flugfréttir

Flugstjóri neitaði að fljúga vegna vandamáls á First Class

- Krafðist þess að tveir flugmenn á frívakt myndu fá sæti á fyrsta farrými

21. október 2018

|

Frétt skrifuð kl. 15:03

Boeing 777-300ER þota Thai Airways

Þónokkur töf varð á flugi Thai Airways í síðustu viku frá Zurich til Bangkok eftir að flugstjóri neitaði að fljúga flugið þar sem að tveir samstarfsmenn hans, sem einnig eru flugmenn hjá félaginu, fengu ekki sæti á First Class farrými.

Thai Airways notar oft laus sæti á First Class fyrir flugmenn og áhafnir sem eru að ferðast til og frá heimavelli félagsins í Bangkok en flugstjórinn vildi að tveir samstarfsmenn hans fengu að vera á fyrsta farrými þrátt fyrir að ekkert sæti var laust.

Fluginu seinkaði um tvær og hálfa klukkustund og fór flugvélin í loftið skömmu eftir að tveir farþegar á First Class voru tilbúnir að færa sig aftur í Business Class en þeir farþegar höfðu verið uppfærðir á First Class er þeir komu um borð og áttu hvort eð er bókað á Business Class farrými.

Málið upphófst með því á því að til stóð að fljúga frá Zurich til Bangkok með Boeing 777-300ER þotu en vegna vandamáls sem kom upp þurfti að senda Boeing 747 þotu til Zurich til að fljúga farþegum til Bangkok.

Með henni fylgdu flugmenn sem hafa réttindi á júmbó-þotuna og voru flugmennirnir, sem áttu að fljúga Boeing 777-300ER þotunni, látnir sitja meðal farþega á First Class.

Sætafjöldi í Boeing 777-300ER og Boeing 747 er þó ekki sá sami og upphófst þá vandamál með hvar væri hægt að láta flugmennina sitja sem áttu að fljúga Boeing 777 þotunni.

First Class farrými í Boeing 747-400ER þotu Thai Airways

Thai Airways bað alla farþegana afsökunar á Twitter vegna málsins auk þess sem farþegarnir tveir, sem þurftu að færa sig, fengu sérstaka afsökunarbeiðni.

„Við erum að skoða þetta mál. Eina sem við vitum er að öll sætin á First Class voru upptekin og flugmennirnir, sem voru ekki að fljúga, hefði átt að geta setið á Business Class þar sem þar voru laus sæti. En flugmennirnir, sem voru að fljúga, og starfsmenn á flugvellinum, hefðu átt að leysa þetta með meiri fagmennsku í stað þess að halda farþegum í gíslingu“, segir starfsmaður innan Thai Airways í viðtali vegna málsins.  fréttir af handahófi

Sofnaði í fraktrými á Boeing 737 og endaði í Chicago

1. nóvember 2018

|

Að koma fyrir ferðatöskum um borð í flugvélar á flugvöllum getur verið þreytandi starf en þegar augnlokin voru farin að þyngjast á einum flugvallarstarfsmanni á flugvellinum í Kansas City á dögunum ák

Ný afhendingarmiðstöð Boeing í Kína verður opnuð í desember

6. nóvember 2018

|

Fyrsta Boeing-þotan, sem afhent verður utan Bandaríkjanna og mun gangast undir málningarvinnu og lokafrágang á erlendri grund, verður afhent fyrir lok ársins í Kína.

Líkamsrækt um borð í lengsta flug heims

19. september 2018

|

Qantas íhugar að bjóða upp á líkamsræktaraðstöðu í einu lengsta flug heims sem flugfélagið ástralska áætlar að fljúga árið 2022 frá Sydney til London.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fastjet nær að auka hlutafé sitt

18. nóvember 2018

|

Stjórn flugfélagsins Fastjet í Afríku hefur tekist að hækka hlutafé félagsins um 4,9 milljarða króna en flugfélagið hefur að undanförnu reynt að leita leiða til að fjármagna reksturinn sem hefur verið

Boeing 747-100 flýgur sitt síðasta flug

17. nóvember 2018

|

Síðasta Boeing 747-100 júmbó-þotan, sem hefur verið í umferð í heiminum í dag, flaug sitt síðasta flug á dögunum.

Ekki sagt frá nýju sjálfvirku kerfi sem á að koma í veg fyrir ofris

15. nóvember 2018

|

Atvinnuflugmannasamtökin (ALPA), sem er stærsta bandalag flugmanna í heiminum, krefjast þess að bandarísk stjórnvöld taki á vandamáli er varðar nýja tegund af flugstýringu á Boeing 737 MAX þotunum s

Þrír lamaðir flugmenn ætla að fljúga í kringum hnöttinn

14. nóvember 2018

|

Þrír hreyfihamlaðir flugmenn munu næstkomandi sunnudag leggja af stað í 10 mánaða langt heimsflug í kringum hnöttinn en þeir ætla að hafa viðdvöl á 150 stöðum í 40 löndum í sex heimsálfum og verður fe

Farþegar greiddu fyrir viðgerð á Dreamliner-þotu

14. nóvember 2018

|

Farþegar þurftu að greiða viðgerð á Dreamliner-þotu pólska flugfélagsins LOT Polish Airlines eftir að bilun kom upp í vélinni á flugvellinum í Peking.

Boeing 787 fór inn á braut á meðan A350 var í flugtaki

14. nóvember 2018

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A350-900 frá Delta Air Lines þurfti að hætta við flugtak á Pudong-flugvellinum í Shanghai í gær eftir að önnur þota fór inn á brautina.

KLM íhugar að kaupa Cessnur til að ferja varahluti og flugvirkja

12. nóvember 2018

|

Hollenska flugfélagið KLM Cityhopper skoðar nú möguleika á því að festa kaup á litlum flugvélum af gerðinni Cessna.

Alvarlegt atvik rannsakað þar sem flugmenn misstu alla stjórn

12. nóvember 2018

|

Verið er að rannsaka alvarlegt atvik sem átti sér stað í gær er flugmenn á Embraer E190 farþegaþotu frá Air Astana misstu stjórn á vélinni skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon.

Þróaði með sér flughræðslu við að fara af Q400 yfir á þotu

11. nóvember 2018

|

Dómstóll í Bretlandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að flugfélagið Flybe fór ekki heiðarlega að máli eins flugmanns sem var rekinn frá félaginu eftir að hann þróaði með sér flughræðslu eftir að ha

Misstu stjórn á Embraer-þotu rétt eftir flugtak í Lissabon

11. nóvember 2018

|

Farþegaþota frá flugfélaginu Air Astana lýsti yfir neyðarástandi (7700) á fjórða tímanum í dag, rétt eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon í Portúgal, en flugmennirnir sögðu að þeir hefðu litla s