flugfréttir

Alvarlegt atvik rannsakað þar sem flugmenn misstu alla stjórn

- Á tímabili stóð til að lenda Embraer E190 þotu í sjónum

12. nóvember 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:11

Skjáskot af myndbandi sem tekið var er þotan lenti á flugvellinum í Beja í Portúgal í gær

Verið er að rannsaka alvarlegt atvik sem átti sér stað í gær er flugmenn á Embraer E190 farþegaþotu frá Air Astana misstu stjórn á vélinni skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon.

Atvikið var það alvarlegt að á tíma lýstu flugmennirnir yfir því að þær sæu fram á að best væri að nauðlenda vélinni á vatni en verið var að ferja flugvélina til borgarinnar Almaty eftir viðhaldsskoðun í Portúgal þegar atvikið gerðist og voru engir farþegar um borð.

Viðhaldsskoðunin fór fram hjá fyrirtækinu OGMA (Indústria Aernáutica de Portugal) og var um C-skoðun að ræða.

Flugumferðarstjórarnir sögðu flugmönnunum að það væru um 40 mílur (nm) í sjóinn og næsta vatn við þá væri þá bara á. Skömmu eftir að þeir lýstu yfir neyðarástandi (7700) fengu þeir leyfi til þess að lækka niður í 2.500 fet en flugmennirnir svöruðu að þeir gætu það ekki og báðu um leyfi til að hækka upp í 10.000 fet.

Flugmennirnir sögðu að það væri alvarlegt vandamál komið upp og ættu þeir í erfiðleikum með að hafa stjórn á vélinni bæði hvað varðar hraða og hæð og 10 mínútum síðar sögðu þeir að vélin væri „algjörlega óstöðug“ og báðu þeir um að lenda á vatni.

Flugferill þotunnar á Flightradar24.com

Skömmu síðar sögðu flugmennirnir að þeir hafðu betri stjórn á vélinni en fóru enn fram á að lenda á vatni og báðu um leið að sjónum þar sem áin myndi ekki henta þeim.

Air Astana segir að þeir hafi því næst ákveðið að reyna að lenda á flugvellinum í bænum Beja sem er í 125 kílómetra fjarlægð suðaustur af Lissabon og lenti þotan þar heil á höldnu eftir þrjár lendingartilraunir.

Um borð í flugvélinni voru þrír flugmenn og þrír flugvirkjar og kemur fram að flugmaðurinn hafi verið með 3.000 flugtíma að baki og flugstjórinn 5.340 flugtíma og þar af um 4.000 tíma á Embraer E190.

Flugvélin verður í Portúgal þar til að búið verður að athuga vandamálið og þar til flugmálayfirvöld, framleiðandinn og flugfélagið hafa komist að því hvað olli því.

Air Astana fékk þotuna, sem ber skráninguna P4-KCJ, nýja frá Embraer árið 2013.

Myndband af lendingunni:  fréttir af handahófi

Boeing 707 brotlenti eftir aðflug að röngum flugvelli í Íran

14. janúar 2019

|

Fraktþota af gerðinni Boeing 707 brotlenti í nótt í Íran eftir að hún lenti á röngum flugvelli með þeim afleiðingum að þotan fór út af brautinni, gegnum vegg sem umliggur flugvallarsvæðið og endaði in

Kaupa tuttugu notaðar Boeing 767 þotur frá American Airlines

20. desember 2018

|

Fyrirtækið Air Transport Services Group (ATSG) hefur gert samning um kaup á 20 notuðum breiðþotum af gerðinni Boeing 767-300ER frá American Airlines.

Turkmenistan Airlines bannað að fljúga til Evrópu

5. febrúar 2019

|

Turkmenistan Airlines hefur verið bannað að fljúga til Evrópu en evrópsk flugmálayfirvöld hafa bætt flugfélaginu við á bannlista yfir þau félög sem fá ekki að fljúga til Evrópu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Næsta retro-flugvél British Airways verður í litum BEA

22. febrúar 2019

|

British Airways hefur ákveðið að Airbus A319 þota verði næsta flugvél félagsins til þess að verða máluð í gömlum litabúningi líkt og flugvélar félagsins litu út í gamla daga.

Boeing 737 þota Norwegian á förum frá Íran á næstu dögum

22. febrúar 2019

|

Norwegian á loksins von á því að geta fengið eina af Boeing 737 MAX þotunum í flotanum heim frá Íran en um er að ræða þotu sem hefur verið föst í landinu frá því að flugvélin hafði þar óvænta viðkomu

Metfjöldi farþega um Heathrow-flugvöll árið 2018

21. febrúar 2019

|

Aldrei hafa eins margir flugfarþegar farið um Heathrow-flugvöll í sögu flugvallarins líkt og árið 2018 þegar 80.1 milljón farþega fór um völlinn.

AirBaltic mun hætta með Boeing 737 í haust

20. febrúar 2019

|

Flugfélagið airBatlic ætlar sér að hætta með Boeing 737 þoturnar fyrr en áætlað var.

Ný Airbus-þota fékk ekki leyfi til að fljúga yfir Íran

20. febrúar 2019

|

Splunkunýrri Airbus A320 þotu sem var í afhendingarflugi frá Airbus í Hamborg á leið til Nýja-Sjálands var gert að snúa við yfir Tyrklandi þar sem í ljós kom að þotan hafði ekki leyfi til þess að flj

Fjallabylgjur og flug undir lágmarksflughæð orsök flugslyss

19. febrúar 2019

|

Flugmálayfirvöld í Íran hafa birt lokaskýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað þann 18. febrúar í fyrra er farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 fórst í fjalllendi í innanlandsflugi í landinu.

Þrír bæjarstjórar vilja koma á flugsamgöngum til Sylt

19. febrúar 2019

|

Þrír þýskir bæjarstjórar í bæjunum Klixbüll, Leck og Niebüll vilja koma á flugsamgöngum til eyjunnar Sylt þar sem lestarsamgöngur hafa ekki gengið snuðrulaust fyrir sig að undanförnu.

Einkafyrirtæki styrkir nýja flugbraut á eyjunni Catalina

19. febrúar 2019

|

Hafist hefur verið handa við að lagfæra og koma flugbrautinni á eyjunni Catalina við strendur Los Angeles í nothæft ástand á ný.

Ryanair fær fyrstu 737 MAX 200 um miðjan maí

18. febrúar 2019

|

Ryanair á von á því að fá fyrstu Boeing 737 MAX 200 þotuna afhenta um miðjan maí en félagið hefur pantað 135 þotur en fyrsta pöntunin var gerð í 100 þotur í september árið 2014.

Flugfélög í Víetnam fá að fljúga til Bandaríkjanna

18. febrúar 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa uppfært öryggisstuðul er kemur að flugmálum í Víetnam upp í Category 1 sem þýðir að víetnömsk flugfélög geta hafið áætlunarflug til Bandaríkjanna.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00