flugfréttir

Antonov An-124 fer aftur í framleiðslu

- Verður framleidd án aðkomu Rússa - Dótturfélag Boeing mun aðstoða

16. janúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 18:24

Antonov An-124 fraktþota á Keflavíkurflugvelli þann 13. desember árið 2015

Flugvélaframleiðandinn Antonov hefur ákveðið að hefja aftur framleiðslu á flutningavélinni Antonov An-124 og það án aðstoðar frá Rússum en risavöruflutningavélin var upphaflega smíðuð á tímum Sovíetríkjanna.

Svo gæti farið að samsetning á fyrstu Antonov An-124 þotunni hefjast fyrir árslok 2019 að sögn Sergei Omelchenko, yfirmanns varnarmálafyrirtækisins Ukroboronprom, sem er í eigu úkraínska ríkisins.

Sergei segir að viðræður standi nú yfir við nokkur fyrirtæki erlendis um framleiðsluna og tekur Sergei fram að þotan verði framleidd á ný án aðkomu Rússa.

„Við erum að leggja lokahönd á undirbúning og erum að koma verkfræðingum og hönnuðum í startholurnar og vonandi verður hægt að byrja á að smíða fyrsta eintakið á þessu ári“, segir Sergei.

Antonov An-124 var framleidd frá árinu 1982 til 2004

Fram kemur að Antonov muni fá aðstoð frá bandaríska fyrirtækinu Aviall, sem er dótturfélag Boeing, við aðstoð á framleiðslu á íhlutum í An-148 þotuna en margir hlutir í þotunni voru smíðaðir í Rússlandi.

Antonov An-148 er ein af stærstu fraktflugvélum heims en 55 eintök voru smíðuð frá árunum 1982 til 2004 en af þeim eru 26 flugvélar enn í umferð í dag og notaðar um allan heim við flutning á þungum varningi en tvær þotur hafa verið í notkun af NATO í tengslum við SALIS verkefnið.

Rússar og Úkraínumenn ákváðu árið 2008 að hefja aftur samstarf við framleiðslu á An-148 en rússneski flugvélaframleiðandinn United Aircraft Corporation tilkynnti ári síðar að Rússar ætluðu að draga sig úr framleiðslunni.

Í dag telja Rússar sig eiga framleiðsluréttinn á Antonov An-124 og hefur rússneski herinn tilkynnt að þotan sé ekki eign Úkraínu og hafi þeir ekki rétt til þess að hefja framleiðsluna á ný.  fréttir af handahófi

Fyrsta flug Voigt Travel og Transavia til Akureyrar

27. maí 2019

|

Hollenska flugfélagið Transavia flaug í dag sitt fyrsta flug til Akureyrar en félagið flýgur hingað frá Rotterdam og er flugið á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel.

Boeing 797 verður ekki kynnt á flugsýningunni í París

17. júní 2019

|

Boeing hefur tilkynnt að framleiðandinn muni ekki kynna nýja farþegaþotu til leiks á flugsýningunni í París sem kennd hefur verið við Boeing 797.

Donald Trump kynnir nýtt útlit fyrir Air Force One

13. júní 2019

|

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kynnti í gær nýtt útlit á nýju Air Force One forsetaflugvélina í viðtali við fréttamenn ABC News sem fram fór í Hvíta Húsinu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Mun færri pantanir á fyrsta degi samanborið við síðustu ár

17. júní 2019

|

Töluvert færri pantanir í nýjar farþegaþotur voru gerðar í dag á fyrsta degi flugsýningarinnar í París en þess má geta að engin pöntun barst til Boeing sem hefur ekki gerst í mörg ár.

A321XLR ekki alhliða lausn fyrir United Airlines

17. júní 2019

|

United Airlines segir að flugfélagið sé að skoða þann möguleika á að panta nýju Airbus A321XLR þotuna en Gerry Laderman, fjármálastjóri félagsins, segir að Airbus A321XLR þotan nái hinsvegar ekki að

Middle East Airlines annað flugfélagið til að panta A321XLR

17. júní 2019

|

Líbanska flugfélagið Middle East Airlines hefur ákveðið að breyta pöntun sinni í Airbus A321neo yfir í nýju Airbus A321XLR þotuna.

Flugsýningin í París hófst í morgun: Airbus kynnir A321XLR

17. júní 2019

|

Flugsýningin í París hófst formlega í morgun og er þetta í 53. sinn sem flugsýningin fer fram og hefur hún aldrei verið stærri.

Flugmenn hafa áhyggjur af galla í slökkvikerfi á Boeing 787

16. júní 2019

|

Einhverjir flugmenn, sem fljúga Dreamliner-þotum, hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi eldvarnarkerfið í Boeing 787 þotunum en Boeing segir að um smávægilegt vandamál sé að ræða.

Gjaldþrot sagt blasa við hjá Adria Airways

14. júní 2019

|

Sagt er að gjaldþrot sé yfirvofandi hjá flugfélaginu Adria Airways en félagið er þjóðarflugfélag Slóveníu og stærsta flugfélag landsins.

Færri farþegar um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí

14. júní 2019

|

Færri farþegar fóru um flugvöllinn í Kaupmannahöfn í maí samanborðið við maí í fyrra og er þetta í fyrsta sinn í langan tíma sem að farþegafjöldinn gengur til baka milli ára.

Kennsluflugvél nauðlenti á Vestfjörðum

13. júní 2019

|

Kennsluflugvél frá Flugakademíu Keilis þurfti að nauðlenda á Vestfjörðum seinnipartinn í dag.

Sveinbjörn Indriðason nýr forstjóri Isavia

13. júní 2019

|

Stjórn Isavia hefur ráðið Sveinbjörn Indriðason í starf forstjóra Isavia og tekur hann strax við starfinu, sem hann hefur gegnt undanfarna mánuði ásamt Elínu Árnadóttur aðstoðarforstjóra.

Nepal Airlines setur seinni Boeing 757 þotuna á sölu

13. júní 2019

|

Nepal Airlines hefur sett síðustu Boeing 757 þotuna á sölu eftir að stjórn flugfélagsins samþykkti sölu á flugvélinni.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00