðun um staðsetningu á öðrum flugskóla sem mun taka til starfa en meðal borga sem keppast um að fá þann flugskóla til sín eru Alice Springs, Bendigo, Busselton, Dubbo, Launceston, Mackay and Wagga Wagga.

Aðeins voru gefin úr 1.200 ný atvinnuflugmannsskírteini í fyrra í Ástralíu en fyrir 10 árum síðan voru gefin út 1.700 skírteini.

Kostnaður fyrir framkvæmdirnar á nýja flugskólanum í Toowoomba nemur 2.7 milljörðum króna og mun skólinn skapa um 160 ný störf.  fréttir af handahófi

Júmbó-þotan mun lifa af risaþotuna

14. febrúar 2019

|

Allt stefnir í að júmbó-þotan, Boeing 747, muni lifa lengur í framleiðslunni heldur en A380, risaþota Airbus.

Kanada tekur í notkun nýjan aðflugsstaðal ICAO

26. nóvember 2018

|

Kanada er fyrsta landið til að taka í notkun nýja aðskilnaðarstaðal sem Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) hefur kynnt til sögunnar og er flugvöllurinn í Calgary fyrsti flugvöllurinn í heimi til að innl

Fyrsta Boeing 777X þotan tekur á sig mynd

21. nóvember 2018

|

Boeing hefur lokið við að setja saman fyrsta eintakið af Boeing 777X sem er arftaki Boeing 777 þotunnar sem kom fyrst á markað árið 1995 og er um að ræða það sem framleiðandinn kallar Final Body Join

  Nýjustu flugfréttirnar

Þrýstingsmunur sprengdi upp hurð á einkaþotu á flugvelli

16. febrúar 2019

|

Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa sent frá sér tilmæli og viðvörun vegna hættu á að dyr á flugvélum með þrýstingsjöfnun í farþegarými geti sprungið úr falsinu vegna þrýstingsmunar við vissar aðst

Þota frá Lion Air fór út af braut í lendingu

16. febrúar 2019

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

IATA hvetur Bandaríkin til þess að huga betur að flugmálum

14. febrúar 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

Norwegian yfirgefur Karíbahafið

13. febrúar 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

Lufthansa tekur á leigu A220 þotur frá airBaltic

12. febrúar 2019

|

Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

Kona hljóp nakin inn á flugbraut í Suður-Karólínu

12. febrúar 2019

|

Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

Stigabíll féll saman í Síberíu

12. febrúar 2019

|

Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

Delta flýgur fyrsta flugið með Airbus A220

11. febrúar 2019

|

Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.

Einkaþota rann út af braut í lendingu í Indíana

11. febrúar 2019

|

Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.

Annað stærsta flugfélag Pakistan gjaldþrota

11. febrúar 2019

|

Shaheen Air, annað stærsta flugfélag Pakistans, hefur tilkynnt að það muni hætta rekstri vegna skorts á fjármagni og vegna skulda.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00