flugfréttir

Fyrsta beina leiguflugið til Cabo Verde með VITA

- Sjö tíma flug í suðrænt veðurfar og grænan sjó

16. janúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 17:10

TF-FIN (hægra megin) eftir lendingu á Amílcar Cabral flugvellinum á Grænhöfðaeyjum í gær

Icelandair flaug sl. mánudag fyrsta beina leiguflugið frá Íslandi til Grænhöfðaeyja en flugið var á vegum ferðaskrifstofunnar VITA þar sem flogið er með Icelandair.

Ferðin var einnig farin í samstarfi við Moggaklúbbinn en fram kemur að selst hafi upp í ferðina á örfáum vikum en VITA stefnir á að bjóða upp á fleiri ferðir til Grænhöfðaeyja.

Það var TF-FIN („Eldborg“) sem flaug fyrsta leiguflugið frá Íslandi til Grænhöfðaeyja en flogið var til Amílcar Cabral flugvallarins (SID) á eyjunni Sal sem er ein af þeim tíu eyjum sem mynda eyjaklasann.

Á Cabo Verde er tær sjór, lítil sem engin rigning og suðrænt veðurfar

TF-FIN, sem er af gerðinni Boeing 757-200, fór í loftið frá Keflavík klukkan 8:41 og lenti í Esparagos klukkan 15:21 og var flugtíminn 6 klukkustundir og 39 mínútur.

Fyrstu farþegarnir fengu rennblautar heiðursmóttökur frá slökkviliðinu eins og venjan er eftir jómfrúrflug og sérstök móttökunefnd, skipuð helstu embættismönnum eyjaklasans,  tók á móti farþegum á flugvellinum en mikil spenna og eftirvænting var í loftinu við komuna.

Grænhöfðaeyar eru eyjaklasi um 570 km undan vesturströnd Afríku og eru þær þekktar fyrir frábært suðrænt veðurfar. Hitinn er sjaldan mjög hár og lítið sem ekkert um rigningu flesta mánuði ársins.

Fyrir utan veður eru Grænhöfðaeyjar þekktar fyrir fallegar strendur, tæran sjó, menningu, sögu og einstaka tónlist.

Myndband af þotunni við komunni til Grænhöfðaeyja þar sem hún fékk höfðinglegar móttökur frá slökkviliði bæjarins  fréttir af handahófi

Þyrla með flugmálaráðherra fórst í Nepal

1. mars 2019

|

Talið er að flugmaður í Nepal hafi verið undir þrýstingi að fara í þyrluflug þrátt fyrir slæmt veður sem endaði með flugslysi sl. miðvikudag en meðal farþega um borð í þyrlunni var m.a. Rabindra Adhi

Nýtt flugfélag í Taívan pantar sautján A350 þotur

19. mars 2019

|

Taívanska flugfélagið STARLUX Airlines hefur lagt inn pöntun til Airbus í sautján Airbus A350 breiðþotur; tólf af gerðinni Airbus A350-1000 og fimm af gerðinni A350-900.

Nýjar Boeing 737 MAX þotur hrannast upp á Seattle-svæðinu

15. apríl 2019

|

Nýsmíðaðar Boeing 737 MAX þotur hrannast nú upp á nokkrum stöðum á Seattle-svæðinu og bíða þess að verða afhentar í kjölfar kyrrsetningu vegna flugslysanna tveggja í Eþíópíu og Indónesíu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Cirrus SF50 Vision einkaþotan kyrrsett af FAA

19. apríl 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa farið fram á að allar þotur af gerðinni Cirrus SF50 Vision verði kyrrsettar en lofthæfisreglugerð og fyrirmæli þess efnis voru gefin út í dag af stofnuninni.

Ætla að hætta við A350 og taka A330neo í staðinn

16. apríl 2019

|

SriLankan Airlines ætlar sér að hætta við Airbus A350 þoturnar sem félagið pantaði árið 20143 og er félagið að íhuga að breyta pöntuninni yfir í Airbus A330neo breiðþoturnar.

Einkaþota þýska ríkisins í hremmingum í lendingu í Berlín

16. apríl 2019

|

Röskun varð á flugumferð um Schöenefeld-flugvöllinn í Berlín í morgun og beina þurfti komuflugvélum til annarra flugvalla eftir að einkaþota á vegum þýska ríkisins lenti í hremmingum skömmu eftir fl

Ný alþjóðleg nefnd rannsakar og fylgist grannt með 737 MAX

15. apríl 2019

|

Stofnuð hefur verið alþjóðleg nefnd meðal flugmálayfirvalda víðsvegar um heim sem ætla í sameiningu að fara yfir þær breytingar sem Boeing hefur gert á búnaði á Boeing 737 MAX með tilliti til vottuna

Flugvélaleiga tekur níu þotur af Avianca Brasil

15. apríl 2019

|

Brasilíska flugfélagið Avianca Brasil, dótturfélag kólumbíska flugfélagsins Avianca, er nú komið í mikla fjárhagserfiðleika og og þurfti félagið sl. föstudag að fella niður 179 flugferðir á næstu fimm

Júmbó-þotan á eitt og hálft ár eftir í flota Virgin

15. apríl 2019

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic hefur gert drög að því að hætta með júmbó-þotuna og hefur félagið tilkynnt að Boeing 747 þoturnar verði farnar úr flotanum fyrir árið 2021.

1.000 flugmenn hjá Jet Airways mæta ekki til vinnu á morgun

14. apríl 2019

|

Um 1.000 flugmenn hjá indverska flugfélaginu Jet Airways ætla ekki að mæta til vinnu á morgun en með því ætla þeir að mótmæla því að þeir hafa ekki fengið greidd laun í 3 mánuði.

Norskur flugskóli pantar 60 rafknúnar kennsluflugvélar

13. apríl 2019

|

Norska flugfyrirtækið OSM Aviation hefur lagt inn pöntun í sextíu rafknúnar kennsluflugvélar frá Bye Aerospace af gerðinni eFlyer 2 sem munu fara í flota flugskólans OSM Aviation Academy.

FAA fundar með flugmönnum og flugfélögum varðandi 737 MAX

13. apríl 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) kölluðu flugmenn og rekstrardeildir þeirra flugfélaga, sem hafa Boeing 737 MAX í flota sínum, til fundar í gær sem fram fór í Washington D.C. þar sem farið var yfir k

Gátu ekki sett inn leiðina til Flórens og flugu til Bologna

11. apríl 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) flaug í dag sitt fyrsta flug til Flórens á Ítalíu frá Kaupmannahöfn en það væri ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að jómfrúarflugið endaði í Bologna sem er 80 kíl

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00