flugfréttir

NTSB fer fram á hljóðrita sem getur tekið upp í 25 tíma

- Oft sem hljóðritar hafa tekið yfir mikilvægar upptökur eftir 2 tíma

19. október 2018

|

Frétt skrifuð kl. 18:57

Hljóðriti frá Honeywell

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur farið fram á að hljóðritar í flugvélum, sem er annar svörtu kassanna tveggja, geti tekið upp lengri upptöku af hljóðum og samtölum flugmanna í stjórnklefa flugvéla en þeir gera í dag.

Samkvæmt núverandi reglugerðum í flugi eiga hljóðritar að taka upp tvær klukkustundir af hljóði áður en þeir byrja að taka aftur ofan í eldri upptökur en NTSB vill að tíminn verði lengdur upp í 25 tíma.

„Nokkrum sinnum hefur það komið fyrir að undanförnu að rannsókn flugslysa hefur skerst þar sem sérfræðingar höfðu ekki aðgang að lengri hljópupptöku en sem nemur tveimur klukkustundum“, segir í skýrslu með öryggistillögu sem NTSB birti þann 2. október síðastliðinn.

NTSB ráðleggur að öll flugfélög taki upp búnað í svörtu kössunum sem getur tekið upp 25 klukkustundir áður en hljóðritinn fer að taka ofan í elstu upptökurnar.

NTSB segir að oft þurfi að rekja samskipti milli flugmanna lengur en sem nemur tveimur klukkustundum til að hægt sé að leggja mat á orsök flugslyss.

Þá eru margir hljóðritar sem halda áfram að taka upp eftir flugslys og þá hafa glatast mikilvægar upptökur sem hefðu geta varpað ljósi á mikilvæg atriði.

NTSB bendir á nokkur atvik þar sem 2 klukkustunda upptaka var ekki nóg þar á meðal atvik er Airbus A320 þota frá Air Canada var næstum búin að lenda á akbraut í aðflugi að flugvellinum í San Francisco í júlí á þessu ári og einni í apríl er eldur kom upp í hreyfli á Airbus A330 breiðþotu Delta Air Lines.

Tillaga NTSB myndi samræmast öryggisreglum hjá evrópskum flugmálayfirvöldum (EASA) og yrði gert ráð fyrir að flestar farþegaflugvélar væru komnar með hljóðrita með 25 klukkustunda upptöku fyrir árið 2021.  fréttir af handahófi

Ofhlaðin flugvél brotlenti á stöðuvatni í Súdan

9. september 2018

|

Að minnsta kosti 18 létu lífið í flugslysi er farþegaflugvél af gerðinni Let L-410 brotlenti á Yirol-vatni í Suður-Súdan í morgun.

Boeing 737 þota fór í sjóinn við eyju í Kyrrahafi

28. september 2018

|

Allir komust lífs af er farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá flugfélaginu Air Niugini brotlenti í sjónum við Chuuk-alþjóðaflugvöllinn á Weno-eyju í Míkrónesíu í Kyrrahafi um miðnætti í gær að ís

Áttunda veggspjaldið fjallar um að vera undir þrýstingi

25. október 2018

|

Samgöngustofa hefur gefið út nýtt veggspjald í „The Dirty Dozen“ röðinni en áttunda veggspjaldið fjallar um þrýsting og leiðir til þess að vera meðvitaður um að framkvæma ekki aðgerðir er varðar flu

  Nýjustu flugfréttirnar

Fastjet nær að auka hlutafé sitt

18. nóvember 2018

|

Stjórn flugfélagsins Fastjet í Afríku hefur tekist að hækka hlutafé félagsins um 4,9 milljarða króna en flugfélagið hefur að undanförnu reynt að leita leiða til að fjármagna reksturinn sem hefur verið

Boeing 747-100 flýgur sitt síðasta flug

17. nóvember 2018

|

Síðasta Boeing 747-100 júmbó-þotan, sem hefur verið í umferð í heiminum í dag, flaug sitt síðasta flug á dögunum.

Ekki sagt frá nýju sjálfvirku kerfi sem á að koma í veg fyrir ofris

15. nóvember 2018

|

Atvinnuflugmannasamtökin (ALPA), sem er stærsta bandalag flugmanna í heiminum, krefjast þess að bandarísk stjórnvöld taki á vandamáli er varðar nýja tegund af flugstýringu á Boeing 737 MAX þotunum s

Þrír lamaðir flugmenn ætla að fljúga í kringum hnöttinn

14. nóvember 2018

|

Þrír hreyfihamlaðir flugmenn munu næstkomandi sunnudag leggja af stað í 10 mánaða langt heimsflug í kringum hnöttinn en þeir ætla að hafa viðdvöl á 150 stöðum í 40 löndum í sex heimsálfum og verður fe

Farþegar greiddu fyrir viðgerð á Dreamliner-þotu

14. nóvember 2018

|

Farþegar þurftu að greiða viðgerð á Dreamliner-þotu pólska flugfélagsins LOT Polish Airlines eftir að bilun kom upp í vélinni á flugvellinum í Peking.

Boeing 787 fór inn á braut á meðan A350 var í flugtaki

14. nóvember 2018

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A350-900 frá Delta Air Lines þurfti að hætta við flugtak á Pudong-flugvellinum í Shanghai í gær eftir að önnur þota fór inn á brautina.

KLM íhugar að kaupa Cessnur til að ferja varahluti og flugvirkja

12. nóvember 2018

|

Hollenska flugfélagið KLM Cityhopper skoðar nú möguleika á því að festa kaup á litlum flugvélum af gerðinni Cessna.

Alvarlegt atvik rannsakað þar sem flugmenn misstu alla stjórn

12. nóvember 2018

|

Verið er að rannsaka alvarlegt atvik sem átti sér stað í gær er flugmenn á Embraer E190 farþegaþotu frá Air Astana misstu stjórn á vélinni skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon.

Þróaði með sér flughræðslu við að fara af Q400 yfir á þotu

11. nóvember 2018

|

Dómstóll í Bretlandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að flugfélagið Flybe fór ekki heiðarlega að máli eins flugmanns sem var rekinn frá félaginu eftir að hann þróaði með sér flughræðslu eftir að ha

Misstu stjórn á Embraer-þotu rétt eftir flugtak í Lissabon

11. nóvember 2018

|

Farþegaþota frá flugfélaginu Air Astana lýsti yfir neyðarástandi (7700) á fjórða tímanum í dag, rétt eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon í Portúgal, en flugmennirnir sögðu að þeir hefðu litla s