flugfréttir

Flugmanni dæmdar bætur eftir að hafa verið rekinn

- Tilkynnti flugfélagið til flugmálayfirvalda vegna bresta í öryggismálum

19. október 2018

|

Frétt skrifuð kl. 14:21

Bald Mountain Air Service býður upp á útsýnisflug með sjóflugvélum í Alaska

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) og dómstóll í Bandaríkjunum hafa dæmt flugfélag eitt í Alaska til þess að greiða flugstjóra, sem starfaði áður hjá félaginu, um 58 milljónir króna í bætur eftir að hann var rekinn úr starfi fyrir að hafa greint flugmálayfirvöldum frá alvarlegum atvikum í rekstri félagsins.

Brian Bell starfaði sem flugmaður hjá Bald Mountain Air Service í bænum Homer í Alaska en Bell greindi yfirvöldum frá því að flugfélagið hafði vísvitandi breytt upplýsingum um öryggisatriði til þess að halda flugrekstarleyfinu.

Flugfélagið var sakað um að hafa falsað gögn úr þjálfun flugmanna, tekið úr sambandi eldvarnarkefi um borð í einni flugvél félagsins og beðið starfsfólk um að fela viðhaldsskrár fyrir flugmálayfirvöldum.

Bell tilkynnti þessi atriði til FAA árið 2012 sem hóf rannsókn á málinu en stjórn Bald Mountain Air Service komst að því að hann hefði tilkynnt félagið til flugmálayfirvalda og var hann rekinn í kjölfarið.

Málsmeðferð í málinu lauk á dögunum og mun Bell fá 500.000 bandaríkjadali í greiðslu auk þess sem flugfélaginu er gert að greiða málskostnað upp á 1,1 milljón króna og þá er flugfélaginu einnig gert að verða Bell út um nýtt flugmannsstarf um leið og hann hefur endurnýjað heilbrigðisvottorðið sitt.

Bald Mountain Air Service ætlar að áfrýja dómnum og segir félagið að til hafi staðið að reka Brian Bell áður en upp komst um málið. Þá kom í ljós að flugfélagið hafði svert mannorð flugmannsins í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að hann fengi vinnu annarsstaðar.  fréttir af handahófi

Boeing 737-700 fara brátt úr flota KLM

11. febrúar 2019

|

KLM Royal Dutch Airlines mun í vor byrja að losa sig við fyrstu Boeing 737-700 þoturnar en sú fyrsta mun yfirgefa flotann þann 1. maí næstkomandi.

Boeing 737 MAX frá Ethiopian fórst skömmu eftir flugtak

10. mars 2019

|

Mannskætt flugslys átti sér stað í morgun er farþegaþota af gerðinni Boeing 737 MAX frá Ethiopian Airlines fórst skömmu eftir flugtak frá Addis Ababa í Eþíópíu.

Verða fyrstir til að fljúga yfir Atlantshafið með A321LR

9. febrúar 2019

|

Aer Lingus ætlar að verða fyrsta flugfélagið til að hefja flug yfir Atlantshafið með Airbus A321LR þotunni en félagið stefnir á að hefja flug til Hartford í Connecticut í Bandaríkjunum í júlí í sumar

  Nýjustu flugfréttirnar

Southwest ferjar Boeing 737 MAX þoturnar til Victorville

23. mars 2019

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines er byrjað að ferja Boeing 737 MAX þotur til geymslu vegna kyrrsetningarinnar en þeirri fyrstu var í morgun flogið í flugvélakirkjugarðinn í Victorville í Moj

Næstu atvinnuflugmannsbekkir hefjast í maí og í ágúst

23. mars 2019

|

Flugakademíu Keilis hefur opnað fyrir umsóknir í flugnám í fyrsta sinn eftir sameininguna við Flugskóla Íslands en bóklegt nám fer nú fram á tveimur stöðum, í Reykjavík og í Reykjanesbæ.

Red Wings hættir við pöntun sína í Airbus A220

22. mars 2019

|

Flugfélagið Red Wings í Rússlandi hefur hætt við pöntun sína í Airbus A220 þotuna (CSeries) en félagið var eina rússneska flugfélagið sem hafði pantað þotuna frá Bombardier á sínum tíma.

Indigo Partners hættir við fjárfestingu í WOW air

21. mars 2019

|

Tilkynnt var í kvöld um að Indigo Partners hafi slitið viðræðum um fyrirhugaða fjárfestingu í WOW air.

Negus-þotan lendir í London

21. mars 2019

|

British Airways hefur lokið við að mála fjórðu og síðustu flugvélina í flotanum í sérstökum retro-litum.

Nafni Laudamotion breytt og einfaldað í „Lauda“

20. mars 2019

|

Ryanair, móðufélag austurríska flugfélagsins Laudamotion, hefur ákveðið að sleppa hluta úr nafni flugfélagsins, „motion“, og mun félagið því einfaldlega heita Lauda.

Hætta við pöntun í fimmtíu Boeing 737 MAX þotur

21. mars 2019

|

Indónesíska flugfélagið Garuda Indonesia hefur hætt við pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið hafði pantað.

Einkaflugmaður dæmdur í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss

21. mars 2019

|

52 ára einkaflugmaður í Bretlandi hefur verið vistaður í fangelsi þar í landi vegna vítaverðs gáleysis við stjórnun flugvélar sem endaði með flugslysi í september árið 2017.

Trump vill fyrrum flugstjóra hjá Delta sem yfirmann hjá FAA

20. mars 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Hvíta Húsið hafi áform um að skipta út yfirmanna hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og láta Daniel Elwell víkja fyrir fyrrum flugstjóra hjá Delta

450 flugmenn í Rússlandi sviptir réttindum sínum í fyrra

20. mars 2019

|

Um 450 atvinnuflugmenn í Rússlandi voru sviptir réttindum sínum til farþegaflugs í fyrra eftir rússnesk flugmálayfirvöld gerðu úttekt á öryggismálum og þjálfun meðal rússneskra flugmanna.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00