flugfréttir

Boeing 707 brotlenti eftir aðflug að röngum flugvelli í Íran

- Lenti á braut sem var of stutt og endaði inn í íbúðarhverfi

14. janúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 18:29

Slysið átti sér stað um klukkan 3:00 í nótt að íslenskum tíma

Fraktþota af gerðinni Boeing 707 brotlenti í nótt í Íran eftir að hún lenti á röngum flugvelli með þeim afleiðingum að þotan fór út af brautinni, gegnum vegg sem umliggur flugvallarsvæðið og endaði inn í íbúðarhverfi þar sem þotan varð alelda.

Slysið átti sér stað klukkan 03:00 að íslenskum tíma en þotan, sem var frá flugfélaginu Saha Airlines, fór í loftið frá Bishkek í Kyrgyzstan og átti flugvélin að lenda á Payam-flugvellinum í borginni Karaj, skammt norðvestur af Teheran.

Flugmennirnir tóku óvart aðflug að flugvellinum í bænum Fath sem er staðsettur í 9 kílómetra fjarlægð austur af Payam-flugvellinum og eru brautir flugvallanna beggja með sömu stefnu.

Payam-flugvöllurinn hefur eina braut sem er 3.659 metra löng en flugbrautin í Fath er þrisvar sinnum styttri og er lengd þeirrar brautar aðeins 1.300 metrar. Við brautarendann liggur vegur og hinumegin við veginn byrjar íbúðarhverfi.

Um borð voru sextán manns, og var aðeins einn sem komst lífs af sem var flugvirki sem var fluttur á sjúkrahús en flugvélin var að fljúga fraktflug með kjötvörur á vegum íranska hersins.

Aðeins eru tveir mánuðir frá því að önnur flugvél hóf óvart aðflug að Fath-flugvellinum í nóvember í fyrra þegar til stóð að lenda á Payam-flugvellinum en flugmenn þeirrar flugvélar fór í fráhvarfsflug í tæka tíð.

Orsök slyssins eru enn óljós en talið er að slæmt veður hafi átt sinn hlut að máli.

Myndir:

  fréttir af handahófi

Mun færri pantanir á fyrsta degi samanborið við síðustu ár

17. júní 2019

|

Töluvert færri pantanir í nýjar farþegaþotur voru gerðar í dag á fyrsta degi flugsýningarinnar í París en þess má geta að engin pöntun barst til Boeing sem hefur ekki gerst í mörg ár.

Kyrrsettar MAX-þotur ferjaðar í geymslu til Moses Lakes

22. júní 2019

|

Boeing er byrjað að færa nýjar Boeing 737 MAX þotur í geymslu á Grant County flugvellinum í Moses Lake í Washington-fylki þar sem flugvélaframleiðandinn er orðin uppiskroppa með geymslurými á Seattl

Fyrsta afríska flugfélagið til að fá afhenta Airbus A320neo

6. ágúst 2019

|

Air Seychelles hefur tekið við sinni fyrstu Airbus A320neo þotu og er flugfélagið fyrsta félagið í Afríku til að taka í notkun A320neo.

  Nýjustu flugfréttirnar

Gera ekki ráð fyrir 737 MAX fyrr en eftir áramót

17. ágúst 2019

|

Icelandair hefur nú uppfært flugáætlun sína til ársloka. Félagið gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX vélum í rekstri fyrir þann tíma og hefur aðlagað flugáætlun sína í samræmi við það og aðra þróun á

Vilja að hæstiréttur komi í veg fyrir boðað verkfall flugmanna

16. ágúst 2019

|

Ryanair hefur biðlað til hæstaréttar Írlands um að grípa í taumana og koma í veg fyrir fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna sem stefna á að leggja niður störf sín í næstu viku.

Flugvél hlekktist á í Svefneyjum á Breiðafirði

15. ágúst 2019

|

Lítilli flugvél hlekktist á í lendingu á Svefneyjum á Breiðafirði seinnipartinn í dag.

Cabo Verde Airlines tekur í notkun Boeing 737-300 þotu

15. ágúst 2019

|

Cabo Verde Airlines, flugfélagið á Grænhöfðaeyjum, hefur tekið í notkun Boeing 737-300 þotu sem félagið mun nota til þess að fljúga áætlunarflug frá Nelson Mandela flugvellinum við bæinn Praia til Li

Brotlenti er flugmaðurinn teygði sig í hurð sem hafði opnast

15. ágúst 2019

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) telja að orsök flugslyss, er lítil flugvél af gerðinni Cessna 170 brotlenti í Bandaríkjunum árið 2017, megi rekja til þess að flugmaður gerði tilr

Tvær þotur frá Qantas of nálægt hvor annarri í Sydney

14. ágúst 2019

|

Atvik átti sér stað á flugvellinum í Sydney á dögunum er tvær farþegaþotur frá Qantas fóru of nálægt hvor annarri.

Taka á leigu Boeing 737-200 til að fylla í skarð 737 MAX

13. ágúst 2019

|

Mikil eftirspurn er núna eftir gömlum Boeing 737 þotum vegna kyrrsetningar á Boeing 737 MAX þotunum en þetta er haft eftir flugvélaleigum sem leigja út flugvélar til flugfélaga.

Norwegian hættir öllu flugi yfir Atlantshafið frá Írlandi

13. ágúst 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta öllu áætlunarflugi yfir Atlantshafið á milli Írlands og Norður-Ameríku.

Festi hjólastellið í holu í brautinni fyrir flugtak

13. ágúst 2019

|

Lítil farþegaflugvél þurfti að hætta við flugtak í Kenýa í Afríku sl. sunnudag eftir að í ljós kom að dekkin á öðru aðalhjólastellinu voru föst í holu í flugbrautinni.

American mun fljúga til Íslands frá Philadelphia

13. ágúst 2019

|

American Airlines hefur ákveðið að breyta flugáætlun sinni til Íslands fyrir sumarið 2020 og bjóða upp á flug milli Keflavíkurflugvallar og Philadelphia en á móti ætlar félagið að hætta flugi milli Í