flugfréttir

Etihad Airways ekki lengur eitt af þeim stóru eftir niðurskurð

- Ætla að hætta við margar af þeim 62 Airbus A350 þotum

18. október 2018

|

Frétt skrifuð kl. 11:09

Airbus A380 risaþota Etihad Airways í flugtaki á London Heathrow

Etihad Airways hefur ákveðið að hætta við pantanir í nýjar þotur frá Airbus vegna niðurskurðar eftir 179 milljarða króna taprekstur á síðasta ári.

Fram kemur að Etihad Airways hefur ákveðið að hætta við þónokkuð margra flugvélar af þeim 62 Airbus A350-900 og A350-1000 þotum sem félagið pantaði á sínum tíma þegar Etihad Airways var í mikill samkeppni við Emirates og Qatar Airways.

Samkvæmt fréttamiðlinum Aviationanalyst kemur fram að Ethiad Airways verði aðeins „lítið“ flugfélag miðað við umfang þess sl. árin og mun skilgreiningin ME3, sem stendur fyrir „Middle Eastern 3 Gulf Carriers“, eða stóru flugfélögin þrjú í Miðausturlöndum, breytast í ME2 sem telur þá aðeins Emirates og Qatar Airways þegar Etihad Airways verður ekki lengur talið með.

Etihad Aiways mun halda áfram að reyna að fjármagna þær þotur sem félagið á von á að fá frá Boeing og hefur Etihad sótt um lán til Abu Dhabi bankans til að greiða fyrir þoturnar en pöntun í nýjar Dreamliner-þotur hjá Boeing er metin á yfir 118 milljarða króna.

Flugvélar Etihad Airways á flugvellinum í Abu Dhabi

Greiningardeild fjármálafyrirtækisins Fitch telur að Etihad Airways eigi eftir að skila inn taprekstri áfram til ársins 2022 að minnsta kosti og er fjárhagsstaða félagsins sögð vera „mjög veik“ og þá sérstaklega í kjölfar fjárfestinga félagsins í Air Berlin og Alitalia sem hafa kostað félagið 95 milljarða króna.

Etihad Airways hefur skorið niður í leiðarkerfi og hætt flugi til áfangastaða m.a. í Bandaríkjunum og selt eignarhlut sinn í lúxussetustofum á nokkrum flugvöllum og þá hefur félagið lokað First & Business Class Lounge setustofunum á Heathrow-flugvellinum í London.

Þá hefur farþegum ekki fjölgað með Etihad Airways en á sama tíma og flugfarþegum hefur fjölgað um 6% í heiminum þá hafa farþegar með Etihad Airways staðið í stað sl. tvö árin.  fréttir af handahófi

Nýr lágfargjaldaflugvöllur gæti opnað í Madríd eftir 5 ár

23. október 2018

|

Spænskt fyrirtæki stefnir á að reisa nýja flugvöll suður af Madríd sem myndi aðeins þjóna lágfargjaldaflugfélögunum en framkvæmdir gætu hafist árið 2020 og yrði hann tilbúinn árið 2023 ef allt gengu

Ekki útilokað að hætta við risapöntun í Boeing 737 MAX

4. desember 2018

|

Indónesíska flugfélagið Lion Air er að endurskoða pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið á eftir að fá afhentar.

Þrjár þotur of nálægt hvor annarri yfir Indlandi

31. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi rannsaka nú atvik er þrjár þotur voru samankomnar hættulega nálægt hvor annarri með of lítinn aðskilnað í lofthelginni yfir Nýju-Delí á Þorláksmessu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ellefta veggspjaldið fjallar um skort á vitund

17. janúar 2019

|

Samgöngustofa hefur gefið út ellefta og næstsíðasta kynningarspjaldið í Dirty Dozen seríunni sem fjallar um nokkur atriði sem ber að hafa í huga er kemur að flugöryggi.

Keilir eignast Flugskóla Íslands

17. janúar 2019

|

Flugakademía Keilis hefur fest kaup á Flugskóla Íslands en skólarnir eru þeir stærstu á landinu er kemur að flugkennslu og þjálfun nemenda í flugtengdum greinum.

Antonov An-124 fer aftur í framleiðslu

16. janúar 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Antonov hefur ákveðið að hefja aftur framleiðslu á flutningavélinni Antonov An-124 og það án aðstoðar frá Rússum en risavöruflutningavélin var upphaflega smíðuð á tímum Sovíetrí

Flybe selur afgreiðslupláss á Gatwick til Vueling

16. janúar 2019

|

Breska flugfélagið Flybe hefur selt nokkur afgreiðslupláss sín á Gatwick-flugvellinum í London til spænska lágfargjaldafélagsins Vueling.

Fyrsta beina leiguflugið til Cabo Verde með VITA

16. janúar 2019

|

Icelandair flaug sl. mánudag fyrsta beina leiguflugið frá Íslandi til Grænhöfðaeyja en flugið var á vegum ferðaskrifstofunnar VITA þar sem flogið er með Icelandair.

Herþotur til móts við Boeing 777 fraktþotu

16. janúar 2019

|

Herþotur frá indónesíska flughernum voru ræstar út til þess að fljúga til móts við Boeing 777 fraktþotu frá Ethiopian Cargo sem var gert að lenda hið snarasta á þeim forsendum að hún hefði ekki heimi

Atlantic Airways og KLM í samstarf

15. janúar 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hafa gert samkomulag um sameiginlega sölu á farmiðum og munu farþegar því geta flogið í leiðarkerfi beggja fél

Lögregla fær flugáhugamenn við Heathrow til liðs við sig

14. janúar 2019

|

Lögreglan í Bretlandi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þeir flugáhugamenn, sem leggja leið sína út á Heathrow-flugvöll til þess að horfa á og taka myndir af flugvélum, eru beðnir um að hafa au

Aftur náðu farþegar að bóka ódýrt flug á fyrsta farrými

13. janúar 2019

|

Aftur hefur komið upp villa í bókunarkerfi hjá flugfélaginu Cathay Pacific sem gaf farþegum kost á því að bóka flug á fyrsta farrými á brunaútsöluverði en aðeins eru tvær vikur frá því að nokkrum fa

Þrýsta á stjórnvöld og Boeing um að hefja nýja leit að MH370

12. janúar 2019

|

Ættingjar og aðstandendur þeirra farþega sem voru um borð í malasísku farþegaþotunni, flugi MH370, hafa sett pressu á ríkisstjórn Malasíu um að hefja nýja leit að flugvélinni sem hvarf sporlaust þann

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00