flugfréttir

NTSB fer fram á hljóðrita sem getur tekið upp í 25 tíma

- Oft sem hljóðritar hafa tekið yfir mikilvægar upptökur eftir 2 tíma

19. október 2018

|

Frétt skrifuð kl. 18:57

Hljóðriti frá Honeywell

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur farið fram á að hljóðritar í flugvélum, sem er annar svörtu kassanna tveggja, geti tekið upp lengri upptöku af hljóðum og samtölum flugmanna í stjórnklefa flugvéla en þeir gera í dag.

Samkvæmt núverandi reglugerðum í flugi eiga hljóðritar að taka upp tvær klukkustundir af hljóði áður en þeir byrja að taka aftur ofan í eldri upptökur en NTSB vill að tíminn verði lengdur upp í 25 tíma.

„Nokkrum sinnum hefur það komið fyrir að undanförnu að rannsókn flugslysa hefur skerst þar sem sérfræðingar höfðu ekki aðgang að lengri hljópupptöku en sem nemur tveimur klukkustundum“, segir í skýrslu með öryggistillögu sem NTSB birti þann 2. október síðastliðinn.

NTSB ráðleggur að öll flugfélög taki upp búnað í svörtu kössunum sem getur tekið upp 25 klukkustundir áður en hljóðritinn fer að taka ofan í elstu upptökurnar.

NTSB segir að oft þurfi að rekja samskipti milli flugmanna lengur en sem nemur tveimur klukkustundum til að hægt sé að leggja mat á orsök flugslyss.

Þá eru margir hljóðritar sem halda áfram að taka upp eftir flugslys og þá hafa glatast mikilvægar upptökur sem hefðu geta varpað ljósi á mikilvæg atriði.

NTSB bendir á nokkur atvik þar sem 2 klukkustunda upptaka var ekki nóg þar á meðal atvik er Airbus A320 þota frá Air Canada var næstum búin að lenda á akbraut í aðflugi að flugvellinum í San Francisco í júlí á þessu ári og einni í apríl er eldur kom upp í hreyfli á Airbus A330 breiðþotu Delta Air Lines.

Tillaga NTSB myndi samræmast öryggisreglum hjá evrópskum flugmálayfirvöldum (EASA) og yrði gert ráð fyrir að flestar farþegaflugvélar væru komnar með hljóðrita með 25 klukkustunda upptöku fyrir árið 2021.  fréttir af handahófi

Flugfélög í Víetnam fá að fljúga til Bandaríkjanna

18. febrúar 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa uppfært öryggisstuðul er kemur að flugmálum í Víetnam upp í Category 1 sem þýðir að víetnömsk flugfélög geta hafið áætlunarflug til Bandaríkjanna.

Næsta retro-flugvél British Airways verður í litum BEA

22. febrúar 2019

|

British Airways hefur ákveðið að Airbus A319 þota verði næsta flugvél félagsins til þess að verða máluð í gömlum litabúningi líkt og flugvélar félagsins litu út í gamla daga.

Sagt að Airbus tilkynni um endalok A380 á fimmtudag

12. febrúar 2019

|

Svo gæti farið að Airbus muni tilkynna um endalok framleiðslunnar á risaþotunni Airbus A380 á fimmtudag.

  Nýjustu flugfréttirnar

Indigo Partners hættir við fjárfestingu í WOW air

21. mars 2019

|

Tilkynnt var í kvöld um að Indigo Partners hafi slitið viðræðum um fyrirhugaða fjárfestingu í WOW air.

Negus-þotan lendir í London

21. mars 2019

|

British Airways hefur lokið við að mála fjórðu og síðustu flugvélina í flotanum í sérstökum retro-litum.

Nafni Laudamotion breytt og einfaldað í „Lauda“

20. mars 2019

|

Ryanair, móðufélag austurríska flugfélagsins Laudamotion, hefur ákveðið að sleppa hluta úr nafni flugfélagsins, „motion“, og mun félagið því einfaldlega heita Lauda.

Hætta við pöntun í fimmtíu Boeing 737 MAX þotur

21. mars 2019

|

Indónesíska flugfélagið Garuda Indonesia hefur hætt við pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið hafði pantað.

Einkaflugmaður dæmdur í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss

21. mars 2019

|

52 ára einkaflugmaður í Bretlandi hefur verið vistaður í fangelsi þar í landi vegna vítaverðs gáleysis við stjórnun flugvélar sem endaði með flugslysi í september árið 2017.

Trump vill fyrrum flugstjóra hjá Delta sem yfirmann hjá FAA

20. mars 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Hvíta Húsið hafi áform um að skipta út yfirmanna hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og láta Daniel Elwell víkja fyrir fyrrum flugstjóra hjá Delta

450 flugmenn í Rússlandi sviptir réttindum sínum í fyrra

20. mars 2019

|

Um 450 atvinnuflugmenn í Rússlandi voru sviptir réttindum sínum til farþegaflugs í fyrra eftir rússnesk flugmálayfirvöld gerðu úttekt á öryggismálum og þjálfun meðal rússneskra flugmanna.

117 flugvélar í kyrrsetningu hjá indverskum flugfélögum

20. mars 2019

|

Alls eru í dag 117 farþegaþotur í flota fjögurra flugfélaga á Indlandi kyrrsettar og eru þær ekki að fljúga þessa daganna vegna ýmissa ástæðna.

Nýtt flugfélag í Taívan pantar sautján A350 þotur

19. mars 2019

|

Taívanska flugfélagið STARLUX Airlines hefur lagt inn pöntun til Airbus í sautján Airbus A350 breiðþotur; tólf af gerðinni Airbus A350-1000 og fimm af gerðinni A350-900.

Von á bráðabirgðarskýrslu innan 30 daga

19. mars 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kemur að von sé á bráðabirgðarskýrslu innan 30 daga vegna flugslyssins í Eþíópíu er Boeing 737 MAX þota frá Ethiopi

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00