flugfréttir

Flugstjóri neitaði að fljúga vegna vandamáls á First Class

- Krafðist þess að tveir flugmenn á frívakt myndu fá sæti á fyrsta farrými

21. október 2018

|

Frétt skrifuð kl. 15:03

Boeing 777-300ER þota Thai Airways

Þónokkur töf varð á flugi Thai Airways í síðustu viku frá Zurich til Bangkok eftir að flugstjóri neitaði að fljúga flugið þar sem að tveir samstarfsmenn hans, sem einnig eru flugmenn hjá félaginu, fengu ekki sæti á First Class farrými.

Thai Airways notar oft laus sæti á First Class fyrir flugmenn og áhafnir sem eru að ferðast til og frá heimavelli félagsins í Bangkok en flugstjórinn vildi að tveir samstarfsmenn hans fengu að vera á fyrsta farrými þrátt fyrir að ekkert sæti var laust.

Fluginu seinkaði um tvær og hálfa klukkustund og fór flugvélin í loftið skömmu eftir að tveir farþegar á First Class voru tilbúnir að færa sig aftur í Business Class en þeir farþegar höfðu verið uppfærðir á First Class er þeir komu um borð og áttu hvort eð er bókað á Business Class farrými.

Málið upphófst með því á því að til stóð að fljúga frá Zurich til Bangkok með Boeing 777-300ER þotu en vegna vandamáls sem kom upp þurfti að senda Boeing 747 þotu til Zurich til að fljúga farþegum til Bangkok.

Með henni fylgdu flugmenn sem hafa réttindi á júmbó-þotuna og voru flugmennirnir, sem áttu að fljúga Boeing 777-300ER þotunni, látnir sitja meðal farþega á First Class.

Sætafjöldi í Boeing 777-300ER og Boeing 747 er þó ekki sá sami og upphófst þá vandamál með hvar væri hægt að láta flugmennina sitja sem áttu að fljúga Boeing 777 þotunni.

First Class farrými í Boeing 747-400ER þotu Thai Airways

Thai Airways bað alla farþegana afsökunar á Twitter vegna málsins auk þess sem farþegarnir tveir, sem þurftu að færa sig, fengu sérstaka afsökunarbeiðni.

„Við erum að skoða þetta mál. Eina sem við vitum er að öll sætin á First Class voru upptekin og flugmennirnir, sem voru ekki að fljúga, hefði átt að geta setið á Business Class þar sem þar voru laus sæti. En flugmennirnir, sem voru að fljúga, og starfsmenn á flugvellinum, hefðu átt að leysa þetta með meiri fagmennsku í stað þess að halda farþegum í gíslingu“, segir starfsmaður innan Thai Airways í viðtali vegna málsins.  fréttir af handahófi

Handboltalandsliðið á HM í Þýskalandi með Icelandair

9. janúar 2019

|

Icelandair flaug í morgun beint frá Keflavíkurflugvelli til München í Þýskalandi með karlalandslið Íslands í handbolta.

Boeing 737 MAX frá Ethiopian fórst skömmu eftir flugtak

10. mars 2019

|

Mannskætt flugslys átti sér stað í morgun er farþegaþota af gerðinni Boeing 737 MAX frá Ethiopian Airlines fórst skömmu eftir flugtak frá Addis Ababa í Eþíópíu.

Ryanair vill fá flugmenn og áhafnir frá flybmi

18. febrúar 2019

|

Ryanair hefur hlaupið undir bagga og hvatt flugmenn og þær áhafnir, sem störfuðu fyrir breska lágfargjaldafélagið flybmi (British Midland), sem varð gjaldþrota sl. laugardag, til þess að sækja um vin

  Nýjustu flugfréttirnar

Southwest ferjar Boeing 737 MAX þoturnar til Victorville

23. mars 2019

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines er byrjað að ferja Boeing 737 MAX þotur til geymslu vegna kyrrsetningarinnar en þeirri fyrstu var í morgun flogið í flugvélakirkjugarðinn í Victorville í Moj

Næstu atvinnuflugmannsbekkir hefjast í maí og í ágúst

23. mars 2019

|

Flugakademíu Keilis hefur opnað fyrir umsóknir í flugnám í fyrsta sinn eftir sameininguna við Flugskóla Íslands en bóklegt nám fer nú fram á tveimur stöðum, í Reykjavík og í Reykjanesbæ.

Red Wings hættir við pöntun sína í Airbus A220

22. mars 2019

|

Flugfélagið Red Wings í Rússlandi hefur hætt við pöntun sína í Airbus A220 þotuna (CSeries) en félagið var eina rússneska flugfélagið sem hafði pantað þotuna frá Bombardier á sínum tíma.

Indigo Partners hættir við fjárfestingu í WOW air

21. mars 2019

|

Tilkynnt var í kvöld um að Indigo Partners hafi slitið viðræðum um fyrirhugaða fjárfestingu í WOW air.

Negus-þotan lendir í London

21. mars 2019

|

British Airways hefur lokið við að mála fjórðu og síðustu flugvélina í flotanum í sérstökum retro-litum.

Nafni Laudamotion breytt og einfaldað í „Lauda“

20. mars 2019

|

Ryanair, móðufélag austurríska flugfélagsins Laudamotion, hefur ákveðið að sleppa hluta úr nafni flugfélagsins, „motion“, og mun félagið því einfaldlega heita Lauda.

Hætta við pöntun í fimmtíu Boeing 737 MAX þotur

21. mars 2019

|

Indónesíska flugfélagið Garuda Indonesia hefur hætt við pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið hafði pantað.

Einkaflugmaður dæmdur í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss

21. mars 2019

|

52 ára einkaflugmaður í Bretlandi hefur verið vistaður í fangelsi þar í landi vegna vítaverðs gáleysis við stjórnun flugvélar sem endaði með flugslysi í september árið 2017.

Trump vill fyrrum flugstjóra hjá Delta sem yfirmann hjá FAA

20. mars 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Hvíta Húsið hafi áform um að skipta út yfirmanna hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og láta Daniel Elwell víkja fyrir fyrrum flugstjóra hjá Delta

450 flugmenn í Rússlandi sviptir réttindum sínum í fyrra

20. mars 2019

|

Um 450 atvinnuflugmenn í Rússlandi voru sviptir réttindum sínum til farþegaflugs í fyrra eftir rússnesk flugmálayfirvöld gerðu úttekt á öryggismálum og þjálfun meðal rússneskra flugmanna.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00