flugfréttir

Áhafnir hjá Ryanair þurftu að sofa á gólfinu

- Ryanair segir myndirnar sviðsettar - Engin herbergi voru laus í Málaga

15. október 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:18

Jim Atkinson, flugstjóri hjá Ryanair, segir undarlegt að tekjur félagsins árið 2018 stefni í 167 milljarða króna en ekki var hægt að finna gistingu fyrir áhafnirnar fjórar

Ryanair hefur beðið starfsmenn sína afsökunar eftir fjórar áhafnir félagsins neyddust til þess að sofa á grjóthörðu gólfinu um helgina á flugstöðinni í Málaga vegna fellibylsins Leslie sem gekk yfir Portúgal.

Allar áhafnirnar fjórar voru með heimahöfn í Portúgal en fjórar flugvélar á vegum félagsins þurftu að lenda á Spáni þar sem óveður var á þeim áfangastöðunum í Portúgal og veðurskilyrði til lendinga mjög slæm.

Alls voru 24 flugmenn, flugfreyjur og flugþjónar sem þurftu að sofa á gólfinu í „briefing-herbergi“ áhafna á flugvellinum í Málaga og það án kodda eða ábreiðna þar sem öll hótelherbergi í Málaga voru uppbókuð.

Nokkrar myndir, sem sína sex áhafnameðlimir, sofandi á gólfinu enduðu á Fésbókarsíðunni „Ryanair Must Change“ en fram kemur að skömmu síðar hafi áhafnirnar fengið að sofa í VIP stofunni á flugvellinum.

Skjáskot af Twitter-færslu flugstjórans

Ryanair svaraði fyrir sig og segir félagið að ljósmyndirnar séu sviðsettar og tekur félagið fram að enginn í áhöfn félagsins hafði þurft að sofa á gólfinu.

Fernando Gandra, starfsmaður hjá verkalýðsfélagi einu í Portúgal, segir að ljósmyndin endurspegli vel þær aðstæður sem áhafnirnar þurftu að sætta sig við sl. laugardagskvöld og segir hann svar Ryanair, að myndirnar séu sviðsettar, algjörlega út í hött og hneykslanlegt að bera því við.

Gandra segir að aðeins hafi átta áhafnarmeðlimir geta notað stóla til að sofa á en restin þurfti að leggjast á gólfið þar sem það var það eina í boði þegar þreytan fór að segja til sín og ljóst var að engin önnur úrræði var að vænta frá höfuðstöðvunum í Dublin.

„Tekjur Ryanair eru 167 milljarðar króna á þessu ári en þeir gátu ekki orðið fjórum áhöfnum úti um hótelgistingu“, skrifar Jim Atkinson, flugmaður hjá Ryanair, á Twitter-síðu sína með ljósmyndinni.  fréttir af handahófi

Þota frá Lion Air fór út af braut í lendingu

16. febrúar 2019

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

Færri en 20 Boeing 737 MAX þotur á flugi

13. mars 2019

|

Aðeins voru 23 flugvélar af gerðinni Boeing 737 MAX í loftinu í öllum heiminum í kvöld kl. 20:34 samkvæmt Flightradar24.com en kl. 20:50 hafði þeim fækkað niður í 18 þotur.

Kínverjar banna reykingar í stjórnklefanum

1. febrúar 2019

|

Flugmenn og áhafnir í Kína geta ekki lengur reykt í stjórnklefanum í kínversku innanlandsflugi þar sem stjórnvöld þar í landi hafa flýtt fyrir banni við reykingum í flugstjórnarklefanum sem kínversk

  Nýjustu flugfréttirnar

Southwest ferjar Boeing 737 MAX þoturnar til Victorville

23. mars 2019

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines er byrjað að ferja Boeing 737 MAX þotur til geymslu vegna kyrrsetningarinnar en þeirri fyrstu var í morgun flogið í flugvélakirkjugarðinn í Victorville í Moj

Næstu atvinnuflugmannsbekkir hefjast í maí og í ágúst

23. mars 2019

|

Flugakademíu Keilis hefur opnað fyrir umsóknir í flugnám í fyrsta sinn eftir sameininguna við Flugskóla Íslands en bóklegt nám fer nú fram á tveimur stöðum, í Reykjavík og í Reykjanesbæ.

Red Wings hættir við pöntun sína í Airbus A220

22. mars 2019

|

Flugfélagið Red Wings í Rússlandi hefur hætt við pöntun sína í Airbus A220 þotuna (CSeries) en félagið var eina rússneska flugfélagið sem hafði pantað þotuna frá Bombardier á sínum tíma.

Indigo Partners hættir við fjárfestingu í WOW air

21. mars 2019

|

Tilkynnt var í kvöld um að Indigo Partners hafi slitið viðræðum um fyrirhugaða fjárfestingu í WOW air.

Negus-þotan lendir í London

21. mars 2019

|

British Airways hefur lokið við að mála fjórðu og síðustu flugvélina í flotanum í sérstökum retro-litum.

Nafni Laudamotion breytt og einfaldað í „Lauda“

20. mars 2019

|

Ryanair, móðufélag austurríska flugfélagsins Laudamotion, hefur ákveðið að sleppa hluta úr nafni flugfélagsins, „motion“, og mun félagið því einfaldlega heita Lauda.

Hætta við pöntun í fimmtíu Boeing 737 MAX þotur

21. mars 2019

|

Indónesíska flugfélagið Garuda Indonesia hefur hætt við pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið hafði pantað.

Einkaflugmaður dæmdur í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss

21. mars 2019

|

52 ára einkaflugmaður í Bretlandi hefur verið vistaður í fangelsi þar í landi vegna vítaverðs gáleysis við stjórnun flugvélar sem endaði með flugslysi í september árið 2017.

Trump vill fyrrum flugstjóra hjá Delta sem yfirmann hjá FAA

20. mars 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Hvíta Húsið hafi áform um að skipta út yfirmanna hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og láta Daniel Elwell víkja fyrir fyrrum flugstjóra hjá Delta

450 flugmenn í Rússlandi sviptir réttindum sínum í fyrra

20. mars 2019

|

Um 450 atvinnuflugmenn í Rússlandi voru sviptir réttindum sínum til farþegaflugs í fyrra eftir rússnesk flugmálayfirvöld gerðu úttekt á öryggismálum og þjálfun meðal rússneskra flugmanna.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00