flugfréttir
Ekki útilokað að hætta við risapöntun í Boeing 737 MAX
- Eiga eftir að fá 240 þotur til viðbótar

Rusdi Kirana, annar stofnandi Lion Air
Indónesíska flugfélagið Lion Air er að endurskoða pöntun sína í þær Boeing 737 MAX þotur sem félagið á eftir að fá afhentar.
Lion Air segir að það sé ekki útilokað að félagið hætti við pöntunina þar sem eftirmálar flugslyssins
þann 29. október sl. hafa dregið dilk á eftir sér og einnig í ljósi þess að enn er óljóst
hvar ábyrgðin liggur.
Rusdi Kirana, einn af stofnendum Lion Air, segir ævareiður út í Boeing og segir
hann framleiðandann vera að reyna að beina athyglinni frá nýja MCAS-kerfinu
og kenna flugmönnum Lion Air um slysið á sama tíma og verið er að draga flugfélagið
inn á teppið hjá flugmálayfirvöldum sem eru að skoða viðhaldsmál og viðbrögð flugmannana.
Kirana segir að til greina komi að hætta við Boeing 737 MAX þoturnar en félagið á risastóra
pöntun inni hjá Boeing í 250 Boeing 737 MAX þotur og hefur félagið fengið 10 af þeim
afhentar.

Lion Air á eftir að fá 240 eintök af Boeing 737 MAX
Ef Lion Air hættir við þær 240 þotur sem félagið á eftir að fá afhentar væri Boeing að missa
um 5% af öllum þeim pöntunum sem framleiðandinn hefur fengið í þessa flugvélategund.
Talsmaður Boeing segir að verið sé komast til niðurstöðu um orsök flugslyssins án
þess að tjá sig um ummæli stofnanda Lion Air.
Kiruna, sem stofnaði Lion Air árið 2000 ásamt bróður sínum, gagnrýnir Boeing fyrir
að neita að taka ábyrgðina á sig á sama tíma og þeir eru að kynna nýja uppfærslu
á hugbúnaði í kjölfar slyssins og þar með að viðurkenna óbeint að flugslysið skrifast á þá.
Samkvæmt heimildum frá þeim sem starfa í fjármálageiranum í Asíu þá hefur Lion Air
auk annarra asískra flugfélaga sem eru í samkeppni við félagið vaxið of hratt og pantað of mikið
af þotum og fleiri þotur en þeir hafa not fyrir.


12. febrúar 2019
|
Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

9. febrúar 2019
|
Eins hreyfils flugvél af gerðinni Piper PA-46 Malibu Mirage rann út af flugbraut í lendingu og endaði í snjóskafli á flugvellinum í skíðabænum Courchevel í Frakklandi í gær.

9. desember 2018
|
Norwegian Air Sweden hefur flogið sitt fyrsta áætlunarflug en félagið er dótturfélag Norwegian sem mun fljúga til og frá Svíðþjóð.

22. febrúar 2019
|
British Airways hefur ákveðið að Airbus A319 þota verði næsta flugvél félagsins til þess að verða máluð í gömlum litabúningi líkt og flugvélar félagsins litu út í gamla daga.

22. febrúar 2019
|
Norwegian á loksins von á því að geta fengið eina af Boeing 737 MAX þotunum í flotanum heim frá Íran en um er að ræða þotu sem hefur verið föst í landinu frá því að flugvélin hafði þar óvænta viðkomu

21. febrúar 2019
|
Aldrei hafa eins margir flugfarþegar farið um Heathrow-flugvöll í sögu flugvallarins líkt og árið 2018 þegar 80.1 milljón farþega fór um völlinn.

20. febrúar 2019
|
Flugfélagið airBatlic ætlar sér að hætta með Boeing 737 þoturnar fyrr en áætlað var.

20. febrúar 2019
|
Splunkunýrri Airbus A320 þotu sem var í afhendingarflugi frá Airbus í Hamborg á leið til Nýja-Sjálands var gert að snúa við yfir Tyrklandi þar sem í ljós kom að þotan hafði ekki leyfi til þess að flj

19. febrúar 2019
|
Flugmálayfirvöld í Íran hafa birt lokaskýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað þann 18. febrúar í fyrra er farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 fórst í fjalllendi í innanlandsflugi í landinu.

19. febrúar 2019
|
Þrír þýskir bæjarstjórar í bæjunum Klixbüll, Leck og Niebüll vilja koma á flugsamgöngum til eyjunnar Sylt þar sem lestarsamgöngur hafa ekki gengið snuðrulaust fyrir sig að undanförnu.

19. febrúar 2019
|
Hafist hefur verið handa við að lagfæra og koma flugbrautinni á eyjunni Catalina við strendur Los Angeles í nothæft ástand á ný.