flugfréttir

Umhverfisstjórnunarkerfi Isavia fær alþjóðavottun

- Flugfjarskipti Isavia hafa fengið hafa fengið ISO14001 vottun frá BSI

10. október 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:14

Frá vinstri: Hallgrímur N. Sigurðsson, deildarstjóri Flugfjarskipta Isavia, Helga R. Eyjólfsdóttir, öryggis- og gæðastjóri Isavia, og María Kjartansdóttir, verkefnisstjóri umhverfismála

Flugfjarskipti Isavia hafa fengið hafa fengið ISO14001 vottun frá BSI, Bresku staðlastofnuninni en þessi nýja vottun staðfestir að á starfsstöðinni er starfrækt virkt umhverfisstjórnunarkerfi samkvæmt ISO14001 staðlinum.

Flugfjarskiptin eru fyrsta starfsstöð Isavia til að fá slíka vottun en fjarskipti við flugvélar á ferð yfir Norður-Atlantshafið eru mikilvægur hluti af þeirri þjónustu sem Isavia veitir.

Fjarskiptastöðin í Gufunesi heldur uppi talfjarskiptum á stutt- og metrabylgju í samvinnu við fjarskiptastöðina í Ballygirreen á Írlandi en starfsemin felst í móttöku og sendingu á skeytum sem varða öryggi flugsins, þar á meðal eru staðarákvarðanir, flughæða-, hraða- og flugleiðabreytingar, veðurskeyti, upplýsingar um lendingarskilyrði á flugvöllum og annað slíkt.

Markmið umhverfisstjórnunarkerfisins er að hafa eftirlit með og stýra þeim umhverfisáhrifum sem af starfseminni verða, ásamt því sem unnið er markvisst að því að minnka áhrifin.

Sett eru metnaðarfull markmið í þeim efnum og unnið að stöðugum umbótum og eftirfylgni með þeim. Markmið flugfjarskipta í þessum efnum tengjast beint Umhverfisstefnu Isavia, markmiðum Isavia í tengslum við Loftslagssáttmála Reykjavíkurborgar og Festu, ásamt öðrum markmiðum fyrirtækisins í umhverfismálum.

Hænur á starfsstöð Flugfjarskipta Isavia í Gufunesi

Flugfjarskipti hafa einnig lokið 4 grænum skrefum af verkefni Umhverfisstofnunar. Starfsstöðin hefur gengið á undan með afar góðu fordæmi.

• Ríflega 60% alls sorps frá starfseminni fer í endurvinnslu.
• Úrgangur er flokkaður í sjö mismunandi flokka.
• Meirihluti alls lífræns sorps fer í að fóðra hænur starfsstöðvarinnar eða í moltugerð.
• Notkun á heitu og köldu vatni er vöktuð.
• Eldsneytisnotkun er lágmörkuð eins og hægt er með stöðugri vöktun.
• Innkaupastefna er vel skilgreind þannig að keyptar eru inn umhverfisvottaðar vörur ásamt „fair trade“ vörum þar sem það er hægt.
• Einnota borðbúnaður, eins og t.d. drykkjarmál, er ekki í notkun.

Flugfjarskipti Isavia hafa einnig lagt áherslu á að fræða starfsfólk sitt um umhverfismál og hvernig það geti sjálft langt hönd á plóginn. Grunnurinn að þessu mikla og góða verkefni er þátttaka starfsfólks og stuðningur yfirmanna við þetta verkefni og á allur sá hópur miklar þakkir skildar.

Innleiðing stjórnunarkerfisins hefur verið í höndum Maríu Kjartansdóttur, verkefnisstjóra umhverfismála hjá Isavia, Hallgríms N. Sigurðssonar, deildarstjóra Flugfjarskipta, og Helgu R. Eyjólfsdóttur, öryggis- og gæðastjóra Isavia.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga