flugfréttir

Etihad Airways ekki lengur eitt af þeim stóru eftir niðurskurð

- Ætla að hætta við margar af þeim 62 Airbus A350 þotum

18. október 2018

|

Frétt skrifuð kl. 11:09

Airbus A380 risaþota Etihad Airways í flugtaki á London Heathrow

Etihad Airways hefur ákveðið að hætta við pantanir í nýjar þotur frá Airbus vegna niðurskurðar eftir 179 milljarða króna taprekstur á síðasta ári.

Fram kemur að Etihad Airways hefur ákveðið að hætta við þónokkuð margra flugvélar af þeim 62 Airbus A350-900 og A350-1000 þotum sem félagið pantaði á sínum tíma þegar Etihad Airways var í mikill samkeppni við Emirates og Qatar Airways.

Samkvæmt fréttamiðlinum Aviationanalyst kemur fram að Ethiad Airways verði aðeins „lítið“ flugfélag miðað við umfang þess sl. árin og mun skilgreiningin ME3, sem stendur fyrir „Middle Eastern 3 Gulf Carriers“, eða stóru flugfélögin þrjú í Miðausturlöndum, breytast í ME2 sem telur þá aðeins Emirates og Qatar Airways þegar Etihad Airways verður ekki lengur talið með.

Etihad Aiways mun halda áfram að reyna að fjármagna þær þotur sem félagið á von á að fá frá Boeing og hefur Etihad sótt um lán til Abu Dhabi bankans til að greiða fyrir þoturnar en pöntun í nýjar Dreamliner-þotur hjá Boeing er metin á yfir 118 milljarða króna.

Flugvélar Etihad Airways á flugvellinum í Abu Dhabi

Greiningardeild fjármálafyrirtækisins Fitch telur að Etihad Airways eigi eftir að skila inn taprekstri áfram til ársins 2022 að minnsta kosti og er fjárhagsstaða félagsins sögð vera „mjög veik“ og þá sérstaklega í kjölfar fjárfestinga félagsins í Air Berlin og Alitalia sem hafa kostað félagið 95 milljarða króna.

Etihad Airways hefur skorið niður í leiðarkerfi og hætt flugi til áfangastaða m.a. í Bandaríkjunum og selt eignarhlut sinn í lúxussetustofum á nokkrum flugvöllum og þá hefur félagið lokað First & Business Class Lounge setustofunum á Heathrow-flugvellinum í London.

Þá hefur farþegum ekki fjölgað með Etihad Airways en á sama tíma og flugfarþegum hefur fjölgað um 6% í heiminum þá hafa farþegar með Etihad Airways staðið í stað sl. tvö árin.  fréttir af handahófi

Farþegar greiddu fyrir viðgerð á Dreamliner-þotu

14. nóvember 2018

|

Farþegar þurftu að greiða viðgerð á Dreamliner-þotu pólska flugfélagsins LOT Polish Airlines eftir að bilun kom upp í vélinni á flugvellinum í Peking.

Airbus afhendir fyrstu A321LR þotuna

13. nóvember 2018

|

Airbus afhenti í dag fyrsta eintakið af Airbus A321LR þotunni sem var flogið til ísraelska flugfélagsins Arkia Israeli Airlines sem er fyrsta flugfélagið í heiminum til að fá þessa þotu sem er langdr

Icelandair til Evrópu fyrir hádegi og Ameríku að kvöldi til

10. september 2018

|

Icelandair hefur hafið sölu á flugi til fjölmargra áfangastaða á brottfarartímum sem ekki hafa áður verið í boði hjá félaginu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fastjet nær að auka hlutafé sitt

18. nóvember 2018

|

Stjórn flugfélagsins Fastjet í Afríku hefur tekist að hækka hlutafé félagsins um 4,9 milljarða króna en flugfélagið hefur að undanförnu reynt að leita leiða til að fjármagna reksturinn sem hefur verið

Boeing 747-100 flýgur sitt síðasta flug

17. nóvember 2018

|

Síðasta Boeing 747-100 júmbó-þotan, sem hefur verið í umferð í heiminum í dag, flaug sitt síðasta flug á dögunum.

Ekki sagt frá nýju sjálfvirku kerfi sem á að koma í veg fyrir ofris

15. nóvember 2018

|

Atvinnuflugmannasamtökin (ALPA), sem er stærsta bandalag flugmanna í heiminum, krefjast þess að bandarísk stjórnvöld taki á vandamáli er varðar nýja tegund af flugstýringu á Boeing 737 MAX þotunum s

Þrír lamaðir flugmenn ætla að fljúga í kringum hnöttinn

14. nóvember 2018

|

Þrír hreyfihamlaðir flugmenn munu næstkomandi sunnudag leggja af stað í 10 mánaða langt heimsflug í kringum hnöttinn en þeir ætla að hafa viðdvöl á 150 stöðum í 40 löndum í sex heimsálfum og verður fe

Farþegar greiddu fyrir viðgerð á Dreamliner-þotu

14. nóvember 2018

|

Farþegar þurftu að greiða viðgerð á Dreamliner-þotu pólska flugfélagsins LOT Polish Airlines eftir að bilun kom upp í vélinni á flugvellinum í Peking.

Boeing 787 fór inn á braut á meðan A350 var í flugtaki

14. nóvember 2018

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A350-900 frá Delta Air Lines þurfti að hætta við flugtak á Pudong-flugvellinum í Shanghai í gær eftir að önnur þota fór inn á brautina.

KLM íhugar að kaupa Cessnur til að ferja varahluti og flugvirkja

12. nóvember 2018

|

Hollenska flugfélagið KLM Cityhopper skoðar nú möguleika á því að festa kaup á litlum flugvélum af gerðinni Cessna.

Alvarlegt atvik rannsakað þar sem flugmenn misstu alla stjórn

12. nóvember 2018

|

Verið er að rannsaka alvarlegt atvik sem átti sér stað í gær er flugmenn á Embraer E190 farþegaþotu frá Air Astana misstu stjórn á vélinni skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon.

Þróaði með sér flughræðslu við að fara af Q400 yfir á þotu

11. nóvember 2018

|

Dómstóll í Bretlandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að flugfélagið Flybe fór ekki heiðarlega að máli eins flugmanns sem var rekinn frá félaginu eftir að hann þróaði með sér flughræðslu eftir að ha

Misstu stjórn á Embraer-þotu rétt eftir flugtak í Lissabon

11. nóvember 2018

|

Farþegaþota frá flugfélaginu Air Astana lýsti yfir neyðarástandi (7700) á fjórða tímanum í dag, rétt eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon í Portúgal, en flugmennirnir sögðu að þeir hefðu litla s