flugfréttir

Ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Icelandair Group

- Eva Sóley tekur við af stöðu Boga Nils Bogasyni

27. janúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:34

Eva Sóley Guðbjörnsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Icelandair Group

Eva Sóley Guðbjörnsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Icelandair Group. Hún tekur við af Boga Nils Bogasyni sem tók við starfi forstjóra félagsins í desember sl.

Eva Sóley hefur umfangsmikla reynslu af stjórnun, rekstri og fjármálum, á Íslandi og á alþjóðavettvangi, bæði í skráðum og óskráðum félögum en hún starfaði sem framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Advania á Íslandi frá árinu 2015 og sem framkvæmdastjóri þjónustu- og rekstrarsviðs fyrirtækisins frá maí 2018.

Áður starfaði hún sem forstöðumaður á fjármálasviði hjá Össuri, eða á árunum 2014 til 2015, þar sem hún stýrði fjárfestatengslum og tók þátt í stefnumótandi verkefnum. Þá starfaði hún sem sjálfstæður ráðgjafi og fjárfestir frá 2012 til 2014.

Eva Sóley hóf starfsferil sinn í fjármálageiranum og starfaði hjá Kaupþingi banka í mörg ár, meðal annars í fjárstýringu, eigna- og skuldastýringu, fjármögnun, á fyrirtækjasviði og í fyrirtækjaráðgjöf. Á árunum 2008 til 2009 starfaði hún sem framkvæmdastjóri hjá skilanefnd Kaupþings og sem fjármálastjóri frá 2009 til 2011.

Hún hefur setið í stjórnum ýmissa félaga og var varaformaður bankaráðs Landsbankans á árunum 2013 til 2016. Í dag situr hún í stjórn Júpíters rekstrarfélags og í stjórn Vísindagarða Háskóla Íslands. Eva Sóley er verkfræðingur að mennt, með B.Sc. í hagverkfræði og hagfræði sem aukagrein og M.Sc. í fjármálaverkfræði frá Columbia University í New York. Þá hefur hún jafnframt lokið námi í verðbréfaviðskiptum. Hún er gift Hilmari Rafni Kristinssyni og eiga þau tvö börn.

Eva Sóley mun hefja störf hjá Icelandair Group um miðjan febrúarmánuð og tekur þá jafnframt sæti í framkvæmdastjórn félagsins.  fréttir af handahófi

AirBaltic ætlar að ráða 50 flugvirkja á þessu ári

8. mars 2019

|

AirBaltic sér fram á að ráða um 50 nýja flugvirkja á þessu ári sem munu koma til með að starfa við viðhaldssstöð félagsins á flugvellinum í Riga.

Ætla að taka 737 MAX 10 og Dreamliner í stað 737 MAX 8

30. apríl 2019

|

Indónesíska flugfélagið Garuda Indonesia segist ætla að skipta út þeim Boeing 737 MAX 8 þotum, sem félagið hafði pantað, fyrir aðrar tegundir af farþegaþotum frá Boeing.

Um 318.000 farþegar flugu með Icelandair í apríl

6. maí 2019

|

Alls voru 318.000 farþegar sem flugu með Icelandair í aprílmánuði sem leið sem er 19 prósent fleiri farþegar samanborið við apríl í fyrra.

  Nýjustu flugfréttirnar

Munu ekki fljúga í sumar

23. maí 2019

|

Icelandair gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX þotunni í flugáætlun sinni í sumar og er því útséð að þotan verði með í sumarvertíðinni sem er annasamasti tími flestra flugfélaga.

55 útskrifast úr atvinnuflugnámi hjá Flugskóla Íslands

23. maí 2019

|

Fjölmenni var við útskrift Flugskóla Íslands sem fram fór í gær í Háskólabíói en um var að ræða síðustu útskrift Flugskóla Íslands.

Tvær júmbó-þotur snúa aftur í flota Air India

21. maí 2019

|

Air India ætlar að fjölga júmbó-þotum í flota sínum á ný með því að koma tveimur Boeing 747 þotum aftur í umferð í farþegaflugi sem teknar voru úr umferð árið 2008.

Niki Lauda látinn

21. maí 2019

|

Milljarðamæringurinn, ökuþórinn og flugfélagamógúllinn Niki Lauda er látinn en hann lést í gær sjötugur að aldri á háskólasjúkrahúsinu í Zurich í Sviss umvafinn vinum og ættingjum.

Flugáhugamenn fjölmenntu við komu þristanna í gærkvöldi

21. maí 2019

|

Það var þónokkur fjölmennur hópur sem hafði safnast saman við grindverkið bakvið Hótel Loftleiði út á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi til þess að berja augu hluta af þeim ellefu þristum sem eru þess

TUI íhugar að hætta við Boeing 737 MAX þoturnar

20. maí 2019

|

Flugfélaga- og ferðasamsteypan TUI hefur tilkynnt að allt stefni í að afkoma flugfélagsins TUI verði frekar slæm eftir fyrri helming ársins og hefur fyrirtækið varað fjárfesta við því að seinni helmi

SAS bætir Lúxemborg við leiðarkerfið

20. maí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja flug til Lúxemborg en í tilkynningu kemur fram að félagið ætli að fljúga frá Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi til Lúxemborgar frá og með byrjun nóv

Ryanair frestar afhendingum á 737 MAX fram í nóvember

20. maí 2019

|

Ryanair hefur ákveðið að fresta afhendingum á þeim Boeing 737 MAX þotum sem pantaðar voru á sínum tíma en lágfargjaldafélagið írska átti að taka við fyrstu þotunum á næstu dögum.

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00