flugfréttir
Blue Air tekur yfir rekstur Air Moldova

Airbus A320 þota Air Moldova
Rúmenska flugfélagið Blue Air hefur komið flugfélaginu Air Moldova til bjargar og fengið leyfi til þess að taka yfir rekstur þess.
Blue Air var eina flugfélagið sem bauð í reksturinn og kaupir félagið Air Moldova fyrir
7.9 milljarða en af því fara 327 milljónir króna til kaupanna á meðan um 7.3 milljarðar fara
í að greiða niður skuldir félagsins.
Air Moldavia er þjóðarflugfélag Moldavíu, stofnað árið 1993, og hefur félagið sjö
þotur í flotanum af gerðinni Airbus A319, A320 og Embraer E190.
Blue Air mun með yfirtökunni skuldbinda sig til að standa við framtíðaráform Air Moldova
sem eru m.a. að hefja flug til sjö nýrra áfangastaða á næsta ári auk langflugs til nýrra áfangastaða í Bandaríkjunum, Kanada og Kína árið 2021.
Þá gerir rekstaráætlun félagsins ráð fyrir fjölgun flugvéla úr sjö í fjórtán þotur fyrir árið 2021 og fjölgun
áhafna úr 180 upp í 380 á næstu þremur árum.
Blue Air er stærsta flugfélagið í Rúmeníu með 30 flugvélar í flotanum af gerðinni Boeing 737-300, -400,
-400, -500 og Boeing 737-800 en félagið á einnig von á tólf nýjum Boeing 737 MAX 8 þotum.


8. janúar 2019
|
Í desember náði Boeing þeim áfanga að tvöþúsundasta Boeing 777 þotan var pöntuð og er um heimsmet að ræða þar sem engin breiðþota hefur náð að seljast í eins mörgum eintökum.

11. janúar 2019
|
Andrew Hill, 54 ára flugmaður, sem brotlenti Hawker Hunter, orrustuflugvél í miðju sýningaratriði á flugsýningunni í Shoreham á Englandi þann 22. ágúst árið 2015, mun á næstunni mæta fyrir dóm við ré

3. desember 2018
|
Wizz Air tók um helgina í notkun nýja þjálfunarmiðstöð í Búdapest í Ungverjalandi sem er alls 3.800 fermetrar á stærð og er miðstöðin ein sú fullkomnasta í Evrópu.

16. febrúar 2019
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

14. febrúar 2019
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

13. febrúar 2019
|
Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

12. febrúar 2019
|
Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

12. febrúar 2019
|
Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

12. febrúar 2019
|
Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

11. febrúar 2019
|
Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.

11. febrúar 2019
|
Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.