flugfréttir

Mexíkanar kjósa um nýjan flugvöll fyrir Mexíkóborg

- Kjósa hvort að haldið verði áfram með framkvæmdirnar eða hætt við þær

24. október 2018

|

Frétt skrifuð kl. 22:47

Búið er að ljúka við 30 prósent af framkvæmdunum á nýjum flugvelli í Mexíkóborg en þann 1. desemeber kemur í ljós hvort að haldið verði áfram með framkvæmdirnar

Mexíkanar munu á næstunni kjósa um hvort að þeir vilja fá nýjan flugvöll í Mexíkóborg en framkvæmdirnar við nýja Mexico International flugvöllinn (NAIM) hafa orðið svo mikið hitamál eftir að kostnaðaráætlun vegna framkvæmdanna fór úr böndunum að ákveðið hefur verið að láta mexíkósku þjóðina skera úr um hvort hann verði að veruleika.

Gert er ráð fyrir að aðeins um ein milljón Mexíkóbúa, sem samsvarar 2 prósent þjóðarinnar, muni nýta sér kosningaréttinn en kosningarnar munu standa yfir í fjóra sólarhringa á 1.000 kjörstöðum víðsvegar í landinu.

Framkvæmdir eru þegar komnar vel á skrið og er búið að undirbúa jarðveginn fyrir flugbrautir, flughlöð og akbrautir og þá er byrjað að reisa flugstöð flugvallarins sem er staðsettur í um 40 kílómetra fjarlægð norðvestur af Mexíkóborg.

Kjósendur verða spurðir hvort þeir vilji að framkvæmdirnar haldi áfram og flugvöllurinn verði kláraður eða hvort að þeir kjósi frekar að hætt verði við frekari framkvæmdir.

Byggingarkranar á nýja flugvallarsvæðinu

Búið er að klára um 30 prósent af flugvellinum sem á að leysa af hólmi alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg sem hefur þjónað höfuðborginni í 108 ár en fyrst var farið að fljúga um flugvöllinn árið 1910.

Samtök bandarískra flugfélaga (Airlines4America) hafa lýsti yfir stuðningi við nýja flugvöllinn í bréfi til Andrés Manuel López Obrador, forseta Mexíkó, og telja bandarísk flugfélög að nýr flugvöllur í Mexíkóborg muni stórefla efnahagslíf landsins.

Þá hafa Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA), samtök flugfélaga í Suður-Ameríku og Karíbahafinu (ALTA), flugfélögin Air Canada og Air France einnig lýst yfir stuðningi við framkvæmdirnar.

Kostnaðurinn stefnir í yfir 1.700 milljarða króna

Milljarðar bandaríkjadala og tugþúsundir tonna af steypu hafa þegar farið í framkvæmdirnar sem hafa þegar kostað mexíkósku ríkisstjórnina yfir eitt þúsund og sjö hundruð milljarða króna sem er 500 milljörðum króna meira en kostnaðurinn við T5 flugstöðina á Heathrow-flugvelli.

Þrívíddarteikning af nýja flugvellinum í Mexíkóborg

Forsetinn, López Obrador, hefur verið harðlega gagnrýndur vegna kostnaðarins við nýja flugvöllinn og þá sérstaklega í ljósi þess að kostnaður við stækkun á núverandi flugvelli í Mexíkóborg með fleiri flugbrautum væri um 443 milljarðar króna en verkfræðingar í landinu eru þó ekki sammála því og telja að stækkunin myndi kosta mun meira.

Fleiri myndir:  fréttir af handahófi

Einkaflugmaður dæmdur í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss

21. mars 2019

|

52 ára einkaflugmaður í Bretlandi hefur verið vistaður í fangelsi þar í landi vegna vítaverðs gáleysis við stjórnun flugvélar sem endaði með flugslysi í september árið 2017.

Alitalia í viðræðum við Delta

5. janúar 2019

|

Delta Air Lines er sagt eiga í viðræðum við stjórn Alitalia um möguleg kaup á hlut í flugfélaginu ítalska auk samstarfs en félagið er tæknilega gjaldþrota og er rekið áfram með aðstoð ríkisstjórnar l

Etihad segir upp 50 flugmönnum

11. janúar 2019

|

Etihad Airways hefur tilkynnt um töluverðan niðurskurð í rekstri félagsins og verður 50 flugmönnum sagt upp auk þess sem félagið ætlar að hætta við pöntun sína í Airbus A320neo þoturnar.

  Nýjustu flugfréttirnar

Southwest ferjar Boeing 737 MAX þoturnar til Victorville

23. mars 2019

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines er byrjað að ferja Boeing 737 MAX þotur til geymslu vegna kyrrsetningarinnar en þeirri fyrstu var í morgun flogið í flugvélakirkjugarðinn í Victorville í Moj

Næstu atvinnuflugmannsbekkir hefjast í maí og í ágúst

23. mars 2019

|

Flugakademíu Keilis hefur opnað fyrir umsóknir í flugnám í fyrsta sinn eftir sameininguna við Flugskóla Íslands en bóklegt nám fer nú fram á tveimur stöðum, í Reykjavík og í Reykjanesbæ.

Red Wings hættir við pöntun sína í Airbus A220

22. mars 2019

|

Flugfélagið Red Wings í Rússlandi hefur hætt við pöntun sína í Airbus A220 þotuna (CSeries) en félagið var eina rússneska flugfélagið sem hafði pantað þotuna frá Bombardier á sínum tíma.

Indigo Partners hættir við fjárfestingu í WOW air

21. mars 2019

|

Tilkynnt var í kvöld um að Indigo Partners hafi slitið viðræðum um fyrirhugaða fjárfestingu í WOW air.

Negus-þotan lendir í London

21. mars 2019

|

British Airways hefur lokið við að mála fjórðu og síðustu flugvélina í flotanum í sérstökum retro-litum.

Nafni Laudamotion breytt og einfaldað í „Lauda“

20. mars 2019

|

Ryanair, móðufélag austurríska flugfélagsins Laudamotion, hefur ákveðið að sleppa hluta úr nafni flugfélagsins, „motion“, og mun félagið því einfaldlega heita Lauda.

Hætta við pöntun í fimmtíu Boeing 737 MAX þotur

21. mars 2019

|

Indónesíska flugfélagið Garuda Indonesia hefur hætt við pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið hafði pantað.

Einkaflugmaður dæmdur í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss

21. mars 2019

|

52 ára einkaflugmaður í Bretlandi hefur verið vistaður í fangelsi þar í landi vegna vítaverðs gáleysis við stjórnun flugvélar sem endaði með flugslysi í september árið 2017.

Trump vill fyrrum flugstjóra hjá Delta sem yfirmann hjá FAA

20. mars 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að Hvíta Húsið hafi áform um að skipta út yfirmanna hjá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og láta Daniel Elwell víkja fyrir fyrrum flugstjóra hjá Delta

450 flugmenn í Rússlandi sviptir réttindum sínum í fyrra

20. mars 2019

|

Um 450 atvinnuflugmenn í Rússlandi voru sviptir réttindum sínum til farþegaflugs í fyrra eftir rússnesk flugmálayfirvöld gerðu úttekt á öryggismálum og þjálfun meðal rússneskra flugmanna.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00