flugfréttir
Norwegian orðið stærra en BA í flugi til New York
- Flytur flesta farþega til New York í flugi yfir Atlantshafið

Dreamliner-þota Norwegian
Norska flugfélagið Norwegian er orðið stærsta flugfélagið sem flýgur yfir Atlantshafið til New York ef bandarísk flugfélög eru ekki talin með og flytur félagið því fleiri farþega til New York heldur en British Airways sem hefur hingað til verið það stærsta.
Alls voru 1.670.000 milljón farþega sem flugu með Norwegian til og frá New York á 12 mánaða tímabili til júlí á þessu ári
en á sama tíma flugu 1.630.000 farþegar með British Airways.
Air Canada er þó stærsta flugfélagið sem flýgur millilandaflug til New York en á 12 mánaða tímabili voru um 1.9 milljón
farþega sem flugu með því til New York.
Stærsta flugfélagið sem flýgur til New York ef teknir eru með í reikninginn LaGuardia, Newark og JFK- flugvellirnir er
United Airlines sem flutti 29 milljónir farþega til New York.
„Fargjöld yfir Atlantshafið hafa lengi verið of há og hafa þessar leiðir verið farnar af stóru flugfélögunum í mörg ár“, segir Björn
Kjos, framkvæmdarstjóri Norwegian.
Norwegian flýgur í dag fjórtán flugleiðir frá Evrópu til John F. Kennedy flugvallarins, Newark-Liberty og Stewart-flugvallarins
frá borgum á borð við Amsterdam, Barcelona, Belfast, Bergen, Kaupmannahöfn, Dublin, Edinborg, London, Madríd, Osló, París,
Róm, Shannon og frá Stokkhólmi.


18. janúar 2019
|
Á næstu dögum hefst niðurrif á fyrsta Boeing 777-200LR þotunni sem verður rifin í varahluti en -200LR tegundin er ein langdrægasta farþegaþota heims.

14. desember 2018
|
Emirates fagnaði fyrir helgi þeim tímamótum að hafa tekið við síðustu Boeing 777-300ER þotunni frá Boeing við hátíðlega athöfn og er félagið því komið með allar þoturnar sem pantaðar hafa verið af þ

1. desember 2018
|
Airbus A220, sem einnig er þekkt sem CSeries, upphaflega framleidd af Bombardier, hefur fengið vottun fyrir CAT III nákvæmisblndaðflugi frá evrópskum flugmálayfirvöldum (EASA).

22. febrúar 2019
|
British Airways hefur ákveðið að Airbus A319 þota verði næsta flugvél félagsins til þess að verða máluð í gömlum litabúningi líkt og flugvélar félagsins litu út í gamla daga.

22. febrúar 2019
|
Norwegian á loksins von á því að geta fengið eina af Boeing 737 MAX þotunum í flotanum heim frá Íran en um er að ræða þotu sem hefur verið föst í landinu frá því að flugvélin hafði þar óvænta viðkomu

21. febrúar 2019
|
Aldrei hafa eins margir flugfarþegar farið um Heathrow-flugvöll í sögu flugvallarins líkt og árið 2018 þegar 80.1 milljón farþega fór um völlinn.

20. febrúar 2019
|
Flugfélagið airBatlic ætlar sér að hætta með Boeing 737 þoturnar fyrr en áætlað var.

20. febrúar 2019
|
Splunkunýrri Airbus A320 þotu sem var í afhendingarflugi frá Airbus í Hamborg á leið til Nýja-Sjálands var gert að snúa við yfir Tyrklandi þar sem í ljós kom að þotan hafði ekki leyfi til þess að flj

19. febrúar 2019
|
Flugmálayfirvöld í Íran hafa birt lokaskýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað þann 18. febrúar í fyrra er farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 fórst í fjalllendi í innanlandsflugi í landinu.

19. febrúar 2019
|
Þrír þýskir bæjarstjórar í bæjunum Klixbüll, Leck og Niebüll vilja koma á flugsamgöngum til eyjunnar Sylt þar sem lestarsamgöngur hafa ekki gengið snuðrulaust fyrir sig að undanförnu.

19. febrúar 2019
|
Hafist hefur verið handa við að lagfæra og koma flugbrautinni á eyjunni Catalina við strendur Los Angeles í nothæft ástand á ný.