flugfréttir

„Allir sem geta flogið fá starf hjá Lufthansa“

- Skortur á flugkennurum þýðir færri til að kenna nýjum flugnemum

16. október 2018

|

Frétt skrifuð kl. 07:55

Cirrus SR20 kennsluflugvél European Flight Academy

Lufthansa nær ekki að ráða eins marga flugmenn og félagið myndi vilja að sögn Ola Hansson, yfirmanns yfir þjálfunardeild Lufthansa Group, móðurfélags Lufthansa og SWISS International Air Lines.

„Okkar berast margar góðar umsóknir frá flugmönnum en ekki nógu margar. Við erum ekki að fá þann fjölda umsókna sem við þyrftum að fá“, segir Hansson.

Hansson segir að ekki sé aðeins að ræða mikla samkeppni frá öðrum flugfélögum sem eru einnig á höttunum eftir fleiri flugmönnum heldur einnig hefur ímynd flugmanna breyst. - „Að vera flugmaður hefur lengi verið draumastarfið en í dag eru færri sem líta á það sem draumastarfið“, segir Hansson.

Ola Hansson, segir að allir þeir sem hafa réttindi til þess
að fljúga atvinnuflug fái starf hjá Lufthansa Group

Lufthansa Aviation Training er ekki eingöngu að leita að fleiri flugnemum heldur einnig eftir fleiri flugkennurum en margir flugskólar eru einnig í leit að fleiri kennurum.

„Það er mikill skortur á flugkennurum. Við erum með flugskóla í Bandaríkjunum en þar sem staðan sú sama þar sem flugiðnaðurinn vestanhafs skortir fleiri kennara svo hægt sé að kenna fleiri nemendum“.

„Það eru ekki einu sinni að berast slæmar umsóknir frá flugkennurum því að það eru engar umsóknir að berast til flugskólanna. Við þetta skapast vítahringur því að þegar það er skortur á flugkennurum þá er enginn til að kenna nýjum flugnemum“.

„Við erum í örvæntingafullri leit að nýjum flugmönnum. Staðan er þannig að allir þeir sem hafa lokið atvinnuflugmannsnámi eða hafa réttindi til atvinnuflugs, fá starf hjá Lufthansa“, segir Hansson.

Á hverju ári eru um 500 nýir flugmenn sem hefja störf hjá Lufthansa eftir að hafa gengið í gegnum þjálfun hjá flugfélaginu en Hansson segir að félagið væri til í að geta tekið mun fleiri flugmenn til starfa - „Í augnablikinu getum við hinsvegar ekki tekið við fleirum en 500 eins og staðan er í dag þar sem við getum ekki aukið umsvifin í takt við ráðningar“.

Ola Hansson, er yfirmaður yfir þjálfun hjá Lufthansa Aviation Training, en hann flýgur einnig Boeing 777 þotum hjá Lufthansa, heimshorna á milli  fréttir af handahófi

Norwegian mun hætta flugi til Singapore

12. september 2018

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Singapore í janúar eftir áramót en ákvörðunin kemur mörgum verulega á óvart þar sem félagið ætlaði sér stóra hluti í Asíu.

Hætta við CSeries eftir að þotan varð að Airbus A220

20. ágúst 2018

|

Ethiopian Airlines hefur hætt við pöntun sína í CSeries-þotuna í kjölfar yfirtöku Airbus á framleiðslunni en í dag heitir þotan Airbus A220.

Junkers-flugvélin fór í spíral í kjölfar beygju

21. ágúst 2018

|

Fyrstu niðurstöður úr rannsókn flugslyssins í Sviss er gömul flugvél af gerðinni Junkers Ju-52 fórst þann
4. ágúst sl. benda til þess að vélin hafi farið í gormflug (spíral) eftir að hún tók beyg

  Nýjustu flugfréttirnar

Ekki sagt frá nýju sjálfvirku kerfi sem á að koma í veg fyrir ofris

15. nóvember 2018

|

Atvinnuflugmannasamtökin (ALPA), sem er stærsta bandalag flugmanna í heiminum, krefjast þess að bandarísk stjórnvöld taki á vandamáli er varðar nýja tegund af flugstýringu á Boeing 737 MAX þotunum s

Þrír lamaðir flugmenn ætla að fljúga í kringum hnöttinn

14. nóvember 2018

|

Þrír hreyfihamlaðir flugmenn munu næstkomandi sunnudag leggja af stað í 10 mánaða langt heimsflug í kringum hnöttinn en þeir ætla að hafa viðdvöl á 150 stöðum í 40 löndum í sex heimsálfum og verður fe

Farþegar greiddu fyrir viðgerð á Dreamliner-þotu

14. nóvember 2018

|

Farþegar þurftu að greiða viðgerð á Dreamliner-þotu pólska flugfélagsins LOT Polish Airlines eftir að bilun kom upp í vélinni á flugvellinum í Peking.

Boeing 787 fór inn á braut á meðan A350 var í flugtaki

14. nóvember 2018

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A350-900 frá Delta Air Lines þurfti að hætta við flugtak á Pudong-flugvellinum í Shanghai í gær eftir að önnur þota fór inn á brautina.

KLM íhugar að kaupa Cessnur til að ferja varahluti og flugvirkja

12. nóvember 2018

|

Hollenska flugfélagið KLM Cityhopper skoðar nú möguleika á því að festa kaup á litlum flugvélum af gerðinni Cessna.

Alvarlegt atvik rannsakað þar sem flugmenn misstu alla stjórn

12. nóvember 2018

|

Verið er að rannsaka alvarlegt atvik sem átti sér stað í gær er flugmenn á Embraer E190 farþegaþotu frá Air Astana misstu stjórn á vélinni skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon.

Þróaði með sér flughræðslu við að fara af Q400 yfir á þotu

11. nóvember 2018

|

Dómstóll í Bretlandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að flugfélagið Flybe fór ekki heiðarlega að máli eins flugmanns sem var rekinn frá félaginu eftir að hann þróaði með sér flughræðslu eftir að ha

Misstu stjórn á Embraer-þotu rétt eftir flugtak í Lissabon

11. nóvember 2018

|

Farþegaþota frá flugfélaginu Air Astana lýsti yfir neyðarástandi (7700) á fjórða tímanum í dag, rétt eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon í Portúgal, en flugmennirnir sögðu að þeir hefðu litla s

Air New Zealand og ATR í tæknisamstarf um nýjan aflgjafa

10. nóvember 2018

|

Flugvélaframleiðandinn ATR og Air New Zealand hafa gert með sér samning um samstarf um þróun á að nota blandaðan orkugjafa fyrir skrúfuflugvélar í farþegaflugi.

Flugstjóri hjá Air India féll í annað skipti á áfengisprófi

9. nóvember 2018

|

Air India hefur rekið yfirflugstjóra félagsins, sem er einnig yfirmaður yfir rekstrardeildinni, þar sem hann féll á áfengisprófi í annað sinn á einu ári rétt áður en hann átti að fljúga farþegaþotu f