flugfréttir

Ekki sagt frá nýju sjálfvirku kerfi sem á að koma í veg fyrir ofris

- Flugmannafélagið ALPA lýsir yfir áhyggjum sínum í bréfi til NTSB og FAA

15. nóvember 2018

|

Frétt skrifuð kl. 14:50

Boeing 737 MAX tilraunarþota Boeing

Atvinnuflugmannasamtökin (ALPA), sem er stærsta bandalag flugmanna í heiminum, krefjast þess að bandarísk stjórnvöld taki á vandamáli er varðar nýja tegund af flugstýringu á Boeing 737 MAX þotunum sem meðlimir samtakana telja vera virkilegt áhygguefni.

Í bréfi frá ALPA, sem samtökin hafa sent til samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna (NTSB) og bandarískra flugmálayfirvalda (FAA), kemur fram að flugmenn vilja að þeir verði upplýstir um vandamálið og krefjast þeir að fá allar þær upplýsingar sem til eru um Boeing 737 MAX þotuna.

Málið varðar nýtt, sjálfvirkt kerfi sem tengist stjórnkerfi þotunnar og vilja flugmenn meina að Boeing hafi ekki kynnt þetta kerfi fyrir þeim sem talið er að hafa átt hlut að máli í flugslysinu er Boeing 737 MAX þota Lion Air fórst skömmu eftir flugtak í Indónesíu þann 29. október sl.

„Við höfum áhyggjur af því að það sé galli til staðar sem hefur áhrif á öryggi þotunnar og skrifum við þetta bréf í ósk um að fá aðstoð frá ykkur við að gefa okkur heildarmynd um þennan búnað á hæðarstýri þotunnar“, segir m.a. í bréfinu sem sent var til NTSB og FAA í gær af ALPA sem fer fyrir 61.000 flugmönnum.

„Okkur skilst að upplýsingum um þetta sjálfvirka kerfi á stilliblöðkum („stabilizer trim“) á hæðarstýrinu á Boeing 737 MAX hefur ekki verið innleitt til flugmanna sem fljúga þotunni sem hluti af þjálfun á vélina og þá er þetta kerfi eitthvað sem flugvirkjar vita ekki heldur af“, segir í tilkynningu.

Boeing segir að framleiðandinn hafi gefið upp allar upplýsingar um þotuna vegna þjálfunar og viðhalds

Kerfið, sem sagt er að Boeing hafi ekki kynnt formlega, heitir MCAS og stendur fyrir „Manoeuvring Characteristics Augmentation System“ og á það að koma í veg fyrir ofris ef skynjarar greina að flugvélin sé að nálgast ofris og eru þá boð send til kerfisins sem ýtir þá hæðarstýrinu niður sjálfkrafa.

Skýringarmynd varðandi MCAS búnaðinn

Nokkrir flugsérfræðingar telja líklegt að flugmennirnir, sem flug þotu Lion Air, hafi sennilega ekki verið alveg með á hreinu hvernig kerfið virkaði en rannsókn á slysinu stendur enn yfir en búið er að gefa í skyn að talið sé að skynjarar í búnaðinum hafi gefið fölsk boð til hæðarstýrisins sem fór að ýta flugvélinni niður á við þegar hún var í flugtaki.

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) tilkynntu í fyrradag að verið sé að skoða málið og sé meðal annars verið að athuga hvort að um galla sé að ræða og einnig verður athugað hvort að þeim flugmönnum, sem hafa fengið þjálfun á Boeing 737 MAX, hafi verið gert grein fyrir kerfinu í þjálfuninni með fullnægjandi hætti.

Boeing hefur lýst því yfir að Boeing 737 MAX þotan sé fullkomnlega örygg flugvél og hefur flugvélaframleiðandinn veitt viðskiptavinum sínum allar þær upplýsingar er varðar þjálfun flugmanna og flugvirkjum allar tæknilegar upplýsingar sem þeir þurfa.

