flugfréttir

Etihad Airways ekki lengur eitt af þeim stóru eftir niðurskurð

- Ætla að hætta við margar af þeim 62 Airbus A350 þotum

18. október 2018

|

Frétt skrifuð kl. 11:09

Airbus A380 risaþota Etihad Airways í flugtaki á London Heathrow

Etihad Airways hefur ákveðið að hætta við pantanir í nýjar þotur frá Airbus vegna niðurskurðar eftir 179 milljarða króna taprekstur á síðasta ári.

Fram kemur að Etihad Airways hefur ákveðið að hætta við þónokkuð margra flugvélar af þeim 62 Airbus A350-900 og A350-1000 þotum sem félagið pantaði á sínum tíma þegar Etihad Airways var í mikill samkeppni við Emirates og Qatar Airways.

Samkvæmt fréttamiðlinum Aviationanalyst kemur fram að Ethiad Airways verði aðeins „lítið“ flugfélag miðað við umfang þess sl. árin og mun skilgreiningin ME3, sem stendur fyrir „Middle Eastern 3 Gulf Carriers“, eða stóru flugfélögin þrjú í Miðausturlöndum, breytast í ME2 sem telur þá aðeins Emirates og Qatar Airways þegar Etihad Airways verður ekki lengur talið með.

Etihad Aiways mun halda áfram að reyna að fjármagna þær þotur sem félagið á von á að fá frá Boeing og hefur Etihad sótt um lán til Abu Dhabi bankans til að greiða fyrir þoturnar en pöntun í nýjar Dreamliner-þotur hjá Boeing er metin á yfir 118 milljarða króna.

Flugvélar Etihad Airways á flugvellinum í Abu Dhabi

Greiningardeild fjármálafyrirtækisins Fitch telur að Etihad Airways eigi eftir að skila inn taprekstri áfram til ársins 2022 að minnsta kosti og er fjárhagsstaða félagsins sögð vera „mjög veik“ og þá sérstaklega í kjölfar fjárfestinga félagsins í Air Berlin og Alitalia sem hafa kostað félagið 95 milljarða króna.

Etihad Airways hefur skorið niður í leiðarkerfi og hætt flugi til áfangastaða m.a. í Bandaríkjunum og selt eignarhlut sinn í lúxussetustofum á nokkrum flugvöllum og þá hefur félagið lokað First & Business Class Lounge setustofunum á Heathrow-flugvellinum í London.

Þá hefur farþegum ekki fjölgað með Etihad Airways en á sama tíma og flugfarþegum hefur fjölgað um 6% í heiminum þá hafa farþegar með Etihad Airways staðið í stað sl. tvö árin.  fréttir af handahófi

Breska flugfélagið flybmi gjaldþrota

16. febrúar 2019

|

Breska flugfélagið flybmi hefur hætt öllu flugi og óskaði í dag eftir því að verða tekið til gjaldþrotaskipta.

Þýska flugfélagið Germania gjaldþrota

5. febrúar 2019

|

Þýska flugfélagið Germania er gjaldþrota en félagið aflýsti í gær öllum flugferðum sínum og hefur stjórn félagsins farið fram á að reksturinn verði tekinn til gjaldþrotaskipta.

Southwest ferjar Boeing 737 MAX þoturnar til Victorville

23. mars 2019

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines er byrjað að ferja Boeing 737 MAX þotur til geymslu vegna kyrrsetningarinnar en þeirri fyrstu var í morgun flogið í flugvélakirkjugarðinn í Victorville í Moj

  Nýjustu flugfréttirnar

Southwest ferjar Boeing 737 MAX þoturnar til Victorville

23. mars 2019

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines er byrjað að ferja Boeing 737 MAX þotur til geymslu vegna kyrrsetningarinnar en þeirri fyrstu var í morgun flogið í flugvélakirkjugarðinn í Victorville í Moj

Næstu atvinnuflugmannsbekkir hefjast í maí og í ágúst

23. mars 2019

|

Flugakademíu Keilis hefur opnað fyrir umsóknir í flugnám í fyrsta sinn eftir sameininguna við Flugskóla Íslands en bóklegt nám fer nú fram á tveimur stöðum, í Reykjavík og í Reykjanesbæ.

Red Wings hættir við pöntun sína í Airbus A220

22. mars 2019

|

Flugfélagið Red Wings í Rússlandi hefur hætt við pöntun sína í Airbus A220 þotuna (CSeries) en félagið var eina rússneska flugfélagið sem hafði pantað þotuna frá Bombardier á sínum tíma.

Indigo Partners hættir við fjárfestingu í WOW air

21. mars 2019

|

Tilkynnt var í kvöld um að Indigo Partners hafi slitið viðræðum um fyrirhugaða fjárfestingu í WOW air.

Negus-þotan lendir í London

21. mars 2019

|

British Airways hefur lokið við að mála fjórðu og síðustu flugvélina í flotanum í sérstökum retro-litum.

Nafni Laudamotion breytt og einfaldað í „Lauda“

20. mars 2019

|

Ryanair, móðufélag austurríska flugfélagsins Laudamotion, hefur ákveðið að sleppa hluta úr nafni flugfélagsins, „motion“, og mun félagið því einfaldlega heita Lauda.

Hætta við pöntun í fimmtíu Boeing 737 MAX þotur

21. mars 2019

|

Indónesíska flugfélagið Garuda Indonesia hefur hætt við pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið hafði pantað.

Einkaflugmaður dæmdur í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss

21. mars 2019

|

52 ára einkaflugmaður í Bretlandi hefur verið vistaður í fangelsi þar í landi vegna vítaverðs gáleysis við stjórnun flugvélar sem endaði með flugslysi í september árið 2017.

Trump vill fyrrum flugstjóra hjá Delta sem yfirmann hjá FAA

20. mars 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Hvíta Húsið hafi áform um að skipta út yfirmanna hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og láta Daniel Elwell víkja fyrir fyrrum flugstjóra hjá Delta

450 flugmenn í Rússlandi sviptir réttindum sínum í fyrra

20. mars 2019

|

Um 450 atvinnuflugmenn í Rússlandi voru sviptir réttindum sínum til farþegaflugs í fyrra eftir rússnesk flugmálayfirvöld gerðu úttekt á öryggismálum og þjálfun meðal rússneskra flugmanna.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00