flugfréttir

Ekki sagt frá nýju sjálfvirku kerfi sem á að koma í veg fyrir ofris

- Flugmannafélagið ALPA lýsir yfir áhyggjum sínum í bréfi til NTSB og FAA

15. nóvember 2018

|

Frétt skrifuð kl. 14:50

Boeing 737 MAX tilraunarþota Boeing

Atvinnuflugmannasamtökin (ALPA), sem er stærsta bandalag flugmanna í heiminum, krefjast þess að bandarísk stjórnvöld taki á vandamáli er varðar nýja tegund af flugstýringu á Boeing 737 MAX þotunum sem meðlimir samtakana telja vera virkilegt áhygguefni.

Í bréfi frá ALPA, sem samtökin hafa sent til samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna (NTSB) og bandarískra flugmálayfirvalda (FAA), kemur fram að flugmenn vilja að þeir verði upplýstir um vandamálið og krefjast þeir að fá allar þær upplýsingar sem til eru um Boeing 737 MAX þotuna.

Málið varðar nýtt, sjálfvirkt kerfi sem tengist stjórnkerfi þotunnar og vilja flugmenn meina að Boeing hafi ekki kynnt þetta kerfi fyrir þeim sem talið er að hafa átt hlut að máli í flugslysinu er Boeing 737 MAX þota Lion Air fórst skömmu eftir flugtak í Indónesíu þann 29. október sl.

„Við höfum áhyggjur af því að það sé galli til staðar sem hefur áhrif á öryggi þotunnar og skrifum við þetta bréf í ósk um að fá aðstoð frá ykkur við að gefa okkur heildarmynd um þennan búnað á hæðarstýri þotunnar“, segir m.a. í bréfinu sem sent var til NTSB og FAA í gær af ALPA sem fer fyrir 61.000 flugmönnum.

„Okkur skilst að upplýsingum um þetta sjálfvirka kerfi á stilliblöðkum („stabilizer trim“) á hæðarstýrinu á Boeing 737 MAX hefur ekki verið innleitt til flugmanna sem fljúga þotunni sem hluti af þjálfun á vélina og þá er þetta kerfi eitthvað sem flugvirkjar vita ekki heldur af“, segir í tilkynningu.

Boeing segir að framleiðandinn hafi gefið upp allar upplýsingar um þotuna vegna þjálfunar og viðhalds

Kerfið, sem sagt er að Boeing hafi ekki kynnt formlega, heitir MCAS og stendur fyrir „Manoeuvring Characteristics Augmentation System“ og á það að koma í veg fyrir ofris ef skynjarar greina að flugvélin sé að nálgast ofris og eru þá boð send til kerfisins sem ýtir þá hæðarstýrinu niður sjálfkrafa.

Skýringarmynd varðandi MCAS búnaðinn

Nokkrir flugsérfræðingar telja líklegt að flugmennirnir, sem flug þotu Lion Air, hafi sennilega ekki verið alveg með á hreinu hvernig kerfið virkaði en rannsókn á slysinu stendur enn yfir en búið er að gefa í skyn að talið sé að skynjarar í búnaðinum hafi gefið fölsk boð til hæðarstýrisins sem fór að ýta flugvélinni niður á við þegar hún var í flugtaki.

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) tilkynntu í fyrradag að verið sé að skoða málið og sé meðal annars verið að athuga hvort að um galla sé að ræða og einnig verður athugað hvort að þeim flugmönnum, sem hafa fengið þjálfun á Boeing 737 MAX, hafi verið gert grein fyrir kerfinu í þjálfuninni með fullnægjandi hætti.

Boeing hefur lýst því yfir að Boeing 737 MAX þotan sé fullkomnlega örygg flugvél og hefur flugvélaframleiðandinn veitt viðskiptavinum sínum allar þær upplýsingar er varðar þjálfun flugmanna og flugvirkjum allar tæknilegar upplýsingar sem þeir þurfa.

