flugfréttir

Boeing 707 brotlenti eftir aðflug að röngum flugvelli í Íran

- Lenti á braut sem var of stutt og endaði inn í íbúðarhverfi

14. janúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 18:29

Slysið átti sér stað um klukkan 3:00 í nótt að íslenskum tíma

Fraktþota af gerðinni Boeing 707 brotlenti í nótt í Íran eftir að hún lenti á röngum flugvelli með þeim afleiðingum að þotan fór út af brautinni, gegnum vegg sem umliggur flugvallarsvæðið og endaði inn í íbúðarhverfi þar sem þotan varð alelda.

Slysið átti sér stað klukkan 03:00 að íslenskum tíma en þotan, sem var frá flugfélaginu Saha Airlines, fór í loftið frá Bishkek í Kyrgyzstan og átti flugvélin að lenda á Payam-flugvellinum í borginni Karaj, skammt norðvestur af Teheran.

Flugmennirnir tóku óvart aðflug að flugvellinum í bænum Fath sem er staðsettur í 9 kílómetra fjarlægð austur af Payam-flugvellinum og eru brautir flugvallanna beggja með sömu stefnu.

Payam-flugvöllurinn hefur eina braut sem er 3.659 metra löng en flugbrautin í Fath er þrisvar sinnum styttri og er lengd þeirrar brautar aðeins 1.300 metrar. Við brautarendann liggur vegur og hinumegin við veginn byrjar íbúðarhverfi.

Um borð voru sextán manns, og var aðeins einn sem komst lífs af sem var flugvirki sem var fluttur á sjúkrahús en flugvélin var að fljúga fraktflug með kjötvörur á vegum íranska hersins.

Aðeins eru tveir mánuðir frá því að önnur flugvél hóf óvart aðflug að Fath-flugvellinum í nóvember í fyrra þegar til stóð að lenda á Payam-flugvellinum en flugmenn þeirrar flugvélar fór í fráhvarfsflug í tæka tíð.

Orsök slyssins eru enn óljós en talið er að slæmt veður hafi átt sinn hlut að máli.

Myndir:

  fréttir af handahófi

Vængendahvirflar talin möguleg orsök flugslyss í Dubai

28. maí 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi telja að orsök flugslyss, er lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Diamond DA62 sem fórst í aðflugi að flugvellinum í Dubai þann 16. maí sl., megi sennilega

Um 318.000 farþegar flugu með Icelandair í apríl

6. maí 2019

|

Alls voru 318.000 farþegar sem flugu með Icelandair í aprílmánuði sem leið sem er 19 prósent fleiri farþegar samanborið við apríl í fyrra.

28 börn og fjölskyldur þeirra fengu styrk Vildarbarna

26. apríl 2019

|

28 börnum og fjölskyldum þeirra, samtals rúmlega eitt hundrað manns, var afhentur ferðastyrkur úr sjóði Vildarbarna Icelandair í gær en alls hafa 677 fjölskyldur notið stuðnings frá sjóðnum frá stofnu

  Nýjustu flugfréttirnar

Gjaldþrot sagt blasa við hjá Adria Airways

14. júní 2019

|

Sagt er að gjaldþrot sé yfirvofandi hjá flugfélaginu Adria Airways en félagið er þjóðarflugfélag Slóveníu og stærsta flugfélag landsins.

Færri farþegar um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí

14. júní 2019

|

Færri farþegar fóru um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí samanborðið við maí í fyrra og er þetta í fyrsta sinn í langan tíma sem að farþegafjöldinn gengur til baka milli ára.

Kennsluflugvél nauðlenti á Vestfjörðum

13. júní 2019

|

Kennsluflugvél frá Flugakademíu Keilis þurfti að nauðlenda á Vestfjörðum seinnipartinn í dag.

Sveinbjörn Indriðason nýr forstjóri Isavia

13. júní 2019

|

Stjórn Isavia hefur ráðið Sveinbjörn Indriðason í starf forstjóra Isavia og tekur hann strax við starfinu, sem hann hefur gegnt undanfarna mánuði ásamt Elínu Árnadóttur aðstoðarforstjóra.

Nepal Airlines setur seinni Boeing 757 þotuna á sölu

13. júní 2019

|

Nepal Airlines hefur sett síðustu Boeing 757 þotuna á sölu eftir að stjórn flugfélagsins samþykkti sölu á flugvélinni.

Donald Trump kynnir nýtt útlit fyrir Air Force One

13. júní 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kynnti í gær nýtt útlit á nýju Air Force One forsetaflugvélina í viðtali við fréttamenn ABC News sem fram fór í Hvíta Húsinu.

SAS mun fljúga fyrsta flugið með Airbus A350 í janúar 2020

13. júní 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) segir að félagið muni hefja áætlunarflug með Airbus A350 þotunni í janúar á næsta ári.

Isavia gerir samning um kolefnisjöfnun

12. júní 2019

|

Isavia hefur gert samning um kolefnisjöfnuð í samvinnu við Kolvið og Votlendissjóð til þriggja ára en samningur þess efnis var undirritaður í dag í Flugstjórnarmiðstöðinni við Reykjavíkurflugvöll.

Chair nýtt flugfélag í Sviss

12. júní 2019

|

Nýtt flugfélag hefur verið stofnað í Sviss sem ber heitið Chair Airlines og hefur fyrsta þotan í flota félagsins verið máluð í litum þess en félagið er nýtt flugfélag sem reist var á grunni Germania F

Boeing 737 MAX í ferjuflugi fékk ekki að fljúga yfir Þýskaland

12. júní 2019

|

Áhöfn á Boeing 737 MAX þotu frá Norwegian, sem verið var að ferja frá Malaga á Spáni til Stokkhólm, neyddist til þess að lenda í Frakklandi þar sem flugmálayfirvöld í Þýskalandi meinuðu vélinni að fl

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00