flugfréttir

Ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair Group

- Eva Sóley tekur við af stöðu Boga Nils Bogasyni

27. janúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:34

Eva Sóley Guðbjörnsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Icelandair Group

Eva Sóley Guðbjörnsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Icelandair Group. Hún tekur við af Boga Nils Bogasyni sem tók við starfi forstjóra félagsins í desember sl.

Eva Sóley hefur umfangsmikla reynslu af stjórnun, rekstri og fjármálum, á Íslandi og á alþjóðavettvangi, bæði í skráðum og óskráðum félögum en hún starfaði sem framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Advania á Íslandi frá árinu 2015 og sem framkvæmdastjóri þjónustu- og rekstrarsviðs fyrirtækisins frá maí 2018.

Áður starfaði hún sem forstöðumaður á fjármálasviði hjá Össuri, eða á árunum 2014 til 2015, þar sem hún stýrði fjárfestatengslum og tók þátt í stefnumótandi verkefnum. Þá starfaði hún sem sjálfstæður ráðgjafi og fjárfestir frá 2012 til 2014.

Eva Sóley hóf starfsferil sinn í fjármálageiranum og starfaði hjá Kaupþingi banka í mörg ár, meðal annars í fjárstýringu, eigna- og skuldastýringu, fjármögnun, á fyrirtækjasviði og í fyrirtækjaráðgjöf. Á árunum 2008 til 2009 starfaði hún sem framkvæmdastjóri hjá skilanefnd Kaupþings og sem fjármálastjóri frá 2009 til 2011.

Hún hefur setið í stjórnum ýmissa félaga og var varaformaður bankaráðs Landsbankans á árunum 2013 til 2016. Í dag situr hún í stjórn Júpíters rekstrarfélags og í stjórn Vísindagarða Háskóla Íslands. Eva Sóley er verkfræðingur að mennt, með B.Sc. í hagverkfræði og hagfræði sem aukagrein og M.Sc. í fjármálaverkfræði frá Columbia University í New York. Þá hefur hún jafnframt lokið námi í verðbréfaviðskiptum. Hún er gift Hilmari Rafni Kristinssyni og eiga þau tvö börn.

Eva Sóley mun hefja störf hjá Icelandair Group um miðjan febrúarmánuð og tekur þá jafnframt sæti í framkvæmdastjórn félagsins.  fréttir af handahófi

Air Canada kaupir Air Transat

27. júní 2019

|

Tilkynnt hefur verið að Air Canada muni festa kaup á kanadíska flugfélaginu Air Transat en félögin hafa átt í viðræður um kaupin frá því í maí.

320 milljarðar í uppbyggingu flugvalla á Indlandi

12. ágúst 2019

|

Indverks flugvallaryfirvöld ætla að fjárfesta í uppbyggingu flugvalla á Indlandi fyrir um 320 milljarða króna á næstu þremur árum og stendur til styrkja sérstaklega innviði minni flugvalla í landinu.

Boeing 797 verður ekki kynnt á flugsýningunni í París

17. júní 2019

|

Boeing hefur tilkynnt að framleiðandinn muni ekki kynna nýja farþegaþotu til leiks á flugsýningunni í París sem kennd hefur verið við Boeing 797.

  Nýjustu flugfréttirnar

Wizz Air bætist í hóp flugfélaga á London Southend

23. ágúst 2019

|

Wizz Air mun á næstunni hefja áætlunarflug frá Southend-flugvellinum í London og bætist lágfargjaldarfélagið ungverska því í hóp fleiri flugfélaga sem hafa hafið starfsemi sína á þessum flugvelli.

Maður gekk upp að Boeing 737 þotu sem var á leið í flugtak

23. ágúst 2019

|

Smávægileg töf varð á brottför hjá indverska flugfélaginu SpiceJet til Bengaluru í gær er karlmaður á þrítugsaldri gerði sér lítið fyrir og klifraði yfir grindverk á flugvellinum í Mumbai á Indlandi

Þotan sem nauðlenti á akri verður rifin í sundur og fjarlægð

23. ágúst 2019

|

Airbus A321 þotan frá Ural Airlines, sem nauðlenti á akri eftir að hún fékk fugla í báða hreyflana í flugtaki frá Moskvu í síðustu viku, verður rifin í sundur á staðnum og flutt í brotajárn.

Panta 22 rafmagnsflugvélar frá Bye Aerospace

22. ágúst 2019

|

Rafmagnsflugvélaframleiðandinn Bye Aerospace í Bandaríkjunum hefur fengið pöntun í 22 eintök af eFlyer 4 flugvélinni sem er lítil tveggja sæta flugvél, knúin áfram með rafmagnsmótor.

Tilraunir hjá Qantas með 19 tíma beint flug

22. ágúst 2019

|

Qantas ætlar að framkvæma sérstakt tilraunaflug til þess að athuga hvort að 19 tíma farþegaflug frá Sydney til London og til New York sé fýsilegur kostur.

Svíþjóð pantar sex Pilatus PC-24 sjúkraþotur

21. ágúst 2019

|

Sænska sjúkraflugþjónustan KSA (Kommunalförbundet Svenskt Ambulansflyg) hefur lagt inn pöntun til Pilatus flugvélaframleiðandans í sex sjúkraþotur af gerðinni Pilatus PC-24.

Óska eftir hugmyndum að sparnaði frá farþegum

21. ágúst 2019

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways stefnir á glæða nýju lífi í flugfélagið með því markmiði að hagræða rekstrinum og yngja upp ímynd félagsins.

Verkfallsbann sett á írska flugmenn hjá Ryanair

21. ágúst 2019

|

Hæstiréttur Írlands í Dublin hefur stöðvað fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna hjá Ryanair.

Biðja um aðstoð við að finna brak úr hreyfli af Airbus A220

21. ágúst 2019

|

Sérfræðingar hjá rannsóknardeild flugslysa í Frakklandi (BEA) hafa biðlað til almennings í tilteknu svæði í Frakklandi um aðstoð við leit að braki sem féll úr hreyfli á Airbus A220-300 (CSeries CS300

Flugmenn hjá Transavia boða til verkfalls

20. ágúst 2019

|

Flugmenn hjá lágfargjaldafélaginu Transavia France, dótturfélag Air France-KLM, hafa boðað til verkfalls og hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem varað er við verkfallsaðgerðum frá 1. september fram

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00