flugfréttir

Saka flugfélag í Nígeríu um að hafa stolið tveimur Dash Q300

- Var flogið frá Lagos úr landi á ónefndan stað eftir deilur um samning

27. september 2018

|

Frétt skrifuð kl. 09:06

Önnur Bombardier Dash 8 Q300 flugvélin sem um ræðir

Tilkynnt hefur verið um að tveimur farþegaflugvélum af gerðinni Bombardier Dash 8 Q300 hafi verið stolið nýlega á flugvellinum í Lagos í Nígeríu.

Flugvélarnar tvær hafa verið í leigu hjá flugfélaginu Topbrass Aviation Service en félagið og eigandi flugvélanna, flugvélaleigan Seagold Investment Limited, hafa átt í deilum um nokkurt skeið varðandi leigusamning.

Flugfélagið Topbrass segir að báðar flugvélarnar hafa verið ferjaðar til skoðunar á ónefndum stað frá flugvellinum Í Lagos.

Deilurnar hófust árið 2014 þegar Topbrass gerði kaupsaming um að leigja vélarnar og borga inn á kauplán með því skilyrði að félagið myndi eignast báðar flugvélarnar eftir 30 mánuði en upp úr því hófst deilumál um eignarhald og skuldbindingar.

Framkvæmdarstjóri flugfélagsins segir að þeir hafi staðið við sín loforð allan tímann á meðan Seagold Investment hafi stungið þá í bakið og ekki efnt samninginn og hafa vélarnar verði seldar til annars eiganda sem er forsetaembættið í Nígeríu sem krefst þess að fá þær í sínar hendur.

Flugvélarnar tvær sem um ræðir sjást til vinstri á myndinni

Samkvæmt heimildum var flugvélunum tveimur flogið til flugvélaverkstæðisins Aero Contractors til skoðunar og er búið að fjarlægja skráningar vélanna af þeim og stendur til að fljúga þeim í burtu til staðar sem ekki er vitað hver er.

Málið er kominn til dómstóla og verður það tekið fyrir í hæstaréttinum í Lagos en nígerísk flugmálayfirvöld hafa nú blandað sér í málið og tekið fram með formlegri yfirlýsingu að engum flugvélum hafi verið stolið í landinu.

Yfirmaður flugmálayfirvalda í Nígeríu segist leiður yfir því að verið sé að ræða um þjófnað á flugvélum í Nígeríu þegar flugrekandinn sé aðeins að færa flugvélarnar úr landi til skoðunar sem hann hefur leyfi fyrir samkvæmt leigusamningi frá Seagold Investment.

„Hverskonar skilaboð erum við að senda frá okkur til alþjóðasamfélagsins á tímum sem verið er að reyna að fá fjárfesta til að gera viðskipti í Nígeríu“, segir í tilkynningu frá flugmálayfirvöldum.

Málið mun verða tekið fyrir á næstunni í réttarsal í Nígeríu og er því hvergi lokið af hálfu þriggja aðila sem að því koma.  fréttir af handahófi

737 MAX þota Norwegian föst í Íran í tæpar þrjár vikur

1. janúar 2019

|

Boeing 737 MAX þota frá norska flugfélaginu Norwegian hefur nú verið föst í Íran í tvær og hálfa viku vegna skorts á varahlutum og vandamála í kjölfar þess að þotan þurfti að lenda af öryggisástæðum í

Boeing 737-700 fara brátt úr flota KLM

11. febrúar 2019

|

KLM Royal Dutch Airlines mun í vor byrja að losa sig við fyrstu Boeing 737-700 þoturnar en sú fyrsta mun yfirgefa flotann þann 1. maí næstkomandi.

Jeju Air pantar fimmtíu Boeing 737 MAX 8 þotur

20. nóvember 2018

|

Boeing hefur fengið pöntun frá suður-kóreska flugfélaginu Jeju Air sem hefur staðfest pöntun í 40 Boeing 737 MAX 8 þotur með kauprétt á tíu þotum til viðbótar.

  Nýjustu flugfréttirnar

Þota frá Lion Air fór út af braut í lendingu

16. febrúar 2019

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

IATA hvetur Bandaríkin til þess að huga betur að flugmálum

14. febrúar 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

Norwegian yfirgefur Karíbahafið

13. febrúar 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

Lufthansa tekur á leigu A220 þotur frá airBaltic

12. febrúar 2019

|

Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

Kona hljóp nakin inn á flugbraut í Suður-Karólínu

12. febrúar 2019

|

Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

Stigabíll féll saman í Síberíu

12. febrúar 2019

|

Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

Delta flýgur fyrsta flugið með Airbus A220

11. febrúar 2019

|

Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.

Einkaþota rann út af braut í lendingu í Indíana

11. febrúar 2019

|

Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.

Annað stærsta flugfélag Pakistan gjaldþrota

11. febrúar 2019

|

Shaheen Air, annað stærsta flugfélag Pakistans, hefur tilkynnt að það muni hætta rekstri vegna skorts á fjármagni og vegna skulda.

Boeing 737-700 fara brátt úr flota KLM

11. febrúar 2019

|

KLM Royal Dutch Airlines mun í vor byrja að losa sig við fyrstu Boeing 737-700 þoturnar en sú fyrsta mun yfirgefa flotann þann 1. maí næstkomandi.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00