flugfréttir

Segja áætlanir Ryanair vera stríðsyfirlýsingu við flugmenn

- Ætla að loka starfsstöðvum og neyða áhafnir til að flytja til annarra landa

16. október 2018

|

Frétt skrifuð kl. 08:18

Arthur van den Hudding, formaður flugmannafélagsins hollenska VNV, segir að með þessu sé Ryanair að lýsa yfir stríði með því að loka starfstöð sinni í Hollandi

Verkalýðs- og starfsmannafélög segja að með því loka starfsstöðvum og skera niður flugflotann sinn til þess að refsa flugmönnum og áhöfnum fyrir verkfallsaðgerðir sé Ryanair með því að lýsa yfir stríði á hendur starfsfólks síns sem á eftir að versna enn frekar.

Þessi skilaboð koma frá forsvarsmönnum nokkurra flugmannafélaga í Evrópu sem segjast hafa miklar áhyggjur yfir því að þessar aðgerðir Ryanair eigi eftir að gera stöðuna enn verri milli stjórnar félagsins og þeirra áhafna sem hafa boðað til verkfallsaðgerða í nokkrum Evrópulöndum.

„Svona fjandskapur er eitthvað sem við flugmenn og flugfreyjur munum ekki láta viðgangast“, segir Dirk Polloczek, formaður starfsmannafélagsins ECA, en flugmenn fara fram á að Ryanair taki til baka yfirlýsingar sínar um fyrirhugaðan niðurskurð á flugvöllunum í Eindhoven og í Bremen.

Starfsmannafélagið segir að það sé erfitt að átta sig á því hvernig Ryanair ætli sér að ná sáttum og farsælri niðurstöðu með svona framkomu en Ryanair hefur hótað flugmönnum að þeir verði að færa sig um set og flytja til annarra borga og fljúga þaðan ef þeir vilja halda vinnunni.

„Ef Ryanair vill fá einhverja niðurstöðu í deilurnar fyrir jól þá þá er þessi framkoma ekki að fara hjálpa þeim“, segir Martin Locher, yfirmaður starfsmannafélagsins Vereinigung Cockpit (VC).

Locher segir að það verði hornsteinn að sjá hvort að Ryanair ætli sér að loka starfsstöðvum þann
5. nóvember næstkomandi og þá mun hinn rétta innræti meðal stjórnarmeðlima félagsins koma í ljós.

Arthur van den Hudding, formaður flugmannafélagsins hollenska VNV, segir að með þessu sé Ryanair að lýsa yfir stríði með því að loka starfsstöð sinni í Hollandi og skorar Arthur á stjórn félagsins til að koma að samningaborðinu í stað þess að hlaupa undan og skilja svona við ástandið.  fréttir af handahófi

Flybe selur afgreiðslupláss á Gatwick til Vueling

16. janúar 2019

|

Breska flugfélagið Flybe hefur selt nokkur afgreiðslupláss sín á Gatwick-flugvellinum í London til spænska lágfargjaldafélagsins Vueling.

Sluppu með skrámur í fyrsta flugóhappi ársins

2. janúar 2019

|

Karlmaður og kona á sextugsaldri sluppu með skrámur í fyrsta flugóhappi ársins í heiminum sem átti sér stað á Nýársdag en um var að ræða litla eins hreyfils flugvél af gerðinni Cessna 152 sem brotlen

Íhuga að taka færri risaþotur og panta Airbus A350

1. febrúar 2019

|

Emirates er að skoða möguleika á því að breyta pöntun sinni hjá Airbus í þær A380 risaþotur sem félagið á eftir að fá afhentar yfir í Airbus A350 þotuna.

  Nýjustu flugfréttirnar

Indigo Partners hættir við fjárfestingu í WOW air

21. mars 2019

|

Tilkynnt var í kvöld um að Indigo Partners hafi slitið viðræðum um fyrirhugaða fjárfestingu í WOW air.

Negus-þotan lendir í London

21. mars 2019

|

British Airways hefur lokið við að mála fjórðu og síðustu flugvélina í flotanum í sérstökum retro-litum.

Nafni Laudamotion breytt og einfaldað í „Lauda“

20. mars 2019

|

Ryanair, móðufélag austurríska flugfélagsins Laudamotion, hefur ákveðið að sleppa hluta úr nafni flugfélagsins, „motion“, og mun félagið því einfaldlega heita Lauda.

Hætta við pöntun í fimmtíu Boeing 737 MAX þotur

21. mars 2019

|

Indónesíska flugfélagið Garuda Indonesia hefur hætt við pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið hafði pantað.

Einkaflugmaður dæmdur í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss

21. mars 2019

|

52 ára einkaflugmaður í Bretlandi hefur verið vistaður í fangelsi þar í landi vegna vítaverðs gáleysis við stjórnun flugvélar sem endaði með flugslysi í september árið 2017.

Trump vill fyrrum flugstjóra hjá Delta sem yfirmann hjá FAA

20. mars 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Hvíta Húsið hafi áform um að skipta út yfirmanna hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og láta Daniel Elwell víkja fyrir fyrrum flugstjóra hjá Delta

450 flugmenn í Rússlandi sviptir réttindum sínum í fyrra

20. mars 2019

|

Um 450 atvinnuflugmenn í Rússlandi voru sviptir réttindum sínum til farþegaflugs í fyrra eftir rússnesk flugmálayfirvöld gerðu úttekt á öryggismálum og þjálfun meðal rússneskra flugmanna.

117 flugvélar í kyrrsetningu hjá indverskum flugfélögum

20. mars 2019

|

Alls eru í dag 117 farþegaþotur í flota fjögurra flugfélaga á Indlandi kyrrsettar og eru þær ekki að fljúga þessa daganna vegna ýmissa ástæðna.

Nýtt flugfélag í Taívan pantar sautján A350 þotur

19. mars 2019

|

Taívanska flugfélagið STARLUX Airlines hefur lagt inn pöntun til Airbus í sautján Airbus A350 breiðþotur; tólf af gerðinni Airbus A350-1000 og fimm af gerðinni A350-900.

Von á bráðabirgðarskýrslu innan 30 daga

19. mars 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kemur að von sé á bráðabirgðarskýrslu innan 30 daga vegna flugslyssins í Eþíópíu er Boeing 737 MAX þota frá Ethiopi

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00