flugfréttir

Samfélagssjóður Isavia styrkir 23 verkefni

- Aldrei hafa fleiri málefni hlotið styrk úr sjóðnum

5. febrúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 17:15

Alls voru 23 verkefni sem fengu styrk úr samfélagssjóð Isavia að þessu sinni

Trúðaheimsóknir á Barnaspítala Hringsins, flugsýning á Reykjavíkurflugvelli og forvarnarstarf gegn fíkniefnum og Evrópumót í keltneskum fangbrögðum í Reykjanesbæ voru meðal þess sem hlaut styrk úr samfélagssjóð Isavia í seinni úthlutun fyrir árið 2018.

Styrkir voru veittir við hátíðlega athöfn þann 5. febrúar 2019 en aldrei hafa fleiri málefni hlotið styrk úr sjóðnum. Við val á styrkþegum er áhersla lögð á umhverfismál, mannúðarmál, forvarnir, flugtengd málefni, listir, menningu og menntamál. Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári og var þetta seinni úthlutun fyrir árið 2018. Ætíð berst nokkuð mikill fjöldi umsókna.

Óskar Einarsson, framkvæmdastjóri hjá Safe segir að styrkurinn komi sér gríðarlega vel en Safe heldur úti vefsíðu með upplýsingagjöf um umferð á Íslandi fyrir ferðafólk. „Við erum að setja upp nýja vefsíðu,“ segir Óskar. „Þar verða hljóðupptökur á tíu tungumálum þar sem lesnar verða inn upplýsingar um akstursaðstæður á Íslandi. Þá verða reynslusögur frá ferðamönnum og veður- og vegaupplýsingar aðgengilegar á vefnum.“

Stjórn Íslensku tónlistarverðlaunanna fékk styrk til að að vekja athygli á því sem gert er í íslensku tónlistarlífi. „Við erum með fjölbreyttan hóp. Þetta eru listamenn sem koma saman úr öllum geirum tónlistar hvort sem það er djass, blús, sígild- eða samtímatónlist, poppi, rokki eða kvikmyndatónlist. Þessi styrkur nýtist vel til að þjappa saman hópinn,“ segir Margrét Eir Hönnudóttir, stjórnarmaður í stjórn Íslensku tónlistarverðlaunanna.

Agnes Wild hjá Trúðavaktinni segir að styrkurinn verði notaður til að greiða laun til listamannanna sem vinni á Barnaspítala Hringsins og komi þar fram sem trúðar og heimsæki börnin. Þetta sé í grunninn sjálfboðaliðastarf sem sjúkrahúsið borgi ekki fyrir. „Þetta eru menntaðir listamenn sem vinna hjá mér og laun þeirra eru greidd með styrkjum,“ segir Agnes. „Þessi styrkur borgi laun næstu þrjá mánuði.“

Verkefnin sem fengu styrk að þessu sinni eru:

· Berglind Baldursdóttir fékk styrk fyrir forvarnarverkefni tengt heimilisofbeldi í samstarfi við Kvennaathvarfið.

· Birta landssamtök fengu styrk fyrir fræðslu og hvíldardaga fyrir foreldra og fjölskyldur sem hafa misst börn sín skyndilega.

· Delta Kappa Gamma fékk styrk vegna ráðstefnu í Reykjavík sem ber heitið Research and Practice in Enhancing the Learning Community and the 6 Cs.

· Félag heyrnarlausra fékk styrk fyrir túlkun bókarinnar Drekinn innra með þér yfir á íslenskt táknmál.

· Fjölskylduhjálp Íslands fékk styrk fyrir matarúthlutanir til skjólstæðinga Fjölskylduhjálparinnar.

· Flugmálafélag Íslands fékk styrk vegna flugsýningar á Reykjavíkurflugvelli sem haldin var í september 2018.

· Glímusamband Íslands fær styrk vegna Evrópumóts í keltneskum fangbrögðum sem haldið verður í Reykjanesbæ.

· Hildur H. Pálsdóttir fékk styrk fyrir forvarnarverkefni gegn fíkniefnum fyrir grunnskóla, foreldra og fleiri.

· Íþróttafélagið Magni – yngri flokkar fengu styrk til að efla barna- og unglingastarf félagsins.

· Knattspyrnufélagið Víðir fékk styrk til barna- og unglingastarfs félagsins.

· Lionsklúbburinn Hængur Akureyri fékk styrk til ræktunar á skógarreit í Glerárdal ofan Akureyrar.

· Reykjanesbær fékk styrk fyrir pólska menningarhátíð sem haldin er í Reykjanesbæ.

· Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda fékk styrk vegna ráðstefnunnar Drögum (kynja)tjöldin frá – til móts við kynjaða heildarsýn á áföll og fíkn.

· Safe ehf. fékk styrk vegna upplýsingaverkefnis fyrir erlenda ferðamenn sem ferðast um landið á bílaleigubílum.

· Saga forlag Ísland fékk styrk vegna nýrrar heildarútgáfu Íslendingasagna og -þátta í fimm bindum. Útgáfan er í tilefni af aldarafmæli fullveldis á Íslandi.

· SamAust, samtök félagsmiðstöðva á Austurlandi fengu styrk vegna Austurlandsmóts fulltrúa félagsmiðstöðva.

· Skátafélagið Heiðabúar fékk ferðastyrk í félagsútilegur.

· Skógarmenn KFUM – Vatnaskógur fengu styrk til byggingar svefns- og þjónustuskála í Vatnaskógi.

· Stjórn Íslensku tónlistarverðlaunanna fær styrk sem ætlað er að vekja athygli á því sem vel er gert í íslensku tónlistarlífi.

· Trúðavaktin fékk styrk til heimsókna íslensku sjúkrahústrúðanna á Barnaspítala Hringsins.

· Vakandi fær styrk vegna átaks í eflingu vitundarvakningar um matarsóun og umhverfismál á Íslandi.

· Viðburðastofa Norðurlands fær styrk vegna vetraríþróttahátíðarinnar Íslensku vetrarleikarnir í Hlíðarfjalli.

· Þekkingarsetur Suðurnesja fær styrk vegna verkefnis sem gengur út á að innleiða samfélagsvísindi hjá Þekkingarsetrinu. Mögulegur ávinningur er aukin umhverfisvitund og umhverfisvernd.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga