flugfréttir

Áhafnir hjá Ryanair þurftu að sofa á gólfinu

- Ryanair segir myndirnar sviðsettar - Engin herbergi voru laus í Málaga

15. október 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:18

Jim Atkinson, flugstjóri hjá Ryanair, segir undarlegt að tekjur félagsins árið 2018 stefni í 167 milljarða króna en ekki var hægt að finna gistingu fyrir áhafnirnar fjórar

Ryanair hefur beðið starfsmenn sína afsökunar eftir fjórar áhafnir félagsins neyddust til þess að sofa á grjóthörðu gólfinu um helgina á flugstöðinni í Málaga vegna fellibylsins Leslie sem gekk yfir Portúgal.

Allar áhafnirnar fjórar voru með heimahöfn í Portúgal en fjórar flugvélar á vegum félagsins þurftu að lenda á Spáni þar sem óveður var á þeim áfangastöðunum í Portúgal og veðurskilyrði til lendinga mjög slæm.

Alls voru 24 flugmenn, flugfreyjur og flugþjónar sem þurftu að sofa á gólfinu í „briefing-herbergi“ áhafna á flugvellinum í Málaga og það án kodda eða ábreiðna þar sem öll hótelherbergi í Málaga voru uppbókuð.

Nokkrar myndir, sem sína sex áhafnameðlimir, sofandi á gólfinu enduðu á Fésbókarsíðunni „Ryanair Must Change“ en fram kemur að skömmu síðar hafi áhafnirnar fengið að sofa í VIP stofunni á flugvellinum.

Skjáskot af Twitter-færslu flugstjórans

Ryanair svaraði fyrir sig og segir félagið að ljósmyndirnar séu sviðsettar og tekur félagið fram að enginn í áhöfn félagsins hafði þurft að sofa á gólfinu.

Fernando Gandra, starfsmaður hjá verkalýðsfélagi einu í Portúgal, segir að ljósmyndin endurspegli vel þær aðstæður sem áhafnirnar þurftu að sætta sig við sl. laugardagskvöld og segir hann svar Ryanair, að myndirnar séu sviðsettar, algjörlega út í hött og hneykslanlegt að bera því við.

Gandra segir að aðeins hafi átta áhafnarmeðlimir geta notað stóla til að sofa á en restin þurfti að leggjast á gólfið þar sem það var það eina í boði þegar þreytan fór að segja til sín og ljóst var að engin önnur úrræði var að vænta frá höfuðstöðvunum í Dublin.

„Tekjur Ryanair eru 167 milljarðar króna á þessu ári en þeir gátu ekki orðið fjórum áhöfnum úti um hótelgistingu“, skrifar Jim Atkinson, flugmaður hjá Ryanair, á Twitter-síðu sína með ljósmyndinni.  fréttir af handahófi

JetBlue staðfestir pöntun í 60 Airbus A220-300 þotur

3. janúar 2019

|

Bandaríska flugfélagið JetBlue hefur staðfest pöntun í sextíu þotur af gerðinni Airbus A220-300 sem einnig er betur þekktar sem CSeries CS300.

United ætlar að fækka um eina flugfreyju í millilandaflugi

7. nóvember 2018

|

United Airlines ætlar að fækka flugfreyjum og flugþjónum um borð í flugvélum sínum í millilandaflugi um einn flugliða í þeim tilgangi að ná fram hagræðingu í rekstri.

Nýr forseti Mexíkó ætlar að selja forsetaflugvélina

4. desember 2018

|

Andrés Manuel Lópzez Obrado, nýr forseti Mexíkó, hefur ákveðið að selja forsetaflugvélina sína og ferðast með almennu áætlunarflugi eins og annað fólk í opinberum erindargjörðum og heimsóknum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ellefta veggspjaldið fjallar um skort á vitund

17. janúar 2019

|

Samgöngustofa hefur gefið út ellefta og næstsíðasta kynningarspjaldið í Dirty Dozen seríunni sem fjallar um nokkur atriði sem ber að hafa í huga er kemur að flugöryggi.

Keilir eignast Flugskóla Íslands

17. janúar 2019

|

Flugakademía Keilis hefur fest kaup á Flugskóla Íslands en skólarnir eru þeir stærstu á landinu er kemur að flugkennslu og þjálfun nemenda í flugtengdum greinum.

Antonov An-124 fer aftur í framleiðslu

16. janúar 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Antonov hefur ákveðið að hefja aftur framleiðslu á flutningavélinni Antonov An-124 og það án aðstoðar frá Rússum en risavöruflutningavélin var upphaflega smíðuð á tímum Sovíetrí

Flybe selur afgreiðslupláss á Gatwick til Vueling

16. janúar 2019

|

Breska flugfélagið Flybe hefur selt nokkur afgreiðslupláss sín á Gatwick-flugvellinum í London til spænska lágfargjaldafélagsins Vueling.

Fyrsta beina leiguflugið til Cabo Verde með VITA

16. janúar 2019

|

Icelandair flaug sl. mánudag fyrsta beina leiguflugið frá Íslandi til Grænhöfðaeyja en flugið var á vegum ferðaskrifstofunnar VITA þar sem flogið er með Icelandair.

Herþotur til móts við Boeing 777 fraktþotu

16. janúar 2019

|

Herþotur frá indónesíska flughernum voru ræstar út til þess að fljúga til móts við Boeing 777 fraktþotu frá Ethiopian Cargo sem var gert að lenda hið snarasta á þeim forsendum að hún hefði ekki heimi

Atlantic Airways og KLM í samstarf

15. janúar 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hafa gert samkomulag um sameiginlega sölu á farmiðum og munu farþegar því geta flogið í leiðarkerfi beggja fél

Lögregla fær flugáhugamenn við Heathrow til liðs við sig

14. janúar 2019

|

Lögreglan í Bretlandi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þeir flugáhugamenn, sem leggja leið sína út á Heathrow-flugvöll til þess að horfa á og taka myndir af flugvélum, eru beðnir um að hafa au

Aftur náðu farþegar að bóka ódýrt flug á fyrsta farrými

13. janúar 2019

|

Aftur hefur komið upp villa í bókunarkerfi hjá flugfélaginu Cathay Pacific sem gaf farþegum kost á því að bóka flug á fyrsta farrými á brunaútsöluverði en aðeins eru tvær vikur frá því að nokkrum fa

Þrýsta á stjórnvöld og Boeing um að hefja nýja leit að MH370

12. janúar 2019

|

Ættingjar og aðstandendur þeirra farþega sem voru um borð í malasísku farþegaþotunni, flugi MH370, hafa sett pressu á ríkisstjórn Malasíu um að hefja nýja leit að flugvélinni sem hvarf sporlaust þann

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00