flugfréttir

Hvött til þess að einblína á hagnað en ekki aukin umsvif

- Hafa boðið upp á of lág fargjöld og eru að fá það í bakið í dag

20. desember 2018

|

Frétt skrifuð kl. 16:55

Sölustjóri Boeing fyrir Asíumarkað segir að indversk flugfélög þurfi að einblína frekar á hagnað í stað þess að horfa bara í aukin umsvif

Boeing hefur hvatt flugfélög á Indlandi til þess að einblína frekar á það að ná fram hagnaði í rekstri í stað þess að einblína eingöngu á aukin umsvif með stærra leiðarkerfi.

„Að auka vöxt flugfélags um tveggja stafa prósentutölu á sama tíma og félag er að kljást við taprekstur er fyrir mér áhyggjuefni. Ég myndi frekar stefna á 2% til 3% aukin umsvif í stað þess að fylla flugvélarnar af farþegum sem borga of lág fargjöld“, segir Dinesh Keskar, sölustjóri Boeing fyrir Asíusvæðið.

Hvergi annarsstaðar í heiminum hefur orðið eins mikill vöxtur í farþegaflugi líkt og á Indlandi en þrátt fyrir það þá eru flugfélög í innanlandsfluginu að róa erfiðan sjó þar sem þau berjast í harðri samkeppni við hvort annað með því að bjóða lægstu fargjöld sem sést hafa.

Í mörgum tilfellum eru fargjöldin 15% lægri en félagið þyrfti að rukka fyrir hvern farþega til þess að koma út á sléttu og eru þau því að borga með fargjöldunum.

Í hverjum mánuði sl. 50 mánuði hefur farþegafjöldi í innanlandsflugi á Indlandi tvöfalast en með lágum fargjöldum hafa fleiri efni á því að ferðast með flugi.

Þessi lágu fargjöld hafa orðið til þess að flugfélög á borð við IndiGo skilaði í fyrsta sinn inn taprekstri í októbermánuði og það sama má segja um Jet Airways.

Á sama tíma er hækkandi verð á þotueldsneyti einnig að hafa áhrif á taprekstur margra flugfélag á Indlandi en þotueldsneyti þar í landi hefur hækkað um 33 prósent frá því í janúar.

Markaðssérfræðingar telja að indversk flugfélög séu núna að sjá þau mistök sem þau hafa gert með því að bjóða svona lág fargjöld.

Þrátt fyrir þetta þá hefur Boeing hækkað spá sína varðandi eftirspurn eftir nýjum þotum á Indlandi og telur framleiðandinn að indversk flugfélög þurfi 2.300 nýjar þotur á næstu 20 árum sem skiptist niður í 1.940 nýjar meðalstórar þotur með einum gangi og 350 nýjar breiðþotur.  fréttir af handahófi

Fyrsta afríska flugfélagið til að fá afhenta Airbus A320neo

6. ágúst 2019

|

Air Seychelles hefur tekið við sinni fyrstu Airbus A320neo þotu og er flugfélagið fyrsta félagið í Afríku til að taka í notkun A320neo.

Qantas hefur fulla trú á Boeing 737 MAX og íhuga stóra pöntun

11. júní 2019

|

Alan Joyce, framkvæmdarstjóri ástralska flugfélagsins Qantas, segir að félagið sé að íhuga að velja Boeing 737 MAX þotur fyrir innanlandsflugið í Ástralíu.

Mun færri pantanir á fyrsta degi samanborið við síðustu ár

17. júní 2019

|

Töluvert færri pantanir í nýjar farþegaþotur voru gerðar í dag á fyrsta degi flugsýningarinnar í París en þess má geta að engin pöntun barst til Boeing sem hefur ekki gerst í mörg ár.

  Nýjustu flugfréttirnar

Gera ekki ráð fyrir 737 MAX fyrr en eftir áramót

17. ágúst 2019

|

Icelandair hefur nú uppfært flugáætlun sína til ársloka. Félagið gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX vélum í rekstri fyrir þann tíma og hefur aðlagað flugáætlun sína í samræmi við það og aðra þróun á

Vilja að hæstiréttur komi í veg fyrir boðað verkfall flugmanna

16. ágúst 2019

|

Ryanair hefur biðlað til hæstaréttar Írlands um að grípa í taumana og koma í veg fyrir fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna sem stefna á að leggja niður störf sín í næstu viku.

Flugvél hlekktist á í Svefneyjum á Breiðafirði

15. ágúst 2019

|

Lítilli flugvél hlekktist á í lendingu á Svefneyjum á Breiðafirði seinnipartinn í dag.

Cabo Verde Airlines tekur í notkun Boeing 737-300 þotu

15. ágúst 2019

|

Cabo Verde Airlines, flugfélagið á Grænhöfðaeyjum, hefur tekið í notkun Boeing 737-300 þotu sem félagið mun nota til þess að fljúga áætlunarflug frá Nelson Mandela flugvellinum við bæinn Praia til Li

Brotlenti er flugmaðurinn teygði sig í hurð sem hafði opnast

15. ágúst 2019

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) telja að orsök flugslyss, er lítil flugvél af gerðinni Cessna 170 brotlenti í Bandaríkjunum árið 2017, megi rekja til þess að flugmaður gerði tilr

Tvær þotur frá Qantas of nálægt hvor annarri í Sydney

14. ágúst 2019

|

Atvik átti sér stað á flugvellinum í Sydney á dögunum er tvær farþegaþotur frá Qantas fóru of nálægt hvor annarri.

Taka á leigu Boeing 737-200 til að fylla í skarð 737 MAX

13. ágúst 2019

|

Mikil eftirspurn er núna eftir gömlum Boeing 737 þotum vegna kyrrsetningar á Boeing 737 MAX þotunum en þetta er haft eftir flugvélaleigum sem leigja út flugvélar til flugfélaga.

Norwegian hættir öllu flugi yfir Atlantshafið frá Írlandi

13. ágúst 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta öllu áætlunarflugi yfir Atlantshafið á milli Írlands og Norður-Ameríku.

Festi hjólastellið í holu í brautinni fyrir flugtak

13. ágúst 2019

|

Lítil farþegaflugvél þurfti að hætta við flugtak í Kenýa í Afríku sl. sunnudag eftir að í ljós kom að dekkin á öðru aðalhjólastellinu voru föst í holu í flugbrautinni.

American mun fljúga til Íslands frá Philadelphia

13. ágúst 2019

|

American Airlines hefur ákveðið að breyta flugáætlun sinni til Íslands fyrir sumarið 2020 og bjóða upp á flug milli Keflavíkurflugvallar og Philadelphia en á móti ætlar félagið að hætta flugi milli Í