flugfréttir

Flugstjóri neitaði að fljúga vegna vandamáls á First Class

- Krafðist þess að tveir flugmenn á frívakt myndu fá sæti á fyrsta farrými

21. október 2018

|

Frétt skrifuð kl. 15:03

Boeing 777-300ER þota Thai Airways

Þónokkur töf varð á flugi Thai Airways í síðustu viku frá Zurich til Bangkok eftir að flugstjóri neitaði að fljúga flugið þar sem að tveir samstarfsmenn hans, sem einnig eru flugmenn hjá félaginu, fengu ekki sæti á First Class farrými.

Thai Airways notar oft laus sæti á First Class fyrir flugmenn og áhafnir sem eru að ferðast til og frá heimavelli félagsins í Bangkok en flugstjórinn vildi að tveir samstarfsmenn hans fengu að vera á fyrsta farrými þrátt fyrir að ekkert sæti var laust.

Fluginu seinkaði um tvær og hálfa klukkustund og fór flugvélin í loftið skömmu eftir að tveir farþegar á First Class voru tilbúnir að færa sig aftur í Business Class en þeir farþegar höfðu verið uppfærðir á First Class er þeir komu um borð og áttu hvort eð er bókað á Business Class farrými.

Málið upphófst með því á því að til stóð að fljúga frá Zurich til Bangkok með Boeing 777-300ER þotu en vegna vandamáls sem kom upp þurfti að senda Boeing 747 þotu til Zurich til að fljúga farþegum til Bangkok.

Með henni fylgdu flugmenn sem hafa réttindi á júmbó-þotuna og voru flugmennirnir, sem áttu að fljúga Boeing 777-300ER þotunni, látnir sitja meðal farþega á First Class.

Sætafjöldi í Boeing 777-300ER og Boeing 747 er þó ekki sá sami og upphófst þá vandamál með hvar væri hægt að láta flugmennina sitja sem áttu að fljúga Boeing 777 þotunni.

First Class farrými í Boeing 747-400ER þotu Thai Airways

Thai Airways bað alla farþegana afsökunar á Twitter vegna málsins auk þess sem farþegarnir tveir, sem þurftu að færa sig, fengu sérstaka afsökunarbeiðni.

„Við erum að skoða þetta mál. Eina sem við vitum er að öll sætin á First Class voru upptekin og flugmennirnir, sem voru ekki að fljúga, hefði átt að geta setið á Business Class þar sem þar voru laus sæti. En flugmennirnir, sem voru að fljúga, og starfsmenn á flugvellinum, hefðu átt að leysa þetta með meiri fagmennsku í stað þess að halda farþegum í gíslingu“, segir starfsmaður innan Thai Airways í viðtali vegna málsins.  fréttir af handahófi

Antonov An-124 fer aftur í framleiðslu

16. janúar 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Antonov hefur ákveðið að hefja aftur framleiðslu á flutningavélinni Antonov An-124 og það án aðstoðar frá Rússum en risavöruflutningavélin var upphaflega smíðuð á tímum Sovíetrí

Stjórnvöld setja enn meira fé í rekstur South African

26. október 2018

|

Ríkisstjórn Suður-Afríku ætlar að koma South African Airways aftur til bjargar með því að setja enn meira fé inn í rekstur þess í þeim tilgangi að auka líkurnar á því að félagið skili hagnaði fyrir á

Flybe selur afgreiðslupláss á Gatwick til Vueling

16. janúar 2019

|

Breska flugfélagið Flybe hefur selt nokkur afgreiðslupláss sín á Gatwick-flugvellinum í London til spænska lágfargjaldafélagsins Vueling.

  Nýjustu flugfréttirnar

Ellefta veggspjaldið fjallar um skort á vitund

17. janúar 2019

|

Samgöngustofa hefur gefið út ellefta og næstsíðasta kynningarspjaldið í Dirty Dozen seríunni sem fjallar um nokkur atriði sem ber að hafa í huga er kemur að flugöryggi.

Keilir eignast Flugskóla Íslands

17. janúar 2019

|

Flugakademía Keilis hefur fest kaup á Flugskóla Íslands en skólarnir eru þeir stærstu á landinu er kemur að flugkennslu og þjálfun nemenda í flugtengdum greinum.

Antonov An-124 fer aftur í framleiðslu

16. janúar 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Antonov hefur ákveðið að hefja aftur framleiðslu á flutningavélinni Antonov An-124 og það án aðstoðar frá Rússum en risavöruflutningavélin var upphaflega smíðuð á tímum Sovíetrí

Flybe selur afgreiðslupláss á Gatwick til Vueling

16. janúar 2019

|

Breska flugfélagið Flybe hefur selt nokkur afgreiðslupláss sín á Gatwick-flugvellinum í London til spænska lágfargjaldafélagsins Vueling.

Fyrsta beina leiguflugið til Cabo Verde með VITA

16. janúar 2019

|

Icelandair flaug sl. mánudag fyrsta beina leiguflugið frá Íslandi til Grænhöfðaeyja en flugið var á vegum ferðaskrifstofunnar VITA þar sem flogið er með Icelandair.

Herþotur til móts við Boeing 777 fraktþotu

16. janúar 2019

|

Herþotur frá indónesíska flughernum voru ræstar út til þess að fljúga til móts við Boeing 777 fraktþotu frá Ethiopian Cargo sem var gert að lenda hið snarasta á þeim forsendum að hún hefði ekki heimi

Atlantic Airways og KLM í samstarf

15. janúar 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hafa gert samkomulag um sameiginlega sölu á farmiðum og munu farþegar því geta flogið í leiðarkerfi beggja fél

Lögregla fær flugáhugamenn við Heathrow til liðs við sig

14. janúar 2019

|

Lögreglan í Bretlandi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þeir flugáhugamenn, sem leggja leið sína út á Heathrow-flugvöll til þess að horfa á og taka myndir af flugvélum, eru beðnir um að hafa au

Aftur náðu farþegar að bóka ódýrt flug á fyrsta farrými

13. janúar 2019

|

Aftur hefur komið upp villa í bókunarkerfi hjá flugfélaginu Cathay Pacific sem gaf farþegum kost á því að bóka flug á fyrsta farrými á brunaútsöluverði en aðeins eru tvær vikur frá því að nokkrum fa

Þrýsta á stjórnvöld og Boeing um að hefja nýja leit að MH370

12. janúar 2019

|

Ættingjar og aðstandendur þeirra farþega sem voru um borð í malasísku farþegaþotunni, flugi MH370, hafa sett pressu á ríkisstjórn Malasíu um að hefja nýja leit að flugvélinni sem hvarf sporlaust þann

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00