flugfréttir

Sjö flugmönnum sagt upp eftir að hafa falsað gögn í umsókn

- Alls 50 manns sagt upp hjá PIA vegna fölsunar á upplýsingum um menntun

30. desember 2018

|

Frétt skrifuð kl. 17:49

Boeing 777 þota PIA Pakistan International Airlines

Pakistan International Airlines (PIA), ríkisflugfélag Pakistans, hefur sagt upp 50 starfsmönnum eftir að í ljós hefur komið að starfsfólkið falsaði gögn í starfsumsókn sinni og þar á meðal hefur nokkrum flugmönnum verið sagt upp sem hafa flogið þotum félagsins um nokkurt skeið.

Flugmálayfirvöld í Pakistan hafa greint frá því að minnsta kosti sjö flugmenn höfðu falsað gögn um skólagöngu og höfðu fimm af þeim ekki lokið stúdentsprófi og nokkir höfðu ekki einu sinni klárað tíunda bekk.

Við réttarhöld vegna málsins var greint frá því að flugmálayfirvöld í Pakistan hafa viðurkent að hafa átt í erfiðleikum með að fara yfir gögn þeirra flugmanna sem hafa sótt um atvinnuflugmannsskírteini, staðfesta umsóknir þeirra og þá hefur úrvinnsla gagna verið ábótavant þar sem nokkrar menntastofnanir hafa ekki verið samvinnuþýðar er kemur að senda frá sér gögn með einkunnir nemenda.

„Við höfum hafi rannsókn á málinu sem snertir alla þá starfsmenn sem reyndust hafa starfað hjá flugfélaginu eftir að hafa framvísað fölsuðum gögnum í umsóknum“, segir talsmaður PIA.

Í stjórnklefa á Boeing 777 þotu Pakistan International Airlines

Yfirmaður pakistanskra flugmálayfirvalda segir að búið sé að gefa út tilmæli þar sem mælt er með því flugrekstraraðilar láti afturkalla skírteini allra þeirra flugmanna og áhafnameðlima, sem hafa sent inn umsókn með fölsuð gögn um menntun og réttindi á meðan verið sé að skoða bakgrunn þessara aðila.

Málið verður tekið upp að nýju fyrir dómstólum í Pakistan þann 9. janúar næstkomandi.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem upp kemst um fölsun réttinda meðal flugmanna hjá Pakistan International Airlines en árið 2012 var þremur flugmönnum sagt upp vegna þessa og þar á meðal einn sem hafði flogið í 25 ár hjá félaginu með falsað atvinnuflugmannsskírteini.  fréttir af handahófi

Ilyushin Il-112V flýgur jómfrúarflugið

1. apríl 2019

|

Rússar flugu sl. laugardag Ilyushin Il-112V flugvélinni sem er fyrsta herflutningaflugvélin sem Rússar hafa framleitt eftir fall Sovíetríkjanna.

Öryggisleiðbeiningar í sætisvasa ruglaði farþega í ríminu

8. apríl 2019

|

Einhverjir farþegar, sem voru að fljúga með Southwest Airlines um helgina, lýstu yfir áhyggjum sínum þar sem þeir héldu að þeir væru að fara að fljúga með Boeing 737 MAX þar sem spjöldin með öryggis

SAS tekur á leigu þrjár Airbus A321LR þotur

24. janúar 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur ákveðið að taka á leigu þrjár langdrægar Airbus A321LR þotur sem félagið mun fá afhentar árið 2020 en þoturnar eru teknar á leigu frá flugvélaleigunni Air Lease Cor

  Nýjustu flugfréttirnar

Cirrus SF50 Vision einkaþotan kyrrsett af FAA

19. apríl 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa farið fram á að allar þotur af gerðinni Cirrus SF50 Vision verði kyrrsettar en lofthæfisreglugerð og fyrirmæli þess efnis voru gefin út í dag af stofnuninni.

Ætla að hætta við A350 og taka A330neo í staðinn

16. apríl 2019

|

SriLankan Airlines ætlar sér að hætta við Airbus A350 þoturnar sem félagið pantaði árið 20143 og er félagið að íhuga að breyta pöntuninni yfir í Airbus A330neo breiðþoturnar.

Einkaþota þýska ríkisins í hremmingum í lendingu í Berlín

16. apríl 2019

|

Röskun varð á flugumferð um Schöenefeld-flugvöllinn í Berlín í morgun og beina þurfti komuflugvélum til annarra flugvalla eftir að einkaþota á vegum þýska ríkisins lenti í hremmingum skömmu eftir fl

Ný alþjóðleg nefnd rannsakar og fylgist grannt með 737 MAX

15. apríl 2019

|

Stofnuð hefur verið alþjóðleg nefnd meðal flugmálayfirvalda víðsvegar um heim sem ætla í sameiningu að fara yfir þær breytingar sem Boeing hefur gert á búnaði á Boeing 737 MAX með tilliti til vottuna

Flugvélaleiga tekur níu þotur af Avianca Brasil

15. apríl 2019

|

Brasilíska flugfélagið Avianca Brasil, dótturfélag kólumbíska flugfélagsins Avianca, er nú komið í mikla fjárhagserfiðleika og og þurfti félagið sl. föstudag að fella niður 179 flugferðir á næstu fimm

Júmbó-þotan á eitt og hálft ár eftir í flota Virgin

15. apríl 2019

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic hefur gert drög að því að hætta með júmbó-þotuna og hefur félagið tilkynnt að Boeing 747 þoturnar verði farnar úr flotanum fyrir árið 2021.

1.000 flugmenn hjá Jet Airways mæta ekki til vinnu á morgun

14. apríl 2019

|

Um 1.000 flugmenn hjá indverska flugfélaginu Jet Airways ætla ekki að mæta til vinnu á morgun en með því ætla þeir að mótmæla því að þeir hafa ekki fengið greidd laun í 3 mánuði.

Norskur flugskóli pantar 60 rafknúnar kennsluflugvélar

13. apríl 2019

|

Norska flugfyrirtækið OSM Aviation hefur lagt inn pöntun í sextíu rafknúnar kennsluflugvélar frá Bye Aerospace af gerðinni eFlyer 2 sem munu fara í flota flugskólans OSM Aviation Academy.

FAA fundar með flugmönnum og flugfélögum varðandi 737 MAX

13. apríl 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) kölluðu flugmenn og rekstrardeildir þeirra flugfélaga, sem hafa Boeing 737 MAX í flota sínum, til fundar í gær sem fram fór í Washington D.C. þar sem farið var yfir k

Gátu ekki sett inn leiðina til Flórens og flugu til Bologna

11. apríl 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) flaug í dag sitt fyrsta flug til Flórens á Ítalíu frá Kaupmannahöfn en það væri ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að jómfrúarflugið endaði í Bologna sem er 80 kíl

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00