flugfréttir

Segja áætlanir Ryanair vera stríðsyfirlýsingu við flugmenn

- Ætla að loka starfsstöðvum og neyða áhafnir til að flytja til annarra landa

16. október 2018

|

Frétt skrifuð kl. 08:18

Arthur van den Hudding, formaður flugmannafélagsins hollenska VNV, segir að með þessu sé Ryanair að lýsa yfir stríði með því að loka starfstöð sinni í Hollandi

Verkalýðs- og starfsmannafélög segja að með því loka starfsstöðvum og skera niður flugflotann sinn til þess að refsa flugmönnum og áhöfnum fyrir verkfallsaðgerðir sé Ryanair með því að lýsa yfir stríði á hendur starfsfólks síns sem á eftir að versna enn frekar.

Þessi skilaboð koma frá forsvarsmönnum nokkurra flugmannafélaga í Evrópu sem segjast hafa miklar áhyggjur yfir því að þessar aðgerðir Ryanair eigi eftir að gera stöðuna enn verri milli stjórnar félagsins og þeirra áhafna sem hafa boðað til verkfallsaðgerða í nokkrum Evrópulöndum.

„Svona fjandskapur er eitthvað sem við flugmenn og flugfreyjur munum ekki láta viðgangast“, segir Dirk Polloczek, formaður starfsmannafélagsins ECA, en flugmenn fara fram á að Ryanair taki til baka yfirlýsingar sínar um fyrirhugaðan niðurskurð á flugvöllunum í Eindhoven og í Bremen.

Starfsmannafélagið segir að það sé erfitt að átta sig á því hvernig Ryanair ætli sér að ná sáttum og farsælri niðurstöðu með svona framkomu en Ryanair hefur hótað flugmönnum að þeir verði að færa sig um set og flytja til annarra borga og fljúga þaðan ef þeir vilja halda vinnunni.

„Ef Ryanair vill fá einhverja niðurstöðu í deilurnar fyrir jól þá þá er þessi framkoma ekki að fara hjálpa þeim“, segir Martin Locher, yfirmaður starfsmannafélagsins Vereinigung Cockpit (VC).

Locher segir að það verði hornsteinn að sjá hvort að Ryanair ætli sér að loka starfsstöðvum þann
5. nóvember næstkomandi og þá mun hinn rétta innræti meðal stjórnarmeðlima félagsins koma í ljós.

Arthur van den Hudding, formaður flugmannafélagsins hollenska VNV, segir að með þessu sé Ryanair að lýsa yfir stríði með því að loka starfsstöð sinni í Hollandi og skorar Arthur á stjórn félagsins til að koma að samningaborðinu í stað þess að hlaupa undan og skilja svona við ástandið.  fréttir af handahófi

AirBaltic stefnir á að stofna dótturfélag í öðru Evrópulandi

18. janúar 2019

|

AirBaltic stefnir á að stofna dótturfélag í öðru Evrópulandi og kemur til greina að færa allt að þrjátíu Airbus A220 þotur í flota þess félags eftir stofnun.

Sofnaði í fraktrými á Boeing 737 og endaði í Chicago

1. nóvember 2018

|

Að koma fyrir ferðatöskum um borð í flugvélar á flugvöllum getur verið þreytandi starf en þegar augnlokin voru farin að þyngjast á einum flugvallarstarfsmanni á flugvellinum í Kansas City á dögunum ák

TUI Airways fyrsta breska félagið til að fá Boeing 737 MAX

5. desember 2018

|

TUI Airways varð á sunnudag fyrsta flugfélagið í Bretlandi til að hefja áætlunarflug með Boeing 737 MAX en fyrsta flugið var flogið frá Manchester til Malaga þann 2. desember.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ellefta veggspjaldið fjallar um skort á vitund

17. janúar 2019

|

Samgöngustofa hefur gefið út ellefta og næstsíðasta kynningarspjaldið í Dirty Dozen seríunni sem fjallar um nokkur atriði sem ber að hafa í huga er kemur að flugöryggi.

Keilir eignast Flugskóla Íslands

17. janúar 2019

|

Flugakademía Keilis hefur fest kaup á Flugskóla Íslands en skólarnir eru þeir stærstu á landinu er kemur að flugkennslu og þjálfun nemenda í flugtengdum greinum.

Antonov An-124 fer aftur í framleiðslu

16. janúar 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Antonov hefur ákveðið að hefja aftur framleiðslu á flutningavélinni Antonov An-124 og það án aðstoðar frá Rússum en risavöruflutningavélin var upphaflega smíðuð á tímum Sovíetrí

Flybe selur afgreiðslupláss á Gatwick til Vueling

16. janúar 2019

|

Breska flugfélagið Flybe hefur selt nokkur afgreiðslupláss sín á Gatwick-flugvellinum í London til spænska lágfargjaldafélagsins Vueling.

Fyrsta beina leiguflugið til Cabo Verde með VITA

16. janúar 2019

|

Icelandair flaug sl. mánudag fyrsta beina leiguflugið frá Íslandi til Grænhöfðaeyja en flugið var á vegum ferðaskrifstofunnar VITA þar sem flogið er með Icelandair.

Herþotur til móts við Boeing 777 fraktþotu

16. janúar 2019

|

Herþotur frá indónesíska flughernum voru ræstar út til þess að fljúga til móts við Boeing 777 fraktþotu frá Ethiopian Cargo sem var gert að lenda hið snarasta á þeim forsendum að hún hefði ekki heimi

Atlantic Airways og KLM í samstarf

15. janúar 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hafa gert samkomulag um sameiginlega sölu á farmiðum og munu farþegar því geta flogið í leiðarkerfi beggja fél

Lögregla fær flugáhugamenn við Heathrow til liðs við sig

14. janúar 2019

|

Lögreglan í Bretlandi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þeir flugáhugamenn, sem leggja leið sína út á Heathrow-flugvöll til þess að horfa á og taka myndir af flugvélum, eru beðnir um að hafa au

Aftur náðu farþegar að bóka ódýrt flug á fyrsta farrými

13. janúar 2019

|

Aftur hefur komið upp villa í bókunarkerfi hjá flugfélaginu Cathay Pacific sem gaf farþegum kost á því að bóka flug á fyrsta farrými á brunaútsöluverði en aðeins eru tvær vikur frá því að nokkrum fa

Þrýsta á stjórnvöld og Boeing um að hefja nýja leit að MH370

12. janúar 2019

|

Ættingjar og aðstandendur þeirra farþega sem voru um borð í malasísku farþegaþotunni, flugi MH370, hafa sett pressu á ríkisstjórn Malasíu um að hefja nýja leit að flugvélinni sem hvarf sporlaust þann

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00