flugfréttir

Kanada tekur í notkun nýjan aðflugsstaðal ICAO

- RNP-AR (EOR) tekið í notkun í fyrsta sinn í heiminum í Calgary

26. nóvember 2018

|

Frétt skrifuð kl. 08:25

Nýi aðflugsaðskilnaðurinn býður bæði um á vistvænna aðflug, minni eldsneytisnotkun og aukna hávaðamildun

Kanada er fyrsta landið til að taka í notkun nýja aðskilnaðarstaðal sem Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) hefur kynnt til sögunnar og er flugvöllurinn í Calgary fyrsti flugvöllurinn í heimi til að innleiða nýjar aðflugsreglurnar.

Nýi aðskilnaðarstaðallinn, sem nefnist RNP-AR (EOR), leyfir tvö aðflug að tveimur flugbrautum, sem liggja samsíða, á sama tíma samtímis með nákvæmari hætti og með hagkvæmari og minni aðskilnað.

Hingað til hafa flugvélar sem koma inn á aðflug, úr sitthvorri áttinni, á leið inn á lokastefnu að sitthvorri flugbrautinni, þurft að hafa a.m.k. 3 mílna láréttan aðskilnað á milli sín og 1.000 feta lóðréttan aðskilnað.

Það þýðir að önnur flugvélin hefur oft þurft að vera í lægri aðflugshæð á meðan hin flugvélin, sem er við hlið hennar, á leið inn á samsíða flugbraut, er í hærra flughæð á lokastefnu.

Skjáskot úr kynningarmyndbandi um nýju aðflugsstaðlana

Nýi aðflugsaðskilnaðurinn býður bæði um á vistvænna aðflug, minni eldsneytisnotkun og minni hávaða gagnvart umhverfinu og er hægt að nýta slíkt aðflug þegar flugvélar eiga í hlut sem búnar eru RNP leiðsögukerfi sem stendur fyrir „Required Navigation Performance“.

Um 40% flugvéla, sem fljúga til og frá Calgary, eru útbúnar með RNP kerfinu og fara eftir RNP-AR verklagi sem býður upp á nákvæmari flugferil og aðflug sem styttir flugleiðir með minni þörf fyrir mikinn aðskilnað.

NAV CANADA, sem hefur unnið að þróun EOR, segir að flugvélar munu til að mynda geta komið beinna að og tekið þrönga beygju inn á mjög stutta lokastefnu í stað þess að fljúga lengra og beygja inn á langa stefnu í margra mílna fjarlægð frá flugvelli.

Staðallinn mun einnig leyfa aðflugi að fara í veg fyrir aðflugslínuna á flugbrautinni sem er nær áður en beygja er tekin inn á brautarendann sem er fjær.

„Við öll hjá NAV CANADA erum mjög spennt yfir því að verða fyrsta landið til að taka í notkun þessa nýju staðla frá ICAO“, segir Blake Cushnie, yfirmaður yfir Performance Based Operation deild NAV CANADA.  fréttir af handahófi

Airbus á von á pöntun í yfir 100 þotur frá Air France

21. júlí 2019

|

Airbus er sagt vera á lokasprettinum með að ná samningi við Air France um stóra pöntun í allt að sjötíu Airbus A220 þotur (CSeries) auk tugi þotna af gerðinni Airbus A320neo.

Fjórða jafnþrýstingsatvikið í Kanada með Q400 vélarnar

2. ágúst 2019

|

Fjórða atvikið hefur komið upp í Kanada á 12 mánuðum þar sem þrýstingur hefur skyndilega fallið niður í farþegarými á flugvél af gerðinni Bombardier Dash 8 Q400.

BAA Training opnar þjálfunarsetur í Víetnam

30. júlí 2019

|

BAA Training (Baltic Aviation Academy) hefur opnað þjálfunarsetur í Ho Chi Minh City í Víetnam þar sem boðið verður upp á þjálfun fyrir flugmenn á Airbus A320.

  Nýjustu flugfréttirnar

Indverjar framkvæma sína eigin úttekt á 737 MAX líkt og EASA

20. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi ætla að fara að fordæmi Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) og framkvæma sína eigin úttekt á Boeing 737 MAX þotunum áður en indverskum flugfélögum verður gefið leyfi til þe

Boeing 787 lenti næstum því með hjólin uppi

20. september 2019

|

Litlu munaði að farþegaþota frá Vietnam Airlines hefði lent með hjólabúnaðinn uppi er vélin var í aðflugi að flugvellinum í Melbourne í Ástralíu í gær.

Czech Airlines flýgur frá Keflavík til Köben og áfram til Prag

20. september 2019

|

Fyrir gjaldþrot WOW air voru þrjú flugfélög sem flugu áætlunarflug milli Kaupmannahafnar og Keflavíkurflugvallar en sl. hálfa árið hafa aðeins tvö flugfélög deilt á milli sín fjölförnustu flugleiðinn

Boeing 737 hóf flugtaksbrun á akbraut á Schiphol

19. september 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Hollandi hefur greint frá atviki sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði er farþegaþota frá Transavia af gerðinni Boeing 737-800 hóf flugtak á akbraut („taxiway“) á Schiph

Láðist að tilkynna í tvígang um vandamál í hreyfli

18. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi hafa meinað þremur flugmönnum að fljúga tímabundið og einnig svipt tveimur flugvirkjum réttindum sínum fyrir að hafa ekki tilkynnt um víbring sem kom upp í hreyfli á Airb

Twin Otter með fjóra um borð saknað í Indónesíu

18. september 2019

|

Leit stendur nú yfir að Twin Otter farþegaflugvél af gerðinni Havilland DHC-5-6-400 í Indónesíu sem saknað er en vélin var í innanlandsflugi í nótt og fór í loftið frá flugvellinum í Timiki áleiðis t

Japan Airlines mögulegur kaupandi að Malaysia Airlines

17. september 2019

|

Möguleiki er á því að Japan Airlines muni kaupa stóran hlut í Malaysia Airlines sem gæti bjargað rekstri félagsins og komið honum á réttan kjöl en félagið hefur verið rekið með tapi frá því í febrúar

Flugmaðurinn týndi vegabréfinu fyrir brottför

17. september 2019

|

Ellefu klukkutíma seinkun varð á flugi hjá suður-kóreska lágfargjaldarfélaginu Tway Air eftir að annar flugmaðurinn uppgötvaði á flugvellinum að hann hefði týnt vegabréfinu sínu.

Draco-flugvél Mike Patey ónýt eftir flugtaksóhapp

17. september 2019

|

Engan sakaði er Draco, flugvél í eigu bandaríska flugmannsins Mike Patey, eyðilagðist er henni hlekktist á í flugtaki á flugvellinum í Reno í Nevada í Bandaríkjunum í gær.

Bannað að sitja í aftustu sætaröð í A320neo þotum Lufthansa

16. september 2019

|

Lufthansa hefur ákveðið að hindra aðgang farþega að síðustu sætaröðinni um borð í Airbus A320neo þotum félagsins sem eru ekki í boði eins og stendur þegar bókað er flug.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00