flugfréttir

Boeing 767 fraktþota fórst suður af Houston í kvöld

- Hvarf af ratsjá í aðflugi að George Bush International (IAH) eftir flug frá Miami

24. febrúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 01:17

Boeing 767-300 frakþotan sem fórst (N1217A)

Fraktflugvél af gerðinni Boeing 767-300ER frá flugfélaginu Atlas Air fórst í aðflugi að flugvellinum í Houston í Texas í kvöld.

Þotan, sem flaug fyrir flugfélagið Prime Air, sem er í eigu netsölurisans Amazon, var í fraktflugi frá Miami til Houston og átti flugvélin að lenda á George Bush flugvellinum klukkan 12:53 að staðartíma eða klukkan 18:53 að íslenskum tíma.

Flugvélin hvarf af ratsjá þegar hún var í um 50 kílómetra fjarlægð suðaustur af Houston-flugvelli og kemur fram að hún hafi brotlent ofan í Trinity Bay flóann suður af borginni klukkan 18:45 UTC.

Rannsóknaraðilar á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) eru á leiðinni á slysstað en um borð voru þrír í áhöfn og kemur fram að enginn hafi komist lífs af. Þyrlur og björgunarbátar eru nú á slysstað í flóanum.

Þotan hvarf af ratsjá í um 50 kílómetra fjarlægð suðaustur af flugvellinum í Houston

Þotan, sem bar skráninguna N1217A, var 27 ára gömul og var hún afhent ný til Canadian Airlines International árið 1992 en hún hefur á sl. árum flogið fyrir China Southern, LAN og fleiri flugfélög.

Árið 2016 var flugvélinni breytt í fraktþotu fyrir Atlas Air og hefur hún flogið fyrir Prime Air frá því í apríl 2017.

Fram kemur að þotan hafi flogið seinast í gær frá Honolulu til Ontario í Kanada og því næst flaug hún næturflug frá Ontario til Miami áður en hún lagði af stað til Houston í dag.

Uppfært kl. 02:09

Jarðneskar leyfar þeirra þriggja sem voru um borð, sem var áhöfn flugvélarinnar, hafa fundist í Trinity-flóanum.

Ljósmynd af flugvélinni sem tekin var skömmu fyrir brottför frá flugvellinum í Miami

Atlas Air hefur gefið frá sér yfirlýsingu og staðfest slysið og er flugfélagið búið að setja sig í samband bæði við bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) og rannsóknarnefnd samgönguslysa (NTSB).

Fram kemur að rannsóknarstarf gæti reynst erfiðlega þar sem flóinn er grunnur og mikið af aur og leðju í botninum en flóinn er hulinn braki og er mikið af varningi á floti sem var um borð í flugvélinni sem flýgur með vörur fyrir Amazon.com.

Björgunarlið og bátar á vettvangi við brak flugvélarinnar í dag í Trinity-flóanum  fréttir af handahófi

Styttist í fyrsta flug Boeing 777X

20. maí 2019

|

Það styttist í jómfrúarflug nýju Boeing 777X þotunnar og er Boeing að undirbúa fyrsta flugið en þotan er arftaki Boeing 777 sem hefur verið ein vinsælasta tveggja hreyfla breiðþota heims frá því hún

Fór út af í lendingu í Rússlandi og hafnaði á byggingu

27. júní 2019

|

Tveir létu lífið er rússnesk farþegaflugvél af gerðinni Antonov An-24RV klessti á byggingu eftir að vélin fór út af flugbraut í lendingu í borginni Nizhneangarsk við Baikal-vatn í austurhluta Rússla

Cabo Verde Airlines tekur í notkun Boeing 737-300 þotu

15. ágúst 2019

|

Cabo Verde Airlines, flugfélagið á Grænhöfðaeyjum, hefur tekið í notkun Boeing 737-300 þotu sem félagið mun nota til þess að fljúga áætlunarflug frá Nelson Mandela flugvellinum við bæinn Praia til Li

  Nýjustu flugfréttirnar

Gera ekki ráð fyrir 737 MAX fyrr en eftir áramót

17. ágúst 2019

|

Icelandair hefur nú uppfært flugáætlun sína til ársloka. Félagið gerir ekki ráð fyrir Boeing 737 MAX vélum í rekstri fyrir þann tíma og hefur aðlagað flugáætlun sína í samræmi við það og aðra þróun á

Vilja að hæstiréttur komi í veg fyrir boðað verkfall flugmanna

16. ágúst 2019

|

Ryanair hefur biðlað til hæstaréttar Írlands um að grípa í taumana og koma í veg fyrir fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir meðal írskra flugmanna sem stefna á að leggja niður störf sín í næstu viku.

Flugvél hlekktist á í Svefneyjum á Breiðafirði

15. ágúst 2019

|

Lítilli flugvél hlekktist á í lendingu á Svefneyjum á Breiðafirði seinnipartinn í dag.

Cabo Verde Airlines tekur í notkun Boeing 737-300 þotu

15. ágúst 2019

|

Cabo Verde Airlines, flugfélagið á Grænhöfðaeyjum, hefur tekið í notkun Boeing 737-300 þotu sem félagið mun nota til þess að fljúga áætlunarflug frá Nelson Mandela flugvellinum við bæinn Praia til Li

Brotlenti er flugmaðurinn teygði sig í hurð sem hafði opnast

15. ágúst 2019

|

Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Bandaríkjunum (NTSB) telja að orsök flugslyss, er lítil flugvél af gerðinni Cessna 170 brotlenti í Bandaríkjunum árið 2017, megi rekja til þess að flugmaður gerði tilr

Tvær þotur frá Qantas of nálægt hvor annarri í Sydney

14. ágúst 2019

|

Atvik átti sér stað á flugvellinum í Sydney á dögunum er tvær farþegaþotur frá Qantas fóru of nálægt hvor annarri.

Taka á leigu Boeing 737-200 til að fylla í skarð 737 MAX

13. ágúst 2019

|

Mikil eftirspurn er núna eftir gömlum Boeing 737 þotum vegna kyrrsetningar á Boeing 737 MAX þotunum en þetta er haft eftir flugvélaleigum sem leigja út flugvélar til flugfélaga.

Norwegian hættir öllu flugi yfir Atlantshafið frá Írlandi

13. ágúst 2019

|

Norwegian hefur ákveðið að hætta öllu áætlunarflugi yfir Atlantshafið á milli Írlands og Norður-Ameríku.

Festi hjólastellið í holu í brautinni fyrir flugtak

13. ágúst 2019

|

Lítil farþegaflugvél þurfti að hætta við flugtak í Kenýa í Afríku sl. sunnudag eftir að í ljós kom að dekkin á öðru aðalhjólastellinu voru föst í holu í flugbrautinni.

American mun fljúga til Íslands frá Philadelphia

13. ágúst 2019

|

American Airlines hefur ákveðið að breyta flugáætlun sinni til Íslands fyrir sumarið 2020 og bjóða upp á flug milli Keflavíkurflugvallar og Philadelphia en á móti ætlar félagið að hætta flugi milli Í