flugfréttir

Airbus staðfestir endalok A380

- Tom Enders: „Pínlegt að þurfa að taka þessa ákvörðun“

14. febrúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:36

Airbus A380 í litum framleiðandans

Airbus hefur staðfest að smíði risaþotunnar Airbus A380 mun líða undir lok og verður framleiðslu hennar hætt eftir tvö ár.

Þetta kom fram í morgun á ársfundi Airbus og segir Tom Enders, fráfarandi framkvæmdarstjóri framleiðandans, að þessi ákvörðun hafi verið mjög erfið og sé grátlegt að þurfa að grípa til þess ráðst að binda endi á smíði stærstu farþegaþotu sem framleidd hefur verið.

Ákvörðunin var tekin í kjölfar þess að Emirates ákvað að hætta við pöntun í yfir 30 risaþotur sem félagið átti eftir að fá afhentar en eftirspurn Emiratas eftir Airbus A380 var orðin í raun eina ástæða þess að hún hefur verið enn í smíðum.

Airbus sá fram á að svo lengi sem Emirates hafði þörf fyrir risaþotur að þá væri hægt að framleiða að minnsta kosti sex risaþotur árlega og halda framleiðslunni gangandi með þær forsendur fyrir hendi.

Tom Enders bætti við að hönnun A380 sé einstakt afrek út af fyrir sig og algjört verkfræðiundur í sögu flugvélaframleiðslu og sé pínlegt fyrir Airbus, og alla aðra sem að þotunni koma, farþega og aðdáendur, að þurfa að fara þessa leið.

Enders segir að ákvörðun Emirates hafi skorið út um örlög Airbus A380 og mun verkefnið „falla saman“ hægt og rólega á næstunni.

„Við höfum engar pantanir í Airbus A380 og þrátt fyrir ýmsar tilraunir til þess að glæða nýju lífi í markaðsmál og fá fleiri pantanir þá hefur það farið á annan veg“, segir Tom Enders.

Fjöldaframleiðslan á Airbus A380 hefur staðið yfir í 14 ár eða frá árinu 2005 þegar risaþotan flaug sitt fyrsta flug en fyrsta sölueintakið var afhent árið 2007 til Singapore Airlines og síðan þá hefur Airbus afhent 230 eintök af risaþotunni.  fréttir af handahófi

AirBaltic fjölgar flugferðum til Íslands

28. maí 2019

|

AirBaltic hefur ákveðið að fjölga flugferðum til Íslands með því að bæta við þriðja vikulega fluginu til Keflavíkurflugvallar.

Qantas hefur fulla trú á Boeing 737 MAX og íhuga stóra pöntun

11. júní 2019

|

Alan Joyce, framkvæmdarstjóri ástralska flugfélagsins Qantas, segir að félagið sé að íhuga að velja Boeing 737 MAX þotur fyrir innanlandsflugið í Ástralíu.

Brak úr hreyfli féll til jarðar í flugtaki hjá Norwegian í Róm

12. ágúst 2019

|

Brak úr hreyfli á Dreamliner-þotu frá Norwegian féll til jarðar eftir að bilun kom upp í hreyfli í flugtaksklifri frá Fiumicino-flugvellinum í Róm um helgina.

  Nýjustu flugfréttirnar

Wizz Air bætist í hóp flugfélaga á London Southend

23. ágúst 2019

|

Wizz Air mun á næstunni hefja áætlunarflug frá Southend-flugvellinum í London og bætist lágfargjaldarfélagið ungverska því í hóp fleiri flugfélaga sem hafa hafið starfsemi sína á þessum flugvelli.

Maður gekk upp að Boeing 737 þotu sem var á leið í flugtak

23. ágúst 2019

|

Smávægileg töf varð á brottför hjá indverska flugfélaginu SpiceJet til Bengaluru í gær er karlmaður á þrítugsaldri gerði sér lítið fyrir og klifraði yfir grindverk á flugvellinum í Mumbai á Indlandi

Þotan sem nauðlenti á akri verður rifin í sundur og fjarlægð

23. ágúst 2019

|

Airbus A321 þotan frá Ural Airlines, sem nauðlenti á akri eftir að hún fékk fugla í báða hreyflana í flugtaki frá Moskvu í síðustu viku, verður rifin í sundur á staðnum og flutt í brotajárn.

Panta 22 rafmagnsflugvélar frá Bye Aerospace

22. ágúst 2019

|

Rafmagnsflugvélaframleiðandinn Bye Aerospace í Bandaríkjunum hefur fengið pöntun í 22 eintök af eFlyer 4 flugvélinni sem er lítil tveggja sæta flugvél, knúin áfram með rafmagnsmótor.

Tilraunir hjá Qantas með 19 tíma beint flug

22. ágúst 2019

|

Qantas ætlar að framkvæma sérstakt tilraunaflug til þess að athuga hvort að 19 tíma farþegaflug frá Sydney til London og til New York sé fýsilegur kostur.

Svíþjóð pantar sex Pilatus PC-24 sjúkraþotur

21. ágúst 2019

|

Sænska sjúkraflugþjónustan KSA (Kommunalförbundet Svenskt Ambulansflyg) hefur lagt inn pöntun til Pilatus flugvélaframleiðandans í sex sjúkraþotur af gerðinni Pilatus PC-24.

Óska eftir hugmyndum að sparnaði frá farþegum

21. ágúst 2019

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways stefnir á glæða nýju lífi í flugfélagið með því markmiði að hagræða rekstrinum og yngja upp ímynd félagsins.

Verkfallsbann sett á írska flugmenn hjá Ryanair

21. ágúst 2019

|

Hæstiréttur Írlands í Dublin hefur stöðvað fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna hjá Ryanair.

Biðja um aðstoð við að finna brak úr hreyfli af Airbus A220

21. ágúst 2019

|

Sérfræðingar hjá rannsóknardeild flugslysa í Frakklandi (BEA) hafa biðlað til almennings í tilteknu svæði í Frakklandi um aðstoð við leit að braki sem féll úr hreyfli á Airbus A220-300 (CSeries CS300

Flugmenn hjá Transavia boða til verkfalls

20. ágúst 2019

|

Flugmenn hjá lágfargjaldafélaginu Transavia France, dótturfélag Air France-KLM, hafa boðað til verkfalls og hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem varað er við verkfallsaðgerðum frá 1. september fram

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00