flugfréttir

Áhafnir hjá Ryanair þurftu að sofa á gólfinu

- Ryanair segir myndirnar sviðsettar - Engin herbergi voru laus í Málaga

15. október 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:18

Jim Atkinson, flugstjóri hjá Ryanair, segir undarlegt að tekjur félagsins árið 2018 stefni í 167 milljarða króna en ekki var hægt að finna gistingu fyrir áhafnirnar fjórar

Ryanair hefur beðið starfsmenn sína afsökunar eftir fjórar áhafnir félagsins neyddust til þess að sofa á grjóthörðu gólfinu um helgina á flugstöðinni í Málaga vegna fellibylsins Leslie sem gekk yfir Portúgal.

Allar áhafnirnar fjórar voru með heimahöfn í Portúgal en fjórar flugvélar á vegum félagsins þurftu að lenda á Spáni þar sem óveður var á þeim áfangastöðunum í Portúgal og veðurskilyrði til lendinga mjög slæm.

Alls voru 24 flugmenn, flugfreyjur og flugþjónar sem þurftu að sofa á gólfinu í „briefing-herbergi“ áhafna á flugvellinum í Málaga og það án kodda eða ábreiðna þar sem öll hótelherbergi í Málaga voru uppbókuð.

Nokkrar myndir, sem sína sex áhafnameðlimir, sofandi á gólfinu enduðu á Fésbókarsíðunni „Ryanair Must Change“ en fram kemur að skömmu síðar hafi áhafnirnar fengið að sofa í VIP stofunni á flugvellinum.

Skjáskot af Twitter-færslu flugstjórans

Ryanair svaraði fyrir sig og segir félagið að ljósmyndirnar séu sviðsettar og tekur félagið fram að enginn í áhöfn félagsins hafði þurft að sofa á gólfinu.

Fernando Gandra, starfsmaður hjá verkalýðsfélagi einu í Portúgal, segir að ljósmyndin endurspegli vel þær aðstæður sem áhafnirnar þurftu að sætta sig við sl. laugardagskvöld og segir hann svar Ryanair, að myndirnar séu sviðsettar, algjörlega út í hött og hneykslanlegt að bera því við.

Gandra segir að aðeins hafi átta áhafnarmeðlimir geta notað stóla til að sofa á en restin þurfti að leggjast á gólfið þar sem það var það eina í boði þegar þreytan fór að segja til sín og ljóst var að engin önnur úrræði var að vænta frá höfuðstöðvunum í Dublin.

„Tekjur Ryanair eru 167 milljarðar króna á þessu ári en þeir gátu ekki orðið fjórum áhöfnum úti um hótelgistingu“, skrifar Jim Atkinson, flugmaður hjá Ryanair, á Twitter-síðu sína með ljósmyndinni.  fréttir af handahófi

Flugfloti Flugakademíu Keilis telur nú 14 kennsluvélar

23. ágúst 2018

|

Flugakademía Keilis fékk í gær tvær splunkunýjar Diamond DA40 kennsluvélar afhentar en vélunum var flogið hingað til lands frá verksmiðjum Diamond í Austurríki.

Aer Lingus hefur áhuga á Airbus A321XLR

2 nóvember 2018

|

Aer Lingus segir að vel kæmi til greina að panta Airbus A321XLR sem er ný útgáfa af A321LR þotunni sem gæti orðið ný útgáfa af Airbus ef ákveðið verður að gera enn langdrægari útgáfu af A321LR.

Nefhjól gaf sig á F-35A orrustuþotu eftir lendingu

23. ágúst 2018

|

Nefhjól á F-35A Lightning II orrustuþotu féll saman skömmu eftir lendingu á Eglin Air Force Base herflugvellinum í Flórída í dag.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fastjet nær að auka hlutafé sitt

18. nóvember 2018

|

Stjórn flugfélagsins Fastjet í Afríku hefur tekist að hækka hlutafé félagsins um 4,9 milljarða króna en flugfélagið hefur að undanförnu reynt að leita leiða til að fjármagna reksturinn sem hefur verið

Boeing 747-100 flýgur sitt síðasta flug

17. nóvember 2018

|

Síðasta Boeing 747-100 júmbó-þotan, sem hefur verið í umferð í heiminum í dag, flaug sitt síðasta flug á dögunum.

Ekki sagt frá nýju sjálfvirku kerfi sem á að koma í veg fyrir ofris

15. nóvember 2018

|

Atvinnuflugmannasamtökin (ALPA), sem er stærsta bandalag flugmanna í heiminum, krefjast þess að bandarísk stjórnvöld taki á vandamáli er varðar nýja tegund af flugstýringu á Boeing 737 MAX þotunum s

Þrír lamaðir flugmenn ætla að fljúga í kringum hnöttinn

14. nóvember 2018

|

Þrír hreyfihamlaðir flugmenn munu næstkomandi sunnudag leggja af stað í 10 mánaða langt heimsflug í kringum hnöttinn en þeir ætla að hafa viðdvöl á 150 stöðum í 40 löndum í sex heimsálfum og verður fe

Farþegar greiddu fyrir viðgerð á Dreamliner-þotu

14. nóvember 2018

|

Farþegar þurftu að greiða viðgerð á Dreamliner-þotu pólska flugfélagsins LOT Polish Airlines eftir að bilun kom upp í vélinni á flugvellinum í Peking.

Boeing 787 fór inn á braut á meðan A350 var í flugtaki

14. nóvember 2018

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A350-900 frá Delta Air Lines þurfti að hætta við flugtak á Pudong-flugvellinum í Shanghai í gær eftir að önnur þota fór inn á brautina.

KLM íhugar að kaupa Cessnur til að ferja varahluti og flugvirkja

12. nóvember 2018

|

Hollenska flugfélagið KLM Cityhopper skoðar nú möguleika á því að festa kaup á litlum flugvélum af gerðinni Cessna.

Alvarlegt atvik rannsakað þar sem flugmenn misstu alla stjórn

12. nóvember 2018

|

Verið er að rannsaka alvarlegt atvik sem átti sér stað í gær er flugmenn á Embraer E190 farþegaþotu frá Air Astana misstu stjórn á vélinni skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon.

Þróaði með sér flughræðslu við að fara af Q400 yfir á þotu

11. nóvember 2018

|

Dómstóll í Bretlandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að flugfélagið Flybe fór ekki heiðarlega að máli eins flugmanns sem var rekinn frá félaginu eftir að hann þróaði með sér flughræðslu eftir að ha

Misstu stjórn á Embraer-þotu rétt eftir flugtak í Lissabon

11. nóvember 2018

|

Farþegaþota frá flugfélaginu Air Astana lýsti yfir neyðarástandi (7700) á fjórða tímanum í dag, rétt eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon í Portúgal, en flugmennirnir sögðu að þeir hefðu litla s