flugfréttir

Júmbó-þotan mun lifa af risaþotuna

14. febrúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 16:51

Lufthansa hefur bæði Boeing 747-8 í flotanum og Airbus A380

Allt stefnir í að júmbó-þotan, Boeing 747, muni lifa lengur í framleiðslunni heldur en A380, risaþota Airbus.

Airbus tilkynnti í morgun um að framleiðslu risaþotunnar mun líða undir lok og verða ekki fleiri eintök smíðuð eftir að búið verður að afhenda þær fjórtán risaþotur sem Emirates á eftir að fá í flotann auk þriggja A380 þotna sem ANA (All Nippon Airways) á von á.

Airbus á því eftir að framleiða 17 risaþotur áður en framleiðslunni verður hætt en þrátt fyrir að velgengni Boeing 747-8 hefur ekki heldur verið eins mikil og vonast var til þá á Boeing eftir að framleiða 24 júmbó-þotur og mun framleiðsla hennar því standa yfir lengur en smíði risaþotunnar.

Boeing hefur ekki tilkynnt um nein endalok á framleiðslunni á Boeing 747-8 eftir að síðasta eintakið verður afhent.

Jafnmörg eintök voru smíðuð af Lockheed TriStar á jafnmörgum árum og A380

Boeing hefur frá upphafi fengið pantanir í 154 eintök af Boeing 747-8 og fraktútgáfunni Boeing 747-8F en af þeim hafa 130 eintök verið afhent en Boeing framleiðir í dag sex júmbó-þotur árlega á meðan Airbus framleiðir aðeins þrjár A380 risaþotur.

Lockheed TriStar breiðþota Pan Am á Gatwick-flugvellinum í London árið 1981

Airbus A380 verður framleidd til ársins 2021 en framleiðslan á Boeing 747-8 gæti haldið áfram til ársins 2022.

Heildarfjöldi þeirra Airbus A380 risaþotna sem pantaðar hafa verið munu því ná sambærilegum fjölda þeirra Lockheed TriStar L-1011 breiðþotna sem pantaðar voru en 250 eintök voru smíðuð af henni á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum.

Risaþotan A380 var fyrst smíðuð árið 2005 og er talið að síðasta eintakið verði smíðað árið 2021 sem þýðir að hún verður framleidd í 16 ár sem er sami tími og framleiðslan stóð yfir á Lockheed TriStar sem var framleidd frá árinu 1968 til ársins 1984.  fréttir af handahófi

Flugvél hlekktist á í Svefneyjum á Breiðafirði

15. ágúst 2019

|

Lítilli flugvél hlekktist á í lendingu á Svefneyjum á Breiðafirði seinnipartinn í dag.

Ráðgjafarfyrirtæki aðstoða við að laga ímynd Boeing

7. júní 2019

|

Boeing vinnur nú hörðum höndum að því að koma Boeing 737 MAX aftur í loftið eftir 3 mánaða kyrrsetningu um allan heim en eitt stærsta vandamálið verður einnig að endurheimta ímynd Boeing sem lengi he

Yfirmenn hjá Boeing, Ryanair og Norwegian stíga til hliðar

12. júlí 2019

|

Þrír yfirmenn í flugiðnaðinum hafa sl. sólarhring tilkynnt að þeir muni yfirgefa yfirmannastöður sínar ýmist strax eða á næstunni.

  Nýjustu flugfréttirnar

Wizz Air bætist í hóp flugfélaga á London Southend

23. ágúst 2019

|

Wizz Air mun á næstunni hefja áætlunarflug frá Southend-flugvellinum í London og bætist lágfargjaldarfélagið ungverska því í hóp fleiri flugfélaga sem hafa hafið starfsemi sína á þessum flugvelli.

Maður gekk upp að Boeing 737 þotu sem var á leið í flugtak

23. ágúst 2019

|

Smávægileg töf varð á brottför hjá indverska flugfélaginu SpiceJet til Bengaluru í gær er karlmaður á þrítugsaldri gerði sér lítið fyrir og klifraði yfir grindverk á flugvellinum í Mumbai á Indlandi

Þotan sem nauðlenti á akri verður rifin í sundur og fjarlægð

23. ágúst 2019

|

Airbus A321 þotan frá Ural Airlines, sem nauðlenti á akri eftir að hún fékk fugla í báða hreyflana í flugtaki frá Moskvu í síðustu viku, verður rifin í sundur á staðnum og flutt í brotajárn.

Panta 22 rafmagnsflugvélar frá Bye Aerospace

22. ágúst 2019

|

Rafmagnsflugvélaframleiðandinn Bye Aerospace í Bandaríkjunum hefur fengið pöntun í 22 eintök af eFlyer 4 flugvélinni sem er lítil tveggja sæta flugvél, knúin áfram með rafmagnsmótor.

Tilraunir hjá Qantas með 19 tíma beint flug

22. ágúst 2019

|

Qantas ætlar að framkvæma sérstakt tilraunaflug til þess að athuga hvort að 19 tíma farþegaflug frá Sydney til London og til New York sé fýsilegur kostur.

Svíþjóð pantar sex Pilatus PC-24 sjúkraþotur

21. ágúst 2019

|

Sænska sjúkraflugþjónustan KSA (Kommunalförbundet Svenskt Ambulansflyg) hefur lagt inn pöntun til Pilatus flugvélaframleiðandans í sex sjúkraþotur af gerðinni Pilatus PC-24.

Óska eftir hugmyndum að sparnaði frá farþegum

21. ágúst 2019

|

Tælenska flugfélagið Thai Airways stefnir á glæða nýju lífi í flugfélagið með því markmiði að hagræða rekstrinum og yngja upp ímynd félagsins.

Verkfallsbann sett á írska flugmenn hjá Ryanair

21. ágúst 2019

|

Hæstiréttur Írlands í Dublin hefur stöðvað fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna hjá Ryanair.

Biðja um aðstoð við að finna brak úr hreyfli af Airbus A220

21. ágúst 2019

|

Sérfræðingar hjá rannsóknardeild flugslysa í Frakklandi (BEA) hafa biðlað til almennings í tilteknu svæði í Frakklandi um aðstoð við leit að braki sem féll úr hreyfli á Airbus A220-300 (CSeries CS300

Flugmenn hjá Transavia boða til verkfalls

20. ágúst 2019

|

Flugmenn hjá lágfargjaldafélaginu Transavia France, dótturfélag Air France-KLM, hafa boðað til verkfalls og hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem varað er við verkfallsaðgerðum frá 1. september fram

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00