flugfréttir

Saka flugfélag í Nígeríu um að hafa stolið tveimur Dash Q300

- Var flogið frá Lagos úr landi á ónefndan stað eftir deilur um samning

27. september 2018

|

Frétt skrifuð kl. 09:06

Önnur Bombardier Dash 8 Q300 flugvélin sem um ræðir

Tilkynnt hefur verið um að tveimur farþegaflugvélum af gerðinni Bombardier Dash 8 Q300 hafi verið stolið nýlega á flugvellinum í Lagos í Nígeríu.

Flugvélarnar tvær hafa verið í leigu hjá flugfélaginu Topbrass Aviation Service en félagið og eigandi flugvélanna, flugvélaleigan Seagold Investment Limited, hafa átt í deilum um nokkurt skeið varðandi leigusamning.

Flugfélagið Topbrass segir að báðar flugvélarnar hafa verið ferjaðar til skoðunar á ónefndum stað frá flugvellinum Í Lagos.

Deilurnar hófust árið 2014 þegar Topbrass gerði kaupsaming um að leigja vélarnar og borga inn á kauplán með því skilyrði að félagið myndi eignast báðar flugvélarnar eftir 30 mánuði en upp úr því hófst deilumál um eignarhald og skuldbindingar.

Framkvæmdarstjóri flugfélagsins segir að þeir hafi staðið við sín loforð allan tímann á meðan Seagold Investment hafi stungið þá í bakið og ekki efnt samninginn og hafa vélarnar verði seldar til annars eiganda sem er forsetaembættið í Nígeríu sem krefst þess að fá þær í sínar hendur.

Flugvélarnar tvær sem um ræðir sjást til vinstri á myndinni

Samkvæmt heimildum var flugvélunum tveimur flogið til flugvélaverkstæðisins Aero Contractors til skoðunar og er búið að fjarlægja skráningar vélanna af þeim og stendur til að fljúga þeim í burtu til staðar sem ekki er vitað hver er.

Málið er kominn til dómstóla og verður það tekið fyrir í hæstaréttinum í Lagos en nígerísk flugmálayfirvöld hafa nú blandað sér í málið og tekið fram með formlegri yfirlýsingu að engum flugvélum hafi verið stolið í landinu.

Yfirmaður flugmálayfirvalda í Nígeríu segist leiður yfir því að verið sé að ræða um þjófnað á flugvélum í Nígeríu þegar flugrekandinn sé aðeins að færa flugvélarnar úr landi til skoðunar sem hann hefur leyfi fyrir samkvæmt leigusamningi frá Seagold Investment.

„Hverskonar skilaboð erum við að senda frá okkur til alþjóðasamfélagsins á tímum sem verið er að reyna að fá fjárfesta til að gera viðskipti í Nígeríu“, segir í tilkynningu frá flugmálayfirvöldum.

Málið mun verða tekið fyrir á næstunni í réttarsal í Nígeríu og er því hvergi lokið af hálfu þriggja aðila sem að því koma.  fréttir af handahófi

British Airways pantar yfir fjörtíu Boeing 777-9 þotur

27. febrúar 2019

|

British Airways hefur ákveðið að panta allt að 42 breiðþotur frá Boeing af gerðinni Boeing 777X sem er arftaki Boeing 777 sem kom á markaðinn árið 1995.

TWA flugstöðin opin aftur fyrir almenningi

15. maí 2019

|

Ein frægasta flugstöð heims, TWA bygginging (Terminal T5) á Kennedy-flugvellinum í New York, opnaði aftur í dag opinberlega í tengslum við TWA hótelið sem hóf starfsemi sína í dag við hliðina á flugst

Trump vill fyrrum flugstjóra hjá Delta sem yfirmann hjá FAA

20. mars 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Hvíta Húsið hafi áform um að skipta út yfirmanna hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og láta Daniel Elwell víkja fyrir fyrrum flugstjóra hjá Delta

  Nýjustu flugfréttirnar

TUI íhugar að hætta við Boeing 737 MAX þoturnar

20. maí 2019

|

Flugfélaga- og ferðasamsteypan TUI hefur tilkynnt að allt stefni í að afkoma flugfélagsins TUI verði frekar slæm eftir fyrri helming ársins og hefur fyrirtækið varað fjárfesta við því að seinni helmi

SAS bætir Lúxemborg við leiðarkerfið

20. maí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja flug til Lúxemborg en í tilkynningu kemur fram að félagið ætli að fljúga frá Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi til Lúxemborgar frá og með byrjun nóv

Ryanair frestar afhendingum á 737 MAX fram í nóvember

20. maí 2019

|

Ryanair hefur ákveðið að fresta afhendingum á þeim Boeing 737 MAX þotum sem pantaðar voru á sínum tíma en lágfargjaldafélagið írska átti að taka við fyrstu þotunum á næstu dögum.

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

TWA flugstöðin opin aftur fyrir almenningi

15. maí 2019

|

Ein frægasta flugstöð heims, TWA bygginging (Terminal T5) á Kennedy-flugvellinum í New York, opnaði aftur í dag opinberlega í tengslum við TWA hótelið sem hóf starfsemi sína í dag við hliðina á flugst

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu

13. maí 2019

|

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu í Frakklandi og stendur til að draga úr framboðinu um 15 prósent. Með því vonast félagið til þess að hægt verði að draga úr taprekstri félagsins.

24 milljónir í verðlaunafé fyrir lausn á Bonanza-vandamáli

13. maí 2019

|

Samtök Bonanza-flugvélaeiganda í Bandaríkjunum (American Bonanza Society) hafa ákveðið að bjóða samtals 200.000 bandaríkjadali í verðlaunafé til þess aðila sem getur komið með lausn á vandamáli með „

Vonast til að geta farið að fljúga 737 MAX þotunum fyrir lok júlí

13. maí 2019

|

Flugfélagið Copa Airlines í Panama segist eiga von á því að geta farið að nota aftur Boeing 737 MAX þoturnar fyrir lok júlímánaðar.

Líkur á að Emirates hætti við Dreamliner-þoturnar

13. maí 2019

|

Svo virðist sem að Emirates hafi hætt við pöntun sína í Dreamliner-þotur Boeing en flugfélagið hafði gert samkomulag um pöntun á fjörutíu þotum af gerðinni Boeing 787-10 á Dubai Air Show flugsýningun

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00