flugfréttir

Wizz Air opnar nýja þjálfunarmiðstöð í Búdapest

3. desember 2018

|

Frétt skrifuð kl. 10:55

Frá opnuninni á nýju þjálfunarmiðstöð Wizz Air í Búdapest

Wizz Air tók um helgina í notkun nýja þjálfunarmiðstöð í Búdapest í Ungverjalandi sem er alls 3.800 fermetrar á stærð og er miðstöðin ein sú fullkomnasta í Evrópu.

Þjálfunarmiðstöðin hefur tvo Airbus A320 flugherma af gerðinni 7000XR frá fyrirtækinu CAE og hefur Wizz Air einnig gert samning við CAE til 10 ára sem mun sjá um rekstur og viðhald flughermanna.

Í þjálfunarmiðstöðinni verður einnig að finna Cabin Emergency Evacuation Trainer sem þjálfar áhafnir í að rýma flugvél í neyðaraðstæðum auk V9000 Commander Next-Generation Fire Trainer frá fyrirtækinu Flame Aviation.

Í byggingunni er einnig að finna kennslustofur fyrir bóklega þjálfun og einnig mun byggingin hýsa bóklegt atvinnuflugmannsnám á vegum flugskólans Wizz Air Pilot Academy sem stofnaður var í september í haust.

Nýja þjálfunarsetrið kemur með tveimur Airbus A320 flughermum frá CAE og verður hægt að koma þeim þriðja fyrir

Kostnaður við nýju þjálfunarmiðstöðina nemur 30 milljónum evra sem samsvarar 4.2 milljörðum króna en mögulega verður hægt að koma fyrir þriðja flugherminum í náinni framtíð.

Wizz Air undirbýr sig fyrir enn frekari umsvif og stefnir félagið á það markmið að vera komið með 300 þotur í flotann áður en um langt líður.

Wizz Air er orðið eitt af stærstu lágfargjaldaflugfélögum Evrópu en félagið flýgur til yfir 140 áfangastaða og þar á meðal til Íslands en hingað flýgur félagið frá níu borgum í Evrópu sem eru Gdansk, Riga, London Luton, Búdapest, Katowice, Vínarborg, Varsjá og Wroclaw.  fréttir af handahófi

Sukhoi gæti misst eina evrópska viðskiptavininn

28. desember 2018

|

Svo gæti farið að rússneski flugvélaframleiðandinn Sukhoi muni missa eina evrópska viðskiptavininn sem fyrirtækið hefur sem er írska flugfélagið Cityjet.

Ryanair UK fær breskt flugrekstrarleyfi

4. janúar 2019

|

Ryanair hefur fengið í hendurnar breskt flugrekstrarleyfi sem gerir félaginu kleift að fljúga innanlandsflug í Bretlandi og einnig flug milli Bretlands og annarra lands sem eru ekki í Evrópusambandin

Hraðleið í starf atvinnuflugmanns hjá SunExpress

25. janúar 2019

|

Flugakademía Keilis og SunExpress hafa gert með sér samkomulag um að nemendur skólans hafi greiðari aðgang að atvinnuflugmannsstarfi á Boeing 737 þotur flugfélagsins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Enginn áhugi fyrir að endurvekja rekstur Germania

26. mars 2019

|

Rekstur þýska flugfélagsins Germania verður ekki endurvakinn með nýjum eigendum eins og vonir voru bundnar við.

Kröfuhafar reiðubúnir í að breyta skuldum í hlutafé

26. mars 2019

|

Kröfuhafar, sem eiga inni skuldir hjá WOW air, áttu fund nú í kvöld þar sem rætt var um þann möguleika á að breyta skuldum félagsins í hlutafé til að tryggja framtíð og áframhaldandi rekstur félagsin

Flugmenn hjá BA flugu óvart til Edinborgar í stað Dusseldorf

25. mars 2019

|

Farþegaþota frá British Airways lenti á flugvellinum í Edinborg í morgun sem væri ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að flugvélin átti að fljúga til Dusseldorf í Þýskalandi en ekki til Skotla

Vaxandi áhugi fyrir hljóðfráum einkaþotum

25. mars 2019

|

Markaðsfyrirtækið JetNet segir að eftirspurn sé sífellt að aukast eftir einkaþotum sem geti ferðast á allt að tvöföldum hljóðhraða.

Samoa Airways vill hætta við Boeing 737 MAX

25. mars 2019

|

Ríkisflugfélagið Samoa Airways hefur tilkynnt að félagið ætli ekki að taka við þeirri Boeing 737 MAX þotu sem félagið hafði pantað fyrir tveimur mánuðum síðan.

Brotlenti Super King Air á húsnæði flugklúbbs í Afríku

24. mars 2019

|

Flugslys átti sér stað í Afríku í gær er Super King Air flugvél var flogið vísvitandi, að talið er, á húsnæði flugklúbbs á Matsieng-flugvellinum, nálægt bænum Rasesa, í Botswana í gær.

Icelandair Group slítur viðræðum við WOW air

24. mars 2019

|

Icelandair Group hefur slitið viðræðum um mögulega aðkomu og yfirtöku á rekstri WOW air.

Southwest ferjar Boeing 737 MAX þoturnar til Victorville

23. mars 2019

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines er byrjað að ferja Boeing 737 MAX þotur til geymslu vegna kyrrsetningarinnar en þeirri fyrstu var í morgun flogið í flugvélakirkjugarðinn í Victorville í Moj

Næstu atvinnuflugmannsbekkir hefjast í maí og í ágúst

23. mars 2019

|

Flugakademíu Keilis hefur opnað fyrir umsóknir í flugnám í fyrsta sinn eftir sameininguna við Flugskóla Íslands en bóklegt nám fer nú fram á tveimur stöðum, í Reykjavík og í Reykjanesbæ.

Red Wings hættir við pöntun sína í Airbus A220

22. mars 2019

|

Flugfélagið Red Wings í Rússlandi hefur hætt við pöntun sína í Airbus A220 þotuna (CSeries) en félagið var eina rússneska flugfélagið sem hafði pantað þotuna frá Bombardier á sínum tíma.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00