flugfréttir

Airbus staðfestir endalok A380

- Tom Enders: „Pínlegt að þurfa að taka þessa ákvörðun“

14. febrúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:36

Airbus A380 í litum framleiðandans

Airbus hefur staðfest að smíði risaþotunnar Airbus A380 mun líða undir lok og verður framleiðslu hennar hætt eftir tvö ár.

Þetta kom fram í morgun á ársfundi Airbus og segir Tom Enders, fráfarandi framkvæmdarstjóri framleiðandans, að þessi ákvörðun hafi verið mjög erfið og sé grátlegt að þurfa að grípa til þess ráðst að binda endi á smíði stærstu farþegaþotu sem framleidd hefur verið.

Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að Emirates ákvað að hætta við pöntun í yfir 30 risaþotur sem félagið átti eftir að fá afhentar en eftirspurn Emiratas eftir Airbus A380 var orðin í raun eina ástæða þess að hún hefur verið enn í smíðum.

Airbus sá fram á að svo lengi sem Emirates hafði þörf fyrir risaþotur að þá væri hægt að framleiða að minnsta kosti sex risaþotur árlega og halda framleiðslunni gangandi með þær forsendur fyrir hendi.

Tom Enders bætti við að hönnun A380 sé einstakt afrek út af fyrir sig og algjört verkfræðiundur í sögu flugvélaframleiðslu og sé pínlegt fyrir Airbus, og alla aðra sem að þotunni koma, farþega og aðdáendur, að þurfa að fara þessa leið.

Enders segir að ákvörðun Emirates hafi skorið út um örlög Airbus A380 og mun verkefnið „falla saman“ hægt og rólega á næstunni.

„Við höfum engar pantanir í Airbus A380 og þrátt fyrir ýmsar tilraunir til þess að glæða nýju lífi í markaðsmál og fá fleiri pantanir þá hefur það farið á annan veg“, segir Tom Enders.

Fjöldaframleiðslan á Airbus A380 hefur staðið yfir í 14 ár eða frá árinu 2005 þegar risaþotan flaug sitt fyrsta flug en fyrsta sölueintakið var afhent árið 2007 til Singapore Airlines og síðan þá hefur Airbus afhent 230 eintök af risaþotunni.  fréttir af handahófi

Tilkynning vegna umfjöllunar um stöðvun flugvélar ALC

10. maí 2019

|

Isavia hefur sent frá sér tilkynningu vegna umfjöllunar í fjölmiðlum síðustu daga vegna máls er varðar Airbus A321 þotu sem kyrrsett hefur verið á Keflavíkurflugvelli frá gjaldþroti WOW air en þotan

Vaxandi áhugi fyrir hljóðfráum einkaþotum

25. mars 2019

|

Markaðsfyrirtækið JetNet segir að eftirspurn sé sífellt að aukast eftir einkaþotum sem geti ferðast á allt að tvöföldum hljóðhraða.

AirBaltic ætlar að ráða 50 flugvirkja á þessu ári

8. mars 2019

|

AirBaltic sér fram á að ráða um 50 nýja flugvirkja á þessu ári sem munu koma til með að starfa við viðhaldssstöð félagsins á flugvellinum í Riga.

  Nýjustu flugfréttirnar

Munu ekki fljúga í sumar

23. maí 2019

|

Icelandair gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX þotunni í flugáætlun sinni í sumar og er því útséð að þotan verði með í sumarvertíðinni sem er annasamasti tími flestra flugfélaga.

55 útskrifast úr atvinnuflugnámi hjá Flugskóla Íslands

23. maí 2019

|

Fjölmenni var við útskrift Flugskóla Íslands sem fram fór í gær í Háskólabíói en um var að ræða síðustu útskrift Flugskóla Íslands.

Tvær júmbó-þotur snúa aftur í flota Air India

21. maí 2019

|

Air India ætlar að fjölga júmbó-þotum í flota sínum á ný með því að koma tveimur Boeing 747 þotum aftur í umferð í farþegaflugi sem teknar voru úr umferð árið 2008.

Niki Lauda látinn

21. maí 2019

|

Milljarðamæringurinn, ökuþórinn og flugfélagamógúllinn Niki Lauda er látinn en hann lést í gær sjötugur að aldri á háskólasjúkrahúsinu í Zurich í Sviss umvafinn vinum og ættingjum.

Flugáhugamenn fjölmenntu við komu þristanna í gærkvöldi

21. maí 2019

|

Það var þónokkur fjölmennur hópur sem hafði safnast saman við grindverkið bakvið Hótel Loftleiði út á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi til þess að berja augu hluta af þeim ellefu þristum sem eru þess

TUI íhugar að hætta við Boeing 737 MAX þoturnar

20. maí 2019

|

Flugfélaga- og ferðasamsteypan TUI hefur tilkynnt að allt stefni í að afkoma flugfélagsins TUI verði frekar slæm eftir fyrri helming ársins og hefur fyrirtækið varað fjárfesta við því að seinni helmi

SAS bætir Lúxemborg við leiðarkerfið

20. maí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja flug til Lúxemborg en í tilkynningu kemur fram að félagið ætli að fljúga frá Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi til Lúxemborgar frá og með byrjun nóv

Ryanair frestar afhendingum á 737 MAX fram í nóvember

20. maí 2019

|

Ryanair hefur ákveðið að fresta afhendingum á þeim Boeing 737 MAX þotum sem pantaðar voru á sínum tíma en lágfargjaldafélagið írska átti að taka við fyrstu þotunum á næstu dögum.

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00