flugfréttir

Gögnum um vottun var lekið frá Bombardier til Mitsubishi

- Fyrrverandi starfsmenn sendu fjölda gagna um vottunarferli til Japans

22. október 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:31

MRJ þotan er smíðuð í Japan er tilraunir hafa ferið fram í Moses Lakes í Bandaríkjunum

Bombardier hefur höfðar mál gegn Mitsubishi Aircraft sem er sakað um að hafa á sínum tíma látið fyrrverandi starfsmenn Bombardier komast yfir mikilvæg gögn er varðar vottunarferli á farþegaþotum Bombardier og komið þeim í hendur á japanska flugvélaframleiðandanum áður en framleiðsla hófst á MRJ þotunni.

Málið var þingfest í dómstóli í Kanada sl. föstudag en í málsgögnum, sem telur tæpar 100 blaðsíður, kemur fram að Mitsubishi Aircraft hafi ráðið til sín yfir 90 starfsmenn, sem áður störfuðu hjá Bombardier, og hafi margir þeirra verið sakaðir um að hafa gefið Mitsubishi Aircraft viðkvæm gögn með trúnaðarupplýsingum með „uppskrift Bombardier“ að vottun á nýjum farþegaþotum og þær leiðir sem Bombardier fór til að fá flughæfnisvottun fyrir einkaþotum og CSeries-þotunum fyrir Kanadamarkað og Evrópumarkað.

Fram kemur að vinnan við að þróa nýja farþegaþotu, svo hún uppfylli kröfur frá flugmálayfirvöldum, sé gríðarlega mikil og það flókin að aðeins hafa fjórir flugvélaframleiðendur náð að koma með nýja þotu á markaðinn frá árinu 2000 sem var hönnuð alveg frá grunni.

Japanir hafa ekki haft neina reynslu á því sviði fyrr en smíði hófst á Mitsubishi Regional Jet (MRJ) þotunni og ákváðu þeir á endanum að flugprófanir myndu fara fram á bandarískri grund í Moses Lake í Washington-fylki en vegna þessa var stór hópur bandarískra verkfræðinga ráðinn til starfa.

CSeries-þotan í samsetningu hjá Bombardier

Mitsubishi Aircrafts réð til sín 92 starfsmenn frá fyrirtækinu AeroTEC í tengslum við vottunarvinnuna og flugprófanir sem flestir höfðu starfað við þróun á CSeries-þotunni og þar á meðal yfirmenn sem komu að prófunum á CS100 og CS300 þotunum sem í dag eru hluti af þotum Airbus undir nafninu Airbus A220.

Bombardier segir að Mitsubishi Aircraft hafi ákveðið að láta þennan hóp starfsmanna afhenda sér upplýsingar varðandi vottun á CSeries-þotunni til að minnka þann kostnað sem hefði annars verið mun hærri er kemur að vottunnarferlinu.

Kemur fram í gögnum að fyrrverandi starfsmennirnir hafi bæði sent gögn með pósti til Japans auk þess sem þeir hafi sent ýmsar upplýsingar í tölvupósti áður en þeir fengu starf hjá Mitsubishi Aircraft í Seattle sem varðaði flugprófanirnar í Moses Lakes.

Sendu fjölda tölvupósta til Japans til að létta á vottunarferlinu vegna MRJ þotunnar

Í málsgögnum segir m.a. að einn starfsmaðurinn hafi sent yfirmönnum Mitsubishi Aircraft gögn í gegn um sinn persónulega Yahoo-tölvupóst með PowerPoint skjölum með vottunarvinnunni sem Bombardier hefur gengið í gegnum er Global 7000 einkaþotan var í þróun en sú þota kemur á markað árið 2019.

Annar starfsmaður sendi sjálfum sér hundruði viðkvæmra skjala er varða vottun á CSeries-þotunni sem eru trúnaðarmál Bombardier og kom þeim til yfirmanna í Japan til að létta þeim vinnuna við að vottunarferlið fyrir MRJ þotuna.

Talsmaður Mitsubishi Aircraft segir að fyrirtækið hafi ekki gert neitt rangt og ætla þeir að verja málstað sinn ef til réttarhalda kemur.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga