flugfréttir

Airbus staðfestir endalok A380

- Tom Enders: „Pínlegt að þurfa að taka þessa ákvörðun“

14. febrúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:36

Airbus A380 í litum framleiðandans

Airbus hefur staðfest að smíði risaþotunnar Airbus A380 mun líða undir lok og verður framleiðslu hennar hætt eftir tvö ár.

Þetta kom fram í morgun á ársfundi Airbus og segir Tom Enders, fráfarandi framkvæmdarstjóri framleiðandans, að þessi ákvörðun hafi verið mjög erfið og sé grátlegt að þurfa að grípa til þess ráðst að binda endi á smíði stærstu farþegaþotu sem framleidd hefur verið.

Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að Emirates ákvað að hætta við pöntun í yfir 30 risaþotur sem félagið átti eftir að fá afhentar en eftirspurn Emiratas eftir Airbus A380 var orðin í raun eina ástæða þess að hún hefur verið enn í smíðum.

Airbus sá fram á að svo lengi sem Emirates hafði þörf fyrir risaþotur að þá væri hægt að framleiða að minnsta kosti sex risaþotur árlega og halda framleiðslunni gangandi með þær forsendur fyrir hendi.

Tom Enders bætti við að hönnun A380 sé einstakt afrek út af fyrir sig og algjört verkfræðiundur í sögu flugvélaframleiðslu og sé pínlegt fyrir Airbus, og alla aðra sem að þotunni koma, farþega og aðdáendur, að þurfa að fara þessa leið.

Enders segir að ákvörðun Emirates hafi skorið út um örlög Airbus A380 og mun verkefnið „falla saman“ hægt og rólega á næstunni.

„Við höfum engar pantanir í Airbus A380 og þrátt fyrir ýmsar tilraunir til þess að glæða nýju lífi í markaðsmál og fá fleiri pantanir þá hefur það farið á annan veg“, segir Tom Enders.

Fjöldaframleiðslan á Airbus A380 hefur staðið yfir í 14 ár eða frá árinu 2005 þegar risaþotan flaug sitt fyrsta flug en fyrsta sölueintakið var afhent árið 2007 til Singapore Airlines og síðan þá hefur Airbus afhent 230 eintök af risaþotunni.  fréttir af handahófi

Negus-þotan lendir í London

21. mars 2019

|

British Airways hefur lokið við að mála fjórðu og síðustu flugvélina í flotanum í sérstökum retro-litum.

Frumsýningu Boeing 777X slegið á frest

12. mars 2019

|

Boeing hefur ákveðið að fresta frumsýningarathöfn á fyrstu Boeing 777X þotunni sem til stóð að ýta út úr samsetningarsal í Everett vegna flugslyssins í Eþíópíu.

Fór í flugtak með stélstand fastan aftan á

24. janúar 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Ástralíu rannsaka atvik þar sem gleymdist að fjarlægja stélstand á fraktflugvél af gerðinni British Aerospace BAe 146-300 sem fór í loftið með standinn ennþá fastan við sté

  Nýjustu flugfréttirnar

Enginn áhugi fyrir að endurvekja rekstur Germania

26. mars 2019

|

Rekstur þýska flugfélagsins Germania verður ekki endurvakinn með nýjum eigendum eins og vonir voru bundnar við.

Kröfuhafar reiðubúnir í að breyta skuldum í hlutafé

26. mars 2019

|

Kröfuhafar, sem eiga inni skuldir hjá WOW air, áttu fund nú í kvöld þar sem rætt var um þann möguleika á að breyta skuldum félagsins í hlutafé til að tryggja framtíð og áframhaldandi rekstur félagsin

Flugmenn hjá BA flugu óvart til Edinborgar í stað Dusseldorf

25. mars 2019

|

Farþegaþota frá British Airways lenti á flugvellinum í Edinborg í morgun sem væri ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að flugvélin átti að fljúga til Dusseldorf í Þýskalandi en ekki til Skotla

Vaxandi áhugi fyrir hljóðfráum einkaþotum

25. mars 2019

|

Markaðsfyrirtækið JetNet segir að eftirspurn sé sífellt að aukast eftir einkaþotum sem geti ferðast á allt að tvöföldum hljóðhraða.

Samoa Airways vill hætta við Boeing 737 MAX

25. mars 2019

|

Ríkisflugfélagið Samoa Airways hefur tilkynnt að félagið ætli ekki að taka við þeirri Boeing 737 MAX þotu sem félagið hafði pantað fyrir tveimur mánuðum síðan.

Brotlenti Super King Air á húsnæði flugklúbbs í Afríku

24. mars 2019

|

Flugslys átti sér stað í Afríku í gær er Super King Air flugvél var flogið vísvitandi, að talið er, á húsnæði flugklúbbs á Matsieng-flugvellinum, nálægt bænum Rasesa, í Botswana í gær.

Icelandair Group slítur viðræðum við WOW air

24. mars 2019

|

Icelandair Group hefur slitið viðræðum um mögulega aðkomu og yfirtöku á rekstri WOW air.

Southwest ferjar Boeing 737 MAX þoturnar til Victorville

23. mars 2019

|

Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines er byrjað að ferja Boeing 737 MAX þotur til geymslu vegna kyrrsetningarinnar en þeirri fyrstu var í morgun flogið í flugvélakirkjugarðinn í Victorville í Moj

Næstu atvinnuflugmannsbekkir hefjast í maí og í ágúst

23. mars 2019

|

Flugakademíu Keilis hefur opnað fyrir umsóknir í flugnám í fyrsta sinn eftir sameininguna við Flugskóla Íslands en bóklegt nám fer nú fram á tveimur stöðum, í Reykjavík og í Reykjanesbæ.

Red Wings hættir við pöntun sína í Airbus A220

22. mars 2019

|

Flugfélagið Red Wings í Rússlandi hefur hætt við pöntun sína í Airbus A220 þotuna (CSeries) en félagið var eina rússneska flugfélagið sem hafði pantað þotuna frá Bombardier á sínum tíma.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00