flugfréttir

Mexíkanar kjósa um nýjan flugvöll fyrir Mexíkóborg

- Kjósa hvort að haldið verði áfram með framkvæmdirnar eða hætt við þær

24. október 2018

|

Frétt skrifuð kl. 22:47

Búið er að ljúka við 30 prósent af framkvæmdunum á nýjum flugvelli í Mexíkóborg en þann 1. desemeber kemur í ljós hvort að haldið verði áfram með framkvæmdirnar

Mexíkanar munu á næstunni kjósa um hvort að þeir vilja fá nýjan flugvöll í Mexíkóborg en framkvæmdirnar við nýja Mexico International flugvöllinn (NAIM) hafa orðið svo mikið hitamál eftir að kostnaðaráætlun vegna framkvæmdanna fór úr böndunum að ákveðið hefur verið að láta mexíkósku þjóðina skera úr um hvort hann verði að veruleika.

Gert er ráð fyrir að aðeins um ein milljón Mexíkóbúa, sem samsvarar 2 prósent þjóðarinnar, muni nýta sér kosningaréttinn en kosningarnar munu standa yfir í fjóra sólarhringa á 1.000 kjörstöðum víðsvegar í landinu.

Framkvæmdir eru þegar komnar vel á skrið og er búið að undirbúa jarðveginn fyrir flugbrautir, flughlöð og akbrautir og þá er byrjað að reisa flugstöð flugvallarins sem er staðsettur í um 40 kílómetra fjarlægð norðvestur af Mexíkóborg.

Kjósendur verða spurðir hvort þeir vilji að framkvæmdirnar haldi áfram og flugvöllurinn verði kláraður eða hvort að þeir kjósi frekar að hætt verði við frekari framkvæmdir.

Byggingarkranar á nýja flugvallarsvæðinu

Búið er að klára um 30 prósent af flugvellinum sem á að leysa af hólmi alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg sem hefur þjónað höfuðborginni í 108 ár en fyrst var farið að fljúga um flugvöllinn árið 1910.

Samtök bandarískra flugfélaga (Airlines4America) hafa lýsti yfir stuðningi við nýja flugvöllinn í bréfi til Andrés Manuel López Obrador, forseta Mexíkó, og telja bandarísk flugfélög að nýr flugvöllur í Mexíkóborg muni stórefla efnahagslíf landsins.

Þá hafa Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA), samtök flugfélaga í Suður-Ameríku og Karíbahafinu (ALTA), flugfélögin Air Canada og Air France einnig lýst yfir stuðningi við framkvæmdirnar.

Kostnaðurinn stefnir í yfir 1.700 milljarða króna

Milljarðar bandaríkjadala og tugþúsundir tonna af steypu hafa þegar farið í framkvæmdirnar sem hafa þegar kostað mexíkósku ríkisstjórnina yfir eitt þúsund og sjö hundruð milljarða króna sem er 500 milljörðum króna meira en kostnaðurinn við T5 flugstöðina á Heathrow-flugvelli.

Þrívíddarteikning af nýja flugvellinum í Mexíkóborg

Forsetinn, López Obrador, hefur verið harðlega gagnrýndur vegna kostnaðarins við nýja flugvöllinn og þá sérstaklega í ljósi þess að kostnaður við stækkun á núverandi flugvelli í Mexíkóborg með fleiri flugbrautum væri um 443 milljarðar króna en verkfræðingar í landinu eru þó ekki sammála því og telja að stækkunin myndi kosta mun meira.

Fleiri myndir:  fréttir af handahófi

Flugfélög þurfa að huga að ráðningum flugmanna í tæka tíð

21. ágúst 2018

|

Asíska ráðgjafarfyrirtækið Crucial Perspective segir að nauðsynlegt sé fyrir flugfélög að gera nákvæmar langtímaáætlanir er kemur að þörf fyrir nýja flugmenn í tenslum við þann fjölda flugvéla sem pa

Garuda Indonesia mun hætta að fljúga til London

27. ágúst 2018

|

Indónesíska flugfélagið Garuda Indonesia ætlar að hætta að fljúga til Heathrow-flugvallarins í London í haust.

Þremur flugmönnum sagt upp í kjölfar flugslyss í júlí

10. september 2018

|

Þremur flugmönnum hjá AeroMexico Connect hefur verið sagt upp í kjölfar flugslyss sem átti sér stað þann 31. júlí á þessu ári er þota af gerðinni Embraer E190 fór út af braut í flugtaki á flugvellinu

  Nýjustu flugfréttirnar

Fastjet nær að auka hlutafé sitt

18. nóvember 2018

|

Stjórn flugfélagsins Fastjet í Afríku hefur tekist að hækka hlutafé félagsins um 4,9 milljarða króna en flugfélagið hefur að undanförnu reynt að leita leiða til að fjármagna reksturinn sem hefur verið

Boeing 747-100 flýgur sitt síðasta flug

17. nóvember 2018

|

Síðasta Boeing 747-100 júmbó-þotan, sem hefur verið í umferð í heiminum í dag, flaug sitt síðasta flug á dögunum.

Ekki sagt frá nýju sjálfvirku kerfi sem á að koma í veg fyrir ofris

15. nóvember 2018

|

Atvinnuflugmannasamtökin (ALPA), sem er stærsta bandalag flugmanna í heiminum, krefjast þess að bandarísk stjórnvöld taki á vandamáli er varðar nýja tegund af flugstýringu á Boeing 737 MAX þotunum s

Þrír lamaðir flugmenn ætla að fljúga í kringum hnöttinn

14. nóvember 2018

|

Þrír hreyfihamlaðir flugmenn munu næstkomandi sunnudag leggja af stað í 10 mánaða langt heimsflug í kringum hnöttinn en þeir ætla að hafa viðdvöl á 150 stöðum í 40 löndum í sex heimsálfum og verður fe

Farþegar greiddu fyrir viðgerð á Dreamliner-þotu

14. nóvember 2018

|

Farþegar þurftu að greiða viðgerð á Dreamliner-þotu pólska flugfélagsins LOT Polish Airlines eftir að bilun kom upp í vélinni á flugvellinum í Peking.

Boeing 787 fór inn á braut á meðan A350 var í flugtaki

14. nóvember 2018

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A350-900 frá Delta Air Lines þurfti að hætta við flugtak á Pudong-flugvellinum í Shanghai í gær eftir að önnur þota fór inn á brautina.

KLM íhugar að kaupa Cessnur til að ferja varahluti og flugvirkja

12. nóvember 2018

|

Hollenska flugfélagið KLM Cityhopper skoðar nú möguleika á því að festa kaup á litlum flugvélum af gerðinni Cessna.

Alvarlegt atvik rannsakað þar sem flugmenn misstu alla stjórn

12. nóvember 2018

|

Verið er að rannsaka alvarlegt atvik sem átti sér stað í gær er flugmenn á Embraer E190 farþegaþotu frá Air Astana misstu stjórn á vélinni skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon.

Þróaði með sér flughræðslu við að fara af Q400 yfir á þotu

11. nóvember 2018

|

Dómstóll í Bretlandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að flugfélagið Flybe fór ekki heiðarlega að máli eins flugmanns sem var rekinn frá félaginu eftir að hann þróaði með sér flughræðslu eftir að ha

Misstu stjórn á Embraer-þotu rétt eftir flugtak í Lissabon

11. nóvember 2018

|

Farþegaþota frá flugfélaginu Air Astana lýsti yfir neyðarástandi (7700) á fjórða tímanum í dag, rétt eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon í Portúgal, en flugmennirnir sögðu að þeir hefðu litla s