flugfréttir

Einkafyrirtæki styrkir nýja flugbraut á eyjunni Catalina

- Stefna á að klára að steypa flugbrautina upp á nýtt á þremur mánuðum

19. febrúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 07:14

Flugbrautin á eyjunni Catalina

Hafist hefur verið handa við að lagfæra og koma flugbrautinni á eyjunni Catalina við strendur Los Angeles í nothæft ástand á ný.

Flugbrautin hefur verið í niðurníslu í þónokkurn tíma en nýlega ákvað fyrirtækið ACE Clearwater Enterprises að styrkja verkefni um endurgerð flugbrautarinnar um 179 milljónir króna og hófust framkvæmdir í janúar við að koma brautinni í fyrra horf en kostnaður við framkvæmdirnar eru um 597 milljónir króna.

Yfir 100 hermenn úr bandaríska sjóhernum hafa frá því í janúar unnið hörðum höndum að því að laga flugbrautina sex daga vikunnar sem var öll orðin í holum auk þess brautin var hulin grjóti og steinum.

Búið er að koma upp sérstökum vinnubúðum á Catalina-eyjunni fyrir hermennina á meðan framkvæmdirnar standa yfir en verklok eru áætluð í lok mars.

Um 100 hermenn úr bandaríska sjóhernum vinna nú hörðum höndum að því að leggja nýja flugbraut á eyjunni

Samtökin Catalina Conservancy hafa ákveði að breyta nafni flugvallarins í ACE Clearwater Airfield til þess að heiðra fyrirtækið sem ákvað að styrkja verkefnið.

Flugvöllurinn á eyjunni Catalina, sem þekktur er sem „Airport in the Sky“, opnaði fyrst árið 1941 sem Buffalo Springs Airport og hefur flugvöllurinn verið opinn einkaflugi en eina skilyrðið er að flugmenn tilkynni erindi þeirra til eyjunnar og greiði lendingargjald upp á 2.900 krónur við komuna.

Douglas DC-3 flugvél hefur reglulega komið til eyjunnar með vistir fyrir bæjarbúa í bænum Avalon en í bænum búa um 3.700 manns.

Fleiri myndir:

  fréttir af handahófi

Dótturfélag Air France leggur árar í bát

26. júní 2019

|

Franska lágfargjaldafélagið Joon mun ljúka starfsemi sinni í kvöld eftir aðeins 18 mánaða rekstur en síðustu áætlunarflug félagsins lenda í kvöld á Charles de Gaulle flugvellinum París eftir flug frá

Láðist að tilkynna í tvígang um vandamál í hreyfli

18. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi hafa meinað þremur flugmönnum að fljúga tímabundið og einnig svipt tveimur flugvirkjum réttindum sínum fyrir að hafa ekki tilkynnt um víbring sem kom upp í hreyfli á Airb

Flugstjóri missti meðvitund í aðflugi að Moskvu

12. júlí 2019

|

Flugstjóri á Fokker 100 þotu frá flugfélaginu Montenegro Airlines veiktist og missti meðvitund í vikunni í aðflugi að Domodedovo-flugvellinum í Moskvu í Rússlandi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Indverjar framkvæma sína eigin úttekt á 737 MAX líkt og EASA

20. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi ætla að fara að fordæmi Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) og framkvæma sína eigin úttekt á Boeing 737 MAX þotunum áður en indverskum flugfélögum verður gefið leyfi til þe

Boeing 787 lenti næstum því með hjólin uppi

20. september 2019

|

Litlu munaði að farþegaþota frá Vietnam Airlines hefði lent með hjólabúnaðinn uppi er vélin var í aðflugi að flugvellinum í Melbourne í Ástralíu í gær.

Czech Airlines flýgur frá Keflavík til Köben og áfram til Prag

20. september 2019

|

Fyrir gjaldþrot WOW air voru þrjú flugfélög sem flugu áætlunarflug milli Kaupmannahafnar og Keflavíkurflugvallar en sl. hálfa árið hafa aðeins tvö flugfélög deilt á milli sín fjölförnustu flugleiðinn

Boeing 737 hóf flugtaksbrun á akbraut á Schiphol

19. september 2019

|

Rannsóknarnefnd flugslysa í Hollandi hefur greint frá atviki sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði er farþegaþota frá Transavia af gerðinni Boeing 737-800 hóf flugtak á akbraut („taxiway“) á Schiph

Láðist að tilkynna í tvígang um vandamál í hreyfli

18. september 2019

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi hafa meinað þremur flugmönnum að fljúga tímabundið og einnig svipt tveimur flugvirkjum réttindum sínum fyrir að hafa ekki tilkynnt um víbring sem kom upp í hreyfli á Airb

Twin Otter með fjóra um borð saknað í Indónesíu

18. september 2019

|

Leit stendur nú yfir að Twin Otter farþegaflugvél af gerðinni Havilland DHC-5-6-400 í Indónesíu sem saknað er en vélin var í innanlandsflugi í nótt og fór í loftið frá flugvellinum í Timiki áleiðis t

Japan Airlines mögulegur kaupandi að Malaysia Airlines

17. september 2019

|

Möguleiki er á því að Japan Airlines muni kaupa stóran hlut í Malaysia Airlines sem gæti bjargað rekstri félagsins og komið honum á réttan kjöl en félagið hefur verið rekið með tapi frá því í febrúar

Flugmaðurinn týndi vegabréfinu fyrir brottför

17. september 2019

|

Ellefu klukkutíma seinkun varð á flugi hjá suður-kóreska lágfargjaldarfélaginu Tway Air eftir að annar flugmaðurinn uppgötvaði á flugvellinum að hann hefði týnt vegabréfinu sínu.

Draco-flugvél Mike Patey ónýt eftir flugtaksóhapp

17. september 2019

|

Engan sakaði er Draco, flugvél í eigu bandaríska flugmannsins Mike Patey, eyðilagðist er henni hlekktist á í flugtaki á flugvellinum í Reno í Nevada í Bandaríkjunum í gær.

Bannað að sitja í aftustu sætaröð í A320neo þotum Lufthansa

16. september 2019

|

Lufthansa hefur ákveðið að hindra aðgang farþega að síðustu sætaröðinni um borð í Airbus A320neo þotum félagsins sem eru ekki í boði eins og stendur þegar bókað er flug.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00