flugfréttir
Missti af fluginu og reyndi að hlaupa á eftir flugvélinni

Búið var að kalla upp konuna þrisvar sinnum í kallkerfinu á flugstöðinni
Kona sem hafði misst af fluginu sínu í Indónesíu var yfirbuguð af starfsfólki flugvallarins þar sem hún reyndi að hlaupa á eftir flugvélinni.
Atvikið átti sér stað sl. sunnudag á flugvellinum í Balí en hún átti bókað flug með flugfélaginu Citilink frá
Balí til Jakarta.
Konan innritaði sig í flugið klukkan 6:27 um morguninn og hafði henni verið sagt að farþegar gætu
gengið um borð klukkan 6:50 en hún lét ekki sjá sig við brottfararhliðið þegar kom að því að hleypa
farþegum í vélina.
Búið var að kalla konuna upp þrisvar sinnum í kallkerfinu á flugvellinum en tíu mínútum fyrir brottför
birtist konan, ruddist framhjá öryggisleit og hljóp áfram gegnum brottfararhliðið og út á flughlað.
Myndband, sem hefur verið dreift á samfélagsmiðla, sýnir hvar starfsfólk heldur konunni á flughlaðinu
eftir að hafa náð henni en á meðan var verið er að ýta þotu félagins
frá hlaði.
Í yfirlýsingu frá Citilink kemur fram að flugfélagið hafi bókað konuna með öðru flugi seinna um daginn
til Jakarta.
Myndband:


24. janúar 2019
|
Rannsóknarnefnd flugslysa í Ástralíu rannsaka atvik þar sem gleymdist að fjarlægja stélstand á fraktflugvél af gerðinni British Aerospace BAe 146-300 sem fór í loftið með standinn ennþá fastan við sté

18. febrúar 2019
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa uppfært öryggisstuðul er kemur að flugmálum í Víetnam upp í Category 1 sem þýðir að víetnömsk flugfélög geta hafið áætlunarflug til Bandaríkjanna.

5. febrúar 2019
|
Trúðaheimsóknir á Barnaspítala Hringsins, flugsýning á Reykjavíkurflugvelli og forvarnarstarf gegn fíkniefnum og Evrópumót í keltneskum fangbrögðum í Reykjanesbæ voru meðal þess sem hlaut styrk úr sam

22. febrúar 2019
|
British Airways hefur ákveðið að Airbus A319 þota verði næsta flugvél félagsins til þess að verða máluð í gömlum litabúningi líkt og flugvélar félagsins litu út í gamla daga.

22. febrúar 2019
|
Norwegian á loksins von á því að geta fengið eina af Boeing 737 MAX þotunum í flotanum heim frá Íran en um er að ræða þotu sem hefur verið föst í landinu frá því að flugvélin hafði þar óvænta viðkomu

21. febrúar 2019
|
Aldrei hafa eins margir flugfarþegar farið um Heathrow-flugvöll í sögu flugvallarins líkt og árið 2018 þegar 80.1 milljón farþega fór um völlinn.

20. febrúar 2019
|
Flugfélagið airBatlic ætlar sér að hætta með Boeing 737 þoturnar fyrr en áætlað var.

20. febrúar 2019
|
Splunkunýrri Airbus A320 þotu sem var í afhendingarflugi frá Airbus í Hamborg á leið til Nýja-Sjálands var gert að snúa við yfir Tyrklandi þar sem í ljós kom að þotan hafði ekki leyfi til þess að flj

19. febrúar 2019
|
Flugmálayfirvöld í Íran hafa birt lokaskýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað þann 18. febrúar í fyrra er farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 fórst í fjalllendi í innanlandsflugi í landinu.

19. febrúar 2019
|
Þrír þýskir bæjarstjórar í bæjunum Klixbüll, Leck og Niebüll vilja koma á flugsamgöngum til eyjunnar Sylt þar sem lestarsamgöngur hafa ekki gengið snuðrulaust fyrir sig að undanförnu.

19. febrúar 2019
|
Hafist hefur verið handa við að lagfæra og koma flugbrautinni á eyjunni Catalina við strendur Los Angeles í nothæft ástand á ný.