flugfréttir
Rússar tilbúnir að ræða við Hollendinga um flug MH17

Í júlí verða fimm ár liðin frá því að flug MH17 var skotið niður yfir Úkraínu á leið sinni frá Amsterdam til Kuala Lumpur
Stjórnvöld í Rússlandi segjast vera tilbúin til þess að ræða við yfirvöld í Hollandi vegna flugs malasísku farþegaþotunnar, flug MH17, sem var skotin niður yfir Úkraínu fyrir fimm árum síðan, í júlí árið 2014.
Þetta segir Alexander Grushko, utanríkisráðherra Rússlands, og staðfestir
utanríkisráðherra Hollands að Rússar séu reiðubúnir til að setjast niður og funda
um hver það er sem ber ábyrgðina á örlögum flugs MH17.
Þotan, sem var af gerðinni Boeing 777, var á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur
þann 17. júlí 2014 yfir bænum Hrabove í suðausturhluta Úkraínu þegar flugskeyti
var skotið í átt að flugvélinni sem fórst með þeim afleiðingum að 298 um borð
létu lífið en þriðjungur af þeim voru Hollendingar.
Í maí 2018 tilkynntu bæði Hollendingar og Ástralar að ábyrgðin væri í höndum
Rússa en Rússar höfðu sakað Úkraínumenn um að hafa skotið niður þotuna.


4. janúar 2019
|
Ryanair hefur fengið í hendurnar breskt flugrekstrarleyfi sem gerir félaginu kleift að fljúga innanlandsflug í Bretlandi og einnig flug milli Bretlands og annarra lands sem eru ekki í Evrópusambandin

11. desember 2018
|
Eitt sinn skulu allir atvinnuflugmenn setja hattinn í hilluna og í flestum löndum er það þegar flugmenn ná 65 ára aldri.

11. febrúar 2019
|
Engan sakaði er einkaþota af gerðinni Hawker Beechcraft 400A rann út af flugbraut í lendingu í morgun á Richmond Municipal flugvellinum í Indíana í Bandaríkjunum.

23. febrúar 2019
|
Það er næstum öruggt að flugsamgöngur til Þórshafnar og Vopnafjarðar leggjast af ef tillaga starfshóps á vegum Samgönguráðuneytisins um breytingar á samgöngukerfi nær fram að ganga sem gerir ráð fyri

23. febrúar 2019
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sent frá sér aðvörun þar sem bandarískum flugfélögum er ráðlagt að hafa varann á ef flogið er í gegnum lofthelgi Venesúela vegna vaxandi óstöðugleika.

22. febrúar 2019
|
British Airways hefur ákveðið að Airbus A319 þota verði næsta flugvél félagsins til þess að verða máluð í gömlum litabúningi líkt og flugvélar félagsins litu út í gamla daga.

22. febrúar 2019
|
Norwegian á loksins von á því að geta fengið eina af Boeing 737 MAX þotunum í flotanum heim frá Íran en um er að ræða þotu sem hefur verið föst í landinu frá því að flugvélin hafði þar óvænta viðkomu

21. febrúar 2019
|
Aldrei hafa eins margir flugfarþegar farið um Heathrow-flugvöll í sögu flugvallarins líkt og árið 2018 þegar 80.1 milljón farþega fór um völlinn.

20. febrúar 2019
|
Flugfélagið airBatlic ætlar sér að hætta með Boeing 737 þoturnar fyrr en áætlað var.

20. febrúar 2019
|
Splunkunýrri Airbus A320 þotu sem var í afhendingarflugi frá Airbus í Hamborg á leið til Nýja-Sjálands var gert að snúa við yfir Tyrklandi þar sem í ljós kom að þotan hafði ekki leyfi til þess að flj

19. febrúar 2019
|
Flugmálayfirvöld í Íran hafa birt lokaskýrslu varðandi flugslys sem átti sér stað þann 18. febrúar í fyrra er farþegaflugvél af gerðinni ATR 72-200 fórst í fjalllendi í innanlandsflugi í landinu.