flugfréttir

Kínverjar banna reykingar í stjórnklefanum

- Bann sem var samþykkt með 2 ára aðlögunartíma tekur strax í gildi

1. febrúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 12:42

Kínverskir flugmenn geta nú ekki lengur fengið sér sígarettu í innanlandsflugi í stjórnklefanum

Flugmenn og áhafnir í Kína geta ekki lengur reykt í stjórnklefanum í kínversku innanlandsflugi þar sem stjórnvöld þar í landi hafa flýtt fyrir banni við reykingum í flugstjórnarklefanum sem kínversk stjórnvöld samþykktu í október árið 2017.

Flugmálayfirvöld í Kína gáfu frá sér yfirlýsingu í seinustu viku þar sem tilkynnt var um að bannið myndi taka strax í gildi en upphaflega var gert ráð fyrir 2 ára aðlögunnartíma og átti bannið að taka í gildi í október í haust.

Áhafnarmeðlimir sem brjóta af sér við fyrsta brot eiga yfir höfði sér að fá ekki að fljúga í 12 mánuði og sá hinn sami sem staðinn er að því að brjóta ítrekað af sér með því að reykja í stjórnklefanum gæti lent í 36 mánaða flugbanni.

Kínversk flugfélög eru hvött til þess að framkvæma reglulega skoðun á því hvort að einhver í áhöfninni sé að stelast til þess að reykja í stjórnklefanum og tilkynna brotið tafarlaust eftir flugið en hörðum refsingum verður beitt ef reykingar í stjórnklefa orsaka alvarlegt atvik.

Ákveðið var að flýta banninu í kjölfar atvika sem upp hafa komið en í júlí í fyrra var flugmaður hjá Air China sem stalst til þess að nota rafsígarettu og slökkti hann óvart á afhleypiloftskerfi (bleed air) sem varð til þess að þrýstingur um borð féll niður sem orsakaði neyðarlækkun úr 35.000 fetum niður í 10.000 fet og féllu niður súrefnisgrímur.

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) bannaði reykingar um borð í flugi fyrir tveimur áratugum síðan eða árið 1999 af heilsufarsástæðum og voru nánast öll flugfélög í heiminum sem ákváðu að framfylgja banninu tafarlaust.  fréttir af handahófi

Leyfði flugmanni sem hafði ekki réttindi á þotu að taka flugtakið

26. febrúar 2019

|

Flugmálayfirvöld í Mexíkó hafa lýst því yfir að óhæfur flugmaður, sem hafði ekki réttindi á þotu, hafi setið í sæti aðstoðarflugmannsins á Embraer ERJ-190 þotu flugfélagsins AeroMexico og verið við s

Flugmenn hjá BA flugu óvart til Edinborgar í stað Dusseldorf

25. mars 2019

|

Farþegaþota frá British Airways lenti á flugvellinum í Edinborg í morgun sem væri ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að flugvélin átti að fljúga til Dusseldorf í Þýskalandi en ekki til Skotla

Líkur á að Emirates hætti við Dreamliner-þoturnar

13. maí 2019

|

Svo virðist sem að Emirates hafi hætt við pöntun sína í Dreamliner-þotur Boeing en flugfélagið hafði gert samkomulag um pöntun á fjörutíu þotum af gerðinni Boeing 787-10 á Dubai Air Show flugsýningun

  Nýjustu flugfréttirnar

Munu ekki fljúga í sumar

23. maí 2019

|

Icelandair gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX þotunni í flugáætlun sinni í sumar og er því útséð að þotan verði með í sumarvertíðinni sem er annasamasti tími flestra flugfélaga.

55 útskrifast úr atvinnuflugnámi hjá Flugskóla Íslands

23. maí 2019

|

Fjölmenni var við útskrift Flugskóla Íslands sem fram fór í gær í Háskólabíói en um var að ræða síðustu útskrift Flugskóla Íslands.

Tvær júmbó-þotur snúa aftur í flota Air India

21. maí 2019

|

Air India ætlar að fjölga júmbó-þotum í flota sínum á ný með því að koma tveimur Boeing 747 þotum aftur í umferð í farþegaflugi sem teknar voru úr umferð árið 2008.

Niki Lauda látinn

21. maí 2019

|

Milljarðamæringurinn, ökuþórinn og flugfélagamógúllinn Niki Lauda er látinn en hann lést í gær sjötugur að aldri á háskólasjúkrahúsinu í Zurich í Sviss umvafinn vinum og ættingjum.

Flugáhugamenn fjölmenntu við komu þristanna í gærkvöldi

21. maí 2019

|

Það var þónokkur fjölmennur hópur sem hafði safnast saman við grindverkið bakvið Hótel Loftleiði út á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi til þess að berja augu hluta af þeim ellefu þristum sem eru þess

TUI íhugar að hætta við Boeing 737 MAX þoturnar

20. maí 2019

|

Flugfélaga- og ferðasamsteypan TUI hefur tilkynnt að allt stefni í að afkoma flugfélagsins TUI verði frekar slæm eftir fyrri helming ársins og hefur fyrirtækið varað fjárfesta við því að seinni helmi

SAS bætir Lúxemborg við leiðarkerfið

20. maí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja flug til Lúxemborg en í tilkynningu kemur fram að félagið ætli að fljúga frá Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi til Lúxemborgar frá og með byrjun nóv

Ryanair frestar afhendingum á 737 MAX fram í nóvember

20. maí 2019

|

Ryanair hefur ákveðið að fresta afhendingum á þeim Boeing 737 MAX þotum sem pantaðar voru á sínum tíma en lágfargjaldafélagið írska átti að taka við fyrstu þotunum á næstu dögum.

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00