flugfréttir

Styttist í að ákvörðun verður tekin um Boeing 797

- Telja að Boeing 797 muni henta betur en lengri útgáfa af Airbus A321LR

31. janúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:40

Dennis Muilenberg, framkvæmdarstjóri Boeing

Boeing segir að sú dagsetning nálgist nú óðum sem að tilkynnt verður formlega um nýja tegund farþegaþotu sem er ætlað að uppfylla kröfur markaðarins um meðalstóra þotu, betur þekkt sem Boeing 797.

Boeing segir að þotan muni henta flugfélögum betur en lengri útgáfa af Airbus A321LR sem Airbus íhugar að koma með á markað en Airbus segist ekki hafa mikla trú á velgengni Boeing 797.

Þetta segir Dennis Muilenberg, framkvæmdarstjóri Boeing, og nefndi hann einnig nokkrar ástæður fyrir því að Boeing sér fram á að góður markaður er fyrir fyrirhugaða þotu sem er ætlað að koma á markaðinn eftir 6 ár.

Muilenberg segir að verið sé að ganga frá viðskiptaáætlun og greiningu áður en ákvörðunin verður tekin og segir hann að það verði gert á þessu ári.

Þotunni er ætlað að leysa bæði af hólmi Boeing 757 og Boeing 767 en stjórn Boeing mun á næstunni taka ákvörðun um hvort að Boeing 797 verður að veruleika en fyrst fer ferli í gang þar sem hönnuðir og yfirverkfræðingar þurfa að sýna ítarlegar upplýsingar um þotuna, afkastagetu hennar og eiginleika og þá fara fram viðræður við þau flugfélög sem myndu vilja fá fyrstu eintökin.

Þetta ferli nefnist „authority to offer“ en næst tekur við, árið 2020, önnur samþykkt sem nefnist „authority to launch“ sem mun gefa Boeing leyfi til þess að hefja framleiðslu á fyrsta eintakinu.

Fram kemur að Boeing verði að halda áætlun þar sem takmarkið er að Boeing 797 komi á markað árið 2025 en á sama tíma er gert ráð fyrir að framleiðslan á Boeing 777X verði búin að ná þeim „þroska“ að framleiðandinn ætti að eiga auðvelt með að vinna í báðum verkefnunum ef byrjunarörðuleikar koma upp á í framleiðslunni á Boeing 797.  fréttir af handahófi

Lufthansa ætlar að selja sex risaþotur til Airbus

14. mars 2019

|

Lufthansa hefur tilkynnt að flugfélagið þýska ætli sér að losa sig við að minnsta kosti sex Airbus A380 risaþotur sem verða seldar aftur til Airbus.

Southwest ferjar Boeing 737 MAX þoturnar til Victorville

23. mars 2019

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines er byrjað að ferja Boeing 737 MAX þotur til geymslu vegna kyrrsetningarinnar en þeirri fyrstu var í morgun flogið í flugvélakirkjugarðinn í Victorville í Moj

Red Wings hættir við pöntun sína í Airbus A220

22. mars 2019

|

Flugfélagið Red Wings í Rússlandi hefur hætt við pöntun sína í Airbus A220 þotuna (CSeries) en félagið var eina rússneska flugfélagið sem hafði pantað þotuna frá Bombardier á sínum tíma.

  Nýjustu flugfréttirnar

Munu ekki fljúga í sumar

23. maí 2019

|

Icelandair gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX þotunni í flugáætlun sinni í sumar og er því útséð að þotan verði með í sumarvertíðinni sem er annasamasti tími flestra flugfélaga.

55 útskrifast úr atvinnuflugnámi hjá Flugskóla Íslands

23. maí 2019

|

Fjölmenni var við útskrift Flugskóla Íslands sem fram fór í gær í Háskólabíói en um var að ræða síðustu útskrift Flugskóla Íslands.

Tvær júmbó-þotur snúa aftur í flota Air India

21. maí 2019

|

Air India ætlar að fjölga júmbó-þotum í flota sínum á ný með því að koma tveimur Boeing 747 þotum aftur í umferð í farþegaflugi sem teknar voru úr umferð árið 2008.

Niki Lauda látinn

21. maí 2019

|

Milljarðamæringurinn, ökuþórinn og flugfélagamógúllinn Niki Lauda er látinn en hann lést í gær sjötugur að aldri á háskólasjúkrahúsinu í Zurich í Sviss umvafinn vinum og ættingjum.

Flugáhugamenn fjölmenntu við komu þristanna í gærkvöldi

21. maí 2019

|

Það var þónokkur fjölmennur hópur sem hafði safnast saman við grindverkið bakvið Hótel Loftleiði út á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi til þess að berja augu hluta af þeim ellefu þristum sem eru þess

TUI íhugar að hætta við Boeing 737 MAX þoturnar

20. maí 2019

|

Flugfélaga- og ferðasamsteypan TUI hefur tilkynnt að allt stefni í að afkoma flugfélagsins TUI verði frekar slæm eftir fyrri helming ársins og hefur fyrirtækið varað fjárfesta við því að seinni helmi

SAS bætir Lúxemborg við leiðarkerfið

20. maí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja flug til Lúxemborg en í tilkynningu kemur fram að félagið ætli að fljúga frá Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi til Lúxemborgar frá og með byrjun nóv

Ryanair frestar afhendingum á 737 MAX fram í nóvember

20. maí 2019

|

Ryanair hefur ákveðið að fresta afhendingum á þeim Boeing 737 MAX þotum sem pantaðar voru á sínum tíma en lágfargjaldafélagið írska átti að taka við fyrstu þotunum á næstu dögum.

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00