flugfréttir

Qantas enn og aftur öruggasta flugfélag heims

- Flugslysalaus flugrekstur í 98 ár hjá flugfélaginu ástralska

4. janúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:08

Boeing 737 þotur Qantas

Qantas hefur verið útnefnt öruggasta flugfélag heims fyrir árið 2019 að mati fyrirtækisins Airlines Ratings sem hefur í mörg ár metið öryggi flugfélaga og gefið fyrirtækjum í flugiðnaðinum einkunn.

Þetta er síður en svo í fyrsta sinn sem Qantas er valið öruggasta flugfélag heims því það hefur í nokkur ár trónað á toppi listans yfir þau öruggustu í heimi.

Það eru eflaust margir sem muna eftir atriðinu í kvikmyndinni um Regnmanninn þar sem Raymond Babbitt, sem leikinn var af Dustin Hoffman, neitaði að fljúga með bróður sínum til Las Vegas nema þó með þeirri undantekningu ef flugfélagið væri Qantas.

Vefsíðan Airlineratings.com tók fyrir 405 flugfélög og voru margir þættir sem höfðu áhrif á val listans en tekið var tillit til úttektar á öryggismálum hjá flugmálayfirvöldum, slysatíðni, fjölda alvarlegra atvika, aldur flugvéla í flugflota auk annarra atriða.

Skjáskot úr kvikmyndinni um Regnmanninn

Fram kemur að í 98 ára sögu Qantas hafi aldrei átt sér stað flugslys og þá hefur félaginu tekist með ótrúlegum hætti að halda úti nánast hreinum skjöldi er kemur að flugöryggi.

Hin flugfélögin nítján á listanum eru ekki flokkuð eftir öryggi heldur í stafrófsröð en þau flugfélög eru Air New Zealand, Alaska Airlines, ANA (All Nippon Airways), American Airlines, Austrian Airlines, British Airways, Cathay Pacific, Emirates, EVA Air, Finnair, Hawaiian Airlines, KLM, Lufthansa, Qatar Airways, SAS (Scandinavian), Singapore Airlines, SWISS International Air Lines, United Airlines, Virgin Atlantic og Virgin Australia.

SAS er meðal tuttugu öruggustu flugfélaga í heimi

Samkvæmt Geoffrey Thomas, ritstjóra Airlinesratings.com þá standa þessi flugfélög upp úr er kemur að flugöryggi og eru mörg þeirra brauðryðjendur í nýjungum og tækni í öryggismálum.

Wizz Air meðal öruggustu lágfargjaldafélaganna

Thomas segir að aðeins er tekið tillit til alvarlegra atvika við samantekt listans. „Öll flugfélög ganga í gegnum atvik þar sem eitthvað kemur upp á. En það er spurningin hvernig áhöfnin bregst við vandamálum sem endurspeglar þjálfun og um leið vel rekið flugfélag“, segir Thomas.

Þá tók Airline Ratings einnig saman topp 10 lista yfir öruggustu lágfargjaldarfélögin en þau eru Flybe, Frontier, HK Express, JetBlue, Jetstar Australia, Thomas Cook, Volaris, Vueling, Westjet og Wizz Air.

Að lokum var tekin saman stuttur listi yfir þau flugfélög sem skrapa botn listans en þau eru Ariana Afghan Airlines, Bluewing Airlines, Kam Air og Trigana Air Service.  fréttir af handahófi

Flugmaðurinn hans Sala lauk ekki atvinnuflugmannsnámi

4. mars 2019

|

Komið hefur í ljós að David Ibbotson, flugmaðurinn sem flaug Piper Malibu PA-46 flugvél með argentínska knattspyrnumanninum Emiliano Sala, sem fórst yfir Ermasundi á leið frá Nantes til Cardiff í lok

Airbus hefur misst pantanir í 103 þotur frá áramótum

8. mars 2019

|

Mikill fjöldi afpantana í nýjar þotur hjá Airbus hefur haft mikil áhrif á heildarfjölda þeirra flugvéla sem búið var að panta hjá framleiðandanum og hefur pöntunarlistinn því dregist saman þónokkuð.

Tvö flugfélög vilja skila öllum Superjet-þotunum til Sukhoi

26. mars 2019

|

Mexíkóska flugfélagið Interjet hefur kyrrsett meira en 2/3 alls Sukhoi Superjet 100 flugflotans.

  Nýjustu flugfréttirnar

Cirrus SF50 Vision einkaþotan kyrrsett af FAA

19. apríl 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa farið fram á að allar þotur af gerðinni Cirrus SF50 Vision verði kyrrsettar en lofthæfisreglugerð og fyrirmæli þess efnis voru gefin út í dag af stofnuninni.

Ætla að hætta við A350 og taka A330neo í staðinn

16. apríl 2019

|

SriLankan Airlines ætlar sér að hætta við Airbus A350 þoturnar sem félagið pantaði árið 20143 og er félagið að íhuga að breyta pöntuninni yfir í Airbus A330neo breiðþoturnar.

Einkaþota þýska ríkisins í hremmingum í lendingu í Berlín

16. apríl 2019

|

Röskun varð á flugumferð um Schöenefeld-flugvöllinn í Berlín í morgun og beina þurfti komuflugvélum til annarra flugvalla eftir að einkaþota á vegum þýska ríkisins lenti í hremmingum skömmu eftir fl

Ný alþjóðleg nefnd rannsakar og fylgist grannt með 737 MAX

15. apríl 2019

|

Stofnuð hefur verið alþjóðleg nefnd meðal flugmálayfirvalda víðsvegar um heim sem ætla í sameiningu að fara yfir þær breytingar sem Boeing hefur gert á búnaði á Boeing 737 MAX með tilliti til vottuna

Flugvélaleiga tekur níu þotur af Avianca Brasil

15. apríl 2019

|

Brasilíska flugfélagið Avianca Brasil, dótturfélag kólumbíska flugfélagsins Avianca, er nú komið í mikla fjárhagserfiðleika og og þurfti félagið sl. föstudag að fella niður 179 flugferðir á næstu fimm

Júmbó-þotan á eitt og hálft ár eftir í flota Virgin

15. apríl 2019

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic hefur gert drög að því að hætta með júmbó-þotuna og hefur félagið tilkynnt að Boeing 747 þoturnar verði farnar úr flotanum fyrir árið 2021.

1.000 flugmenn hjá Jet Airways mæta ekki til vinnu á morgun

14. apríl 2019

|

Um 1.000 flugmenn hjá indverska flugfélaginu Jet Airways ætla ekki að mæta til vinnu á morgun en með því ætla þeir að mótmæla því að þeir hafa ekki fengið greidd laun í 3 mánuði.

Norskur flugskóli pantar 60 rafknúnar kennsluflugvélar

13. apríl 2019

|

Norska flugfyrirtækið OSM Aviation hefur lagt inn pöntun í sextíu rafknúnar kennsluflugvélar frá Bye Aerospace af gerðinni eFlyer 2 sem munu fara í flota flugskólans OSM Aviation Academy.

FAA fundar með flugmönnum og flugfélögum varðandi 737 MAX

13. apríl 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) kölluðu flugmenn og rekstrardeildir þeirra flugfélaga, sem hafa Boeing 737 MAX í flota sínum, til fundar í gær sem fram fór í Washington D.C. þar sem farið var yfir k

Gátu ekki sett inn leiðina til Flórens og flugu til Bologna

11. apríl 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) flaug í dag sitt fyrsta flug til Flórens á Ítalíu frá Kaupmannahöfn en það væri ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að jómfrúarflugið endaði í Bologna sem er 80 kíl

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00