flugfréttir

Fyrsta innanlandsflug Norwegian í Argentínu

- Fyrsta flug Norwegian Air Argentina var frá Buenos Aires til Cordoba

17. október 2018

|

Frétt skrifuð kl. 19:51

Flugmennirnir, Ole Christian Melhus og Martin Bessone, flugu fyrsta áætlunarflug Norwegian Air Argentina til Cordoba

Norwegian flaug í gær sitt fyrsta innanlandsflug í Argentínu með nýstofnaða dótturfélaginu, Norwegian Air Argentína.

Fyrsta innanlandsflugið var flug frá Jorge Newbery flugvellinum í Buenos Aires til borgarinnar Cordoba með þotu af gerðinni Boeing 737-800.

Flugvélin flaug síðar um daginn tvö innanlandsflug til viðbótar til Cordoba og eitt flug til Mendoza en flugtíminn frá Buenos Aires til Cordaoba er 1:25 klukkustund en flugið til Mendoza er 1 klukkustund og 40 mínútur.

„Frá og með deginum í dag eiga mun fleira fólk gefast þess kostur á að fljúga um Argentínu“, sagði Guillermo Dietrich, samgönguráðherra Argentínu, í ræðu sinni að tilefni fyrsta innanlandsflugs Norwegian Air Argentina í landinu.

Norwegian Air Argentina flaug fjögur áætlunarflug í gær milli Buenos Aires, Cordoba og Mendoza

Norwegian stofnaðir Norwegian Air Argentina í febrúar í fyrra og hefur tekið um eitt og hálft ár að koma rekstrinum af stað, panta vélar og fá öll tilskilin leyfi frá flugmálayfirvöldum í Argentínu fyrir félagið en þetta er í fyrsta sinn sem evrópskt flugfélag hefur áætlunarflug í Argentínu.

Norwegian mun á næstunni hefja flug til fleiri áfangastaða í Argentínu en meðal borga sem stendur til að fljúga til eru Iguzu, Neuquen, Bariloche og Salta.

Norwegian byrjaði í febrúar á þessu ári að fljúga langflug til Buenos Aires frá London Gatwick með Dreamliner-þotum af gerðinni Boeing 787.

Fleiri myndir:

  fréttir af handahófi

Boeing gefur út tilmæli vegna skynjara á Boeing 737 MAX

7. nóvember 2018

|

Boeing hefur sent frá sér tilmæli til allra þeirra flugfélaga og flugrekstraraðila sem hafa Boeing 737 MAX þotuna í flota sínum í kjölfar flugslyssins í Indónesíu í síðustu viku.

Alitalia í viðræðum við Delta

5. janúar 2019

|

Delta Air Lines er sagt eiga í viðræðum við stjórn Alitalia um möguleg kaup á hlut í flugfélaginu ítalska auk samstarfs en félagið er tæknilega gjaldþrota og er rekið áfram með aðstoð ríkisstjórnar l

Fastjet nær að auka hlutafé sitt

18. nóvember 2018

|

Stjórn flugfélagsins Fastjet í Afríku hefur tekist að hækka hlutafé félagsins um 4,9 milljarða króna en flugfélagið hefur að undanförnu reynt að leita leiða til að fjármagna reksturinn sem hefur verið

  Nýjustu flugfréttirnar

Ellefta veggspjaldið fjallar um skort á vitund

17. janúar 2019

|

Samgöngustofa hefur gefið út ellefta og næstsíðasta kynningarspjaldið í Dirty Dozen seríunni sem fjallar um nokkur atriði sem ber að hafa í huga er kemur að flugöryggi.

Keilir eignast Flugskóla Íslands

17. janúar 2019

|

Flugakademía Keilis hefur fest kaup á Flugskóla Íslands en skólarnir eru þeir stærstu á landinu er kemur að flugkennslu og þjálfun nemenda í flugtengdum greinum.

Antonov An-124 fer aftur í framleiðslu

16. janúar 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Antonov hefur ákveðið að hefja aftur framleiðslu á flutningavélinni Antonov An-124 og það án aðstoðar frá Rússum en risavöruflutningavélin var upphaflega smíðuð á tímum Sovíetrí

Flybe selur afgreiðslupláss á Gatwick til Vueling

16. janúar 2019

|

Breska flugfélagið Flybe hefur selt nokkur afgreiðslupláss sín á Gatwick-flugvellinum í London til spænska lágfargjaldafélagsins Vueling.

Fyrsta beina leiguflugið til Cabo Verde með VITA

16. janúar 2019

|

Icelandair flaug sl. mánudag fyrsta beina leiguflugið frá Íslandi til Grænhöfðaeyja en flugið var á vegum ferðaskrifstofunnar VITA þar sem flogið er með Icelandair.

Herþotur til móts við Boeing 777 fraktþotu

16. janúar 2019

|

Herþotur frá indónesíska flughernum voru ræstar út til þess að fljúga til móts við Boeing 777 fraktþotu frá Ethiopian Cargo sem var gert að lenda hið snarasta á þeim forsendum að hún hefði ekki heimi

Atlantic Airways og KLM í samstarf

15. janúar 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hafa gert samkomulag um sameiginlega sölu á farmiðum og munu farþegar því geta flogið í leiðarkerfi beggja fél

Lögregla fær flugáhugamenn við Heathrow til liðs við sig

14. janúar 2019

|

Lögreglan í Bretlandi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þeir flugáhugamenn, sem leggja leið sína út á Heathrow-flugvöll til þess að horfa á og taka myndir af flugvélum, eru beðnir um að hafa au

Aftur náðu farþegar að bóka ódýrt flug á fyrsta farrými

13. janúar 2019

|

Aftur hefur komið upp villa í bókunarkerfi hjá flugfélaginu Cathay Pacific sem gaf farþegum kost á því að bóka flug á fyrsta farrými á brunaútsöluverði en aðeins eru tvær vikur frá því að nokkrum fa

Þrýsta á stjórnvöld og Boeing um að hefja nýja leit að MH370

12. janúar 2019

|

Ættingjar og aðstandendur þeirra farþega sem voru um borð í malasísku farþegaþotunni, flugi MH370, hafa sett pressu á ríkisstjórn Malasíu um að hefja nýja leit að flugvélinni sem hvarf sporlaust þann

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00