flugfréttir
Boeing 737 MAX þotur Southwest uppfærðar vegna áfallshorns
- Næstu afhendingar koma með nýjum „AoA“ vísirum í stjórnskjá

Stjórnskjár um borð í Boeing 737 MAX þotu
Næstu Boeing 737 MAX þotur sem Southwest Airlines fær afhentar munu koma með nýrri uppfærslu af stjórnskjám sem sýnir flugmönnum betur áfallshorn flugvélanna með nákvæmari hætti.
Southwest Airlines vill með þessu tryggja það að flugmennirnir sínir verði varir við það
ef upplýsingar um óeðlilegt áfallshorn koma fram í flugi og geti flugmenn með því brugðist við í
tæka tíð áður en nýtt, sjálfkrafa kerfi fer að leiðrétta áfallshornið sé þess ekki þörf.
Flugfélagið gerir þetta í tengslum við Lion Air flugslysið í Indónesíu þann 29. október sl. en talið
er að nýtt kerfi, sem nefnist MCAS, sem á að bregðast sjálfkrafa við óeðlilegri breytingu
á áfallshorni, hafi spilað stórt hlutverk sem orsök flugslyssins.
Southwest Airlines hefur stærsta hóp Boeing 737 flugmanna í heiminum og voru þeir
upplýstir um breytinguna nýverið og munu nýjar Boeing 737 MAX þotur, sem afhentar verða
félaginu frá og með þessum mánuði, koma með nýju uppfærslunni.
Stjórnskjáirnir í næstu 737 MAX þotum sem afhentar verða koma með nýrri uppfærslu af „Angle of Attack“ (AoA) vísirum þar sem flugmenn munu geta fylgst með áfallshorninu með öruggari hætti og gripið inn
í ef villa kemur upp en samkvæmt rannsóknarnefndinni, sem hefur rannsakað Lion Air flugslysið,
þá kom í ljós að MCAS-kerfið fór 26 sinnum í gang við að leiðrétta við ofrisi sem var ekki til
staðar sem varð til þess að vélin steyptist fram fyrir sig.

Í rauða hringnum má sjá var hægt er að sjá áfallshorn vélarinnar í HUD-skjá („Heads Up Display“)
Southwest Airlines ætlar sér einnig að skipta út nýja kerfinu fyrir allar þær Boeing 737 MAX
þotur sem félagið hefur nú þegar fengið afhentar.
Í dag er eina vísirinn, sem sýnir áfallshornið á Boeing 737 MAX þotum Southwest,
að finna á HUD-skjánum flugstjóramegin að sögn talsmanns Southwest Airlines.
Um 80% af Boeing 737 þotum Southwest Airlines eru komnar með slíka skjái sem eru gegnsæir
skjáir sem hægt er að horfa í gegnum en vísirinn, sem sýnir áfallshornið á þeim skjám, hafa
ekki verið virkjaðir ennþá á Boeing 737NG þotunum í flota félagsins.
Talsmaður American Airlines segir að vísir sem sýnir áfallshornið á aðalflugskjám (PFD) á Boeing
737 þotum félagins sé búinn að vera til staðar frá tíunda áratugnum og sé hann einnig
á þeim Boeing 737 MAX þotum sem American Airlines hefur fengið afhentar.


21. janúar 2019
|
Rannsóknarnefnd flugslysa í Finnlandi hafa hafið rannsókn á atviki eftir að flugmenn á Boeing 737 þotu frá Norwegian lentu á flugvellinum í Helsinki þrátt fyrir fyrirmæli frá flugumferðarstjóra um að

26. janúar 2019
|
Yfirvöld á Spáni reyna nú að hafa uppi á eiganda að farþegaþotu af gerðinni McDonnell Douglas MD-87 sem hefur verið yfirgefin á Barajas-flugvellinum í Madríd í 9 ár.

19. janúar 2019
|
Karlmaður í Bretlandi hefur verið ákærður fyrir af hafa flogið dróna í nágrenni við Heathrow-flugvöllinn í Lundúnum sl. aðfangadag jóla.

22. febrúar 2019
|
British Airways hefur ákveðið að Airbus A319 þota verði næsta flugvél félagsins til þess að verða máluð í gömlum litabúningi líkt og flugvélar félagsins litu út í gamla daga.

22. febrúar 2019
|
Norwegian á loksins von á því að geta fengið eina af Boeing 737 MAX þotunum í flotanum heim frá Íran en um er að ræða þotu sem hefur verið föst í landinu frá því að flugvélin hafði þar óvænta viðkomu

21. febrúar 2019
|
Aldrei hafa eins margir flugfarþegar farið um Heathrow-flugvöll í sögu flugvallarins líkt og árið 2018 þegar 80.1 milljón farþega fór um völlinn.

20. febrúar 2019
|
Flugfélagið airBatlic ætlar sér að hætta með Boeing 737 þoturnar fyrr en áætlað var.

20. febrúar 2019
|
Splunkunýrri Airbus A320 þotu sem var í afhendingarflugi frá Airbus í Hamborg á leið til Nýja-Sjálands var gert að snúa við yfir Tyrklandi þar sem í ljós kom að þotan hafði ekki leyfi til þess að flj

19. febrúar 2019
|
Flugmálayfirvöld í Íran hafa birt lokaskýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað þann 18. febrúar í fyrra er farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 fórst í fjalllendi í innanlandsflugi í landinu.

19. febrúar 2019
|
Þrír þýskir bæjarstjórar í bæjunum Klixbüll, Leck og Niebüll vilja koma á flugsamgöngum til eyjunnar Sylt þar sem lestarsamgöngur hafa ekki gengið snuðrulaust fyrir sig að undanförnu.

19. febrúar 2019
|
Hafist hefur verið handa við að lagfæra og koma flugbrautinni á eyjunni Catalina við strendur Los Angeles í nothæft ástand á ný.