flugfréttir

Alvarlegt atvik rannsakað þar sem flugmenn misstu alla stjórn

- Á tímabili stóð til að lenda Embraer E190 þotu í sjónum

12. nóvember 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:11

Skjáskot af myndbandi sem tekið var er þotan lenti á flugvellinum í Beja í Portúgal í gær

Verið er að rannsaka alvarlegt atvik sem átti sér stað í gær er flugmenn á Embraer E190 farþegaþotu frá Air Astana misstu stjórn á vélinni skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Lissabon.

Atvikið var það alvarlegt að á tíma lýstu flugmennirnir yfir því að þær sæu fram á að best væri að nauðlenda vélinni á vatni en verið var að ferja flugvélina til borgarinnar Almaty eftir viðhaldsskoðun í Portúgal þegar atvikið gerðist og voru engir farþegar um borð.

Viðhaldsskoðunin fór fram hjá fyrirtækinu OGMA (Indústria Aernáutica de Portugal) og var um C-skoðun að ræða.

Flugumferðarstjórarnir sögðu flugmönnunum að það væru um 40 mílur (nm) í sjóinn og næsta vatn við þá væri þá bara á. Skömmu eftir að þeir lýstu yfir neyðarástandi (7700) fengu þeir leyfi til þess að lækka niður í 2.500 fet en flugmennirnir svöruðu að þeir gætu það ekki og báðu um leyfi til að hækka upp í 10.000 fet.

Flugmennirnir sögðu að það væri alvarlegt vandamál komið upp og ættu þeir í erfiðleikum með að hafa stjórn á vélinni bæði hvað varðar hraða og hæð og 10 mínútum síðar sögðu þeir að vélin væri „algjörlega óstöðug“ og báðu þeir um að lenda á vatni.

Flugferill þotunnar á Flightradar24.com

Skömmu síðar sögðu flugmennirnir að þeir hafðu betri stjórn á vélinni en fóru enn fram á að lenda á vatni og báðu um leið að sjónum þar sem áin myndi ekki henta þeim.

Air Astana segir að þeir hafi því næst ákveðið að reyna að lenda á flugvellinum í bænum Beja sem er í 125 kílómetra fjarlægð suðaustur af Lissabon og lenti þotan þar heil á höldnu eftir þrjár lendingartilraunir.

Um borð í flugvélinni voru þrír flugmenn og þrír flugvirkjar og kemur fram að flugmaðurinn hafi verið með 3.000 flugtíma að baki og flugstjórinn 5.340 flugtíma og þar af um 4.000 tíma á Embraer E190.

Flugvélin verður í Portúgal þar til að búið verður að athuga vandamálið og þar til flugmálayfirvöld, framleiðandinn og flugfélagið hafa komist að því hvað olli því.

Air Astana fékk þotuna, sem ber skráninguna P4-KCJ, nýja frá Embraer árið 2013.

Myndband af lendingunni:  fréttir af handahófi

Um 318.000 farþegar flugu með Icelandair í apríl

6. maí 2019

|

Alls voru 318.000 farþegar sem flugu með Icelandair í aprílmánuði sem leið sem er 19 prósent fleiri farþegar samanborið við apríl í fyrra.

Íhuga að selja eða hætta rekstri Malaysian

13. mars 2019

|

Ríkisstjórn Malasíu leitar nú aftur leiða til þess að selja rikisflugfélagið Malaysian Airlines.

Birta bráðabirgðaskýrslu vegna flugslyssins í Eþíópíu

4. apríl 2019

|

Stjórnvöld í Eþíópíu kynntu í morgun bráðabirgðaskýrslu vegna flugslyssins er Boeing 737 MAX þota frá Ethiopian Airlines fórst skömmu eftir flugtak frá Addis Ababa þann 10. mars.

  Nýjustu flugfréttirnar

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

TWA flugstöðin opin aftur fyrir almenningi

15. maí 2019

|

Ein frægasta flugstöð heims, TWA bygginging (Terminal T5) á Kennedy-flugvellinum í New York, opnaði aftur í dag opinberlega í tengslum við TWA hótelið sem hóf starfsemi sína í dag við hliðina á flugst

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu

13. maí 2019

|

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu í Frakklandi og stendur til að draga úr framboðinu um 15 prósent. Með því vonast félagið til þess að hægt verði að draga úr taprekstri félagsins.

24 milljónir í verðlaunafé fyrir lausn á Bonanza-vandamáli

13. maí 2019

|

Samtök Bonanza-flugvélaeiganda í Bandaríkjunum (American Bonanza Society) hafa ákveðið að bjóða samtals 200.000 bandaríkjadali í verðlaunafé til þess aðila sem getur komið með lausn á vandamáli með „

Vonast til að geta farið að fljúga 737 MAX þotunum fyrir lok júlí

13. maí 2019

|

Flugfélagið Copa Airlines í Panama segist eiga von á því að geta farið að nota aftur Boeing 737 MAX þoturnar fyrir lok júlímánaðar.

Líkur á að Emirates hætti við Dreamliner-þoturnar

13. maí 2019

|

Svo virðist sem að Emirates hafi hætt við pöntun sína í Dreamliner-þotur Boeing en flugfélagið hafði gert samkomulag um pöntun á fjörutíu þotum af gerðinni Boeing 787-10 á Dubai Air Show flugsýningun

Etihad tilbúið í að endurfjárfesta í Jet Airways

10. maí 2019

|

Etihad Airways hefur gefið í skyn að félagið sé reiðubúið í að fjárfesta enn frekar í indverska flugfélaginu Jet Airways og setja ferskt rekstrarfé inn í rekstur félagins en Jet Airways hætti öllu áæ

Tilkynning vegna umfjöllunar um stöðvun flugvélar ALC

10. maí 2019

|

Isavia hefur sent frá sér tilkynningu vegna umfjöllunar í fjölmiðlum síðustu daga vegna máls er varðar Airbus A321 þotu sem kyrrsett hefur verið á Keflavíkurflugvelli frá gjaldþroti WOW air en þotan

Keilir býður upp á flugbúðir fyrir ungt fólk í sumar

9. maí 2019

|

Flugakademía Keilis mun í næsta mánuði bjóða ungu fólki, og öðrum sem hafa brennandi áhuga á flugi, upp á flugbúðir þar sem áhugasamir fá einstakt tækifæri á því að skyggnast á bakvið töld flugsins

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00