flugfréttir

Saka flugfélag í Nígeríu um að hafa stolið tveimur Dash Q300

- Var flogið frá Lagos úr landi á ónefndan stað eftir deilur um samning

27. september 2018

|

Frétt skrifuð kl. 09:06

Önnur Bombardier Dash 8 Q300 flugvélin sem um ræðir

Tilkynnt hefur verið um að tveimur farþegaflugvélum af gerðinni Bombardier Dash 8 Q300 hafi verið stolið nýlega á flugvellinum í Lagos í Nígeríu.

Flugvélarnar tvær hafa verið í leigu hjá flugfélaginu Topbrass Aviation Service en félagið og eigandi flugvélanna, flugvélaleigan Seagold Investment Limited, hafa átt í deilum um nokkurt skeið varðandi leigusamning.

Flugfélagið Topbrass segir að báðar flugvélarnar hafa verið ferjaðar til skoðunar á ónefndum stað frá flugvellinum Í Lagos.

Deilurnar hófust árið 2014 þegar Topbrass gerði kaupsaming um að leigja vélarnar og borga inn á kauplán með því skilyrði að félagið myndi eignast báðar flugvélarnar eftir 30 mánuði en upp úr því hófst deilumál um eignarhald og skuldbindingar.

Framkvæmdarstjóri flugfélagsins segir að þeir hafi staðið við sín loforð allan tímann á meðan Seagold Investment hafi stungið þá í bakið og ekki efnt samninginn og hafa vélarnar verði seldar til annars eiganda sem er forsetaembættið í Nígeríu sem krefst þess að fá þær í sínar hendur.

Flugvélarnar tvær sem um ræðir sjást til vinstri á myndinni

Samkvæmt heimildum var flugvélunum tveimur flogið til flugvélaverkstæðisins Aero Contractors til skoðunar og er búið að fjarlægja skráningar vélanna af þeim og stendur til að fljúga þeim í burtu til staðar sem ekki er vitað hver er.

Málið er kominn til dómstóla og verður það tekið fyrir í hæstaréttinum í Lagos en nígerísk flugmálayfirvöld hafa nú blandað sér í málið og tekið fram með formlegri yfirlýsingu að engum flugvélum hafi verið stolið í landinu.

Yfirmaður flugmálayfirvalda í Nígeríu segist leiður yfir því að verið sé að ræða um þjófnað á flugvélum í Nígeríu þegar flugrekandinn sé aðeins að færa flugvélarnar úr landi til skoðunar sem hann hefur leyfi fyrir samkvæmt leigusamningi frá Seagold Investment.

„Hverskonar skilaboð erum við að senda frá okkur til alþjóðasamfélagsins á tímum sem verið er að reyna að fá fjárfesta til að gera viðskipti í Nígeríu“, segir í tilkynningu frá flugmálayfirvöldum.

Málið mun verða tekið fyrir á næstunni í réttarsal í Nígeríu og er því hvergi lokið af hálfu þriggja aðila sem að því koma.  fréttir af handahófi

NTSB fer fram á hljóðrita sem getur tekið upp í 25 tíma

19. október 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur farið fram á að hljóðritar í flugvélum, sem er annar svörtu kassanna tveggja, geti tekið upp lengri upptöku af hljóðum og samtölum flugmanna í stjórnkle

Keflavíkurflugvöllur í 9. sæti yfir áfangastaði frá Köben í júlí

14. ágúst 2018

|

Farþegamet var slegið í júlí á flugvellinum í Kaupmannahöfn þegar yfir 3.1 milljón farþega fór um völlinn en á lista yfir vinsælustu borgirnar sem flestir ferðuðust til þá var Reykjavík á topp 10 lis

Airbus fær nýja pöntun í minni útgáfuna af A330neo

15. október 2018

|

Airbus hefur fengið nýja pöntun í A330-800, minni útgáfuna af A330neo þotunni, en um nokkurt skeið hafði ekkert flugfélag átt inni pöntun í minni útgáfuna af Airbus A330neo.

  Nýjustu flugfréttirnar

Piper kennsluflugvél nauðlenti á hraðbraut í San Diego

21. október 2018

|

Engan sakaði er eins hreyfils kennsluflugvél nauðlenti á hraðbraut nálægt El Cajon í útverfi San Diego í Kaliforníu í sl. föstudag en farþegi einn, í bíl sem var ekið fyrir aftan, náði myndbandi af le

Flugstjóri neitaði að fljúga vegna vandamáls á First Class

21. október 2018

|

Þónokkur töf varð á flugi Thai Airways í síðustu viku frá Zurich til Bangkok eftir að flugstjóri neitaði að fljúga flugið þar sem að tveir samstarfsmenn hans, sem einnig eru flugmenn hjá félaginu, f

Hundruðir nemenda prófuðu flughermi hjá British Airways

20. október 2018

|

Á annað hundrað breskra háskólanema fengu að spreyta sig í flughermi í höfuðstöðvum British Airways á dögunum er flugfélagið breska hélt viðburðinn Flying Futures sem miðar að því að hvetja ungt fólk

Hjá Höllu opnar á Keflavíkurflugvelli

19. október 2018

|

Veitingastaðurinn Hjá Höllu opnaði formlega í gær í suðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli þar sem gengið er út í hlið C á flugvellinum.

NTSB fer fram á hljóðrita sem getur tekið upp í 25 tíma

19. október 2018

|

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur farið fram á að hljóðritar í flugvélum, sem er annar svörtu kassanna tveggja, geti tekið upp lengri upptöku af hljóðum og samtölum flugmanna í stjórnkle

Flugmanni dæmdar bætur eftir að hafa verið rekinn

19. október 2018

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) og dómstóll í Bandaríkjunum hafa dæmt flugfélag eitt í Alaska til þess að greiða flugstjóra, sem starfaði áður hjá félaginu, um 58 milljónir króna í bætur eftir að ha

British Airways mun fljúga til Charleston

18. október 2018

|

British Airways ætlar að hefja beint flug til borgarinnar Charleston í Suður-Karólínu á næsta ári en það verður þá í fyrsta sinn sem flogið verður beint flug yfir Atlantshafið frá Evrópu til borgarin

Etihad Airways ekki lengur eitt af þeim stóru eftir niðurskurð

18. október 2018

|

Etihad Airways hefur ákveðið að hætta við pantanir í nýjar þotur frá Airbus vegna niðurskurðar eftir 179 milljarða króna taprekstur á síðasta ári.

Cobalt Air gjaldþrota

18. október 2018

|

Kýpverska flugfélagið Cobalt Air er gjaldþrota og hefur félagið hætt öllu áætlunarflugi eftir að viðræður við lánadrottna fóru út um þúfur.

Fyrsta innanlandsflug Norwegian í Argentínu

17. október 2018

|

Norwegian flaug í gær sitt fyrsta innanlandsflug í Argentínu með nýstofnaða dótturfélaginu, Norwegian Air Argentína.