flugfréttir

Þróaði með sér flughræðslu við að fara af Q400 yfir á þotu

- Fékk kvíðaköst fyrir flug og í flugi - Stefnir Flybe fyrir óheiðarlega uppsögn

11. nóvember 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:22

Flugvélar Flybe

Dómstóll í Bretlandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að flugfélagið Flybe fór ekki heiðarlega að máli eins flugmanns sem var rekinn frá félaginu eftir að hann þróaði með sér flughræðslu eftir að hann var færður yfir á þotu.

Flugmaðurinn, Matthew Guest, hafði flogið Bombardier Q400 skrúfuflugvélum í sjö ár og átti farsælan feril á þeirru flugvélategund hjá Flybe frá árinu 2007 en árið 2014 var hann færður yfir á þotu og þjálfaður á flugvélar af gerðinni Embraer E175.

Sú breyting átti hinsvegar eftir að hafa afleiðingar sem Guest sá ekki fram á í fyrstu en honum hafði lengi dreymt um að komast yfir á þoturnar og fljúga lengri flugferðir.

Vandamálið hófst þann 13. desember 2014 er honum fór að líða illa og fékk svima í stjórnklefanum á leiðinni til Flórens á Ítalíu.

Matthew Guest hafði flogið Bombardier Q400 flugvélum í sjö ár þar til hann var færður yfir á Embraer-þotur árið 2014

Í dómsmáli, er málið var tekið fyrir í réttarsal í Birmingham á dögunum, kom fram að hann fann fyrir kvíða um borð í fluginu til Flórens, fékk hitaköst og svima og fann fyrir magaverkjum.

Fékk kvíðakast rétt fyrir flug til Keflavíkur

Þann 17. febrúar 2015 átti Guest að fljúga Embrear-þotu Flybe til Keflavíkur en rétt fyrir flugtak fékk Guest kvíðakast og lét hann flugstjórann vita að honum liði ekki nógu vel.

Guest, sem er tveggja barna farðir, hafði samband við fluglækni skömmu síðar og sendi honum tölvupóst varðandi vandamálið en einnig spilaði inn í heimilisaðstæður þar sem erfiðleikar voru með eldri strákinn og þá hafði hann og konan hans nýverið eignast annað barn sem var þriggja mánaða.

Stjórnklefi í Embraer E175 þotu Flybe

Fluglæknirinn komst að því að Guest hafði sennilega þróað með sér kvíða varðandi löng flug og flughræðslu um að vera innilokaður inni í þröngu rými og var hann sviptur heilbrigðisskírteininu tímabundið sökum tíðra kvíðakasta.

Guest gekkst undir sálfræðimeðferð sem nefnist hugræn atferlismeðferð næstu mánuðina og fékk hann læknisvottorðið sitt aftur tveimur mánuðum síðar.

Hann mætti aftur til starfa og gekk honum vel í fyrstu en kvíðaköstin komu aftur hægt og rólega og rétt fyrir flugtak til Salzburg í Austurríki fékk hann mikinn kvíða rétt fyrir flugtak og fékk hann skjálfta og aukinn hjartslátt.

Hann sagði flugstjóranum að hann gæti ekki flogið til Salzburg og var fluginu seinkað á meðan annar flugmaður var kallaður til í hans stað.

Leið betur eftir sálfræðimeðferð en vandmálið hófst að nýju

Guest hóf aðra sálfræðimeðferð og var í þetta skrifað upp á lyfseðil fyrir þunglyndislyfi sem flugmönnum er leyfilegt að taka í Bretlandi og stangast ekki á við reglugerðir varðandi lyfjanotkun flugmanna.

Starfsmenn Flybe í flugskýli félagsins

Eftir ársleyfi frá starfi snéri Guest aftur til vinnu í apríl 2016 en þá hafði hann einnig gengist undir þjálfun á Embraer þar sem hann hafði ekki flogið í rúmt ár.

Allt gekk aftur vel í fyrstu og flaug hann í hlutastarfi þar sem vaktirnar voru fimm dagar í loftinu og fimm daga frí en fyrstu skiptin sat hann í „jumpseat“ sæti sem var hluti að þjálfun.

Næstu skiptin var hann við stjórn en með þjálfunarflugmann sem var með til öryggis í stjórnklefanum ef hann yrði aftur veikur.

Þann 1. júní byrjaði hann að fljúga aftur sem aðstoðarflugmaður („first officer“) án öryggisflugmanns og fyllti hann út í athugasemdir eftir flugið að honum leið mun betur og væri læknaður.

Fyrstu flugin í júní gengu vel þar til hann átti að fljúga til Kefalonia á Grikklandi þann 17. júní 2016 sem er fjögurra klukkustunda langt flug frá Birmingham en honum var ráðlagt af öðrum flugstjóra að taka með sér bók eða krossgátublað til að dreifa huganum til öryggis ef flugið myndi stíga honum til höfuðs. Guest fékk hinsvegar kvíðakast daginn fyrir flugið til Kefolonia og hringdi sig inn veikan um kvöldið.

