flugfréttir

Segja áætlanir Ryanair vera stríðsyfirlýsingu við flugmenn

- Ætla að loka starfsstöðvum og neyða áhafnir til að flytja til annarra landa

16. október 2018

|

Frétt skrifuð kl. 08:18

Arthur van den Hudding, formaður flugmannafélagsins hollenska VNV, segir að með þessu sé Ryanair að lýsa yfir stríði með því að loka starfstöð sinni í Hollandi

Verkalýðs- og starfsmannafélög segja að með því loka starfsstöðvum og skera niður flugflotann sinn til þess að refsa flugmönnum og áhöfnum fyrir verkfallsaðgerðir sé Ryanair með því að lýsa yfir stríði á hendur starfsfólks síns sem á eftir að versna enn frekar.

Þessi skilaboð koma frá forsvarsmönnum nokkurra flugmannafélaga í Evrópu sem segjast hafa miklar áhyggjur yfir því að þessar aðgerðir Ryanair eigi eftir að gera stöðuna enn verri milli stjórnar félagsins og þeirra áhafna sem hafa boðað til verkfallsaðgerða í nokkrum Evrópulöndum.

„Svona fjandskapur er eitthvað sem við flugmenn og flugfreyjur munum ekki láta viðgangast“, segir Dirk Polloczek, formaður starfsmannafélagsins ECA, en flugmenn fara fram á að Ryanair taki til baka yfirlýsingar sínar um fyrirhugaðan niðurskurð á flugvöllunum í Eindhoven og í Bremen.

Starfsmannafélagið segir að það sé erfitt að átta sig á því hvernig Ryanair ætli sér að ná sáttum og farsælri niðurstöðu með svona framkomu en Ryanair hefur hótað flugmönnum að þeir verði að færa sig um set og flytja til annarra borga og fljúga þaðan ef þeir vilja halda vinnunni.

„Ef Ryanair vill fá einhverja niðurstöðu í deilurnar fyrir jól þá þá er þessi framkoma ekki að fara hjálpa þeim“, segir Martin Locher, yfirmaður starfsmannafélagsins Vereinigung Cockpit (VC).

Locher segir að það verði hornsteinn að sjá hvort að Ryanair ætli sér að loka starfsstöðvum þann
5. nóvember næstkomandi og þá mun hinn rétta innræti meðal stjórnarmeðlima félagsins koma í ljós.

Arthur van den Hudding, formaður flugmannafélagsins hollenska VNV, segir að með þessu sé Ryanair að lýsa yfir stríði með því að loka starfsstöð sinni í Hollandi og skorar Arthur á stjórn félagsins til að koma að samningaborðinu í stað þess að hlaupa undan og skilja svona við ástandið.  fréttir af handahófi

Diamond flýgur tveggja hreyfla hybrid-flug í fyrsta sinn

16. nóvember 2018

|

Flugvélaframleiðandinn Diamond Aircraft hefur flogið fyrsta tilraunaflugið með sérhannaðri útgáfu af Diamond DA40 sem kemur með tveimur hreyflum sem knúnir eru fyrir raforku.

Fíkniefnalögreglan missti afl á mótor í Texas

20. september 2018

|

Að minnsta kosti einn lögreglumaður slasaðist lítillega er flugvél af gerðinni Cessna 206 á vegum fíkniefnalögreglunnar í Bandaríkjunum (DEA) brotlenti í gær í úthverfi Houston í Texas.

Rússneskrar herflugvélar saknað eftir loftárásir Ísraela á Sýrland

18. september 2018

|

Leit stendur nú yfir af rússneskri herflugvél á vegum rússneska hersins sem hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Miðjarðarhafi við strendur Sýrlands á sama tíma og ísraelski herinn gerði loftárásir á Lat

  Nýjustu flugfréttirnar

Fastjet nær að auka hlutafé sitt

18. nóvember 2018

|

Stjórn flugfélagsins Fastjet í Afríku hefur tekist að hækka hlutafé félagsins um 4,9 milljarða króna en flugfélagið hefur að undanförnu reynt að leita leiða til að fjármagna reksturinn sem hefur verið

Boeing 747-100 flýgur sitt síðasta flug

17. nóvember 2018

|

Síðasta Boeing 747-100 júmbó-þotan, sem hefur verið í umferð í heiminum í dag, flaug sitt síðasta flug á dögunum.

Ekki sagt frá nýju sjálfvirku kerfi sem á að koma í veg fyrir ofris

15. nóvember 2018

|

Atvinnuflugmannasamtökin (ALPA), sem er stærsta bandalag flugmanna í heiminum, krefjast þess að bandarísk stjórnvöld taki á vandamáli er varðar nýja tegund af flugstýringu á Boeing 737 MAX þotunum s

Þrír lamaðir flugmenn ætla að fljúga í kringum hnöttinn

14. nóvember 2018

|

Þrír hreyfihamlaðir flugmenn munu næstkomandi sunnudag leggja af stað í 10 mánaða langt heimsflug í kringum hnöttinn en þeir ætla að hafa viðdvöl á 150 stöðum í 40 löndum í sex heimsálfum og verður fe

Farþegar greiddu fyrir viðgerð á Dreamliner-þotu

14. nóvember 2018

|

Farþegar þurftu að greiða viðgerð á Dreamliner-þotu pólska flugfélagsins LOT Polish Airlines eftir að bilun kom upp í vélinni á flugvellinum í Peking.

Boeing 787 fór inn á braut á meðan A350 var í flugtaki

14. nóvember 2018

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A350-900 frá Delta Air Lines þurfti að hætta við flugtak á Pudong-flugvellinum í Shanghai í gær eftir að önnur þota fór inn á brautina.

KLM íhugar að kaupa Cessnur til að ferja varahluti og flugvirkja

12. nóvember 2018

|

Hollenska flugfélagið KLM Cityhopper skoðar nú möguleika á því að festa kaup á litlum flugvélum af gerðinni Cessna.

Alvarlegt atvik rannsakað þar sem flugmenn misstu alla stjórn

12. nóvember 2018

|

Verið er að rannsaka alvarlegt atvik sem átti sér stað í gær er flugmenn á Embraer E190 farþegaþotu frá Air Astana misstu stjórn á vélinni skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon.

Þróaði með sér flughræðslu við að fara af Q400 yfir á þotu

11. nóvember 2018

|

Dómstóll í Bretlandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að flugfélagið Flybe fór ekki heiðarlega að máli eins flugmanns sem var rekinn frá félaginu eftir að hann þróaði með sér flughræðslu eftir að ha

Misstu stjórn á Embraer-þotu rétt eftir flugtak í Lissabon

11. nóvember 2018

|

Farþegaþota frá flugfélaginu Air Astana lýsti yfir neyðarástandi (7700) á fjórða tímanum í dag, rétt eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon í Portúgal, en flugmennirnir sögðu að þeir hefðu litla s