flugfréttir

Antonov An-124 fer aftur í framleiðslu

- Verður framleidd án aðkomu Rússa - Dótturfélag Boeing mun aðstoða

16. janúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 18:24

Antonov An-124 fraktþota á Keflavíkurflugvelli þann 13. desember árið 2015

Flugvélaframleiðandinn Antonov hefur ákveðið að hefja aftur framleiðslu á flutningavélinni Antonov An-124 og það án aðstoðar frá Rússum en risavöruflutningavélin var upphaflega smíðuð á tímum Sovíetríkjanna.

Svo gæti farið að samsetning á fyrstu Antonov An-124 þotunni hefjast fyrir árslok 2019 að sögn Sergei Omelchenko, yfirmanns varnarmálafyrirtækisins Ukroboronprom, sem er í eigu úkraínska ríkisins.

Sergei segir að viðræður standi nú yfir við nokkur fyrirtæki erlendis um framleiðsluna og tekur Sergei fram að þotan verði framleidd á ný án aðkomu Rússa.

„Við erum að leggja lokahönd á undirbúning og erum að koma verkfræðingum og hönnuðum í startholurnar og vonandi verður hægt að byrja á að smíða fyrsta eintakið á þessu ári“, segir Sergei.

Antonov An-124 var framleidd frá árinu 1982 til 2004

Fram kemur að Antonov muni fá aðstoð frá bandaríska fyrirtækinu Aviall, sem er dótturfélag Boeing, við aðstoð á framleiðslu á íhlutum í An-148 þotuna en margir hlutir í þotunni voru smíðaðir í Rússlandi.

Antonov An-148 er ein af stærstu fraktflugvélum heims en 55 eintök voru smíðuð frá árunum 1982 til 2004 en af þeim eru 26 flugvélar enn í umferð í dag og notaðar um allan heim við flutning á þungum varningi en tvær þotur hafa verið í notkun af NATO í tengslum við SALIS verkefnið.

Rússar og Úkraínumenn ákváðu árið 2008 að hefja aftur samstarf við framleiðslu á An-148 en rússneski flugvélaframleiðandinn United Aircraft Corporation tilkynnti ári síðar að Rússar ætluðu að draga sig úr framleiðslunni.

Í dag telja Rússar sig eiga framleiðsluréttinn á Antonov An-124 og hefur rússneski herinn tilkynnt að þotan sé ekki eign Úkraínu og hafi þeir ekki rétt til þess að hefja framleiðsluna á ný.  fréttir af handahófi

Tvö ókeypis námskeið hefjast í næstu viku hjá Keili

18. júlí 2019

|

Í næstu viku munu tvö námskeið hefjast á vegum Flugakademíu Keilis, annars vegar grunnnámskeið um einka- og atvinnuflugnám og hinsvegar námskeið fyrir ungt fólk um flugtengd störf en bæði námskeiðin

Þotu United snúið við til Keflavíkur vegna bilunar í hreyfli

26. ágúst 2019

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 757-200 frá United Airlines þurfti að snúa við skömmu eftir brottför frá Keflavíkurflugvelli í dag er bilun kom upp í öðrum hreyfli vélarinnar.

Boeing 777-9 hreyfist fyrir sínu eigin afli í fyrsta sinn

24. júní 2019

|

Fyrsta Boeing 777X tilraunarþotan hefur hafið akstursprófanir og þar með er hún farin að hreyfast í fyrsta sinn með sínu eigin afli.

  Nýjustu flugfréttirnar

Indverjar framkvæma sína eigin úttekt á 737 MAX líkt og EASA

20. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi ætla að fara að fordæmi Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) og framkvæma sína eigin úttekt á Boeing 737 MAX þotunum áður en indverskum flugfélögum verður gefið leyfi til þe

Boeing 787 lenti næstum því með hjólin uppi

20. september 2019

|

Litlu munaði að farþegaþota frá Vietnam Airlines hefði lent með hjólabúnaðinn uppi er vélin var í aðflugi að flugvellinum í Melbourne í Ástralíu í gær.

Czech Airlines flýgur frá Keflavík til Köben og áfram til Prag

20. september 2019

|

Fyrir gjaldþrot WOW air voru þrjú flugfélög sem flugu áætlunarflug milli Kaupmannahafnar og Keflavíkurflugvallar en sl. hálfa árið hafa aðeins tvö flugfélög deilt á milli sín fjölförnustu flugleiðinn

Boeing 737 hóf flugtaksbrun á akbraut á Schiphol

19. september 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Hollandi hefur greint frá atviki sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði er farþegaþota frá Transavia af gerðinni Boeing 737-800 hóf flugtak á akbraut („taxiway“) á Schiph

Láðist að tilkynna í tvígang um vandamál í hreyfli

18. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi hafa meinað þremur flugmönnum að fljúga tímabundið og einnig svipt tveimur flugvirkjum réttindum sínum fyrir að hafa ekki tilkynnt um víbring sem kom upp í hreyfli á Airb

Twin Otter með fjóra um borð saknað í Indónesíu

18. september 2019

|

Leit stendur nú yfir að Twin Otter farþegaflugvél af gerðinni Havilland DHC-5-6-400 í Indónesíu sem saknað er en vélin var í innanlandsflugi í nótt og fór í loftið frá flugvellinum í Timiki áleiðis t

Japan Airlines mögulegur kaupandi að Malaysia Airlines

17. september 2019

|

Möguleiki er á því að Japan Airlines muni kaupa stóran hlut í Malaysia Airlines sem gæti bjargað rekstri félagsins og komið honum á réttan kjöl en félagið hefur verið rekið með tapi frá því í febrúar

Flugmaðurinn týndi vegabréfinu fyrir brottför

17. september 2019

|

Ellefu klukkutíma seinkun varð á flugi hjá suður-kóreska lágfargjaldarfélaginu Tway Air eftir að annar flugmaðurinn uppgötvaði á flugvellinum að hann hefði týnt vegabréfinu sínu.

Draco-flugvél Mike Patey ónýt eftir flugtaksóhapp

17. september 2019

|

Engan sakaði er Draco, flugvél í eigu bandaríska flugmannsins Mike Patey, eyðilagðist er henni hlekktist á í flugtaki á flugvellinum í Reno í Nevada í Bandaríkjunum í gær.

Bannað að sitja í aftustu sætaröð í A320neo þotum Lufthansa

16. september 2019

|

Lufthansa hefur ákveðið að hindra aðgang farþega að síðustu sætaröðinni um borð í Airbus A320neo þotum félagsins sem eru ekki í boði eins og stendur þegar bókað er flug.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00