flugfréttir

Alvarlegt atvik rannsakað þar sem flugmenn misstu alla stjórn

- Á tímabili stóð til að lenda Embraer E190 þotu í sjónum

12. nóvember 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:11

Skjáskot af myndbandi sem tekið var er þotan lenti á flugvellinum í Beja í Portúgal í gær

Verið er að rannsaka alvarlegt atvik sem átti sér stað í gær er flugmenn á Embraer E190 farþegaþotu frá Air Astana misstu stjórn á vélinni skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon.

Atvikið var það alvarlegt að á tíma lýstu flugmennirnir yfir því að þær sæu fram á að best væri að nauðlenda vélinni á vatni en verið var að ferja flugvélina til borgarinnar Almaty eftir viðhaldsskoðun í Portúgal þegar atvikið gerðist og voru engir farþegar um borð.

Viðhaldsskoðunin fór fram hjá fyrirtækinu OGMA (Indústria Aernáutica de Portugal) og var um C-skoðun að ræða.

Flugumferðarstjórarnir sögðu flugmönnunum að það væru um 40 mílur (nm) í sjóinn og næsta vatn við þá væri þá bara á. Skömmu eftir að þeir lýstu yfir neyðarástandi (7700) fengu þeir leyfi til þess að lækka niður í 2.500 fet en flugmennirnir svöruðu að þeir gætu það ekki og báðu um leyfi til að hækka upp í 10.000 fet.

Flugmennirnir sögðu að það væri alvarlegt vandamál komið upp og ættu þeir í erfiðleikum með að hafa stjórn á vélinni bæði hvað varðar hraða og hæð og 10 mínútum síðar sögðu þeir að vélin væri „algjörlega óstöðug“ og báðu þeir um að lenda á vatni.

Flugferill þotunnar á Flightradar24.com

Skömmu síðar sögðu flugmennirnir að þeir hafðu betri stjórn á vélinni en fóru enn fram á að lenda á vatni og báðu um leið að sjónum þar sem áin myndi ekki henta þeim.

Air Astana segir að þeir hafi því næst ákveðið að reyna að lenda á flugvellinum í bænum Beja sem er í 125 kílómetra fjarlægð suðaustur af Lissabon og lenti þotan þar heil á höldnu eftir þrjár lendingartilraunir.

Um borð í flugvélinni voru þrír flugmenn og þrír flugvirkjar og kemur fram að flugmaðurinn hafi verið með 3.000 flugtíma að baki og flugstjórinn 5.340 flugtíma og þar af um 4.000 tíma á Embraer E190.

Flugvélin verður í Portúgal þar til að búið verður að athuga vandamálið og þar til flugmálayfirvöld, framleiðandinn og flugfélagið hafa komist að því hvað olli því.

Air Astana fékk þotuna, sem ber skráninguna P4-KCJ, nýja frá Embraer árið 2013.

Myndband af lendingunni:  fréttir af handahófi

Nýir gallar koma í ljós á Brandenburg-flugvelli

19. nóvember 2018

|

Allt bendir til þess að opnun nýja Brandenburg-flugvallarins í Berlín verði slegið á frest enn einu sinni en sennilega hefur opnun nýs flugvallar aldrei verið frestað eins oft og þessum sem ber IATA

Hjá Höllu opnar á Keflavíkurflugvelli

19. október 2018

|

Veitingastaðurinn Hjá Höllu opnaði formlega í gær í suðurbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli þar sem gengið er út í hlið C á flugvellinum.

„Allir sem geta flogið fá starf hjá Lufthansa“

16. október 2018

|

Lufthansa nær ekki að ráða eins marga flugmenn og félagið myndi vilja að sögn Ola Hansson, yfirmanns yfir þjálfunardeild Lufthansa Group, móðurfélags Lufthansa og SWISS International Air Lines.

  Nýjustu flugfréttirnar

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.

WOW air flýgur jómfrúarflugið til Nýju-Delí á Indlandi

6. desember 2018

|

WOW air flaug í dag sitt fyrsta áætlunarflug til Nýju-Delí á Indlandi en aldrei áður hefur íslenskt flugfélag flogið áætlunarflug til Asíu og þá er um að ræða lengsta farþegaflug í íslenskri flugsög

Tíunda veggspjaldið fjallar um álag og streitu

6. desember 2018

|

Samgöngustofa hefur gefið út tíunda veggspjaldið af tólf í Dirty Dozen röðinni en að þessu sinni er fjallað um álag og viðbrögðum við streitu sem geta skert flugöryggi.

Flugmálayfirvöld hyggjast höfða mál gegn Ryanair

6. desember 2018

|

Ryanair á yfir höfðu sér málaferli frá breskum flugmálayfirvöldum þar sem að flugfélagið hefur neitað að greiða skaðabætur til fjölda farþega eftir að flugferðir voru felldar niður vegna verkfallsað

TUI Airways fyrsta breska félagið til að fá Boeing 737 MAX

5. desember 2018

|

TUI Airways varð á sunnudag fyrsta flugfélagið í Bretlandi til að hefja áætlunarflug með Boeing 737 MAX en fyrsta flugið var flogið frá Manchester til Malaga þann 2. desember.

Ekki útilokað að hætta við risapöntun í Boeing 737 MAX

4. desember 2018

|

Indónesíska flugfélagið Lion Air er að endurskoða pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið á eftir að fá afhentar.

Bogi Nils Bogason ráðinn forstjóri Icelandair Group

4. desember 2018

|

Stjórn Icelandair Group hefur gengið frá ráðningu Boga Nils Bogasonar í starf forstjóra fyrirtækisins. Bogi Nils hefur verið starfandi forstjóri Icelandair Group frá því í lok ágúst síðastliðinn.