flugfréttir

NTSB fer fram á hljóðrita sem getur tekið upp í 25 tíma

- Oft sem hljóðritar hafa tekið yfir mikilvægar upptökur eftir 2 tíma

19. október 2018

|

Frétt skrifuð kl. 18:57

Hljóðriti frá Honeywell

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur farið fram á að hljóðritar í flugvélum, sem er annar svörtu kassanna tveggja, geti tekið upp lengri upptöku af hljóðum og samtölum flugmanna í stjórnklefa flugvéla en þeir gera í dag.

Samkvæmt núverandi reglugerðum í flugi eiga hljóðritar að taka upp tvær klukkustundir af hljóði áður en þeir byrja að taka aftur ofan í eldri upptökur en NTSB vill að tíminn verði lengdur upp í 25 tíma.

„Nokkrum sinnum hefur það komið fyrir að undanförnu að rannsókn flugslysa hefur skerst þar sem sérfræðingar höfðu ekki aðgang að lengri hljópupptöku en sem nemur tveimur klukkustundum“, segir í skýrslu með öryggistillögu sem NTSB birti þann 2. október síðastliðinn.

NTSB ráðleggur að öll flugfélög taki upp búnað í svörtu kössunum sem getur tekið upp 25 klukkustundir áður en hljóðritinn fer að taka ofan í elstu upptökurnar.

NTSB segir að oft þurfi að rekja samskipti milli flugmanna lengur en sem nemur tveimur klukkustundum til að hægt sé að leggja mat á orsök flugslyss.

Þá eru margir hljóðritar sem halda áfram að taka upp eftir flugslys og þá hafa glatast mikilvægar upptökur sem hefðu geta varpað ljósi á mikilvæg atriði.

NTSB bendir á nokkur atvik þar sem 2 klukkustunda upptaka var ekki nóg þar á meðal atvik er Airbus A320 þota frá Air Canada var næstum búin að lenda á akbraut í aðflugi að flugvellinum í San Francisco í júlí á þessu ári og einni í apríl er eldur kom upp í hreyfli á Airbus A330 breiðþotu Delta Air Lines.

Tillaga NTSB myndi samræmast öryggisreglum hjá evrópskum flugmálayfirvöldum (EASA) og yrði gert ráð fyrir að flestar farþegaflugvélar væru komnar með hljóðrita með 25 klukkustunda upptöku fyrir árið 2021.  fréttir af handahófi

Tíunda veggspjaldið fjallar um álag og streitu

6. desember 2018

|

Samgöngustofa hefur gefið út tíunda veggspjaldið af tólf í Dirty Dozen röðinni en að þessu sinni er fjallað um álag og viðbrögðum við streitu sem geta skert flugöryggi.

Listflugmaður fyrir dómara vegna Shoreham-slyssins

11. janúar 2019

|

Andrew Hill, 54 ára flugmaður, sem brotlenti Hawker Hunter, orrustuflugvél í miðju sýningaratriði á flugsýningunni í Shoreham á Englandi þann 22. ágúst árið 2015, mun á næstunni mæta fyrir dóm við ré

Laudamotion kynnir nýtt útlit

25. október 2018

|

Flugfélagið Laudamotion hefur kynnt nýtt útlit og liti fyrir flugflota félagsins en aðeins eru sjö mánuðir frá því félagið kynnti nýtt útlit við stofnun þess.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ellefta veggspjaldið fjallar um skort á vitund

17. janúar 2019

|

Samgöngustofa hefur gefið út ellefta og næstsíðasta kynningarspjaldið í Dirty Dozen seríunni sem fjallar um nokkur atriði sem ber að hafa í huga er kemur að flugöryggi.

Keilir eignast Flugskóla Íslands

17. janúar 2019

|

Flugakademía Keilis hefur fest kaup á Flugskóla Íslands en skólarnir eru þeir stærstu á landinu er kemur að flugkennslu og þjálfun nemenda í flugtengdum greinum.

Antonov An-124 fer aftur í framleiðslu

16. janúar 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Antonov hefur ákveðið að hefja aftur framleiðslu á flutningavélinni Antonov An-124 og það án aðstoðar frá Rússum en risavöruflutningavélin var upphaflega smíðuð á tímum Sovíetrí

Flybe selur afgreiðslupláss á Gatwick til Vueling

16. janúar 2019

|

Breska flugfélagið Flybe hefur selt nokkur afgreiðslupláss sín á Gatwick-flugvellinum í London til spænska lágfargjaldafélagsins Vueling.

Fyrsta beina leiguflugið til Cabo Verde með VITA

16. janúar 2019

|

Icelandair flaug sl. mánudag fyrsta beina leiguflugið frá Íslandi til Grænhöfðaeyja en flugið var á vegum ferðaskrifstofunnar VITA þar sem flogið er með Icelandair.

Herþotur til móts við Boeing 777 fraktþotu

16. janúar 2019

|

Herþotur frá indónesíska flughernum voru ræstar út til þess að fljúga til móts við Boeing 777 fraktþotu frá Ethiopian Cargo sem var gert að lenda hið snarasta á þeim forsendum að hún hefði ekki heimi

Atlantic Airways og KLM í samstarf

15. janúar 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hafa gert samkomulag um sameiginlega sölu á farmiðum og munu farþegar því geta flogið í leiðarkerfi beggja fél

Lögregla fær flugáhugamenn við Heathrow til liðs við sig

14. janúar 2019

|

Lögreglan í Bretlandi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þeir flugáhugamenn, sem leggja leið sína út á Heathrow-flugvöll til þess að horfa á og taka myndir af flugvélum, eru beðnir um að hafa au

Aftur náðu farþegar að bóka ódýrt flug á fyrsta farrými

13. janúar 2019

|

Aftur hefur komið upp villa í bókunarkerfi hjá flugfélaginu Cathay Pacific sem gaf farþegum kost á því að bóka flug á fyrsta farrými á brunaútsöluverði en aðeins eru tvær vikur frá því að nokkrum fa

Þrýsta á stjórnvöld og Boeing um að hefja nýja leit að MH370

12. janúar 2019

|

Ættingjar og aðstandendur þeirra farþega sem voru um borð í malasísku farþegaþotunni, flugi MH370, hafa sett pressu á ríkisstjórn Malasíu um að hefja nýja leit að flugvélinni sem hvarf sporlaust þann

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00