flugfréttir

Fyrsta beina leiguflugið til Cabo Verde með VITA

- Sjö tíma flug í suðrænt veðurfar og grænan sjó

16. janúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 17:10

TF-FIN (hægra megin) eftir lendingu á Amílcar Cabral flugvellinum á Grænhöfðaeyjum í gær

Icelandair flaug sl. mánudag fyrsta beina leiguflugið frá Íslandi til Grænhöfðaeyja en flugið var á vegum ferðaskrifstofunnar VITA þar sem flogið er með Icelandair.

Ferðin var einnig farin í samstarfi við Moggaklúbbinn en fram kemur að selst hafi upp í ferðina á örfáum vikum en VITA stefnir á að bjóða upp á fleiri ferðir til Grænhöfðaeyja.

Það var TF-FIN („Eldborg“) sem flaug fyrsta leiguflugið frá Íslandi til Grænhöfðaeyja en flogið var til Amílcar Cabral flugvallarins (SID) á eyjunni Sal sem er ein af þeim tíu eyjum sem mynda eyjaklasann.

Á Cabo Verde er tær sjór, lítil sem engin rigning og suðrænt veðurfar

TF-FIN, sem er af gerðinni Boeing 757-200, fór í loftið frá Keflavík klukkan 8:41 og lenti í Esparagos klukkan 15:21 og var flugtíminn 6 klukkustundir og 39 mínútur.

Fyrstu farþegarnir fengu rennblautar heiðursmóttökur frá slökkviliðinu eins og venjan er eftir jómfrúrflug og sérstök móttökunefnd, skipuð helstu embættismönnum eyjaklasans,  tók á móti farþegum á flugvellinum en mikil spenna og eftirvænting var í loftinu við komuna.

Grænhöfðaeyar eru eyjaklasi um 570 km undan vesturströnd Afríku og eru þær þekktar fyrir frábært suðrænt veðurfar. Hitinn er sjaldan mjög hár og lítið sem ekkert um rigningu flesta mánuði ársins.

Fyrir utan veður eru Grænhöfðaeyjar þekktar fyrir fallegar strendur, tæran sjó, menningu, sögu og einstaka tónlist.

Myndband af þotunni við komunni til Grænhöfðaeyja þar sem hún fékk höfðinglegar móttökur frá slökkviliði bæjarins  fréttir af handahófi

Hvött til þess að einblína á hagnað en ekki aukin umsvif

20. desember 2018

|

Boeing hefur hvatt flugfélög á Indlandi til þess að einblína frekar á það að ná fram hagnaði í rekstri í stað þess að einblína eingöngu á aukin umsvif með stærra leiðarkerfi.

Rakst með væng utan í flugstöðvarbyggingu

29. nóvember 2018

|

Dreamliner-þota frá Air India rakst með væng utan í flugstöðvarbyggingu á Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi í gær.

Tvö stór flugfélög á suðurhveli jarðar berjast í bökkum

28. nóvember 2018

|

Tvö stór flugfélög á suðurhveli jarðar berjast nú í bökkum við að geta haldið rekstri sínum gangandi, annað flugfélagið í Suður-Ameríku og hitt í Afríku.

  Nýjustu flugfréttirnar

„Getum ekki flogið á þessa staði óstyrkta“

23. febrúar 2019

|

Það er næstum öruggt að flugsamgöngur til Þórshafnar og Vopnafjarðar leggjast af ef tillaga starfshóps á vegum Samgönguráðuneytisins um breytingar á samgöngukerfi nær fram að ganga sem gerir ráð fyri

FAA varar við því að fljúga í gegnum lofthelgi Venesúela

23. febrúar 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent frá sér aðvörun þar sem bandarískum flugfélögum er ráðlagt að hafa varann á ef flogið er í gegnum lofthelgi Venesúela vegna vaxandi óstöðugleika.

Næsta retro-flugvél British Airways verður í litum BEA

22. febrúar 2019

|

British Airways hefur ákveðið að Airbus A319 þota verði næsta flugvél félagsins til þess að verða máluð í gömlum litabúningi líkt og flugvélar félagsins litu út í gamla daga.

Boeing 737 þota Norwegian á förum frá Íran á næstu dögum

22. febrúar 2019

|

Norwegian á loksins von á því að geta fengið eina af Boeing 737 MAX þotunum í flotanum heim frá Íran en um er að ræða þotu sem hefur verið föst í landinu frá því að flugvélin hafði þar óvænta viðkomu

Metfjöldi farþega um Heathrow-flugvöll árið 2018

21. febrúar 2019

|

Aldrei hafa eins margir flugfarþegar farið um Heathrow-flugvöll í sögu flugvallarins líkt og árið 2018 þegar 80.1 milljón farþega fór um völlinn.

AirBaltic mun hætta með Boeing 737 í haust

20. febrúar 2019

|

Flugfélagið airBatlic ætlar sér að hætta með Boeing 737 þoturnar fyrr en áætlað var.

Ný Airbus-þota fékk ekki leyfi til að fljúga yfir Íran

20. febrúar 2019

|

Splunkunýrri Airbus A320 þotu sem var í afhendingarflugi frá Airbus í Hamborg á leið til Nýja-Sjálands var gert að snúa við yfir Tyrklandi þar sem í ljós kom að þotan hafði ekki leyfi til þess að flj

Fjallabylgjur og flug undir lágmarksflughæð orsök flugslyss

19. febrúar 2019

|

Flugmálayfirvöld í Íran hafa birt lokaskýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað þann 18. febrúar í fyrra er farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 fórst í fjalllendi í innanlandsflugi í landinu.

Þrír bæjarstjórar vilja koma á flugsamgöngum til Sylt

19. febrúar 2019

|

Þrír þýskir bæjarstjórar í bæjunum Klixbüll, Leck og Niebüll vilja koma á flugsamgöngum til eyjunnar Sylt þar sem lestarsamgöngur hafa ekki gengið snuðrulaust fyrir sig að undanförnu.

Einkafyrirtæki styrkir nýja flugbraut á eyjunni Catalina

19. febrúar 2019

|

Hafist hefur verið handa við að lagfæra og koma flugbrautinni á eyjunni Catalina við strendur Los Angeles í nothæft ástand á ný.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00