flugfréttir

Fyrsta innanlandsflug Norwegian í Argentínu

- Fyrsta flug Norwegian Air Argentina var frá Buenos Aires til Cordoba

17. október 2018

|

Frétt skrifuð kl. 19:51

Flugmennirnir, Ole Christian Melhus og Martin Bessone, flugu fyrsta áætlunarflug Norwegian Air Argentina til Cordoba

Norwegian flaug í gær sitt fyrsta innanlandsflug í Argentínu með nýstofnaða dótturfélaginu, Norwegian Air Argentína.

Fyrsta innanlandsflugið var flug frá Jorge Newbery flugvellinum í Buenos Aires til borgarinnar Cordoba með þotu af gerðinni Boeing 737-800.

Flugvélin flaug síðar um daginn tvö innanlandsflug til viðbótar til Cordoba og eitt flug til Mendoza en flugtíminn frá Buenos Aires til Cordaoba er 1:25 klukkustund en flugið til Mendoza er 1 klukkustund og 40 mínútur.

„Frá og með deginum í dag eiga mun fleira fólk gefast þess kostur á að fljúga um Argentínu“, sagði Guillermo Dietrich, samgönguráðherra Argentínu, í ræðu sinni að tilefni fyrsta innanlandsflugs Norwegian Air Argentina í landinu.

Norwegian Air Argentina flaug fjögur áætlunarflug í gær milli Buenos Aires, Cordoba og Mendoza

Norwegian stofnaðir Norwegian Air Argentina í febrúar í fyrra og hefur tekið um eitt og hálft ár að koma rekstrinum af stað, panta vélar og fá öll tilskilin leyfi frá flugmálayfirvöldum í Argentínu fyrir félagið en þetta er í fyrsta sinn sem evrópskt flugfélag hefur áætlunarflug í Argentínu.

Norwegian mun á næstunni hefja flug til fleiri áfangastaða í Argentínu en meðal borga sem stendur til að fljúga til eru Iguzu, Neuquen, Bariloche og Salta.

Norwegian byrjaði í febrúar á þessu ári að fljúga langflug til Buenos Aires frá London Gatwick með Dreamliner-þotum af gerðinni Boeing 787.

Fleiri myndir:

  fréttir af handahófi

Airbus A220 fær fjarflugsleyfi og vottun fyrir ETOPS 180

14. janúar 2019

|

Airbus A220 þotan, sem einnig er þekkt sem CSeries frá Bombarider, hefur fengið fjarflugsleyfi (ETOPS) upp á 180 mínútur sem þýðir að þotan mun með því fá leyfi til þess að fljúga og vera í allt að 3

Fjallabylgjur og flug undir lágmarksflughæð orsök flugslyss

19. febrúar 2019

|

Flugmálayfirvöld í Íran hafa birt lokaskýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað þann 18. febrúar í fyrra er farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 fórst í fjalllendi í innanlandsflugi í landinu.

Þrír bæjarstjórar vilja koma á flugsamgöngum til Sylt

19. febrúar 2019

|

Þrír þýskir bæjarstjórar í bæjunum Klixbüll, Leck og Niebüll vilja koma á flugsamgöngum til eyjunnar Sylt þar sem lestarsamgöngur hafa ekki gengið snuðrulaust fyrir sig að undanförnu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Southwest ferjar Boeing 737 MAX þoturnar til Victorville

23. mars 2019

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines er byrjað að ferja Boeing 737 MAX þotur til geymslu vegna kyrrsetningarinnar en þeirri fyrstu var í morgun flogið í flugvélakirkjugarðinn í Victorville í Moj

Næstu atvinnuflugmannsbekkir hefjast í maí og í ágúst

23. mars 2019

|

Flugakademíu Keilis hefur opnað fyrir umsóknir í flugnám í fyrsta sinn eftir sameininguna við Flugskóla Íslands en bóklegt nám fer nú fram á tveimur stöðum, í Reykjavík og í Reykjanesbæ.

Red Wings hættir við pöntun sína í Airbus A220

22. mars 2019

|

Flugfélagið Red Wings í Rússlandi hefur hætt við pöntun sína í Airbus A220 þotuna (CSeries) en félagið var eina rússneska flugfélagið sem hafði pantað þotuna frá Bombardier á sínum tíma.

Indigo Partners hættir við fjárfestingu í WOW air

21. mars 2019

|

Tilkynnt var í kvöld um að Indigo Partners hafi slitið viðræðum um fyrirhugaða fjárfestingu í WOW air.

Negus-þotan lendir í London

21. mars 2019

|

British Airways hefur lokið við að mála fjórðu og síðustu flugvélina í flotanum í sérstökum retro-litum.

Nafni Laudamotion breytt og einfaldað í „Lauda“

20. mars 2019

|

Ryanair, móðufélag austurríska flugfélagsins Laudamotion, hefur ákveðið að sleppa hluta úr nafni flugfélagsins, „motion“, og mun félagið því einfaldlega heita Lauda.

Hætta við pöntun í fimmtíu Boeing 737 MAX þotur

21. mars 2019

|

Indónesíska flugfélagið Garuda Indonesia hefur hætt við pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið hafði pantað.

Einkaflugmaður dæmdur í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss

21. mars 2019

|

52 ára einkaflugmaður í Bretlandi hefur verið vistaður í fangelsi þar í landi vegna vítaverðs gáleysis við stjórnun flugvélar sem endaði með flugslysi í september árið 2017.

Trump vill fyrrum flugstjóra hjá Delta sem yfirmann hjá FAA

20. mars 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Hvíta Húsið hafi áform um að skipta út yfirmanna hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og láta Daniel Elwell víkja fyrir fyrrum flugstjóra hjá Delta

450 flugmenn í Rússlandi sviptir réttindum sínum í fyrra

20. mars 2019

|

Um 450 atvinnuflugmenn í Rússlandi voru sviptir réttindum sínum til farþegaflugs í fyrra eftir rússnesk flugmálayfirvöld gerðu úttekt á öryggismálum og þjálfun meðal rússneskra flugmanna.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00