flugfréttir

Júmbó-þotan mun lifa af risaþotuna

14. febrúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 16:51

Lufthansa hefur bæði Boeing 747-8 í flotanum og Airbus A380

Allt stefnir í að júmbó-þotan, Boeing 747, muni lifa lengur í framleiðslunni heldur en A380, risaþota Airbus.

Airbus tilkynnti í morgun um að framleiðslu risaþotunnar mun líða undir lok og verða ekki fleiri eintök smíðuð eftir að búið verður að afhenda þær fjórtán risaþotur sem Emirates á eftir að fá í flotann auk þriggja A380 þotna sem ANA (All Nippon Airways) á von á.

Airbus á því eftir að framleiða 17 risaþotur áður en framleiðslunni verður hætt en þrátt fyrir að velgengni Boeing 747-8 hefur ekki heldur verið eins mikil og vonast var til þá á Boeing eftir að framleiða 24 júmbó-þotur og mun framleiðsla hennar því standa yfir lengur en smíði risaþotunnar.

Boeing hefur ekki tilkynnt um nein endalok á framleiðslunni á Boeing 747-8 eftir að síðasta eintakið verður afhent.

Jafnmörg eintök voru smíðuð af Lockheed TriStar á jafnmörgum árum og A380

Boeing hefur frá upphafi fengið pantanir í 154 eintök af Boeing 747-8 og fraktútgáfunni Boeing 747-8F en af þeim hafa 130 eintök verið afhent en Boeing framleiðir í dag sex júmbó-þotur árlega á meðan Airbus framleiðir aðeins þrjár A380 risaþotur.

Lockheed TriStar breiðþota Pan Am á Gatwick-flugvellinum í London árið 1981

Airbus A380 verður framleidd til ársins 2021 en framleiðslan á Boeing 747-8 gæti haldið áfram til ársins 2022.

Heildarfjöldi þeirra Airbus A380 risaþotna sem pantaðar hafa verið munu því ná sambærilegum fjölda þeirra Lockheed TriStar L-1011 breiðþotna sem pantaðar voru en 250 eintök voru smíðuð af henni á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum.

Risaþotan A380 var fyrst smíðuð árið 2005 og er talið að síðasta eintakið verði smíðað árið 2021 sem þýðir að hún verður framleidd í 16 ár sem er sami tími og framleiðslan stóð yfir á Lockheed TriStar sem var framleidd frá árinu 1968 til ársins 1984.  fréttir af handahófi

Munu ekki fljúga í sumar

23. maí 2019

|

Icelandair gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX þotunni í flugáætlun sinni í sumar og er því útséð að þotan verði með í sumarvertíðinni sem er annasamasti tími flestra flugfélaga.

Adria Airways riftir samningi um kaup á Superjet-þotum

4. apríl 2019

|

Slóvenska flugfélagið Adria Airways hefur slitið viðræðum við rússneska flugvélaframleiðandann Sukhoi um kaup á fimmtán Sukhoi Superjet 100 þotum.

Southwest höfðar mál gegn félagi flugvirkja

3. mars 2019

|

Southwest Airlines hefur höfðað mál gegn starfsmannafélagi flugvirkja í Bandaríkjunum þar sem flugfélagið telur að seinkanir og seinagangur meðal flugvirkja félagsins, er varðar viðhald á flugflota S

  Nýjustu flugfréttirnar

Munu ekki fljúga í sumar

23. maí 2019

|

Icelandair gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX þotunni í flugáætlun sinni í sumar og er því útséð að þotan verði með í sumarvertíðinni sem er annasamasti tími flestra flugfélaga.

55 útskrifast úr atvinnuflugnámi hjá Flugskóla Íslands

23. maí 2019

|

Fjölmenni var við útskrift Flugskóla Íslands sem fram fór í gær í Háskólabíói en um var að ræða síðustu útskrift Flugskóla Íslands.

Tvær júmbó-þotur snúa aftur í flota Air India

21. maí 2019

|

Air India ætlar að fjölga júmbó-þotum í flota sínum á ný með því að koma tveimur Boeing 747 þotum aftur í umferð í farþegaflugi sem teknar voru úr umferð árið 2008.

Niki Lauda látinn

21. maí 2019

|

Milljarðamæringurinn, ökuþórinn og flugfélagamógúllinn Niki Lauda er látinn en hann lést í gær sjötugur að aldri á háskólasjúkrahúsinu í Zurich í Sviss umvafinn vinum og ættingjum.

Flugáhugamenn fjölmenntu við komu þristanna í gærkvöldi

21. maí 2019

|

Það var þónokkur fjölmennur hópur sem hafði safnast saman við grindverkið bakvið Hótel Loftleiði út á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi til þess að berja augu hluta af þeim ellefu þristum sem eru þess

TUI íhugar að hætta við Boeing 737 MAX þoturnar

20. maí 2019

|

Flugfélaga- og ferðasamsteypan TUI hefur tilkynnt að allt stefni í að afkoma flugfélagsins TUI verði frekar slæm eftir fyrri helming ársins og hefur fyrirtækið varað fjárfesta við því að seinni helmi

SAS bætir Lúxemborg við leiðarkerfið

20. maí 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) hefur ákveðið að hefja flug til Lúxemborg en í tilkynningu kemur fram að félagið ætli að fljúga frá Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi til Lúxemborgar frá og með byrjun nóv

Ryanair frestar afhendingum á 737 MAX fram í nóvember

20. maí 2019

|

Ryanair hefur ákveðið að fresta afhendingum á þeim Boeing 737 MAX þotum sem pantaðar voru á sínum tíma en lágfargjaldafélagið írska átti að taka við fyrstu þotunum á næstu dögum.

Viðbrögð við flugslysi æfð í Grímsey

17. maí 2019

|

Um 40 manns tóku þátt í flugslysaæfingu sem haldin var í Grímsey dagana 10. og 11. maí síðastliðinn en æft var með heimamönnum og viðbragðsaðilum.

IATA lokar fyrir aðgang Avianca Brasil að ferðaskrifstofum

17. maí 2019

|

Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa sent tilkynningu til allra ferðaskrifstofa þar sem þeim er gert að hætta að selja flug með suður-ameríska flugfélaginu Avianca Brasil.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00