Flugmenn hjá American Airlines og Southwest Airlines hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi að fljúga þotunni en Boeing hefur lýst því yfir að hægt sé að framfylgja tilmælum um viðbrögð um hvernig á að aftengja búnaðinn strax ef sambærilegar aðstæður koma upp að nýju.  fréttir af handahófi

Cirrus SF50 Vision einkaþotan kyrrsett af FAA

19. apríl 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa farið fram á að allar þotur af gerðinni Cirrus SF50 Vision verði kyrrsettar en lofthæfisreglugerð og fyrirmæli þess efnis voru gefin út í dag af stofnuninni.

Einkaþota lendir á flugbraut á meðan framkvæmdir standa yfir

4. mars 2019

|

Athyglisvert myndband hefur breiðst út eins og eldur í sinu um helgina á samfélagsmiðlum í Paraguay sem sýnir hvar flugvallarstarfsmenn við framkvæmdir á flugbraut þurfa að forða sér í burtu þegar Gu

Þriðja MC-21 tilraunarþotan flýgur sitt fyrsta flug

16. mars 2019

|

Þriðja MC-21-300 tilraunarþota rússneska flugvélaframleiðandans Irkut hóf sig á loft í fyrsta sinn frá verksmiðjunum í Irkutsk í dag.

  Nýjustu flugfréttirnar

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

TWA flugstöðin opin aftur fyrir almenningi

15. maí 2019

|

Ein frægasta flugstöð heims, TWA bygginging (Terminal T5) á Kennedy-flugvellinum í New York, opnaði aftur í dag opinberlega í tengslum við TWA hótelið sem hóf starfsemi sína í dag við hliðina á flugst

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu

13. maí 2019

|

Air France stefnir á niðurskurð í innanlandsfluginu í Frakklandi og stendur til að draga úr framboðinu um 15 prósent. Með því vonast félagið til þess að hægt verði að draga úr taprekstri félagsins.

24 milljónir í verðlaunafé fyrir lausn á Bonanza-vandamáli

13. maí 2019

|

Samtök Bonanza-flugvélaeiganda í Bandaríkjunum (American Bonanza Society) hafa ákveðið að bjóða samtals 200.000 bandaríkjadali í verðlaunafé til þess aðila sem getur komið með lausn á vandamáli með „

Vonast til að geta farið að fljúga 737 MAX þotunum fyrir lok júlí

13. maí 2019

|

Flugfélagið Copa Airlines í Panama segist eiga von á því að geta farið að nota aftur Boeing 737 MAX þoturnar fyrir lok júlímánaðar.

Líkur á að Emirates hætti við Dreamliner-þoturnar

13. maí 2019

|

Svo virðist sem að Emirates hafi hætt við pöntun sína í Dreamliner-þotur Boeing en flugfélagið hafði gert samkomulag um pöntun á fjörutíu þotum af gerðinni Boeing 787-10 á Dubai Air Show flugsýningun

Etihad tilbúið í að endurfjárfesta í Jet Airways

10. maí 2019

|

Etihad Airways hefur gefið í skyn að félagið sé reiðubúið í að fjárfesta enn frekar í indverska flugfélaginu Jet Airways og setja ferskt rekstrarfé inn í rekstur félagins en Jet Airways hætti öllu áæ

Tilkynning vegna umfjöllunar um stöðvun flugvélar ALC

10. maí 2019

|

Isavia hefur sent frá sér tilkynningu vegna umfjöllunar í fjölmiðlum síðustu daga vegna máls er varðar Airbus A321 þotu sem kyrrsett hefur verið á Keflavíkurflugvelli frá gjaldþroti WOW air en þotan

Keilir býður upp á flugbúðir fyrir ungt fólk í sumar

9. maí 2019

|

Flugakademía Keilis mun í næsta mánuði bjóða ungu fólki, og öðrum sem hafa brennandi áhuga á flugi, upp á flugbúðir þar sem áhugasamir fá einstakt tækifæri á því að skyggnast á bakvið töld flugsins

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00