Flugmenn hjá American Airlines og Southwest Airlines hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi að fljúga þotunni en Boeing hefur lýst því yfir að hægt sé að framfylgja tilmælum um viðbrögð um hvernig á að aftengja búnaðinn strax ef sambærilegar aðstæður koma upp að nýju.  fréttir af handahófi

Mistök flugumferðarstjóra rakin til álags í færnisprófi

3. október 2018

|

Eftirlitsmaður á vegum nýsjálenskra flugmálayfirvalda þurfti að taka yfir flugumferðarstjórninni í flugturninum á flugvellinum í bænum Hamilton á Nýja-Sjálandi eftir að flugumferðarstjóri gerði mistö

Aldrei eins margir farþegar hjá easyJet á einum degi

24. september 2018

|

EasyJet setti met sl. föstudag þegar 330.000 farþegar flugu með félaginu á einum degi en aldrei áður hafa eins margir farþegar flogið með félaginu á einum sólarhring frá stofnun þess árið 1995.

Hótuðu að hætta að útvega Air India eldsneyti vegna skulda

10. október 2018

|

Air India náði að koma sér hjá verulegum vandræðum eftir að nokkur olíufyrirtæki hótuðu því að hætta að verða Air India út um eldsneyti vegna skulda.

  Nýjustu flugfréttirnar

Norwegian Air Sweden hefur starfsemi sína

9. desember 2018

|

Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Skimun fyrir umsækjendur í atvinnuflugmannsnám hjá Keili

6. desember 2018

|

Flugakademía Keilir hefur innleitt skimun í tengslum við atvinnuflugmannsnám á vegum skólans fyrir næsta vor en umsækjendur þurfa að þreyta sérstakt rafrænt hæfnispróf.

280.000 farþegar með Icelandair í nóvember

6. desember 2018

|

Um 280.000 farþegar flugu með Icelandair í nóvember sl. sem er fjölgun upp á 12 prósent ef miðað er við nóvember árið 2017 þegar 249.000 farþegar flugu með félaginu.

WOW air flýgur jómfrúarflugið til Nýju-Delí á Indlandi

6. desember 2018

|

WOW air flaug í dag sitt fyrsta áætlunarflug til Nýju-Delí á Indlandi en aldrei áður hefur íslenskt flugfélag flogið áætlunarflug til Asíu og þá er um að ræða lengsta farþegaflug í íslenskri flugsög

Tíunda veggspjaldið fjallar um álag og streitu

6. desember 2018

|

Samgöngustofa hefur gefið út tíunda veggspjaldið af tólf í Dirty Dozen röðinni en að þessu sinni er fjallað um álag og viðbrögðum við streitu sem geta skert flugöryggi.

Flugmálayfirvöld hyggjast höfða mál gegn Ryanair

6. desember 2018

|

Ryanair á yfir höfðu sér málaferli frá breskum flugmálayfirvöldum þar sem að flugfélagið hefur neitað að greiða skaðabætur til fjölda farþega eftir að flugferðir voru felldar niður vegna verkfallsað

TUI Airways fyrsta breska félagið til að fá Boeing 737 MAX

5. desember 2018

|

TUI Airways varð á sunnudag fyrsta flugfélagið í Bretlandi til að hefja áætlunarflug með Boeing 737 MAX en fyrsta flugið var flogið frá Manchester til Malaga þann 2. desember.

Ekki útilokað að hætta við risapöntun í Boeing 737 MAX

4. desember 2018

|

Indónesíska flugfélagið Lion Air er að endurskoða pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið á eftir að fá afhentar.

Bogi Nils Bogason ráðinn forstjóri Icelandair Group

4. desember 2018

|

Stjórn Icelandair Group hefur gengið frá ráðningu Boga Nils Bogasonar í starf forstjóra fyrirtækisins. Bogi Nils hefur verið starfandi forstjóri Icelandair Group frá því í lok ágúst síðastliðinn.