flugfréttir

Þrír bæjarstjórar vilja koma á flugsamgöngum til Sylt

- Segja að mikil óstundvísi sé í lestarsamgöngum til eyjunnar

19. febrúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 09:00

Flugstöðin á eyjunni Sylt sem er vinsæl ferðamannaeyja meðal Þjóðverja

Þrír þýskir bæjarstjórar í bæjunum Klixbüll, Leck og Niebüll vilja koma á flugsamgöngum til eyjunnar Sylt þar sem lestarsamgöngur hafa ekki gengið snuðrulaust fyrir sig að undanförnu.

Ekki er hægt að keyra á bíl til eyjunnar Sylt en lestar fara reglulega til eyjunnar en þar sem að stór hluti leiðarinnar er farin á einföldum lestarteinum er um 60% af lestunum seinar og koma ekki á réttum tíma til eyjunnar.

Bæjarstjórarnir þrír hafa sent beiðni til stjórnsýslunnar í Slésvík-Holtsetalandi um að gefa leyfi fyrir farþegaflugi frá herflugvellinum í Leck svo hægt verði að fljúga til flugvallarins á Sylt.

Fjölmargir Þjóðverjar og aðrir Evrópubúar heimsækja Sylt og þá sérstaklega á sumrin en Lufthansa flýgur þangað frá Frankfurt og Munchen og þá fljúga flugfélögin Condor, Eurowings og SWISS International Air Lines til eyjunnar auk Sylt Air sem flýgur til Hamborgar.

Eyjan Sylt í Norðursjó úti fyrir strönd Suður-Slésvíkur

Werner Schweizer, bæjarstjóri Klixbüll segist vongóður um að hægt verði að hefja einskonar „taxi flight“ flugferðir til Sylt á næsta ári sem myndi bæði spara þann starfsmannakostnað og rekstarfé sem fer í lestarsamgöngur.

Þá hefur lítið þýskt flugfélag lýst yfir áhuga sínum á því að hefja flug til Sylt frá nærliggjandi svæðum og hefur það fyrirtæki einnig boðið fram aðstoð sína við flugreksturinn og uppsetningu á bókunarkerfi.

Bæjarstjórarnir þrír hafa einnig þann draum í maganum að gera flugvöllinn í Leck að tilraunarsvæði fyrir rafmagnsflugvélar sem gætu fengið raforku frá vindmyllum á nærliggjandi svæði sem framleiða rafmagn fyrir bæina.  fréttir af handahófi

Kona hljóp nakin inn á flugbraut í Suður-Karólínu

12. febrúar 2019

|

Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

Annað stærsta flugfélag Hollands mun fljúga til Íslands

1. apríl 2019

|

Hollenska flugfélagið Transavia mun hefja áætlunarflug til Íslands frá Schiphol-flugvellinum í Amsterdam en félagið mun fljúga til Keflavíkur þrisvar sinnum í viku í sumar.

Fór út af braut í flugtaki í Nepal

14. apríl 2019

|

Að minnsta kosti þrír eru látnir eftir flugslys í Nepal eftir að lítil farþegaflugvél af gerðinni Let L-410 Turboprop fór út af flugbraut í flugtaki frá flugvellinum í Lukla og hafnaði á kyrrstæðri þ

  Nýjustu flugfréttirnar

Cirrus SF50 Vision einkaþotan kyrrsett af FAA

19. apríl 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa farið fram á að allar þotur af gerðinni Cirrus SF50 Vision verði kyrrsettar en lofthæfisreglugerð og fyrirmæli þess efnis voru gefin út í dag af stofnuninni.

Ætla að hætta við A350 og taka A330neo í staðinn

16. apríl 2019

|

SriLankan Airlines ætlar sér að hætta við Airbus A350 þoturnar sem félagið pantaði árið 20143 og er félagið að íhuga að breyta pöntuninni yfir í Airbus A330neo breiðþoturnar.

Einkaþota þýska ríkisins í hremmingum í lendingu í Berlín

16. apríl 2019

|

Röskun varð á flugumferð um Schöenefeld-flugvöllinn í Berlín í morgun og beina þurfti komuflugvélum til annarra flugvalla eftir að einkaþota á vegum þýska ríkisins lenti í hremmingum skömmu eftir fl

Ný alþjóðleg nefnd rannsakar og fylgist grannt með 737 MAX

15. apríl 2019

|

Stofnuð hefur verið alþjóðleg nefnd meðal flugmálayfirvalda víðsvegar um heim sem ætla í sameiningu að fara yfir þær breytingar sem Boeing hefur gert á búnaði á Boeing 737 MAX með tilliti til vottuna

Flugvélaleiga tekur níu þotur af Avianca Brasil

15. apríl 2019

|

Brasilíska flugfélagið Avianca Brasil, dótturfélag kólumbíska flugfélagsins Avianca, er nú komið í mikla fjárhagserfiðleika og og þurfti félagið sl. föstudag að fella niður 179 flugferðir á næstu fimm

Júmbó-þotan á eitt og hálft ár eftir í flota Virgin

15. apríl 2019

|

Breska flugfélagið Virgin Atlantic hefur gert drög að því að hætta með júmbó-þotuna og hefur félagið tilkynnt að Boeing 747 þoturnar verði farnar úr flotanum fyrir árið 2021.

1.000 flugmenn hjá Jet Airways mæta ekki til vinnu á morgun

14. apríl 2019

|

Um 1.000 flugmenn hjá indverska flugfélaginu Jet Airways ætla ekki að mæta til vinnu á morgun en með því ætla þeir að mótmæla því að þeir hafa ekki fengið greidd laun í 3 mánuði.

Norskur flugskóli pantar 60 rafknúnar kennsluflugvélar

13. apríl 2019

|

Norska flugfyrirtækið OSM Aviation hefur lagt inn pöntun í sextíu rafknúnar kennsluflugvélar frá Bye Aerospace af gerðinni eFlyer 2 sem munu fara í flota flugskólans OSM Aviation Academy.

FAA fundar með flugmönnum og flugfélögum varðandi 737 MAX

13. apríl 2019

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) kölluðu flugmenn og rekstrardeildir þeirra flugfélaga, sem hafa Boeing 737 MAX í flota sínum, til fundar í gær sem fram fór í Washington D.C. þar sem farið var yfir k

Gátu ekki sett inn leiðina til Flórens og flugu til Bologna

11. apríl 2019

|

SAS (Scandinavian Airlines) flaug í dag sitt fyrsta flug til Flórens á Ítalíu frá Kaupmannahöfn en það væri ekki frásögum færandi nema fyrir þær sakir að jómfrúarflugið endaði í Bologna sem er 80 kíl

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00