flugfréttir

Kínverjar banna reykingar í stjórnklefanum

- Bann sem var samþykkt með 2 ára aðlögunartíma tekur strax í gildi

1. febrúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 12:42

Kínverskir flugmenn geta nú ekki lengur fengið sér sígarettu í innanlandsflugi í stjórnklefanum

Flugmenn og áhafnir í Kína geta ekki lengur reykt í stjórnklefanum í kínversku innanlandsflugi þar sem stjórnvöld þar í landi hafa flýtt fyrir banni við reykingum í flugstjórnarklefanum sem kínversk stjórnvöld samþykktu í október árið 2017.

Flugmálayfirvöld í Kína gáfu frá sér yfirlýsingu í seinustu viku þar sem tilkynnt var um að bannið myndi taka strax í gildi en upphaflega var gert ráð fyrir 2 ára aðlögunnartíma og átti bannið að taka í gildi í október í haust.

Áhafnarmeðlimir sem brjóta af sér við fyrsta brot eiga yfir höfði sér að fá ekki að fljúga í 12 mánuði og sá hinn sami sem staðinn er að því að brjóta ítrekað af sér með því að reykja í stjórnklefanum gæti lent í 36 mánaða flugbanni.

Kínversk flugfélög eru hvött til þess að framkvæma reglulega skoðun á því hvort að einhver í áhöfninni sé að stelast til þess að reykja í stjórnklefanum og tilkynna brotið tafarlaust eftir flugið en hörðum refsingum verður beitt ef reykingar í stjórnklefa orsaka alvarlegt atvik.

Ákveðið var að flýta banninu í kjölfar atvika sem upp hafa komið en í júlí í fyrra var flugmaður hjá Air China sem stalst til þess að nota rafsígarettu og slökkti hann óvart á afhleypiloftskerfi (bleed air) sem varð til þess að þrýstingur um borð féll niður sem orsakaði neyðarlækkun úr 35.000 fetum niður í 10.000 fet og féllu niður súrefnisgrímur.

Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO) bannaði reykingar um borð í flugi fyrir tveimur áratugum síðan eða árið 1999 af heilsufarsástæðum og voru nánast öll flugfélög í heiminum sem ákváðu að framfylgja banninu tafarlaust.  fréttir af handahófi

Deilur um þrif á nestisboxi flugstjórans olli seinkun á flugi

28. júní 2019

|

Töluverð seinkun varð á einu áætlunarflugi hjá Air India mánudaginn 17. júní sl. eftir að agreiningur kom upp vegna nestisbox sem annar flugmaðurinn hafði meðferðis.

Hafði ekki leyfi til að lenda í Bandaríkjunum og var snúið við

24. júní 2019

|

Farþegaþota af gerðinni Airbus A330 frá Brussels Airlines þurfti um helgina að snúa við aftur til Belgíu er hún var yfir Atlantshafinu þar sem í ljós kom að flugvélin hafði ekki leyfi til þess að le

Ryanair í stórt samstarf við flugskóla í Póllandi

22. júlí 2019

|

Ryanair hefur tilkynnt um samning um umfangsmikið flugnámsverkefni í Mið-Evrópu þar sem til stendur að þjálfa upp nýja flugmenn fyrir félagið í samstarfi við flugskólann Bartolini Air í Póllandi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Wizz Air bætist í hóp flugfélaga á London Southend

23. ágúst 2019

|

Wizz Air mun á næstunni hefja áætlunarflug frá Southend-flugvellinum í London og bætist lágfargjaldarfélagið ungverska því í hóp fleiri flugfélaga sem hafa hafið starfsemi sína á þessum flugvelli.

Maður gekk upp að Boeing 737 þotu sem var á leið í flugtak

23. ágúst 2019

|

Smávægileg töf varð á brottför hjá indverska flugfélaginu SpiceJet til Bengaluru í gær er karlmaður á þrítugsaldri gerði sér lítið fyrir og klifraði yfir grindverk á flugvellinum í Mumbai á Indlandi

Þotan sem nauðlenti á akri verður rifin í sundur og fjarlægð

23. ágúst 2019

|

Airbus A321 þotan frá Ural Airlines, sem nauðlenti á akri eftir að hún fékk fugla í báða hreyflana í flugtaki frá Moskvu í síðustu viku, verður rifin í sundur á staðnum og flutt í brotajárn.

Panta 22 rafmagnsflugvélar frá Bye Aerospace

22. ágúst 2019

|

Rafmagnsflugvélaframleiðandinn Bye Aerospace í Bandaríkjunum hefur fengið pöntun í 22 eintök af eFlyer 4 flugvélinni sem er lítil tveggja sæta flugvél, knúin áfram með rafmagnsmótor.

Tilraunir hjá Qantas með 19 tíma beint flug

22. ágúst 2019

|

Qantas ætlar að framkvæma sérstakt tilraunaflug til þess að athuga hvort að 19 tíma farþegaflug frá Sydney til London og til New York sé fýsilegur kostur.

Svíþjóð pantar sex Pilatus PC-24 sjúkraþotur

21. ágúst 2019

|

Sænska sjúkraflugþjónustan KSA (Kommunalförbundet Svenskt Ambulansflyg) hefur lagt inn pöntun til Pilatus flugvélaframleiðandans í sex sjúkraþotur af gerðinni Pilatus PC-24.

Óska eftir hugmyndum að sparnaði frá farþegum

21. ágúst 2019

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways stefnir á glæða nýju lífi í flugfélagið með því markmiði að hagræða rekstrinum og yngja upp ímynd félagsins.

Verkfallsbann sett á írska flugmenn hjá Ryanair

21. ágúst 2019

|

Hæstiréttur Írlands í Dublin hefur stöðvað fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna hjá Ryanair.

Biðja um aðstoð við að finna brak úr hreyfli af Airbus A220

21. ágúst 2019

|

Sérfræðingar hjá rannsóknardeild flugslysa í Frakklandi (BEA) hafa biðlað til almennings í tilteknu svæði í Frakklandi um aðstoð við leit að braki sem féll úr hreyfli á Airbus A220-300 (CSeries CS300

Flugmenn hjá Transavia boða til verkfalls

20. ágúst 2019

|

Flugmenn hjá lágfargjaldafélaginu Transavia France, dótturfélag Air France-KLM, hafa boðað til verkfalls og hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem varað er við verkfallsaðgerðum frá 1. september fram

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00