flugfréttir

Kanada tekur í notkun nýjan aðflugsstaðal ICAO

- RNP-AR (EOR) tekið í notkun í fyrsta sinn í heiminum í Calgary

26. nóvember 2018

|

Frétt skrifuð kl. 08:25

Nýi aðflugsaðskilnaðurinn býður bæði um á vistvænna aðflug, minni eldsneytisnotkun og aukna hávaðamildun

Kanada er fyrsta landið til að taka í notkun nýja aðskilnaðarstaðal sem Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) hefur kynnt til sögunnar og er flugvöllurinn í Calgary fyrsti flugvöllurinn í heimi til að innleiða nýjar aðflugsreglurnar.

Nýi aðskilnaðarstaðallinn, sem nefnist RNP-AR (EOR), leyfir tvö aðflug að tveimur flugbrautum, sem liggja samsíða, á sama tíma samtímis með nákvæmari hætti og með hagkvæmari og minni aðskilnað.

Hingað til hafa flugvélar sem koma inn á aðflug, úr sitthvorri áttinni, á leið inn á lokastefnu að sitthvorri flugbrautinni, þurft að hafa a.m.k. 3 mílna láréttan aðskilnað á milli sín og 1.000 feta lóðréttan aðskilnað.

Það þýðir að önnur flugvélin hefur oft þurft að vera í lægri aðflugshæð á meðan hin flugvélin, sem er við hlið hennar, á leið inn á samsíða flugbraut, er í hærra flughæð á lokastefnu.

Skjáskot úr kynningarmyndbandi um nýju aðflugsstaðlana

Nýi aðflugsaðskilnaðurinn býður bæði um á vistvænna aðflug, minni eldsneytisnotkun og minni hávaða gagnvart umhverfinu og er hægt að nýta slíkt aðflug þegar flugvélar eiga í hlut sem búnar eru RNP leiðsögukerfi sem stendur fyrir „Required Navigation Performance“.

Um 40% flugvéla, sem fljúga til og frá Calgary, eru útbúnar með RNP kerfinu og fara eftir RNP-AR verklagi sem býður upp á nákvæmari flugferil og aðflug sem styttir flugleiðir með minni þörf fyrir mikinn aðskilnað.

NAV CANADA, sem hefur unnið að þróun EOR, segir að flugvélar munu til að mynda geta komið beinna að og tekið þrönga beygju inn á mjög stutta lokastefnu í stað þess að fljúga lengra og beygja inn á langa stefnu í margra mílna fjarlægð frá flugvelli.

Staðallinn mun einnig leyfa aðflugi að fara í veg fyrir aðflugslínuna á flugbrautinni sem er nær áður en beygja er tekin inn á brautarendann sem er fjær.

„Við öll hjá NAV CANADA erum mjög spennt yfir því að verða fyrsta landið til að taka í notkun þessa nýju staðla frá ICAO“, segir Blake Cushnie, yfirmaður yfir Performance Based Operation deild NAV CANADA.  fréttir af handahófi

Breytingar á flugáætlun Icelandair

10. apríl 2019

|

Icelandair hefur tilkynnt um breytingar á leiðarkerfi félagsins sem meðal annars má rekja til kyrrsetningar á Boeing 737 MAX þotum félagsins en á föstudag verður kominn einn mánuður frá því Boeing 73

Breytingar á flugáætlun Icelandair

10. apríl 2019

|

Icelandair hefur tilkynnt um breytingar á leiðarkerfi félagsins sem meðal annars má rekja til kyrrsetningar á Boeing 737 MAX þotum félagsins en á föstudag verður kominn einn mánuður frá því Boeing 73

Líkur á að Emirates hætti við Dreamliner-þoturnar

13. maí 2019

|

Svo virðist sem að Emirates hafi hætt við pöntun sína í Dreamliner-þotur Boeing en flugfélagið hafði gert samkomulag um pöntun á fjörutíu þotum af gerðinni Boeing 787-10 á Dubai Air Show flugsýningun

  Nýjustu flugfréttirnar

Mun færri pantanir á fyrsta degi samanborið við síðustu ár

17. júní 2019

|

Töluvert færri pantanir í nýjar farþegaþotur voru gerðar í dag á fyrsta degi flugsýningarinnar í París en þess má geta að engin pöntun barst til Boeing sem hefur ekki gerst í mörg ár.

A321XLR ekki alhliða lausn fyrir United Airlines

17. júní 2019

|

United Airlines segir að flugfélagið sé að skoða þann möguleika á að panta nýju Airbus A321XLR þotuna en Gerry Laderman, fjármálastjóri félagsins, segir að Airbus A321XLR þotan nái hinsvegar ekki að

Middle East Airlines annað flugfélagið til að panta A321XLR

17. júní 2019

|

Líbanska flugfélagið Middle East Airlines hefur ákveðið að breyta pöntun sinni í Airbus A321neo yfir í nýju Airbus A321XLR þotuna.

Flugsýningin í París hófst í morgun: Airbus kynnir A321XLR

17. júní 2019

|

Flugsýningin í París hófst formlega í morgun og er þetta í 53. sinn sem flugsýningin fer fram og hefur hún aldrei verið stærri.

Flugmenn hafa áhyggjur af galla í slökkvikerfi á Boeing 787

16. júní 2019

|

Einhverjir flugmenn, sem fljúga Dreamliner-þotum, hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi eldvarnarkerfið í Boeing 787 þotunum en Boeing segir að um smávægilegt vandamál sé að ræða.

Gjaldþrot sagt blasa við hjá Adria Airways

14. júní 2019

|

Sagt er að gjaldþrot sé yfirvofandi hjá flugfélaginu Adria Airways en félagið er þjóðarflugfélag Slóveníu og stærsta flugfélag landsins.

Færri farþegar um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí

14. júní 2019

|

Færri farþegar fóru um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí samanborðið við maí í fyrra og er þetta í fyrsta sinn í langan tíma sem að farþegafjöldinn gengur til baka milli ára.

Kennsluflugvél nauðlenti á Vestfjörðum

13. júní 2019

|

Kennsluflugvél frá Flugakademíu Keilis þurfti að nauðlenda á Vestfjörðum seinnipartinn í dag.

Sveinbjörn Indriðason nýr forstjóri Isavia

13. júní 2019

|

Stjórn Isavia hefur ráðið Sveinbjörn Indriðason í starf forstjóra Isavia og tekur hann strax við starfinu, sem hann hefur gegnt undanfarna mánuði ásamt Elínu Árnadóttur aðstoðarforstjóra.

Nepal Airlines setur seinni Boeing 757 þotuna á sölu

13. júní 2019

|

Nepal Airlines hefur sett síðustu Boeing 757 þotuna á sölu eftir að stjórn flugfélagsins samþykkti sölu á flugvélinni.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00