flugfréttir

Þrír bæjarstjórar vilja koma á flugsamgöngum til Sylt

- Segja að mikil óstundvísi sé í lestarsamgöngum til eyjunnar

19. febrúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 09:00

Flugstöðin á eyjunni Sylt sem er vinsæl ferðamannaeyja meðal Þjóðverja

Þrír þýskir bæjarstjórar í bæjunum Klixbüll, Leck og Niebüll vilja koma á flugsamgöngum til eyjunnar Sylt þar sem lestarsamgöngur hafa ekki gengið snuðrulaust fyrir sig að undanförnu.

Ekki er hægt að keyra á bíl til eyjunnar Sylt en lestar fara reglulega til eyjunnar en þar sem að stór hluti leiðarinnar er farin á einföldum lestarteinum er um 60% af lestunum seinar og koma ekki á réttum tíma til eyjunnar.

Bæjarstjórarnir þrír hafa sent beiðni til stjórnsýslunnar í Slésvík-Holtsetalandi um að gefa leyfi fyrir farþegaflugi frá herflugvellinum í Leck svo hægt verði að fljúga til flugvallarins á Sylt.

Fjölmargir Þjóðverjar og aðrir Evrópubúar heimsækja Sylt og þá sérstaklega á sumrin en Lufthansa flýgur þangað frá Frankfurt og Munchen og þá fljúga flugfélögin Condor, Eurowings og SWISS International Air Lines til eyjunnar auk Sylt Air sem flýgur til Hamborgar.

Eyjan Sylt í Norðursjó úti fyrir strönd Suður-Slésvíkur

Werner Schweizer, bæjarstjóri Klixbüll segist vongóður um að hægt verði að hefja einskonar „taxi flight“ flugferðir til Sylt á næsta ári sem myndi bæði spara þann starfsmannakostnað og rekstarfé sem fer í lestarsamgöngur.

Þá hefur lítið þýskt flugfélag lýst yfir áhuga sínum á því að hefja flug til Sylt frá nærliggjandi svæðum og hefur það fyrirtæki einnig boðið fram aðstoð sína við flugreksturinn og uppsetningu á bókunarkerfi.

Bæjarstjórarnir þrír hafa einnig þann draum í maganum að gera flugvöllinn í Leck að tilraunarsvæði fyrir rafmagnsflugvélar sem gætu fengið raforku frá vindmyllum á nærliggjandi svæði sem framleiða rafmagn fyrir bæina.  fréttir af handahófi

Airbus fær pöntun í allt að 65 þotur frá Saudi Arabian

18. júní 2019

|

Saudi Arabian Airlines hefur lagt inn staðfestra pöntun í 30 þotur til Airbus úr Airbus A320neo fjölskyldunni en helmingurinn af þeim þotum verður af nýju gerðinni, Airbus A321XLR.

Flugvél föst upp í tré í Hollandi

8. apríl 2019

|

Óvenjulegt atvik átti sér stað nálægt Hilversum-flugvellinum í Hollandi í dag er lítil flugvél missti mótor yfir skógi og kom niður í tré og endaði föst í trjágreinum í 10 metra hæð.

Ný alþjóðleg nefnd rannsakar og fylgist grannt með 737 MAX

15. apríl 2019

|

Stofnuð hefur verið alþjóðleg nefnd meðal flugmálayfirvalda víðsvegar um heim sem ætla í sameiningu að fara yfir þær breytingar sem Boeing hefur gert á búnaði á Boeing 737 MAX með tilliti til vottuna

  Nýjustu flugfréttirnar

Færeyingar panta tvær Airbus A320neo þotur til viðbótar

18. júní 2019

|

Atlantic Airways hefur lagt inn pöntun til Airbus í tvær Airbus A320neo þotur. Um kaup eru að ræða og undirritaði félagið samkomulag þess efnis við forsvarsmenn Airbus á flugsýningunni í París í dag.

Útboð vegna raftækjaverslunar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

18. júní 2019

|

Isavia opnaði í dag fyrir aðgang að gögnum vegna útboðs á aðstöðu til reksturs raftækjaverslunar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli.

IAG pantar fjórtán A321XLR þotur fyrir Iberia og Aer Lingus

18. júní 2019

|

Spænska flugfélagið Iberia og írska félagið Aer Lingus eru nýjustu flugfélögin sem eiga von á því að fá nýju Airbus A321XLR þotuna sem framtíðarflugvél.

Dönsk flugvélaleiga pantar allt að 100 skrúfuþotur frá ATR

18. júní 2019

|

ATR flugvélaframleiðandinn hefur fengið pöntun frá flugvélaleigunni Nordic Aviation Capital (NAC) sem hefur gert samkomulag um að panta allt að 105 skrúfuþotur af gerðinni ATR 42-600 og ATR 72-600.

Mun færri pantanir á fyrsta degi samanborið við síðustu ár

17. júní 2019

|

Töluvert færri pantanir í nýjar farþegaþotur voru gerðar í dag á fyrsta degi flugsýningarinnar í París en þess má geta að engin pöntun barst til Boeing sem hefur ekki gerst í mörg ár.

A321XLR ekki alhliða lausn fyrir United Airlines

17. júní 2019

|

United Airlines segir að flugfélagið sé að skoða þann möguleika á að panta nýju Airbus A321XLR þotuna en Gerry Laderman, fjármálastjóri félagsins, segir að Airbus A321XLR þotan nái hinsvegar ekki að

Middle East Airlines annað flugfélagið til að panta A321XLR

17. júní 2019

|

Líbanska flugfélagið Middle East Airlines hefur ákveðið að breyta pöntun sinni í Airbus A321neo yfir í nýju Airbus A321XLR þotuna.

Flugsýningin í París hófst í morgun: Airbus kynnir A321XLR

17. júní 2019

|

Flugsýningin í París hófst formlega í morgun og er þetta í 53. sinn sem flugsýningin fer fram og hefur hún aldrei verið stærri.

Flugmenn hafa áhyggjur af galla í slökkvikerfi á Boeing 787

16. júní 2019

|

Einhverjir flugmenn, sem fljúga Dreamliner-þotum, hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi eldvarnarkerfið í Boeing 787 þotunum en Boeing segir að um smávægilegt vandamál sé að ræða.

Gjaldþrot sagt blasa við hjá Adria Airways

14. júní 2019

|

Sagt er að gjaldþrot sé yfirvofandi hjá flugfélaginu Adria Airways en félagið er þjóðarflugfélag Slóveníu og stærsta flugfélag landsins.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00