flugfréttir

Ekki sagt frá nýju sjálfvirku kerfi sem á að koma í veg fyrir ofris

- Flugmannafélagið ALPA lýsir yfir áhyggjum sínum í bréfi til NTSB og FAA

15. nóvember 2018

|

Frétt skrifuð kl. 14:50

Boeing 737 MAX tilraunarþota Boeing

Atvinnuflugmannasamtökin (ALPA), sem er stærsta bandalag flugmanna í heiminum, krefjast þess að bandarísk stjórnvöld taki á vandamáli er varðar nýja tegund af flugstýringu á Boeing 737 MAX þotunum sem meðlimir samtakana telja vera virkilegt áhygguefni.

Í bréfi frá ALPA, sem samtökin hafa sent til samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna (NTSB) og bandarískra flugmálayfirvalda (FAA), kemur fram að flugmenn vilja að þeir verði upplýstir um vandamálið og krefjast þeir að fá allar þær upplýsingar sem til eru um Boeing 737 MAX þotuna.

Málið varðar nýtt, sjálfvirkt kerfi sem tengist stjórnkerfi þotunnar og vilja flugmenn meina að Boeing hafi ekki kynnt þetta kerfi fyrir þeim sem talið er að hafa átt hlut að máli í flugslysinu er Boeing 737 MAX þota Lion Air fórst skömmu eftir flugtak í Indónesíu þann 29. október sl.

„Við höfum áhyggjur af því að það sé galli til staðar sem hefur áhrif á öryggi þotunnar og skrifum við þetta bréf í ósk um að fá aðstoð frá ykkur við að gefa okkur heildarmynd um þennan búnað á hæðarstýri þotunnar“, segir m.a. í bréfinu sem sent var til NTSB og FAA í gær af ALPA sem fer fyrir 61.000 flugmönnum.

„Okkur skilst að upplýsingum um þetta sjálfvirka kerfi á stilliblöðkum („stabilizer trim“) á hæðarstýrinu á Boeing 737 MAX hefur ekki verið innleitt til flugmanna sem fljúga þotunni sem hluti af þjálfun á vélina og þá er þetta kerfi eitthvað sem flugvirkjar vita ekki heldur af“, segir í tilkynningu.

Boeing segir að framleiðandinn hafi gefið upp allar upplýsingar um þotuna vegna þjálfunar og viðhalds

Kerfið, sem sagt er að Boeing hafi ekki kynnt formlega, heitir MCAS og stendur fyrir „Manoeuvring Characteristics Augmentation System“ og á það að koma í veg fyrir ofris ef skynjarar greina að flugvélin sé að nálgast ofris og eru þá boð send til kerfisins sem ýtir þá hæðarstýrinu niður sjálfkrafa.

Skýringarmynd varðandi MCAS búnaðinn

Nokkrir flugsérfræðingar telja líklegt að flugmennirnir, sem flug þotu Lion Air, hafi sennilega ekki verið alveg með á hreinu hvernig kerfið virkaði en rannsókn á slysinu stendur enn yfir en búið er að gefa í skyn að talið sé að skynjarar í búnaðinum hafi gefið fölsk boð til hæðarstýrisins sem fór að ýta flugvélinni niður á við þegar hún var í flugtaki.

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) tilkynntu í fyrradag að verið sé að skoða málið og sé meðal annars verið að athuga hvort að um galla sé að ræða og einnig verður athugað hvort að þeim flugmönnum, sem hafa fengið þjálfun á Boeing 737 MAX, hafi verið gert grein fyrir kerfinu í þjálfuninni með fullnægjandi hætti.

Boeing hefur lýst því yfir að Boeing 737 MAX þotan sé fullkomnlega örygg flugvél og hefur flugvélaframleiðandinn veitt viðskiptavinum sínum allar þær upplýsingar er varðar þjálfun flugmanna og flugvirkjum allar tæknilegar upplýsingar sem þeir þurfa.

