flugfréttir

Fyrsta beina leiguflugið til Cabo Verde með VITA

- Sjö tíma flug í suðrænt veðurfar og grænan sjó

16. janúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 17:10

TF-FIN (hægra megin) eftir lendingu á Amílcar Cabral flugvellinum á Grænhöfðaeyjum í gær

Icelandair flaug sl. mánudag fyrsta beina leiguflugið frá Íslandi til Grænhöfðaeyja en flugið var á vegum ferðaskrifstofunnar VITA þar sem flogið er með Icelandair.

Ferðin var einnig farin í samstarfi við Moggaklúbbinn en fram kemur að selst hafi upp í ferðina á örfáum vikum en VITA stefnir á að bjóða upp á fleiri ferðir til Grænhöfðaeyja.

Það var TF-FIN („Eldborg“) sem flaug fyrsta leiguflugið frá Íslandi til Grænhöfðaeyja en flogið var til Amílcar Cabral flugvallarins (SID) á eyjunni Sal sem er ein af þeim tíu eyjum sem mynda eyjaklasann.

Á Cabo Verde er tær sjór, lítil sem engin rigning og suðrænt veðurfar

TF-FIN, sem er af gerðinni Boeing 757-200, fór í loftið frá Keflavík klukkan 8:41 og lenti í Esparagos klukkan 15:21 og var flugtíminn 6 klukkustundir og 39 mínútur.

Fyrstu farþegarnir fengu rennblautar heiðursmóttökur frá slökkviliðinu eins og venjan er eftir jómfrúrflug og sérstök móttökunefnd, skipuð helstu embættismönnum eyjaklasans,  tók á móti farþegum á flugvellinum en mikil spenna og eftirvænting var í loftinu við komuna.

Grænhöfðaeyar eru eyjaklasi um 570 km undan vesturströnd Afríku og eru þær þekktar fyrir frábært suðrænt veðurfar. Hitinn er sjaldan mjög hár og lítið sem ekkert um rigningu flesta mánuði ársins.

Fyrir utan veður eru Grænhöfðaeyjar þekktar fyrir fallegar strendur, tæran sjó, menningu, sögu og einstaka tónlist.

Myndband af þotunni við komunni til Grænhöfðaeyja þar sem hún fékk höfðinglegar móttökur frá slökkviliði bæjarins  fréttir af handahófi

Virgin vill fá 150 pláss eftir stækkun Heathrow árið 2026

25. júní 2019

|

Shai Weiss, framkvæmdarstjóri Virgin Atlantic, segir að flugfélagið breska ætli að fara fram á að fá 150 afgreiðslupláss á Heathrow-flugvelli þegar þriðja flugbrautin verður tilbúin til notkunar ári

Bombardier selur CRJ-framleiðsluna til Mitsubishi

25. júní 2019

|

Kanadíski flugvélaframleiðandinn hefur selt framleiðsluna á CRJ þotunum yfir til japanska flugvélaframleiðandans Mitsubishu Heavy Industries sem framleiðir m.a. nýju MRJ þotuna sem fengið hefur nafn

Airbus fékk eina pöntun í maí

11. júní 2019

|

Airbus fékk aðeins eina pöntun í maí en afhenti á móti 81 þotu af öllum gerðum af þeim tegundum sem framleiddar eru.

  Nýjustu flugfréttirnar

Gera ekki ráð fyrir 737 MAX fyrr en eftir áramót

17. ágúst 2019

|

Icelandair hefur nú uppfært flugáætlun sína til ársloka. Félagið gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX vélum í rekstri fyrir þann tíma og hefur aðlagað flugáætlun sína í samræmi við það og aðra þróun á

Vilja að hæstiréttur komi í veg fyrir boðað verkfall flugmanna

16. ágúst 2019

|

Ryanair hefur biðlað til hæstaréttar Írlands um að grípa í taumana og koma í veg fyrir fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna sem stefna á að leggja niður störf sín í næstu viku.

Flugvél hlekktist á í Svefneyjum á Breiðafirði

15. ágúst 2019

|

Lítilli flugvél hlekktist á í lendingu á Svefneyjum á Breiðafirði seinnipartinn í dag.

Cabo Verde Airlines tekur í notkun Boeing 737-300 þotu

15. ágúst 2019

|

Cabo Verde Airlines, flugfélagið á Grænhöfðaeyjum, hefur tekið í notkun Boeing 737-300 þotu sem félagið mun nota til þess að fljúga áætlunarflug frá Nelson Mandela flugvellinum við bæinn Praia til Li

Brotlenti er flugmaðurinn teygði sig í hurð sem hafði opnast

15. ágúst 2019

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) telja að orsök flugslyss, er lítil flugvél af gerðinni Cessna 170 brotlenti í Bandaríkjunum árið 2017, megi rekja til þess að flugmaður gerði tilr

Tvær þotur frá Qantas of nálægt hvor annarri í Sydney

14. ágúst 2019

|

Atvik átti sér stað á flugvellinum í Sydney á dögunum er tvær farþegaþotur frá Qantas fóru of nálægt hvor annarri.

Taka á leigu Boeing 737-200 til að fylla í skarð 737 MAX

13. ágúst 2019

|

Mikil eftirspurn er núna eftir gömlum Boeing 737 þotum vegna kyrrsetningar á Boeing 737 MAX þotunum en þetta er haft eftir flugvélaleigum sem leigja út flugvélar til flugfélaga.

Norwegian hættir öllu flugi yfir Atlantshafið frá Írlandi

13. ágúst 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta öllu áætlunarflugi yfir Atlantshafið á milli Írlands og Norður-Ameríku.

Festi hjólastellið í holu í brautinni fyrir flugtak

13. ágúst 2019

|

Lítil farþegaflugvél þurfti að hætta við flugtak í Kenýa í Afríku sl. sunnudag eftir að í ljós kom að dekkin á öðru aðalhjólastellinu voru föst í holu í flugbrautinni.

American mun fljúga til Íslands frá Philadelphia

13. ágúst 2019

|

American Airlines hefur ákveðið að breyta flugáætlun sinni til Íslands fyrir sumarið 2020 og bjóða upp á flug milli Keflavíkurflugvallar og Philadelphia en á móti ætlar félagið að hætta flugi milli Í