flugfréttir

„Allir sem geta flogið fá starf hjá Lufthansa“

- Skortur á flugkennurum þýðir færri til að kenna nýjum flugnemum

16. október 2018

|

Frétt skrifuð kl. 07:55

Cirrus SR20 kennsluflugvél European Flight Academy

Lufthansa nær ekki að ráða eins marga flugmenn og félagið myndi vilja að sögn Ola Hansson, yfirmanns yfir þjálfunardeild Lufthansa Group, móðurfélags Lufthansa og SWISS International Air Lines.

„Okkar berast margar góðar umsóknir frá flugmönnum en ekki nógu margar. Við erum ekki að fá þann fjölda umsókna sem við þyrftum að fá“, segir Hansson.

Hansson segir að ekki sé aðeins að ræða mikla samkeppni frá öðrum flugfélögum sem eru einnig á höttunum eftir fleiri flugmönnum heldur einnig hefur ímynd flugmanna breyst. - „Að vera flugmaður hefur lengi verið draumastarfið en í dag eru færri sem líta á það sem draumastarfið“, segir Hansson.

Ola Hansson, segir að allir þeir sem hafa réttindi til þess
að fljúga atvinnuflug fái starf hjá Lufthansa Group

Lufthansa Aviation Training er ekki eingöngu að leita að fleiri flugnemum heldur einnig eftir fleiri flugkennurum en margir flugskólar eru einnig í leit að fleiri kennurum.

„Það er mikill skortur á flugkennurum. Við erum með flugskóla í Bandaríkjunum en þar sem staðan sú sama þar sem flugiðnaðurinn vestanhafs skortir fleiri kennara svo hægt sé að kenna fleiri nemendum“.

„Það eru ekki einu sinni að berast slæmar umsóknir frá flugkennurum því að það eru engar umsóknir að berast til flugskólanna. Við þetta skapast vítahringur því að þegar það er skortur á flugkennurum þá er enginn til að kenna nýjum flugnemum“.

„Við erum í örvæntingafullri leit að nýjum flugmönnum. Staðan er þannig að allir þeir sem hafa lokið atvinnuflugmannsnámi eða hafa réttindi til atvinnuflugs, fá starf hjá Lufthansa“, segir Hansson.

Á hverju ári eru um 500 nýir flugmenn sem hefja störf hjá Lufthansa eftir að hafa gengið í gegnum þjálfun hjá flugfélaginu en Hansson segir að félagið væri til í að geta tekið mun fleiri flugmenn til starfa - „Í augnablikinu getum við hinsvegar ekki tekið við fleirum en 500 eins og staðan er í dag þar sem við getum ekki aukið umsvifin í takt við ráðningar“.

Ola Hansson, er yfirmaður yfir þjálfun hjá Lufthansa Aviation Training, en hann flýgur einnig Boeing 777 þotum hjá Lufthansa, heimshorna á milli  fréttir af handahófi

United ætlar að fækka um eina flugfreyju í millilandaflugi

7. nóvember 2018

|

United Airlines ætlar að fækka flugfreyjum og flugþjónum um borð í flugvélum sínum í millilandaflugi um einn flugliða í þeim tilgangi að ná fram hagræðingu í rekstri.

Bombardier selur Q400 framleiðsluna

8. nóvember 2018

|

Bombardier ætlar að selja framleiðsluna á Q400 farþegaflugvélunum til dótturfélagsins Longview Aviation Capital Corporation.

Airbus afhendir fyrstu A321LR þotuna

13. nóvember 2018

|

Airbus afhenti í dag fyrsta eintakið af Airbus A321LR þotunni sem var flogið til ísraelska flugfélagsins Arkia Israeli Airlines sem er fyrsta flugfélagið í heiminum til að fá þessa þotu sem er langdr

  Nýjustu flugfréttirnar

Ellefta veggspjaldið fjallar um skort á vitund

17. janúar 2019

|

Samgöngustofa hefur gefið út ellefta og næstsíðasta kynningarspjaldið í Dirty Dozen seríunni sem fjallar um nokkur atriði sem ber að hafa í huga er kemur að flugöryggi.

Keilir eignast Flugskóla Íslands

17. janúar 2019

|

Flugakademía Keilis hefur fest kaup á Flugskóla Íslands en skólarnir eru þeir stærstu á landinu er kemur að flugkennslu og þjálfun nemenda í flugtengdum greinum.

Antonov An-124 fer aftur í framleiðslu

16. janúar 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Antonov hefur ákveðið að hefja aftur framleiðslu á flutningavélinni Antonov An-124 og það án aðstoðar frá Rússum en risavöruflutningavélin var upphaflega smíðuð á tímum Sovíetrí

Flybe selur afgreiðslupláss á Gatwick til Vueling

16. janúar 2019

|

Breska flugfélagið Flybe hefur selt nokkur afgreiðslupláss sín á Gatwick-flugvellinum í London til spænska lágfargjaldafélagsins Vueling.

Fyrsta beina leiguflugið til Cabo Verde með VITA

16. janúar 2019

|

Icelandair flaug sl. mánudag fyrsta beina leiguflugið frá Íslandi til Grænhöfðaeyja en flugið var á vegum ferðaskrifstofunnar VITA þar sem flogið er með Icelandair.

Herþotur til móts við Boeing 777 fraktþotu

16. janúar 2019

|

Herþotur frá indónesíska flughernum voru ræstar út til þess að fljúga til móts við Boeing 777 fraktþotu frá Ethiopian Cargo sem var gert að lenda hið snarasta á þeim forsendum að hún hefði ekki heimi

Atlantic Airways og KLM í samstarf

15. janúar 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hafa gert samkomulag um sameiginlega sölu á farmiðum og munu farþegar því geta flogið í leiðarkerfi beggja fél

Lögregla fær flugáhugamenn við Heathrow til liðs við sig

14. janúar 2019

|

Lögreglan í Bretlandi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þeir flugáhugamenn, sem leggja leið sína út á Heathrow-flugvöll til þess að horfa á og taka myndir af flugvélum, eru beðnir um að hafa au

Aftur náðu farþegar að bóka ódýrt flug á fyrsta farrými

13. janúar 2019

|

Aftur hefur komið upp villa í bókunarkerfi hjá flugfélaginu Cathay Pacific sem gaf farþegum kost á því að bóka flug á fyrsta farrými á brunaútsöluverði en aðeins eru tvær vikur frá því að nokkrum fa

Þrýsta á stjórnvöld og Boeing um að hefja nýja leit að MH370

12. janúar 2019

|

Ættingjar og aðstandendur þeirra farþega sem voru um borð í malasísku farþegaþotunni, flugi MH370, hafa sett pressu á ríkisstjórn Malasíu um að hefja nýja leit að flugvélinni sem hvarf sporlaust þann

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00