flugfréttir

Hvött til þess að einblína á hagnað en ekki aukin umsvif

- Hafa boðið upp á of lág fargjöld og eru að fá það í bakið í dag

20. desember 2018

|

Frétt skrifuð kl. 16:55

Sölustjóri Boeing fyrir Asíumarkað segir að indversk flugfélög þurfi að einblína frekar á hagnað í stað þess að horfa bara í aukin umsvif

Boeing hefur hvatt flugfélög á Indlandi til þess að einblína frekar á það að ná fram hagnaði í rekstri í stað þess að einblína eingöngu á aukin umsvif með stærra leiðarkerfi.

„Að auka vöxt flugfélags um tveggja stafa prósentutölu á sama tíma og félag er að kljást við taprekstur er fyrir mér áhyggjuefni. Ég myndi frekar stefna á 2% til 3% aukin umsvif í stað þess að fylla flugvélarnar af farþegum sem borga of lág fargjöld“, segir Dinesh Keskar, sölustjóri Boeing fyrir Asíusvæðið.

Hvergi annarsstaðar í heiminum hefur orðið eins mikill vöxtur í farþegaflugi líkt og á Indlandi en þrátt fyrir það þá eru flugfélög í innanlandsfluginu að róa erfiðan sjó þar sem þau berjast í harðri samkeppni við hvort annað með því að bjóða lægstu fargjöld sem sést hafa.

Í mörgum tilfellum eru fargjöldin 15% lægri en félagið þyrfti að rukka fyrir hvern farþega til þess að koma út á sléttu og eru þau því að borga með fargjöldunum.

Í hverjum mánuði sl. 50 mánuði hefur farþegafjöldi í innanlandsflugi á Indlandi tvöfalast en með lágum fargjöldum hafa fleiri efni á því að ferðast með flugi.

Þessi lágu fargjöld hafa orðið til þess að flugfélög á borð við IndiGo skilaði í fyrsta sinn inn taprekstri í októbermánuði og það sama má segja um Jet Airways.

Á sama tíma er hækkandi verð á þotueldsneyti einnig að hafa áhrif á taprekstur margra flugfélag á Indlandi en þotueldsneyti þar í landi hefur hækkað um 33 prósent frá því í janúar.

Markaðssérfræðingar telja að indversk flugfélög séu núna að sjá þau mistök sem þau hafa gert með því að bjóða svona lág fargjöld.

Þrátt fyrir þetta þá hefur Boeing hækkað spá sína varðandi eftirspurn eftir nýjum þotum á Indlandi og telur framleiðandinn að indversk flugfélög þurfi 2.300 nýjar þotur á næstu 20 árum sem skiptist niður í 1.940 nýjar meðalstórar þotur með einum gangi og 350 nýjar breiðþotur.  fréttir af handahófi

Færri en 20 Boeing 737 MAX þotur á flugi

13. mars 2019

|

Aðeins voru 23 flugvélar af gerðinni Boeing 737 MAX í loftinu í öllum heiminum í kvöld kl. 20:34 samkvæmt Flightradar24.com en kl. 20:50 hafði þeim fækkað niður í 18 þotur.

Southwest höfðar mál gegn félagi flugvirkja

3. mars 2019

|

Southwest Airlines hefur höfðað mál gegn starfsmannafélagi flugvirkja í Bandaríkjunum þar sem flugfélagið telur að seinkanir og seinagangur meðal flugvirkja félagsins, er varðar viðhald á flugflota S

Segir nafnið HOP! vera ruglandi fyrir farþega

1. febrúar 2019

|

Air France mun mögulega breyta nafni dótturfélagsins HOP! þar sem félagið telur nafnið vera ruglandi gagnvart tengifarþegum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Cirrus SF50 Vision einkaþotan kyrrsett af FAA

19. apríl 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa farið fram á að allar þotur af gerðinni Cirrus SF50 Vision verði kyrrsettar en lofthæfisreglugerð og fyrirmæli þess efnis voru gefin út í dag af stofnuninni.

Ætla að hætta við A350 og taka A330neo í staðinn

16. apríl 2019

|

SriLankan Airlines ætlar sér að hætta við Airbus A350 þoturnar sem félagið pantaði árið 20143 og er félagið að íhuga að breyta pöntuninni yfir í Airbus A330neo breiðþoturnar.

Einkaþota þýska ríkisins í hremmingum í lendingu í Berlín

16. apríl 2019

|

Röskun varð á flugumferð um Schöenefeld-flugvöllinn í Berlín í morgun og beina þurfti komuflugvélum til annarra flugvalla eftir að einkaþota á vegum þýska ríkisins lenti í hremmingum skömmu eftir fl

Ný alþjóðleg nefnd rannsakar og fylgist grannt með 737 MAX

15. apríl 2019

|

Stofnuð hefur verið alþjóðleg nefnd meðal flugmálayfirvalda víðsvegar um heim sem ætla í sameiningu að fara yfir þær breytingar sem Boeing hefur gert á búnaði á Boeing 737 MAX með tilliti til vottuna

Flugvélaleiga tekur níu þotur af Avianca Brasil

15. apríl 2019

|

Brasilíska flugfélagið Avianca Brasil, dótturfélag kólumbíska flugfélagsins Avianca, er nú komið í mikla fjárhagserfiðleika og og þurfti félagið sl. föstudag að fella niður 179 flugferðir á næstu fimm

Júmbó-þotan á eitt og hálft ár eftir í flota Virgin

15. apríl 2019

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic hefur gert drög að því að hætta með júmbó-þotuna og hefur félagið tilkynnt að Boeing 747 þoturnar verði farnar úr flotanum fyrir árið 2021.

1.000 flugmenn hjá Jet Airways mæta ekki til vinnu á morgun

14. apríl 2019

|

Um 1.000 flugmenn hjá indverska flugfélaginu Jet Airways ætla ekki að mæta til vinnu á morgun en með því ætla þeir að mótmæla því að þeir hafa ekki fengið greidd laun í 3 mánuði.

Norskur flugskóli pantar 60 rafknúnar kennsluflugvélar

13. apríl 2019

|

Norska flugfyrirtækið OSM Aviation hefur lagt inn pöntun í sextíu rafknúnar kennsluflugvélar frá Bye Aerospace af gerðinni eFlyer 2 sem munu fara í flota flugskólans OSM Aviation Academy.

FAA fundar með flugmönnum og flugfélögum varðandi 737 MAX

13. apríl 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) kölluðu flugmenn og rekstrardeildir þeirra flugfélaga, sem hafa Boeing 737 MAX í flota sínum, til fundar í gær sem fram fór í Washington D.C. þar sem farið var yfir k

Gátu ekki sett inn leiðina til Flórens og flugu til Bologna

11. apríl 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) flaug í dag sitt fyrsta flug til Flórens á Ítalíu frá Kaupmannahöfn en það væri ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að jómfrúarflugið endaði í Bologna sem er 80 kíl

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00