Fékk ekki fleiri vaktir en boðið skrifstofustarf

Næstu daga var ekki gert ráð fyrir Guest um borð í neinu flugi í vaktaplaninu og lét flugrekstrarstjóri Flybe, Luke Farajallah, hann vita að það væri ákvörðun flugfélagsins að best væri að hann myndi ekki fljúga meira.

Bombardier Q400 og Embraer E175 þota Flybe

Í bréfi stóð: „Flugfélagið hefur áhyggjur af heilsu Matthew Guest og vegna óvissu um ástands hans þá getur félagið ekki tekið þá áhættu að láta hann fljúga meira, hvorki á Embraer-þotunum né Dash Q400 vélunum“.

Í dómsmáli kemur fram að Flybe hafi boðið honum skrifstofustarf á jörðu niðri sem starfsmaður í í flugöryggisdeild félagsins í Exeter og þá kemur fram að að Colin Rydon, yfirmaður yfir flugrekstardeildinni, hafi sagt að það væri enginn möguleiki á því að hann myndi fljúga meira.

Dómari gerir athugasemdir varðandi atriði sem snúa að því hvernig Farajallah tók á málinu og kemur fram að hann hafði aldrei hitt Guest og var honum aldrei gefið tækifæri á að svara fyrir sig og segja sitt álit á málinu.

„Það er grundvallaratriði er kemur að starfsmannamálum að starfsmaður fái tækifæri á að tala við yfirmann sinn áður en ákveðið er að grípa til uppsagnar. Guest fékk aldrei það tækifæri og var honum aldrei tjáð að Farajallah væri komin í málið“, segir dómari.

Dómari segir einnig að ein lausnin hefði verið að leyfa Guest að snúa aftur á Bombardier Q400 vélarnar fyrst að hann hafði flogið þeim í tæpan áratug án vandamála.

Guest hefur stefnt Flybe fyrir ósanngjarna uppsögn og fer aðalmeðferð í málinu fram síðar í þessum mánuði.  fréttir af handahófi

Farþegum fjölgar á ný um Tegel eftir hrun Air Berlin

25. október 2018

|

Farþegum hefur farið fjölgandi á ný um Tegel-flugvöllinn í Berlín og farþegatölur orðnar þær sömu og þær voru áður en þýska flugfélagið Air Berlin varð gjaldþrota.

Avolon staðfestir pöntun í 100 Airbus A320neo þotur

8. desember 2018

|

Írska flugvélaleigan Avolon hefur staðfest pöntun sína í eitt hundrað þotur úr Airbus A320neo fjölskyldunni en pöntunin samanstendur af 75 Airbus A320neo þotum og 25 þotum af gerðinni Airbus A321neo

Atlantic Airways pantar aðra Airbus A320neo þotu

8. október 2018

|

Færeyska flugfélagið Atlantic Airways hefur gert samning við Airbus um leigu á annarri Airbus A320neo þotu og á félagið því von á að fá tvær nýjar A320neo þotur í flotann á næstu tveimur árum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.

WOW air flýgur jómfrúarflugið til Nýju-Delí á Indlandi

6. desember 2018

|

WOW air flaug í dag sitt fyrsta áætlunarflug til Nýju-Delí á Indlandi en aldrei áður hefur íslenskt flugfélag flogið áætlunarflug til Asíu og þá er um að ræða lengsta farþegaflug í íslenskri flugsög

Tíunda veggspjaldið fjallar um álag og streitu

6. desember 2018

|

Samgöngustofa hefur gefið út tíunda veggspjaldið af tólf í Dirty Dozen röðinni en að þessu sinni er fjallað um álag og viðbrögðum við streitu sem geta skert flugöryggi.

Flugmálayfirvöld hyggjast höfða mál gegn Ryanair

6. desember 2018

|

Ryanair á yfir höfðu sér málaferli frá breskum flugmálayfirvöldum þar sem að flugfélagið hefur neitað að greiða skaðabætur til fjölda farþega eftir að flugferðir voru felldar niður vegna verkfallsað

TUI Airways fyrsta breska félagið til að fá Boeing 737 MAX

5. desember 2018

|

TUI Airways varð á sunnudag fyrsta flugfélagið í Bretlandi til að hefja áætlunarflug með Boeing 737 MAX en fyrsta flugið var flogið frá Manchester til Malaga þann 2. desember.

Ekki útilokað að hætta við risapöntun í Boeing 737 MAX

4. desember 2018

|

Indónesíska flugfélagið Lion Air er að endurskoða pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið á eftir að fá afhentar.

Bogi Nils Bogason ráðinn forstjóri Icelandair Group

4. desember 2018

|

Stjórn Icelandair Group hefur gengið frá ráðningu Boga Nils Bogasonar í starf forstjóra fyrirtækisins. Bogi Nils hefur verið starfandi forstjóri Icelandair Group frá því í lok ágúst síðastliðinn.