Flugmenn hjá American Airlines og Southwest Airlines hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi að fljúga þotunni en Boeing hefur lýst því yfir að hægt sé að framfylgja tilmælum um viðbrögð um hvernig á að aftengja búnaðinn strax ef sambærilegar aðstæður koma upp að nýju.  fréttir af handahófi

Turkmenistan Airlines bannað að fljúga til Evrópu

5. febrúar 2019

|

Turkmenistan Airlines hefur verið bannað að fljúga til Evrópu en evrópsk flugmálayfirvöld hafa bætt flugfélaginu við á bannlista yfir þau félög sem fá ekki að fljúga til Evrópu.

Mahan Air meinað að fljúga til Þýskalands

22. janúar 2019

|

Stjórnvöld í Þýskalandi hafa ákveðið að banna allt flug á vegum íranska flugfélagsins Mahan Air til landsins.

Alitalia hættir við A321neo þoturnar þrjár frá Primera Air

21. janúar 2019

|

Ítalska flugfélagið Alitalia hefur hætt við að taka við þremur Airbus A321neo þotum sem áður voru í flota Primera Air.

  Nýjustu flugfréttirnar

Næsta retro-flugvél British Airways verður í litum BEA

22. febrúar 2019

|

British Airways hefur ákveðið að Airbus A319 þota verði næsta flugvél félagsins til þess að verða máluð í gömlum litabúningi líkt og flugvélar félagsins litu út í gamla daga.

Boeing 737 þota Norwegian á förum frá Íran á næstu dögum

22. febrúar 2019

|

Norwegian á loksins von á því að geta fengið eina af Boeing 737 MAX þotunum í flotanum heim frá Íran en um er að ræða þotu sem hefur verið föst í landinu frá því að flugvélin hafði þar óvænta viðkomu

Metfjöldi farþega um Heathrow-flugvöll árið 2018

21. febrúar 2019

|

Aldrei hafa eins margir flugfarþegar farið um Heathrow-flugvöll í sögu flugvallarins líkt og árið 2018 þegar 80.1 milljón farþega fór um völlinn.

AirBaltic mun hætta með Boeing 737 í haust

20. febrúar 2019

|

Flugfélagið airBatlic ætlar sér að hætta með Boeing 737 þoturnar fyrr en áætlað var.

Ný Airbus-þota fékk ekki leyfi til að fljúga yfir Íran

20. febrúar 2019

|

Splunkunýrri Airbus A320 þotu sem var í afhendingarflugi frá Airbus í Hamborg á leið til Nýja-Sjálands var gert að snúa við yfir Tyrklandi þar sem í ljós kom að þotan hafði ekki leyfi til þess að flj

Fjallabylgjur og flug undir lágmarksflughæð orsök flugslyss

19. febrúar 2019

|

Flugmálayfirvöld í Íran hafa birt lokaskýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað þann 18. febrúar í fyrra er farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 fórst í fjalllendi í innanlandsflugi í landinu.

Þrír bæjarstjórar vilja koma á flugsamgöngum til Sylt

19. febrúar 2019

|

Þrír þýskir bæjarstjórar í bæjunum Klixbüll, Leck og Niebüll vilja koma á flugsamgöngum til eyjunnar Sylt þar sem lestarsamgöngur hafa ekki gengið snuðrulaust fyrir sig að undanförnu.

Einkafyrirtæki styrkir nýja flugbraut á eyjunni Catalina

19. febrúar 2019

|

Hafist hefur verið handa við að lagfæra og koma flugbrautinni á eyjunni Catalina við strendur Los Angeles í nothæft ástand á ný.

Ryanair fær fyrstu 737 MAX 200 um miðjan maí

18. febrúar 2019

|

Ryanair á von á því að fá fyrstu Boeing 737 MAX 200 þotuna afhenta um miðjan maí en félagið hefur pantað 135 þotur en fyrsta pöntunin var gerð í 100 þotur í september árið 2014.

Flugfélög í Víetnam fá að fljúga til Bandaríkjanna

18. febrúar 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa uppfært öryggisstuðul er kemur að flugmálum í Víetnam upp í Category 1 sem þýðir að víetnömsk flugfélög geta hafið áætlunarflug til Bandaríkjanna.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00