flugfréttir

Fyrsta innanlandsflug Norwegian í Argentínu

- Fyrsta flug Norwegian Air Argentina var frá Buenos Aires til Cordoba

17. október 2018

|

Frétt skrifuð kl. 19:51

Flugmennirnir, Ole Christian Melhus og Martin Bessone, flugu fyrsta áætlunarflug Norwegian Air Argentina til Cordoba

Norwegian flaug í gær sitt fyrsta innanlandsflug í Argentínu með nýstofnaða dótturfélaginu, Norwegian Air Argentína.

Fyrsta innanlandsflugið var flug frá Jorge Newbery flugvellinum í Buenos Aires til borgarinnar Cordoba með þotu af gerðinni Boeing 737-800.

Flugvélin flaug síðar um daginn tvö innanlandsflug til viðbótar til Cordoba og eitt flug til Mendoza en flugtíminn frá Buenos Aires til Cordaoba er 1:25 klukkustund en flugið til Mendoza er 1 klukkustund og 40 mínútur.

„Frá og með deginum í dag eiga mun fleira fólk gefast þess kostur á að fljúga um Argentínu“, sagði Guillermo Dietrich, samgönguráðherra Argentínu, í ræðu sinni að tilefni fyrsta innanlandsflugs Norwegian Air Argentina í landinu.

Norwegian Air Argentina flaug fjögur áætlunarflug í gær milli Buenos Aires, Cordoba og Mendoza

Norwegian stofnaðir Norwegian Air Argentina í febrúar í fyrra og hefur tekið um eitt og hálft ár að koma rekstrinum af stað, panta vélar og fá öll tilskilin leyfi frá flugmálayfirvöldum í Argentínu fyrir félagið en þetta er í fyrsta sinn sem evrópskt flugfélag hefur áætlunarflug í Argentínu.

Norwegian mun á næstunni hefja flug til fleiri áfangastaða í Argentínu en meðal borga sem stendur til að fljúga til eru Iguzu, Neuquen, Bariloche og Salta.

Norwegian byrjaði í febrúar á þessu ári að fljúga langflug til Buenos Aires frá London Gatwick með Dreamliner-þotum af gerðinni Boeing 787.

Fleiri myndir:

  fréttir af handahófi

Flugfélög í Víetnam fá að fljúga til Bandaríkjanna

18. febrúar 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa uppfært öryggisstuðul er kemur að flugmálum í Víetnam upp í Category 1 sem þýðir að víetnömsk flugfélög geta hafið áætlunarflug til Bandaríkjanna.

Nýtt flugfélag í Taívan pantar sautján A350 þotur

19. mars 2019

|

Taívanska flugfélagið STARLUX Airlines hefur lagt inn pöntun til Airbus í sautján Airbus A350 breiðþotur; tólf af gerðinni Airbus A350-1000 og fimm af gerðinni A350-900.

Þyrla með flugmálaráðherra fórst í Nepal

1. mars 2019

|

Talið er að flugmaður í Nepal hafi verið undir þrýstingi að fara í þyrluflug þrátt fyrir slæmt veður sem endaði með flugslysi sl. miðvikudag en meðal farþega um borð í þyrlunni var m.a. Rabindra Adhi

  Nýjustu flugfréttirnar

Indigo Partners hættir við fjárfestingu í WOW air

21. mars 2019

|

Tilkynnt var í kvöld um að Indigo Partners hafi slitið viðræðum um fyrirhugaða fjárfestingu í WOW air.

Negus-þotan lendir í London

21. mars 2019

|

British Airways hefur lokið við að mála fjórðu og síðustu flugvélina í flotanum í sérstökum retro-litum.

Nafni Laudamotion breytt og einfaldað í „Lauda“

20. mars 2019

|

Ryanair, móðufélag austurríska flugfélagsins Laudamotion, hefur ákveðið að sleppa hluta úr nafni flugfélagsins, „motion“, og mun félagið því einfaldlega heita Lauda.

Hætta við pöntun í fimmtíu Boeing 737 MAX þotur

21. mars 2019

|

Indónesíska flugfélagið Garuda Indonesia hefur hætt við pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið hafði pantað.

Einkaflugmaður dæmdur í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss

21. mars 2019

|

52 ára einkaflugmaður í Bretlandi hefur verið vistaður í fangelsi þar í landi vegna vítaverðs gáleysis við stjórnun flugvélar sem endaði með flugslysi í september árið 2017.

Trump vill fyrrum flugstjóra hjá Delta sem yfirmann hjá FAA

20. mars 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Hvíta Húsið hafi áform um að skipta út yfirmanna hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og láta Daniel Elwell víkja fyrir fyrrum flugstjóra hjá Delta

450 flugmenn í Rússlandi sviptir réttindum sínum í fyrra

20. mars 2019

|

Um 450 atvinnuflugmenn í Rússlandi voru sviptir réttindum sínum til farþegaflugs í fyrra eftir rússnesk flugmálayfirvöld gerðu úttekt á öryggismálum og þjálfun meðal rússneskra flugmanna.

117 flugvélar í kyrrsetningu hjá indverskum flugfélögum

20. mars 2019

|

Alls eru í dag 117 farþegaþotur í flota fjögurra flugfélaga á Indlandi kyrrsettar og eru þær ekki að fljúga þessa daganna vegna ýmissa ástæðna.

Nýtt flugfélag í Taívan pantar sautján A350 þotur

19. mars 2019

|

Taívanska flugfélagið STARLUX Airlines hefur lagt inn pöntun til Airbus í sautján Airbus A350 breiðþotur; tólf af gerðinni Airbus A350-1000 og fimm af gerðinni A350-900.

Von á bráðabirgðarskýrslu innan 30 daga

19. mars 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kemur að von sé á bráðabirgðarskýrslu innan 30 daga vegna flugslyssins í Eþíópíu er Boeing 737 MAX þota frá Ethiopi

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00