flugfréttir
Rekstrarfé Jet Airways dugar í 2 mánuði til viðbótar

Boeing 737-800 þota Jet Airways
Jet Airways, annað stærsta flugfélag Indlands, hefur tilkynnt flugmönnum sínum að félagið hafi aðeins rekstrarfé til að reka félagið í tvo mánuði til viðbótar.
Í tölvupósti sem flugmenn félagsins fengu eru þeir beðnir um að taka á sig 15 prósenta launalækkun til tveggja ára en
þeirri beiðni hefur verið hafnað af hálfu flugmanna.
Upplýsingar úr tölvupósti til flugmanna láku í indverska fjölmiðla en Vinay Dube, framkvæmdarstjóri Jet Airways, segir
að um sögusagnir séu að ræða og segir hann upplýsingarnar í þeim ekki réttar.
Dube hefur staðfest að flugfélagið eigi í viðræðum við starfsmenn sína varðandi niðurskurð og sé verið að leita leiða
til að gera rekstur Jet Airways hagkvæmari.
Í annarri yfirlýsingu frá Jet Airways kemur fram að félagið sé sannfært um að félagið verði rekið áfram eftir 60 daga
og sé rekstarvandi félagsins ekki það slæmur.
Samkvæmt heimildum þá hefur félagið einnig tilkynnt flugmönnum félagsins að verið sé að leita eftir auknu fjármagni
og þá kemur fram að uppsagnir séu framundan en samt ekki meðal flugmanna.


4. desember 2018
|
Stjórn Icelandair Group hefur gengið frá ráðningu Boga Nils Bogasonar í starf forstjóra fyrirtækisins. Bogi Nils hefur verið starfandi forstjóri Icelandair Group frá því í lok ágúst síðastliðinn.

18. nóvember 2018
|
Stjórn flugfélagsins Fastjet í Afríku hefur tekist að hækka hlutafé félagsins um 4,9 milljarða króna en flugfélagið hefur að undanförnu reynt að leita leiða til að fjármagna reksturinn sem hefur verið

26. janúar 2019
|
Yfirvöld á Spáni reyna nú að hafa uppi á eiganda að farþegaþotu af gerðinni McDonnell Douglas MD-87 sem hefur verið yfirgefin á Barajas-flugvellinum í Madríd í 9 ár.

16. febrúar 2019
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

14. febrúar 2019
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

13. febrúar 2019
|
Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

12. febrúar 2019
|
Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

12. febrúar 2019
|
Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

12. febrúar 2019
|
Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

11. febrúar 2019
|
Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.

11. febrúar 2019
|
Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.