flugfréttir

Hvött til þess að einblína á hagnað en ekki aukin umsvif

- Hafa boðið upp á of lág fargjöld og eru að fá það í bakið í dag

20. desember 2018

|

Frétt skrifuð kl. 16:55

Sölustjóri Boeing fyrir Asíumarkað segir að indversk flugfélög þurfi að einblína frekar á hagnað í stað þess að horfa bara í aukin umsvif

Boeing hefur hvatt flugfélög á Indlandi til þess að einblína frekar á það að ná fram hagnaði í rekstri í stað þess að einblína eingöngu á aukin umsvif með stærra leiðarkerfi.

„Að auka vöxt flugfélags um tveggja stafa prósentutölu á sama tíma og félag er að kljást við taprekstur er fyrir mér áhyggjuefni. Ég myndi frekar stefna á 2% til 3% aukin umsvif í stað þess að fylla flugvélarnar af farþegum sem borga of lág fargjöld“, segir Dinesh Keskar, sölustjóri Boeing fyrir Asíusvæðið.

Hvergi annarsstaðar í heiminum hefur orðið eins mikill vöxtur í farþegaflugi líkt og á Indlandi en þrátt fyrir það þá eru flugfélög í innanlandsfluginu að róa erfiðan sjó þar sem þau berjast í harðri samkeppni við hvort annað með því að bjóða lægstu fargjöld sem sést hafa.

Í mörgum tilfellum eru fargjöldin 15% lægri en félagið þyrfti að rukka fyrir hvern farþega til þess að koma út á sléttu og eru þau því að borga með fargjöldunum.

Í hverjum mánuði sl. 50 mánuði hefur farþegafjöldi í innanlandsflugi á Indlandi tvöfalast en með lágum fargjöldum hafa fleiri efni á því að ferðast með flugi.

Þessi lágu fargjöld hafa orðið til þess að flugfélög á borð við IndiGo skilaði í fyrsta sinn inn taprekstri í októbermánuði og það sama má segja um Jet Airways.

Á sama tíma er hækkandi verð á þotueldsneyti einnig að hafa áhrif á taprekstur margra flugfélag á Indlandi en þotueldsneyti þar í landi hefur hækkað um 33 prósent frá því í janúar.

Markaðssérfræðingar telja að indversk flugfélög séu núna að sjá þau mistök sem þau hafa gert með því að bjóða svona lág fargjöld.

Þrátt fyrir þetta þá hefur Boeing hækkað spá sína varðandi eftirspurn eftir nýjum þotum á Indlandi og telur framleiðandinn að indversk flugfélög þurfi 2.300 nýjar þotur á næstu 20 árum sem skiptist niður í 1.940 nýjar meðalstórar þotur með einum gangi og 350 nýjar breiðþotur.  fréttir af handahófi

Fjallabylgjur og flug undir lágmarksflughæð orsök flugslyss

19. febrúar 2019

|

Flugmálayfirvöld í Íran hafa birt lokaskýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað þann 18. febrúar í fyrra er farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 fórst í fjalllendi í innanlandsflugi í landinu.

Hófu flugtak 400 metrum frá brautarenda á Gatwick

7. desember 2018

|

Flugmálayfirvöld í Bretlandi rannsaka nú atvik eftir að Dreamliner-þota af gerðinni Boeing 787-9 frá Norwegian notaði of stutta flugbraut í flugtaki á Gatwick-flugvellinum í London.

Börðust við að halda vélinni stöðugri allt frá flugtaki

28. nóvember 2018

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Indónesíu hefur birtar nýjar upplýsingar varðandi flugslysið er Boeing 737 MAX þota frá Lion Air fórst eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu þann 29. október sl.

  Nýjustu flugfréttirnar

„Getum ekki flogið á þessa staði óstyrkta“

23. febrúar 2019

|

Það er næstum öruggt að flugsamgöngur til Þórshafnar og Vopnafjarðar leggjast af ef tillaga starfshóps á vegum Samgönguráðuneytisins um breytingar á samgöngukerfi nær fram að ganga sem gerir ráð fyri

FAA varar við því að fljúga í gegnum lofthelgi Venesúela

23. febrúar 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent frá sér aðvörun þar sem bandarískum flugfélögum er ráðlagt að hafa varann á ef flogið er í gegnum lofthelgi Venesúela vegna vaxandi óstöðugleika.

Næsta retro-flugvél British Airways verður í litum BEA

22. febrúar 2019

|

British Airways hefur ákveðið að Airbus A319 þota verði næsta flugvél félagsins til þess að verða máluð í gömlum litabúningi líkt og flugvélar félagsins litu út í gamla daga.

Boeing 737 þota Norwegian á förum frá Íran á næstu dögum

22. febrúar 2019

|

Norwegian á loksins von á því að geta fengið eina af Boeing 737 MAX þotunum í flotanum heim frá Íran en um er að ræða þotu sem hefur verið föst í landinu frá því að flugvélin hafði þar óvænta viðkomu

Metfjöldi farþega um Heathrow-flugvöll árið 2018

21. febrúar 2019

|

Aldrei hafa eins margir flugfarþegar farið um Heathrow-flugvöll í sögu flugvallarins líkt og árið 2018 þegar 80.1 milljón farþega fór um völlinn.

AirBaltic mun hætta með Boeing 737 í haust

20. febrúar 2019

|

Flugfélagið airBatlic ætlar sér að hætta með Boeing 737 þoturnar fyrr en áætlað var.

Ný Airbus-þota fékk ekki leyfi til að fljúga yfir Íran

20. febrúar 2019

|

Splunkunýrri Airbus A320 þotu sem var í afhendingarflugi frá Airbus í Hamborg á leið til Nýja-Sjálands var gert að snúa við yfir Tyrklandi þar sem í ljós kom að þotan hafði ekki leyfi til þess að flj

Fjallabylgjur og flug undir lágmarksflughæð orsök flugslyss

19. febrúar 2019

|

Flugmálayfirvöld í Íran hafa birt lokaskýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað þann 18. febrúar í fyrra er farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 fórst í fjalllendi í innanlandsflugi í landinu.

Þrír bæjarstjórar vilja koma á flugsamgöngum til Sylt

19. febrúar 2019

|

Þrír þýskir bæjarstjórar í bæjunum Klixbüll, Leck og Niebüll vilja koma á flugsamgöngum til eyjunnar Sylt þar sem lestarsamgöngur hafa ekki gengið snuðrulaust fyrir sig að undanförnu.

Einkafyrirtæki styrkir nýja flugbraut á eyjunni Catalina

19. febrúar 2019

|

Hafist hefur verið handa við að lagfæra og koma flugbrautinni á eyjunni Catalina við strendur Los Angeles í nothæft ástand á ný.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00