flugfréttir

Boeing 737 þota Norwegian á förum frá Íran á næstu dögum

- Hefur verið föst í landinu í meira en tvo mánuði

22. febrúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 06:56

Þotan lenti í borginni Shiraz þann 14. desember sl.

Norwegian á loksins von á því að geta fengið eina af Boeing 737 MAX þotunum í flotanum heim frá Íran en um er að ræða þotu sem hefur verið föst í landinu frá því að flugvélin hafði þar óvænta viðkomu vegna bilunar í hreyfli.

Þotan var í áætlunarflugi frá Dubai til Oslóar þann 14. desember sl. þegar upp kom bilun í örðum hreyfli vélarinnar og ákváðu flugmennirnir að lenda til öryggis á flugvellinum í borginni Shiraz í Íran en vandaamálið mátti rekja til bilunar í olíukerfi. 

Fljótlega kom í ljós að bilunin var meiri en gert var ráð fyrir og var nauðsynlegt að skipta um hreyfil og fá nýjan en það reyndist flóknara en gert var ráð fyrir vegna viðskiptaþvinganna af hálfu Bandaríkjanna á Írani og hefur þotan því verið föst í Íran í rúma tvo mánuði.

Loksins sér fyrir endi á vandamálinu og á Norwegian von á því að fá þotuna heim þar sem búið er að senda nýjan hreyfil til Shiraz.

„Við erum núna að vinna að því að senda nýjan hreyfil til Íran á næstu dögum. Það er of snemmt að segja til um hvenær þotan kemur til baka en við vonum að það verði bara á næstu dögum“, segir upplýsingafulltrúi Norwegian.

Ein ástæðan fyrir því að tekið hefur svona langan tíma að skipta um hreyfilinn er sú að bandarísk stjórnvöld þurftu að gefa fyrirtækinu CFM International leyfi til þess að senda hreyfilinn til Íran þar sem vestrænum ríkjum er bannað að hafa viðskipti við Írani.

Þá hefur Norwegian átt í erfiðleikum með að afgreiða málið þar sem flugfélagið hefur enga reynslu af því að eiga í viðskiptum sem tengjast Íran.

„Norwegian flýgur ekki til Írans sem hefur gert málið enn flóknara. Til að mynda þá hefur Lufthansa náð að leysa vandamál sem upp hafa komið í flugi þeirra til landsins á örfáum dögum þar sem þeir fljúga til Íran og hafa reynslu af því að eiga viðskipti við landið“, segir upplýsingafulltrúi Norwegian.  fréttir af handahófi

Korean Air pantar 30 Dreamliner-þotur frá Boeing

18. júní 2019

|

Boeing fékk sína fyrstu pöntun á flugsýningunni í París í morgun á öðrum degi sýningarinnar sem hófst í gær.

AirBaltic fjölgar flugferðum til Íslands

28. maí 2019

|

AirBaltic hefur ákveðið að fjölga flugferðum til Íslands með því að bæta við þriðja vikulega fluginu til Keflavíkurflugvallar.

Icelandair tekur á leigu tvær Boeing 767 breiðþotur

1. apríl 2019

|

Icelandair hefur ákveðið að taka á leigu tvær Boeing 767 breiðþotur til að fyrirbyggja mögulega röskun á leiðarkerfi félagsins vegna kyrrsetningar á Boeing 737 MAX vélunum.

  Nýjustu flugfréttirnar

Færeyingar panta tvær Airbus A320neo þotur til viðbótar

18. júní 2019

|

Atlantic Airways hefur lagt inn pöntun til Airbus í tvær Airbus A320neo þotur. Um kaup eru að ræða og undirritaði félagið samkomulag þess efnis við forsvarsmenn Airbus á flugsýningunni í París í dag.

Útboð vegna raftækjaverslunar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

18. júní 2019

|

Isavia opnaði í dag fyrir aðgang að gögnum vegna útboðs á aðstöðu til reksturs raftækjaverslunar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli.

IAG pantar fjórtán A321XLR þotur fyrir Iberia og Aer Lingus

18. júní 2019

|

Spænska flugfélagið Iberia og írska félagið Aer Lingus eru nýjustu flugfélögin sem eiga von á því að fá nýju Airbus A321XLR þotuna sem framtíðarflugvél.

Dönsk flugvélaleiga pantar allt að 100 skrúfuþotur frá ATR

18. júní 2019

|

ATR flugvélaframleiðandinn hefur fengið pöntun frá flugvélaleigunni Nordic Aviation Capital (NAC) sem hefur gert samkomulag um að panta allt að 105 skrúfuþotur af gerðinni ATR 42-600 og ATR 72-600.

Mun færri pantanir á fyrsta degi samanborið við síðustu ár

17. júní 2019

|

Töluvert færri pantanir í nýjar farþegaþotur voru gerðar í dag á fyrsta degi flugsýningarinnar í París en þess má geta að engin pöntun barst til Boeing sem hefur ekki gerst í mörg ár.

A321XLR ekki alhliða lausn fyrir United Airlines

17. júní 2019

|

United Airlines segir að flugfélagið sé að skoða þann möguleika á að panta nýju Airbus A321XLR þotuna en Gerry Laderman, fjármálastjóri félagsins, segir að Airbus A321XLR þotan nái hinsvegar ekki að

Middle East Airlines annað flugfélagið til að panta A321XLR

17. júní 2019

|

Líbanska flugfélagið Middle East Airlines hefur ákveðið að breyta pöntun sinni í Airbus A321neo yfir í nýju Airbus A321XLR þotuna.

Flugsýningin í París hófst í morgun: Airbus kynnir A321XLR

17. júní 2019

|

Flugsýningin í París hófst formlega í morgun og er þetta í 53. sinn sem flugsýningin fer fram og hefur hún aldrei verið stærri.

Flugmenn hafa áhyggjur af galla í slökkvikerfi á Boeing 787

16. júní 2019

|

Einhverjir flugmenn, sem fljúga Dreamliner-þotum, hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi eldvarnarkerfið í Boeing 787 þotunum en Boeing segir að um smávægilegt vandamál sé að ræða.

Gjaldþrot sagt blasa við hjá Adria Airways

14. júní 2019

|

Sagt er að gjaldþrot sé yfirvofandi hjá flugfélaginu Adria Airways en félagið er þjóðarflugfélag Slóveníu og stærsta flugfélag landsins.

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00