flugfréttir

„Allir sem geta flogið fá starf hjá Lufthansa“

- Skortur á flugkennurum þýðir færri til að kenna nýjum flugnemum

16. október 2018

|

Frétt skrifuð kl. 07:55

Cirrus SR20 kennsluflugvél European Flight Academy

Lufthansa nær ekki að ráða eins marga flugmenn og félagið myndi vilja að sögn Ola Hansson, yfirmanns yfir þjálfunardeild Lufthansa Group, móðurfélags Lufthansa og SWISS International Air Lines.

„Okkar berast margar góðar umsóknir frá flugmönnum en ekki nógu margar. Við erum ekki að fá þann fjölda umsókna sem við þyrftum að fá“, segir Hansson.

Hansson segir að ekki sé aðeins að ræða mikla samkeppni frá öðrum flugfélögum sem eru einnig á höttunum eftir fleiri flugmönnum heldur einnig hefur ímynd flugmanna breyst. - „Að vera flugmaður hefur lengi verið draumastarfið en í dag eru færri sem líta á það sem draumastarfið“, segir Hansson.

Ola Hansson, segir að allir þeir sem hafa réttindi til þess
að fljúga atvinnuflug fái starf hjá Lufthansa Group

Lufthansa Aviation Training er ekki eingöngu að leita að fleiri flugnemum heldur einnig eftir fleiri flugkennurum en margir flugskólar eru einnig í leit að fleiri kennurum.

„Það er mikill skortur á flugkennurum. Við erum með flugskóla í Bandaríkjunum en þar sem staðan sú sama þar sem flugiðnaðurinn vestanhafs skortir fleiri kennara svo hægt sé að kenna fleiri nemendum“.

„Það eru ekki einu sinni að berast slæmar umsóknir frá flugkennurum því að það eru engar umsóknir að berast til flugskólanna. Við þetta skapast vítahringur því að þegar það er skortur á flugkennurum þá er enginn til að kenna nýjum flugnemum“.

„Við erum í örvæntingafullri leit að nýjum flugmönnum. Staðan er þannig að allir þeir sem hafa lokið atvinnuflugmannsnámi eða hafa réttindi til atvinnuflugs, fá starf hjá Lufthansa“, segir Hansson.

Á hverju ári eru um 500 nýir flugmenn sem hefja störf hjá Lufthansa eftir að hafa gengið í gegnum þjálfun hjá flugfélaginu en Hansson segir að félagið væri til í að geta tekið mun fleiri flugmenn til starfa - „Í augnablikinu getum við hinsvegar ekki tekið við fleirum en 500 eins og staðan er í dag þar sem við getum ekki aukið umsvifin í takt við ráðningar“.

Ola Hansson, er yfirmaður yfir þjálfun hjá Lufthansa Aviation Training, en hann flýgur einnig Boeing 777 þotum hjá Lufthansa, heimshorna á milli  fréttir af handahófi

Mahan Air meinað að fljúga til Þýskalands

22. janúar 2019

|

Stjórnvöld í Þýskalandi hafa ákveðið að banna allt flug á vegum íranska flugfélagsins Mahan Air til landsins.

Antonov An-124 fer aftur í framleiðslu

16. janúar 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Antonov hefur ákveðið að hefja aftur framleiðslu á flutningavélinni Antonov An-124 og það án aðstoðar frá Rússum en risavöruflutningavélin var upphaflega smíðuð á tímum Sovíetrí

Alitalia hættir við A321neo þoturnar þrjár frá Primera Air

21. janúar 2019

|

Ítalska flugfélagið Alitalia hefur hætt við að taka við þremur Airbus A321neo þotum sem áður voru í flota Primera Air.

  Nýjustu flugfréttirnar

Southwest ferjar Boeing 737 MAX þoturnar til Victorville

23. mars 2019

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines er byrjað að ferja Boeing 737 MAX þotur til geymslu vegna kyrrsetningarinnar en þeirri fyrstu var í morgun flogið í flugvélakirkjugarðinn í Victorville í Moj

Næstu atvinnuflugmannsbekkir hefjast í maí og í ágúst

23. mars 2019

|

Flugakademíu Keilis hefur opnað fyrir umsóknir í flugnám í fyrsta sinn eftir sameininguna við Flugskóla Íslands en bóklegt nám fer nú fram á tveimur stöðum, í Reykjavík og í Reykjanesbæ.

Red Wings hættir við pöntun sína í Airbus A220

22. mars 2019

|

Flugfélagið Red Wings í Rússlandi hefur hætt við pöntun sína í Airbus A220 þotuna (CSeries) en félagið var eina rússneska flugfélagið sem hafði pantað þotuna frá Bombardier á sínum tíma.

Indigo Partners hættir við fjárfestingu í WOW air

21. mars 2019

|

Tilkynnt var í kvöld um að Indigo Partners hafi slitið viðræðum um fyrirhugaða fjárfestingu í WOW air.

Negus-þotan lendir í London

21. mars 2019

|

British Airways hefur lokið við að mála fjórðu og síðustu flugvélina í flotanum í sérstökum retro-litum.

Nafni Laudamotion breytt og einfaldað í „Lauda“

20. mars 2019

|

Ryanair, móðufélag austurríska flugfélagsins Laudamotion, hefur ákveðið að sleppa hluta úr nafni flugfélagsins, „motion“, og mun félagið því einfaldlega heita Lauda.

Hætta við pöntun í fimmtíu Boeing 737 MAX þotur

21. mars 2019

|

Indónesíska flugfélagið Garuda Indonesia hefur hætt við pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið hafði pantað.

Einkaflugmaður dæmdur í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss

21. mars 2019

|

52 ára einkaflugmaður í Bretlandi hefur verið vistaður í fangelsi þar í landi vegna vítaverðs gáleysis við stjórnun flugvélar sem endaði með flugslysi í september árið 2017.

Trump vill fyrrum flugstjóra hjá Delta sem yfirmann hjá FAA

20. mars 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Hvíta Húsið hafi áform um að skipta út yfirmanna hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og láta Daniel Elwell víkja fyrir fyrrum flugstjóra hjá Delta

450 flugmenn í Rússlandi sviptir réttindum sínum í fyrra

20. mars 2019

|

Um 450 atvinnuflugmenn í Rússlandi voru sviptir réttindum sínum til farþegaflugs í fyrra eftir rússnesk flugmálayfirvöld gerðu úttekt á öryggismálum og þjálfun meðal rússneskra flugmanna.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00