flugfréttir
Herþotur til móts við Boeing 777 fraktþotu
- Segja að flugvélin hafi farið gegnum lofthelgina án leyfis

Boeing 777-200F þotan í farflugshæð
Herþotur frá indónesíska flughernum voru ræstar út til þess að fljúga til móts við Boeing 777 fraktþotu frá Ethiopian Cargo sem var gert að lenda hið snarasta á þeim forsendum að hún hefði ekki heimild til að fljúga í gegnum indónesísku lofthelgina.
Atvikið átti sér í gær en fraktþotan var á leið frá Addis Ababa til Singapore í brýnni sendiför með þotuhreyfil
sem þurfti á tafarlausri viðgerð að halda.
Herþotan gaf flugmönnunum fyrirmæli um að lenda í Batam á samnefndri eyju, skammt suður af Singapore,
en Ethiopian Airlines segir að þotan hafi verið að fljúga í gegnum lofthelgina samkvæmt reglugerðum Chicago-sáttmála
Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) sem tilgreinir að flugvél, sem er ekki í áætlunarflugi, eigi að fá að fljúga
í gegnum lofthelgi án sérstaks leyfis.
Flugfélagið tekur fram að viðeigandi stjórnvöld geti farið fram á að flugvél í yfirflugi lendi á næsta flugvelli samkvæmt
skipun ef svo ber undir.
Flugvélin var ekki í áætlunarflugi þar sem um sérstakt verkefni var um að ræða sem kom upp í skyndi en flugmennirnir
enduðu á hóteli og hvíldu sig áður en förinni var heitið áfram til Singapore. Samkvæmt Flightradar24.com kemur
hinsvegar fram að flugvélin fór frá Batam til Hong Kong í stað Singapore.
Ljósmynd sem flugmaður herþotunnar tók af fraktþotunni á leiðinni til Batam


7. nóvember 2019
|
Miklar líkur eru á því að Boeing 737 MAX þoturnar verði fyrir valinu hjá hollenska flugfélaginu KLM Royal Dutch Airlines er kemur að endurnýjun á þeim flugflota sem félagið notar í styttri flugleiðu

15. nóvember 2019
|
Flugmaður einn hjá Etihad Airways lenti í því á dögunum að hann tók óvart köttinn sinn með sér í vinnuna og flaug með hann í 14 tíma til suðurhvels jarðar á meðan hann taldi kisa vera heima að passa h

6. október 2019
|
Pakistan International Airlines (PIA) flaug árið 2016 og 2017 alls 46 flugferðir með tómar vélar þar sem engir farþegar voru um borð.

11. desember 2019
|
Sú staða gæti komið upp að Boeing 737 MAX þoturnar verði ekki farnar að fljúga á ný innan Evrópu fyrir sumarið 2020 þrátt fyrir að þær verði byrjaðar að fljúga aftur í áætlunarflugi vestanhafs.

10. desember 2019
|
Ísraelska flugfélagið El Al Israel Airlines ætlar að framkvæma þrjú tilraunaflug á næsta ári til Melbourne í þeim tilgangi að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir því að hefja beint áætlunarflug til

10. desember 2019
|
Herflutningaflugvélar af gerðinni Lockheed C-130H Hercules, frá flughernum í Chile með 38 manns um borð, er saknað eftir að hún hvarf af ratsjá í gærkvöldi yfir Suður-Íshafi, mitt á milli syðsta odda

9. desember 2019
|
SAS er aftur orðið stærsta flugfélagið á Norðurlöndum í kjölfar samdráttar hjá Norwegian en flugfélagið norska hrifsaði þann titil af SAS í janúar árið 2017.

9. desember 2019
|
SAS (Scandinavian Airlines) mun á næsta ári hætta að fljúga á Narita-flugvöllinn í Tókýó þar sem til stendur að félagið muni færa sig yfir á Haneda-flugvöllinn sem er sá næststærsti í borginni.

9. desember 2019
|
Þyrla frá fréttastöðinni KABC-TV í Bandaríkjunum lenti í árekstri við dróna í síðustu viku er þyrlan var á flugi yfir miðborg Los Angeles.

8. desember 2019
|
Rannsóknardeild samgönguslysa (RNSA) hefur gefið út lokaskýrslu er varðar flugslys sem átti sér stað þann 12. nóvember árið 2015 er kennsluflugvél af gerðinni Tecnam P2002JF brotlenti í æfingarsvæði í

6. desember 2019
|
Fjórir ölvaðir flugmenn hjá indverska flugfélaginu SpiceJet hafa verið stöðvaðir á sl. fimm dögum þar sem þeir féllu á áfengisprófi er þeir mættu til vinnu í stjórnklefann á leið í áætlunarflug.