flugfréttir

Fyrsta innanlandsflug Norwegian í Argentínu

- Fyrsta flug Norwegian Air Argentina var frá Buenos Aires til Cordoba

17. október 2018

|

Frétt skrifuð kl. 19:51

Flugmennirnir, Ole Christian Melhus og Martin Bessone, flugu fyrsta áætlunarflug Norwegian Air Argentina til Cordoba

Norwegian flaug í gær sitt fyrsta innanlandsflug í Argentínu með nýstofnaða dótturfélaginu, Norwegian Air Argentína.

Fyrsta innanlandsflugið var flug frá Jorge Newbery flugvellinum í Buenos Aires til borgarinnar Cordoba með þotu af gerðinni Boeing 737-800.

Flugvélin flaug síðar um daginn tvö innanlandsflug til viðbótar til Cordoba og eitt flug til Mendoza en flugtíminn frá Buenos Aires til Cordaoba er 1:25 klukkustund en flugið til Mendoza er 1 klukkustund og 40 mínútur.

„Frá og með deginum í dag eiga mun fleira fólk gefast þess kostur á að fljúga um Argentínu“, sagði Guillermo Dietrich, samgönguráðherra Argentínu, í ræðu sinni að tilefni fyrsta innanlandsflugs Norwegian Air Argentina í landinu.

Norwegian Air Argentina flaug fjögur áætlunarflug í gær milli Buenos Aires, Cordoba og Mendoza

Norwegian stofnaðir Norwegian Air Argentina í febrúar í fyrra og hefur tekið um eitt og hálft ár að koma rekstrinum af stað, panta vélar og fá öll tilskilin leyfi frá flugmálayfirvöldum í Argentínu fyrir félagið en þetta er í fyrsta sinn sem evrópskt flugfélag hefur áætlunarflug í Argentínu.

Norwegian mun á næstunni hefja flug til fleiri áfangastaða í Argentínu en meðal borga sem stendur til að fljúga til eru Iguzu, Neuquen, Bariloche og Salta.

Norwegian byrjaði í febrúar á þessu ári að fljúga langflug til Buenos Aires frá London Gatwick með Dreamliner-þotum af gerðinni Boeing 787.

Fleiri myndir:

  fréttir af handahófi

Sigrún Björk Jakobsdóttir tekur við flugvallarsviði Isavia

8. nóvember 2018

|

Sigrún Björk Jakobsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia og hefur hún störf 4. desember næstkomandi.

Nýr forseti Mexíkó ætlar að selja forsetaflugvélina

4. desember 2018

|

Andrés Manuel Lópzez Obrado, nýr forseti Mexíkó, hefur ákveðið að selja forsetaflugvélina sína og ferðast með almennu áætlunarflugi eins og annað fólk í opinberum erindargjörðum og heimsóknum.

Airbus afhendir fyrstu A321LR þotuna

13. nóvember 2018

|

Airbus afhenti í dag fyrsta eintakið af Airbus A321LR þotunni sem var flogið til ísraelska flugfélagsins Arkia Israeli Airlines sem er fyrsta flugfélagið í heiminum til að fá þessa þotu sem er langdr

  Nýjustu flugfréttirnar

Ellefta veggspjaldið fjallar um skort á vitund

17. janúar 2019

|

Samgöngustofa hefur gefið út ellefta og næstsíðasta kynningarspjaldið í Dirty Dozen seríunni sem fjallar um nokkur atriði sem ber að hafa í huga er kemur að flugöryggi.

Keilir eignast Flugskóla Íslands

17. janúar 2019

|

Flugakademía Keilis hefur fest kaup á Flugskóla Íslands en skólarnir eru þeir stærstu á landinu er kemur að flugkennslu og þjálfun nemenda í flugtengdum greinum.

Antonov An-124 fer aftur í framleiðslu

16. janúar 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Antonov hefur ákveðið að hefja aftur framleiðslu á flutningavélinni Antonov An-124 og það án aðstoðar frá Rússum en risavöruflutningavélin var upphaflega smíðuð á tímum Sovíetrí

Flybe selur afgreiðslupláss á Gatwick til Vueling

16. janúar 2019

|

Breska flugfélagið Flybe hefur selt nokkur afgreiðslupláss sín á Gatwick-flugvellinum í London til spænska lágfargjaldafélagsins Vueling.

Fyrsta beina leiguflugið til Cabo Verde með VITA

16. janúar 2019

|

Icelandair flaug sl. mánudag fyrsta beina leiguflugið frá Íslandi til Grænhöfðaeyja en flugið var á vegum ferðaskrifstofunnar VITA þar sem flogið er með Icelandair.

Herþotur til móts við Boeing 777 fraktþotu

16. janúar 2019

|

Herþotur frá indónesíska flughernum voru ræstar út til þess að fljúga til móts við Boeing 777 fraktþotu frá Ethiopian Cargo sem var gert að lenda hið snarasta á þeim forsendum að hún hefði ekki heimi

Atlantic Airways og KLM í samstarf

15. janúar 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hafa gert samkomulag um sameiginlega sölu á farmiðum og munu farþegar því geta flogið í leiðarkerfi beggja fél

Lögregla fær flugáhugamenn við Heathrow til liðs við sig

14. janúar 2019

|

Lögreglan í Bretlandi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þeir flugáhugamenn, sem leggja leið sína út á Heathrow-flugvöll til þess að horfa á og taka myndir af flugvélum, eru beðnir um að hafa au

Aftur náðu farþegar að bóka ódýrt flug á fyrsta farrými

13. janúar 2019

|

Aftur hefur komið upp villa í bókunarkerfi hjá flugfélaginu Cathay Pacific sem gaf farþegum kost á því að bóka flug á fyrsta farrými á brunaútsöluverði en aðeins eru tvær vikur frá því að nokkrum fa

Þrýsta á stjórnvöld og Boeing um að hefja nýja leit að MH370

12. janúar 2019

|

Ættingjar og aðstandendur þeirra farþega sem voru um borð í malasísku farþegaþotunni, flugi MH370, hafa sett pressu á ríkisstjórn Malasíu um að hefja nýja leit að flugvélinni sem hvarf sporlaust þann

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00