flugfréttir

Styttist í að ákvörðun verður tekin um Boeing 797

- Telja að Boeing 797 muni henta betur en lengri útgáfa af Airbus A321LR

31. janúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:40

Dennis Muilenberg, framkvæmdarstjóri Boeing

Boeing segir að sú dagsetning nálgist nú óðum sem að tilkynnt verður formlega um nýja tegund farþegaþotu sem er ætlað að uppfylla kröfur markaðarins um meðalstóra þotu, betur þekkt sem Boeing 797.

Boeing segir að þotan muni henta flugfélögum betur en lengri útgáfa af Airbus A321LR sem Airbus íhugar að koma með á markað en Airbus segist ekki hafa mikla trú á velgengni Boeing 797.

Þetta segir Dennis Muilenberg, framkvæmdarstjóri Boeing, og nefndi hann einnig nokkrar ástæður fyrir því að Boeing sér fram á að góður markaður er fyrir fyrirhugaða þotu sem er ætlað að koma á markaðinn eftir 6 ár.

Muilenberg segir að verið sé að ganga frá viðskiptaáætlun og greiningu áður en ákvörðunin verður tekin og segir hann að það verði gert á þessu ári.

Þotunni er ætlað að leysa bæði af hólmi Boeing 757 og Boeing 767 en stjórn Boeing mun á næstunni taka ákvörðun um hvort að Boeing 797 verður að veruleika en fyrst fer ferli í gang þar sem hönnuðir og yfirverkfræðingar þurfa að sýna ítarlegar upplýsingar um þotuna, afkastagetu hennar og eiginleika og þá fara fram viðræður við þau flugfélög sem myndu vilja fá fyrstu eintökin.

Þetta ferli nefnist „authority to offer“ en næst tekur við, árið 2020, önnur samþykkt sem nefnist „authority to launch“ sem mun gefa Boeing leyfi til þess að hefja framleiðslu á fyrsta eintakinu.

Fram kemur að Boeing verði að halda áætlun þar sem takmarkið er að Boeing 797 komi á markað árið 2025 en á sama tíma er gert ráð fyrir að framleiðslan á Boeing 777X verði búin að ná þeim „þroska“ að framleiðandinn ætti að eiga auðvelt með að vinna í báðum verkefnunum ef byrjunarörðuleikar koma upp á í framleiðslunni á Boeing 797.  fréttir af handahófi

Gjaldþrot sagt blasa við hjá Adria Airways

14. júní 2019

|

Sagt er að gjaldþrot sé yfirvofandi hjá flugfélaginu Adria Airways en félagið er þjóðarflugfélag Slóveníu og stærsta flugfélag landsins.

Kyrrsettar MAX-þotur ferjaðar í geymslu til Moses Lakes

22. júní 2019

|

Boeing er byrjað að færa nýjar Boeing 737 MAX þotur í geymslu á Grant County flugvellinum í Moses Lake í Washington-fylki þar sem flugvélaframleiðandinn er orðin uppiskroppa með geymslurými á Seattl

Vængendahvirflar talin möguleg orsök flugslyss í Dubai

28. maí 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Bretlandi telja að orsök flugslyss, er lítil tveggja hreyfla flugvél af gerðinni Diamond DA62 sem fórst í aðflugi að flugvellinum í Dubai þann 16. maí sl., megi sennilega

  Nýjustu flugfréttirnar

Wizz Air bætist í hóp flugfélaga á London Southend

23. ágúst 2019

|

Wizz Air mun á næstunni hefja áætlunarflug frá Southend-flugvellinum í London og bætist lágfargjaldarfélagið ungverska því í hóp fleiri flugfélaga sem hafa hafið starfsemi sína á þessum flugvelli.

Maður gekk upp að Boeing 737 þotu sem var á leið í flugtak

23. ágúst 2019

|

Smávægileg töf varð á brottför hjá indverska flugfélaginu SpiceJet til Bengaluru í gær er karlmaður á þrítugsaldri gerði sér lítið fyrir og klifraði yfir grindverk á flugvellinum í Mumbai á Indlandi

Þotan sem nauðlenti á akri verður rifin í sundur og fjarlægð

23. ágúst 2019

|

Airbus A321 þotan frá Ural Airlines, sem nauðlenti á akri eftir að hún fékk fugla í báða hreyflana í flugtaki frá Moskvu í síðustu viku, verður rifin í sundur á staðnum og flutt í brotajárn.

Panta 22 rafmagnsflugvélar frá Bye Aerospace

22. ágúst 2019

|

Rafmagnsflugvélaframleiðandinn Bye Aerospace í Bandaríkjunum hefur fengið pöntun í 22 eintök af eFlyer 4 flugvélinni sem er lítil tveggja sæta flugvél, knúin áfram með rafmagnsmótor.

Tilraunir hjá Qantas með 19 tíma beint flug

22. ágúst 2019

|

Qantas ætlar að framkvæma sérstakt tilraunaflug til þess að athuga hvort að 19 tíma farþegaflug frá Sydney til London og til New York sé fýsilegur kostur.

Svíþjóð pantar sex Pilatus PC-24 sjúkraþotur

21. ágúst 2019

|

Sænska sjúkraflugþjónustan KSA (Kommunalförbundet Svenskt Ambulansflyg) hefur lagt inn pöntun til Pilatus flugvélaframleiðandans í sex sjúkraþotur af gerðinni Pilatus PC-24.

Óska eftir hugmyndum að sparnaði frá farþegum

21. ágúst 2019

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways stefnir á glæða nýju lífi í flugfélagið með því markmiði að hagræða rekstrinum og yngja upp ímynd félagsins.

Verkfallsbann sett á írska flugmenn hjá Ryanair

21. ágúst 2019

|

Hæstiréttur Írlands í Dublin hefur stöðvað fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna hjá Ryanair.

Biðja um aðstoð við að finna brak úr hreyfli af Airbus A220

21. ágúst 2019

|

Sérfræðingar hjá rannsóknardeild flugslysa í Frakklandi (BEA) hafa biðlað til almennings í tilteknu svæði í Frakklandi um aðstoð við leit að braki sem féll úr hreyfli á Airbus A220-300 (CSeries CS300

Flugmenn hjá Transavia boða til verkfalls

20. ágúst 2019

|

Flugmenn hjá lágfargjaldafélaginu Transavia France, dótturfélag Air France-KLM, hafa boðað til verkfalls og hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem varað er við verkfallsaðgerðum frá 1. september fram

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00