flugfréttir

„Getum ekki flogið á þessa staði óstyrkta“

- Án styrks mun Norlandair hætta flugi til Þórshafnar og Vopnafjarðar

23. febrúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 14:46

Twin Otter flugvélar Norlandair á flugvellinum á Akureyri

Það er næstum öruggt að flugsamgöngur til Þórshafnar og Vopnafjarðar leggjast af ef tillaga starfshóps á vegum Samgönguráðuneytisins um breytingar á samgöngukerfi nær fram að ganga sem gerir ráð fyrir að skipta áætlunarflugi út fyrir rútuferðir til þriggja áfangastaða í innanlandsflugi.

Þetta segir Arnar Friðriksson, sölu- og markaðsstjóri flugfélagsins Norlandair á Akureyri, í samtali við Alltumflug.is sem furðar sig á þeirri tillögu stjórnvalda sem ætla að ná fram sparnaði í samgöngumálum með því að fella niður styrki fyrir áætlunarflugi á þrjá afskekta staði á landinu og bjóða í stað upp á rútuferðir í staðinn en Norlandair flýgur til tveggja af þessum stöðum.

Í vikunni var kynnt tillaga um að hagræða í samgöngukerfi landsins með því að gera breytingar á flugsamgöngum, ferjusiglingum og akstri almenningsvagna á landsbyggðinni og hefur starfshópurinn komið fram með tillögu um að ná fram sparnaði með því að hætta að styrkja áætlunarflug til Þórshafnar á Langanesi, Vopnafjarðar og til Hornafjarðar.

Verið að spara aurinn og kasta krónunni

„Þetta er stór hluti af okkar áætlunarstarfsemi. Við fljúgum til Þórshafnar, Vopnafjarðar, Grímseyjar og til Nerlerit Inaat á Grænlandi þannig að þetta er helmingurinn af okkar stöðum“, segir Arnar.

Grímsey er einn af fjórum áfangastöðum Norlandair

Allt áætlunarflug Norlandair er háð styrkjum og hefur félagið einnig samning við grænlensku heimastjórnina varðandi flug tvisvar í viku til Nerlerit Inaat á Grænlandi sem er einnig þekkt sem Constable Point.

Arnar segir að verið sé að spara aurinn og kasta krónunni með því að bjóða íbúum upp á verri þjónustu með því að leggja til að farþegar taki rútu frá Vopnafirði til Egilsstaða og frá Þórshöfn til Húsavíkur sem lengir ferðatímann umtalsvert í stað þess að gefa fólki kost á að halda áfram að ferðast til þessara staða með flugi. Þar að auki er akstur á þessu svæði landsins er oft erfiður yfirferðar á vetrum vegna færðar og mikið fannfergi á fjallvegum.

Minni tíðni á ferðum og aukinn ferðatími

„Það er lykilatriði í samgöngum að fólk geti nýtt sér þær og til að halda uppi almennilegum samgöngum þarf að vera viss tíðni. Samgöngur skipta öllu máli fyrir fólk úti á landi. Þær tryggja aðgengi að heilsugæslu, menntun og allri þjónustu. Þetta eru litlir staðir og afskektir og það er ekki einu sinni verið að ræða um að breyta flugi eða draga úr tíðni heldur á að fella það alveg niður og bjóða upp á rútur í staðinn“, segir Arnar.

King Air flugvél Norlandair í Grímsey

Stór hluti viðskiptavina Norlandair eru fyrirtæki og farþegar á þeirra vegum og það er því óvíst með áhrif á þessi fyrirtæki á Þórshöfn og Vopnafirði sem nýta sér flugið í dag.

Þar að auki telur Arnar að flugvellirnir á Þórshöfn og Vopnafirði myndu að öllum líkindum fá minna viðhald eins og gerst hefur víða um land þar sem áætlunarflugi hefur verið hætt

Flugrekstur á Íslandi verður alltaf erfiðari

„Ef Þórshöfn og Vopnafjörður leggjast af þá mun það án efa hafa áhrif á rekstur Norlandair og þá sérsaklega yfir vetrartímann þar sem mestur hluti leiguflugsins auk annara verkefna eiga sér stað yfir sumartímann. Fólk sem býr í þorpunum fengi miklu verri þjónustu með minni tíðni og þá hefur þetta áhrif á sjúkraflug er kemur að viðhaldi valla eftir að áætlunarflug leggst niður“.

Flugvöllurinn á Vopnafirði

Arnar bendir á að flugrekstur á Íslandi verður alltaf erfiðari og erfiðari - „Ímyndaði þér ef niðurstaðan verður sú að við þyrftum að selja atvinnutæki úr landi á borð við eina flugvél ef þetta nær fram að ganga. Þá er ekkert víst að hægt verður að kaupa strax aðra flugvél ef hlutirnir myndu breytast og rútusamgöngurnar myndu ekki ganga upp. Þá er atvinnutækið ekki til staðar“.

Þá er bent á að tillagan sé langt frá því að vera í samræmi við skosku leiðina sem til stóð að skoða sem gengur út á að styrkja innanlandsflugið með því að niðurgreiða flug til áfangastaða en á sama tíma á að hætta að styrkja flugferðir og láta áfangastaði leggjast af.

Arnar segist vilja sjá stefnumótun í flugmálum í landinu og sé næstum eingöngu talað um rútur eða ferjur er kemur að samgöngum og sé ekki horft mikið til þeirra kosta sem flugið býður upp á sem hluta af almenningssamgöngukerfi.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga