flugfréttir

KLM íhugar að kaupa Cessnur til að ferja varahluti og flugvirkja

12. nóvember 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:48

Ekki er vitað hvort að til stendur að panta Cessna Skyhawk, Cessna 208 Caravan eða einhverja aðra tegund

Hollenska flugfélagið KLM Cityhopper skoðar nú möguleika á því að festa kaup á litlum flugvélum af gerðinni Cessna.

Það kann að vekja furðu margra að flugfélag, sem hefur Embraer E190 og E175 þotur í flotanu og flýgur meðal annars frá Amsterdam til Kaupmannahafnar, Frankfurt, London og Manchestar, ætli sér að kaupa litlar flugvélar sem notaðar eru af mjög litlum flugrekendum og einkaflugmönnum.

Ekki stendur til að nota vélarnar í áætlunarflugi en ástæðan fyrir því að verið er að skoða litlar Cessna-flugvélar er sú að félagið hefur verið að nota Embraer-þotur til þess að ferja flugvirkja og varahluti á milli flugvalla í þeim borgum sem KLM Cityhopper flýgur til þegar verið er að gera við þotur félagsins sem hafa bilað.

„Við getum ekki látið gera við flugvélarnar okkar á öllum áfangastöðum okkar ef bilun kemur upp og til sumra borga fljúgum við bara einu sinni á dag“, segir Warner Rootliep, framkvæmdarstjóri KLM Cityhopper.

„Með Cessnum gætum við sent flugvirkja með varahluti tafarlaust og þessvegna sent með nýja áhöfn til að fljúga þotunum til baka“, bætir Rootliep við.

Ekki kemur fram hvort KLM Cityhopper sé að spá í minnstu Cessnunum með skrúfumótor á borð við Cessna Skyahwk, aðeins stærri vélum sem taka fleiri farþega á borð við Cessna Caravan eða Cessna Citation einkaþotum en félagið er að íhuga eina eða jafnvel fleiri flugvélar.  fréttir af handahófi

Stefna á smíða 57 Boeing 737 þotur á mánuði

13. september 2018

|

Boeing ætlar sér að auka afkastagetuna í framleiðslu á Boeing 737 þotunum þrátt fyrir þá erfiðleika sem hafa gengið yfir í samsetningu vélanna í sumar.

Hvetja Boeing til að smíða 797 í Washington

4. október 2018

|

Washington-ríki fer fram á og telur að Seattle-svæðið henti best fyrir framleiðslu á nýju farþegaþotunni sem Boeing hyggst framleiða á næstunni sem nefnd hefur verið Boeing 797.

South African sagt tæknilega gjaldþrota

23. september 2018

|

South African Airways mun ekki birta afkomuskýrslu fyrir fjármálaárið 2017 til 2018 fyrir ríkisstjórn landsins eins og lög gera ráð fyrir þar sem flugfélagið er sagt vera tæknilega gjaldþrota.

  Nýjustu flugfréttirnar

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.

WOW air flýgur jómfrúarflugið til Nýju-Delí á Indlandi

6. desember 2018

|

WOW air flaug í dag sitt fyrsta áætlunarflug til Nýju-Delí á Indlandi en aldrei áður hefur íslenskt flugfélag flogið áætlunarflug til Asíu og þá er um að ræða lengsta farþegaflug í íslenskri flugsög

Tíunda veggspjaldið fjallar um álag og streitu

6. desember 2018

|

Samgöngustofa hefur gefið út tíunda veggspjaldið af tólf í Dirty Dozen röðinni en að þessu sinni er fjallað um álag og viðbrögðum við streitu sem geta skert flugöryggi.

Flugmálayfirvöld hyggjast höfða mál gegn Ryanair

6. desember 2018

|

Ryanair á yfir höfðu sér málaferli frá breskum flugmálayfirvöldum þar sem að flugfélagið hefur neitað að greiða skaðabætur til fjölda farþega eftir að flugferðir voru felldar niður vegna verkfallsað

TUI Airways fyrsta breska félagið til að fá Boeing 737 MAX

5. desember 2018

|

TUI Airways varð á sunnudag fyrsta flugfélagið í Bretlandi til að hefja áætlunarflug með Boeing 737 MAX en fyrsta flugið var flogið frá Manchester til Malaga þann 2. desember.

Ekki útilokað að hætta við risapöntun í Boeing 737 MAX

4. desember 2018

|

Indónesíska flugfélagið Lion Air er að endurskoða pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið á eftir að fá afhentar.

Bogi Nils Bogason ráðinn forstjóri Icelandair Group

4. desember 2018

|

Stjórn Icelandair Group hefur gengið frá ráðningu Boga Nils Bogasonar í starf forstjóra fyrirtækisins. Bogi Nils hefur verið starfandi forstjóri Icelandair Group frá því í lok ágúst síðastliðinn.