flugfréttir
Boeing 747-100 flýgur sitt síðasta flug

Boeing 747-100 júmbó-þota GE Aviation
Síðasta Boeing 747-100 júmbó-þotan, sem hefur verið í umferð í heiminum í dag, flaug sitt síðasta flug á dögunum.
Þotan hefur verið notuð sem tilraunarþota af GE Aviation og var vélinni
flogið til Pima Air and Space Museum í Arizona þann 15. nóvember sl. þar sem hún mun verða til sýnis
á stærsta ríkisrekna flugsafni Bandaríkjanna.
Þotan var tuttugasta og fimmta Boeing 747-100 þotan sem smíðuð var en þessi tegund var fyrsta
gerðin af júmbó-þotunni sem kom á markað árið 1970.
Þotan kom úr verksmiðju Boeing í Everett þann 17. október árið 1969 og var afhent
til Pan American World Airways og flaug fyrsta farþegaflugið þann 3. mars 1970 undir nafninu
„Clipper Star of the Union“.
Pan Am flaug þotunni í 21 ár og fór þotan 18.000 flugferðir áður en GE Aviation keypti hana árið 1992
fyrir tilraunarflug með hreyfla.
GE Aviation flaug síðasta tilraunarflugið með þotunni í janúar 2017 en núna hefur hún verið ferjuð
á flugsafn og var flugið sl. fimmtudag því síðasta flug sögunnar með Boeing 747-100 og vantaði aðeins eitt ár upp á að Boeing 747-100 hefði flogið í hálfa öld.
Boeing 747-100 þotan í flugtaki frá Victorville til Pima Air & Space Museum þann 15. nóvember í


6. desember 2018
|
WOW air flaug í dag sitt fyrsta áætlunarflug til Nýju-Delí á Indlandi en aldrei áður hefur íslenskt flugfélag flogið áætlunarflug til Asíu og þá er um að ræða lengsta farþegaflug í íslenskri flugsög

1. febrúar 2019
|
Emirates er að skoða möguleika á því að breyta pöntun sinni hjá Airbus í þær A380 risaþotur sem félagið á eftir að fá afhentar yfir í Airbus A350 þotuna.

1. janúar 2019
|
Boeing 737 MAX þota frá norska flugfélaginu Norwegian hefur nú verið föst í Íran í tvær og hálfa viku vegna skorts á varahlutum og vandamála í kjölfar þess að þotan þurfti að lenda af öryggisástæðum í

22. febrúar 2019
|
British Airways hefur ákveðið að Airbus A319 þota verði næsta flugvél félagsins til þess að verða máluð í gömlum litabúningi líkt og flugvélar félagsins litu út í gamla daga.

22. febrúar 2019
|
Norwegian á loksins von á því að geta fengið eina af Boeing 737 MAX þotunum í flotanum heim frá Íran en um er að ræða þotu sem hefur verið föst í landinu frá því að flugvélin hafði þar óvænta viðkomu

21. febrúar 2019
|
Aldrei hafa eins margir flugfarþegar farið um Heathrow-flugvöll í sögu flugvallarins líkt og árið 2018 þegar 80.1 milljón farþega fór um völlinn.

20. febrúar 2019
|
Flugfélagið airBatlic ætlar sér að hætta með Boeing 737 þoturnar fyrr en áætlað var.

20. febrúar 2019
|
Splunkunýrri Airbus A320 þotu sem var í afhendingarflugi frá Airbus í Hamborg á leið til Nýja-Sjálands var gert að snúa við yfir Tyrklandi þar sem í ljós kom að þotan hafði ekki leyfi til þess að flj

19. febrúar 2019
|
Flugmálayfirvöld í Íran hafa birt lokaskýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað þann 18. febrúar í fyrra er farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 fórst í fjalllendi í innanlandsflugi í landinu.

19. febrúar 2019
|
Þrír þýskir bæjarstjórar í bæjunum Klixbüll, Leck og Niebüll vilja koma á flugsamgöngum til eyjunnar Sylt þar sem lestarsamgöngur hafa ekki gengið snuðrulaust fyrir sig að undanförnu.

19. febrúar 2019
|
Hafist hefur verið handa við að lagfæra og koma flugbrautinni á eyjunni Catalina við strendur Los Angeles í nothæft ástand á ný.