flugfréttir
Farið fram á að eldsneytismagn á A380 sé athugað tvisvar

Eldsneyti sett á Airbus A380 risaþotu frá Singapore Airlines
Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa gefið út tilmæli til þeirra flugrekenda, sem hafa risaþotuna Airbus A380 í flota sínum, að bæta við á staðlaðan tékklista fyrir brottför atriði sem fer fram á að athuga aftur stöðu á mæli sem sýnir eldsneytismagn á tönkum þotunnar.
Í ljós hefur komið að merki frá einangrunarloka við eldsneytisáfyllingu hefur sýnt misvísandi stöðu á eldsneytismagni
en fram kemur að í einu ákveðnu tilviki gæti hafa verið um að ræða aðskotahlut sem varð til þess að mælum bar ekki saman
um magn eldsneytis.
Ef röng merki koma upp við áfyllingu getur það orðið til þess að mælar sýna þéttleika eldsneytis miðað við flugið sem flogið
var á undan og þær upplýsingar notaðar við útreikning á næsta flugi sem gefur upp rangar upplýsingar.
EASA varar við því að röng eldsneytismæling getur orðið til þess að rangt flæði verður á eldsneytinu sem fer frá
tönkum vélarinnar til hreyflanna.
Airbus hefur þegar beðið flugrekendur um að láta flugmenn athuga aftur stöðu á eldsneyti eftir dælingu og bera saman
tölur um eldsneytismagn af öllum mælum.


3. janúar 2019
|
Indónesíska flugfélagið Lion Air hefur hætt leitinni að hljóðrita Boeing 737 MAX þotunnar sem fórst skömmu eftir flugtak frá Jakarta þann 29. október sl.

24. janúar 2019
|
Flugsamfélagið í Retford á Englandi og nærliggjandi héröðum berst nú fyrir tilvist Retford Gamston-flugvallarins en bæjarráðið á svæðinu auk héraðsráðsins í Bassetlaw hefur gert deiliskipulag og drög

30. desember 2018
|
Pakistan International Airlines (PIA), ríkisflugfélag Pakistans, hefur sagt upp 50 starfsmönnum eftir að í ljós hefur komið að starfsfólkið falsaði gögn í starfsumsókn sinni og þar á meðal hefur nok

16. febrúar 2019
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

14. febrúar 2019
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

13. febrúar 2019
|
Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

12. febrúar 2019
|
Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

12. febrúar 2019
|
Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

12. febrúar 2019
|
Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.

11. febrúar 2019
|
Delta Air Lines flaug á dögunum sitt fyrsta farþegaflug með nýju Airbus A220 þotunni sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombardier.

11. febrúar 2019
|
Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.