flugfréttir

Saka flugfélag í Nígeríu um að hafa stolið tveimur Dash Q300

- Var flogið frá Lagos úr landi á ónefndan stað eftir deilur um samning

27. september 2018

|

Frétt skrifuð kl. 09:06

Önnur Bombardier Dash 8 Q300 flugvélin sem um ræðir

Tilkynnt hefur verið um að tveimur farþegaflugvélum af gerðinni Bombardier Dash 8 Q300 hafi verið stolið nýlega á flugvellinum í Lagos í Nígeríu.

Flugvélarnar tvær hafa verið í leigu hjá flugfélaginu Topbrass Aviation Service en félagið og eigandi flugvélanna, flugvélaleigan Seagold Investment Limited, hafa átt í deilum um nokkurt skeið varðandi leigusamning.

Flugfélagið Topbrass segir að báðar flugvélarnar hafa verið ferjaðar til skoðunar á ónefndum stað frá flugvellinum Í Lagos.

Deilurnar hófust árið 2014 þegar Topbrass gerði kaupsaming um að leigja vélarnar og borga inn á kauplán með því skilyrði að félagið myndi eignast báðar flugvélarnar eftir 30 mánuði en upp úr því hófst deilumál um eignarhald og skuldbindingar.

Framkvæmdarstjóri flugfélagsins segir að þeir hafi staðið við sín loforð allan tímann á meðan Seagold Investment hafi stungið þá í bakið og ekki efnt samninginn og hafa vélarnar verði seldar til annars eiganda sem er forsetaembættið í Nígeríu sem krefst þess að fá þær í sínar hendur.

Flugvélarnar tvær sem um ræðir sjást til vinstri á myndinni

Samkvæmt heimildum var flugvélunum tveimur flogið til flugvélaverkstæðisins Aero Contractors til skoðunar og er búið að fjarlægja skráningar vélanna af þeim og stendur til að fljúga þeim í burtu til staðar sem ekki er vitað hver er.

Málið er kominn til dómstóla og verður það tekið fyrir í hæstaréttinum í Lagos en nígerísk flugmálayfirvöld hafa nú blandað sér í málið og tekið fram með formlegri yfirlýsingu að engum flugvélum hafi verið stolið í landinu.

Yfirmaður flugmálayfirvalda í Nígeríu segist leiður yfir því að verið sé að ræða um þjófnað á flugvélum í Nígeríu þegar flugrekandinn sé aðeins að færa flugvélarnar úr landi til skoðunar sem hann hefur leyfi fyrir samkvæmt leigusamningi frá Seagold Investment.

„Hverskonar skilaboð erum við að senda frá okkur til alþjóðasamfélagsins á tímum sem verið er að reyna að fá fjárfesta til að gera viðskipti í Nígeríu“, segir í tilkynningu frá flugmálayfirvöldum.

Málið mun verða tekið fyrir á næstunni í réttarsal í Nígeríu og er því hvergi lokið af hálfu þriggja aðila sem að því koma.  fréttir af handahófi

Þörf á 2.600 fraktflugvélum á næstu tveimur áratugum

19. október 2018

|

Ný spá frá Boeing gerir ráð fyrir að þörf sé fyrir yfir 2.600 flugvélar til fraktflugs í heiminum á næstu tveimur áratugum til að koma til móts við aukna eftirspurn eftir vöruflutningum í flugi.

Fækka flugferðum um þriðjung vegna viðhalds á DXB

6. október 2018

|

Emirates undirbýr sig nú fyrir tímabundinn niðurskurð í leiðarkerfi félagsins á næsta ári þar sem félagið neyðist til þess að fella niður næstum þriðjung allra flugferða á sex vikna tímabilið vegna

Málverkasýning Tolla á Egilsstaðaflugvelli

20. september 2018

|

Föstudaginn 21. september næstkomandi kl. 16 verður opnuð sýning á 23 nýjum olíumálverkum eftir Tolla í flugstöðinni á Egilsstöðum en sýningin er í boði Isavia, rekstraraðila flugvallarins, og er sýn

  Nýjustu flugfréttirnar

Ryanair fær síðustu Boeing 737-800 þotuna afhenta

17. desember 2018

|

Boeing hefur afhent síðasta eintakið af Boeing 737-800 þotunni til Ryanair sem er einnig síðasta af Next Generation gerðinni og hefur lágfargjaldafélagið írska því tekið við 531 þotu af þeirri kynsl

Flugvöllurinn í Perth fer í mál við Qantas

16. desember 2018

|

Flugvöllurinn í Perth í Ástralíu hefur höfðað mál gegn Qantas vegna vangoldinna skulda en stjórn flugvallarins segir að flugfélagið ástralska hafi ekki greitt lendingargjöld í þónokkurn tíma.

Atlantic Airways stefnir á beint flug frá Færeyjum til New York

15. desember 2018

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways ætlar sér að hefja beint áætlunarflug til New York frá Færeyjum en flugfélagið færeyska hefur sótt um leyfi fyrir flugi til Bandaríkjanna.

Síðasta Boeing 777-300ER þotan afhent til Emirates

14. desember 2018

|

Emirates fagnaði fyrir helgi þeim tímamótum að hafa tekið við síðustu Boeing 777-300ER þotunni frá Boeing við hátíðlega athöfn og er félagið því komið með allar þoturnar sem pantaðar hafa verið af þ

Fara fram á 2 milljarða evra í bætur frá Etihad

13. desember 2018

|

Gjaldþrotadómstóll í Þýskalandi ætlar fyrir hönd skiptastjórnar Air Berlin að fara fram á bætur upp á 2 milljarða evra frá fyrrum samstarfsflugfélaginu Etihad Airways.

Fyrsta risaþotan hjá Lufthansa máluð í nýju litunum

12. desember 2018

|

Nýlega var lokið við að mála fyrstu Airbus A380 þotuna í nýjum litum Lufthansa en það var þotan D-AIMD sem var fyrsta risaþotan a þeim fjórtán sem máluð var.

Flaug síðasta flugið sitt í bleikum búning

11. desember 2018

|

Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

Reyndi að laga rifu á glugga í umferðarhring en brotlenti

11. desember 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að óviðeigandi og ótímabær viðbrögð flugmanns við rifu á glugga á neyðarútgang eftir að farþegar hans kvörtuðu yfir kulda um borð

Fækka þotum til að koma í veg fyrir lögsókn frá flugvélaleigu

11. desember 2018

|

Flugfélagið Avianca Brazil neyðist til þess að fækka flugvélunum í flotanum með því að losa sig við átta flugvélar og skila þeim til baka til flugvélaleigu sem á vélarnar til að komast hjá lögsókn.

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.