flugfréttir

Wizz Air opnar nýja þjálfunarmiðstöð í Búdapest

3. desember 2018

|

Frétt skrifuð kl. 10:55

Frá opnuninni á nýju þjálfunarmiðstöð Wizz Air í Búdapest

Wizz Air tók um helgina í notkun nýja þjálfunarmiðstöð í Búdapest í Ungverjalandi sem er alls 3.800 fermetrar á stærð og er miðstöðin ein sú fullkomnasta í Evrópu.

Þjálfunarmiðstöðin hefur tvo Airbus A320 flugherma af gerðinni 7000XR frá fyrirtækinu CAE og hefur Wizz Air einnig gert samning við CAE til 10 ára sem mun sjá um rekstur og viðhald flughermanna.

Í þjálfunarmiðstöðinni verður einnig að finna Cabin Emergency Evacuation Trainer sem þjálfar áhafnir í að rýma flugvél í neyðaraðstæðum auk V9000 Commander Next-Generation Fire Trainer frá fyrirtækinu Flame Aviation.

Í byggingunni er einnig að finna kennslustofur fyrir bóklega þjálfun og einnig mun byggingin hýsa bóklegt atvinnuflugmannsnám á vegum flugskólans Wizz Air Pilot Academy sem stofnaður var í september í haust.

Nýja þjálfunarsetrið kemur með tveimur Airbus A320 flughermum frá CAE og verður hægt að koma þeim þriðja fyrir

Kostnaður við nýju þjálfunarmiðstöðina nemur 30 milljónum evra sem samsvarar 4.2 milljörðum króna en mögulega verður hægt að koma fyrir þriðja flugherminum í náinni framtíð.

Wizz Air undirbýr sig fyrir enn frekari umsvif og stefnir félagið á það markmið að vera komið með 300 þotur í flotann áður en um langt líður.

Wizz Air er orðið eitt af stærstu lágfargjaldaflugfélögum Evrópu en félagið flýgur til yfir 140 áfangastaða og þar á meðal til Íslands en hingað flýgur félagið frá níu borgum í Evrópu sem eru Gdansk, Riga, London Luton, Búdapest, Katowice, Vínarborg, Varsjá og Wroclaw.  fréttir af handahófi

Líkur á að Emirates hætti við Dreamliner-þoturnar

13. maí 2019

|

Svo virðist sem að Emirates hafi hætt við pöntun sína í Dreamliner-þotur Boeing en flugfélagið hafði gert samkomulag um pöntun á fjörutíu þotum af gerðinni Boeing 787-10 á Dubai Air Show flugsýningun

Flugáhugamenn fjölmenntu við komu þristanna í gærkvöldi

21. maí 2019

|

Það var þónokkur fjölmennur hópur sem hafði safnast saman við grindverkið bakvið Hótel Loftleiði út á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi til þess að berja augu hluta af þeim ellefu þristum sem eru þess

Aer Lingus hættir við A350

8. apríl 2019

|

Írska flugfélagið Aer Lingus hefur komist að þeirri niðurstöðu að Airbus A350 þotan sé of stór fyrir flugfélagið og hefur verið tekin sú ákvörðun að taka ekki við þeim þotum sem pantaðar voru fyrir f

  Nýjustu flugfréttirnar

Færeyingar panta tvær Airbus A320neo þotur til viðbótar

18. júní 2019

|

Atlantic Airways hefur lagt inn pöntun til Airbus í tvær Airbus A320neo þotur. Um kaup eru að ræða og undirritaði félagið samkomulag þess efnis við forsvarsmenn Airbus á flugsýningunni í París í dag.

Útboð vegna raftækjaverslunar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

18. júní 2019

|

Isavia opnaði í dag fyrir aðgang að gögnum vegna útboðs á aðstöðu til reksturs raftækjaverslunar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli.

IAG pantar fjórtán A321XLR þotur fyrir Iberia og Aer Lingus

18. júní 2019

|

Spænska flugfélagið Iberia og írska félagið Aer Lingus eru nýjustu flugfélögin sem eiga von á því að fá nýju Airbus A321XLR þotuna sem framtíðarflugvél.

Dönsk flugvélaleiga pantar allt að 100 skrúfuþotur frá ATR

18. júní 2019

|

ATR flugvélaframleiðandinn hefur fengið pöntun frá flugvélaleigunni Nordic Aviation Capital (NAC) sem hefur gert samkomulag um að panta allt að 105 skrúfuþotur af gerðinni ATR 42-600 og ATR 72-600.

Mun færri pantanir á fyrsta degi samanborið við síðustu ár

17. júní 2019

|

Töluvert færri pantanir í nýjar farþegaþotur voru gerðar í dag á fyrsta degi flugsýningarinnar í París en þess má geta að engin pöntun barst til Boeing sem hefur ekki gerst í mörg ár.

A321XLR ekki alhliða lausn fyrir United Airlines

17. júní 2019

|

United Airlines segir að flugfélagið sé að skoða þann möguleika á að panta nýju Airbus A321XLR þotuna en Gerry Laderman, fjármálastjóri félagsins, segir að Airbus A321XLR þotan nái hinsvegar ekki að

Middle East Airlines annað flugfélagið til að panta A321XLR

17. júní 2019

|

Líbanska flugfélagið Middle East Airlines hefur ákveðið að breyta pöntun sinni í Airbus A321neo yfir í nýju Airbus A321XLR þotuna.

Flugsýningin í París hófst í morgun: Airbus kynnir A321XLR

17. júní 2019

|

Flugsýningin í París hófst formlega í morgun og er þetta í 53. sinn sem flugsýningin fer fram og hefur hún aldrei verið stærri.

Flugmenn hafa áhyggjur af galla í slökkvikerfi á Boeing 787

16. júní 2019

|

Einhverjir flugmenn, sem fljúga Dreamliner-þotum, hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi eldvarnarkerfið í Boeing 787 þotunum en Boeing segir að um smávægilegt vandamál sé að ræða.

Gjaldþrot sagt blasa við hjá Adria Airways

14. júní 2019

|

Sagt er að gjaldþrot sé yfirvofandi hjá flugfélaginu Adria Airways en félagið er þjóðarflugfélag Slóveníu og stærsta flugfélag landsins.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00