flugfréttir
Tölvukerfi bilaði í Shanwick flugumferðarstjórninni

Meðal annars þá duttu sumar flugvélar út af ratsjá í háum flughæðum
Rannsóknarnefnd á vegum flugmálayfirvalda á Írlandi vinnur nú að því að rannsaka tæknilega örðuleika sem komu upp í flugumferðarstjórnstöð í Ballycasey á Írlandi í gærkvöldi sem olli því að loka þurfti flugumferðarsvæðinu Shanwick tímabundið.
Stjórnstöðin í Ballycasey þjónar meðal annars Shannon og Cork flugvöllunum auk þess
að flugumferð yfir Atlantshafið til Norður-Ameríku er stjórnað þaðan.
Um hugbúnaðarvillu er að ræða og kemur fram að búið sé að útiloka tölvuárás og er talið
um bilun í flóknu tölvukerfi sé að ræða.
Varakerfi fór strax í gang við bilunina og mun það kerfi vera í gangi þar
til prófunum á aðalkerfinu eru yfirstaðnar.
Einhver seinkun varð á nokkrum flugferðum en bilunin hafði ekki áhrif á flug um flugvöllinn
í Dublin þar sem flugumferðinni um þann völl er stjórnað af öðru tölvukerfi.
„Þetta er nýtt kerfi og er því mjög vel viðhaldið og uppfært reglulega. Sennilega er þetta
bara einhver einföld bilun“, segir Philip Hughes hjá írskum flugmálayfirvöldum.


7. janúar 2019
|
Hawaiian Airlines flaug í dag sitt síðasta flug með Boeing 767 og hefur félagið því nú hætt öllu áætlunarflugi með þeirri tegund af farþegaþotu.

11. febrúar 2019
|
Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.

16. janúar 2019
|
Airbus hefur tekið fyrstu skóflustunguna að nýrri flugvélaverksmiðju fyrir Airbus A220 þotuna sem verður framleidd í Mobile í Alabama í Bandaríkjunum en Airbus hefur nú þegar eina samsetningarverksmi

16. febrúar 2019
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

14. febrúar 2019
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

13. febrúar 2019
|
Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

12. febrúar 2019
|
Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

12. febrúar 2019
|
Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

12. febrúar 2019
|
Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

11. febrúar 2019
|
Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.

11. febrúar 2019
|
Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.