flugfréttir

Mexíkanar kjósa um nýjan flugvöll fyrir Mexíkóborg

- Kjósa hvort að haldið verði áfram með framkvæmdirnar eða hætt við þær

24. október 2018

|

Frétt skrifuð kl. 22:47

Búið er að ljúka við 30 prósent af framkvæmdunum á nýjum flugvelli í Mexíkóborg en þann 1. desemeber kemur í ljós hvort að haldið verði áfram með framkvæmdirnar

Mexíkanar munu á næstunni kjósa um hvort að þeir vilja fá nýjan flugvöll í Mexíkóborg en framkvæmdirnar við nýja Mexico International flugvöllinn (NAIM) hafa orðið svo mikið hitamál eftir að kostnaðaráætlun vegna framkvæmdanna fór úr böndunum að ákveðið hefur verið að láta mexíkósku þjóðina skera úr um hvort hann verði að veruleika.

Gert er ráð fyrir að aðeins um ein milljón Mexíkóbúa, sem samsvarar 2 prósent þjóðarinnar, muni nýta sér kosningaréttinn en kosningarnar munu standa yfir í fjóra sólarhringa á 1.000 kjörstöðum víðsvegar í landinu.

Framkvæmdir eru þegar komnar vel á skrið og er búið að undirbúa jarðveginn fyrir flugbrautir, flughlöð og akbrautir og þá er byrjað að reisa flugstöð flugvallarins sem er staðsettur í um 40 kílómetra fjarlægð norðvestur af Mexíkóborg.

Kjósendur verða spurðir hvort þeir vilji að framkvæmdirnar haldi áfram og flugvöllurinn verði kláraður eða hvort að þeir kjósi frekar að hætt verði við frekari framkvæmdir.

Byggingarkranar á nýja flugvallarsvæðinu

Búið er að klára um 30 prósent af flugvellinum sem á að leysa af hólmi alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg sem hefur þjónað höfuðborginni í 108 ár en fyrst var farið að fljúga um flugvöllinn árið 1910.

Samtök bandarískra flugfélaga (Airlines4America) hafa lýsti yfir stuðningi við nýja flugvöllinn í bréfi til Andrés Manuel López Obrador, forseta Mexíkó, og telja bandarísk flugfélög að nýr flugvöllur í Mexíkóborg muni stórefla efnahagslíf landsins.

Þá hafa Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA), samtök flugfélaga í Suður-Ameríku og Karíbahafinu (ALTA), flugfélögin Air Canada og Air France einnig lýst yfir stuðningi við framkvæmdirnar.

Kostnaðurinn stefnir í yfir 1.700 milljarða króna

Milljarðar bandaríkjadala og tugþúsundir tonna af steypu hafa þegar farið í framkvæmdirnar sem hafa þegar kostað mexíkósku ríkisstjórnina yfir eitt þúsund og sjö hundruð milljarða króna sem er 500 milljörðum króna meira en kostnaðurinn við T5 flugstöðina á Heathrow-flugvelli.

Þrívíddarteikning af nýja flugvellinum í Mexíkóborg

Forsetinn, López Obrador, hefur verið harðlega gagnrýndur vegna kostnaðarins við nýja flugvöllinn og þá sérstaklega í ljósi þess að kostnaður við stækkun á núverandi flugvelli í Mexíkóborg með fleiri flugbrautum væri um 443 milljarðar króna en verkfræðingar í landinu eru þó ekki sammála því og telja að stækkunin myndi kosta mun meira.

Fleiri myndir:  fréttir af handahófi

Herþotur til móts við Boeing 777 fraktþotu

16. janúar 2019

|

Herþotur frá indónesíska flughernum voru ræstar út til þess að fljúga til móts við Boeing 777 fraktþotu frá Ethiopian Cargo sem var gert að lenda hið snarasta á þeim forsendum að hún hefði ekki heimi

Delta tekur við fyrstu Airbus A220 þotunni

26. október 2018

|

Delta Air Lines hefur formlega tekið við fyrstu Airbus A220 þotunni og er félagið fyrsta flugfélagið í Norður-Ameríku til að fá þessa flugvélategund sem áður hét CSeries.

Sofnaði og flaug 46 km framhjá áfangastað

27. nóvember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Ástralíu rannsaka nú atvik sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði er flugmaður á lítilli farþegaflugvél sofnaði og flaug næstum 50 kílómetrum framhjá þeim flugvelli sem til stóð að

  Nýjustu flugfréttirnar

Ellefta veggspjaldið fjallar um skort á vitund

17. janúar 2019

|

Samgöngustofa hefur gefið út ellefta og næstsíðasta kynningarspjaldið í Dirty Dozen seríunni sem fjallar um nokkur atriði sem ber að hafa í huga er kemur að flugöryggi.

Keilir eignast Flugskóla Íslands

17. janúar 2019

|

Flugakademía Keilis hefur fest kaup á Flugskóla Íslands en skólarnir eru þeir stærstu á landinu er kemur að flugkennslu og þjálfun nemenda í flugtengdum greinum.

Antonov An-124 fer aftur í framleiðslu

16. janúar 2019

|

Flugvélaframleiðandinn Antonov hefur ákveðið að hefja aftur framleiðslu á flutningavélinni Antonov An-124 og það án aðstoðar frá Rússum en risavöruflutningavélin var upphaflega smíðuð á tímum Sovíetrí

Flybe selur afgreiðslupláss á Gatwick til Vueling

16. janúar 2019

|

Breska flugfélagið Flybe hefur selt nokkur afgreiðslupláss sín á Gatwick-flugvellinum í London til spænska lágfargjaldafélagsins Vueling.

Fyrsta beina leiguflugið til Cabo Verde með VITA

16. janúar 2019

|

Icelandair flaug sl. mánudag fyrsta beina leiguflugið frá Íslandi til Grænhöfðaeyja en flugið var á vegum ferðaskrifstofunnar VITA þar sem flogið er með Icelandair.

Herþotur til móts við Boeing 777 fraktþotu

16. janúar 2019

|

Herþotur frá indónesíska flughernum voru ræstar út til þess að fljúga til móts við Boeing 777 fraktþotu frá Ethiopian Cargo sem var gert að lenda hið snarasta á þeim forsendum að hún hefði ekki heimi

Atlantic Airways og KLM í samstarf

15. janúar 2019

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways og hollenska flugfélagið KLM Royal Dutch Airlines hafa gert samkomulag um sameiginlega sölu á farmiðum og munu farþegar því geta flogið í leiðarkerfi beggja fél

Lögregla fær flugáhugamenn við Heathrow til liðs við sig

14. janúar 2019

|

Lögreglan í Bretlandi hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þeir flugáhugamenn, sem leggja leið sína út á Heathrow-flugvöll til þess að horfa á og taka myndir af flugvélum, eru beðnir um að hafa au

Aftur náðu farþegar að bóka ódýrt flug á fyrsta farrými

13. janúar 2019

|

Aftur hefur komið upp villa í bókunarkerfi hjá flugfélaginu Cathay Pacific sem gaf farþegum kost á því að bóka flug á fyrsta farrými á brunaútsöluverði en aðeins eru tvær vikur frá því að nokkrum fa

Þrýsta á stjórnvöld og Boeing um að hefja nýja leit að MH370

12. janúar 2019

|

Ættingjar og aðstandendur þeirra farþega sem voru um borð í malasísku farþegaþotunni, flugi MH370, hafa sett pressu á ríkisstjórn Malasíu um að hefja nýja leit að flugvélinni sem hvarf sporlaust þann

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00