flugfréttir

Boeing 767 fraktþota fórst suður af Houston í kvöld

- Hvarf af ratsjá í aðflugi að George Bush International (IAH) eftir flug frá Miami

24. febrúar 2019

|

Frétt skrifuð kl. 01:17

Boeing 767-300 frakþotan sem fórst (N1217A)

Fraktflugvél af gerðinni Boeing 767-300ER frá flugfélaginu Atlas Air fórst í aðflugi að flugvellinum í Houston í Texas í kvöld.

Þotan, sem flaug fyrir flugfélagið Prime Air, sem er í eigu netsölurisans Amazon, var í fraktflugi frá Miami til Houston og átti flugvélin að lenda á George Bush flugvellinum klukkan 12:53 að staðartíma eða klukkan 18:53 að íslenskum tíma.

Flugvélin hvarf af ratsjá þegar hún var í um 50 kílómetra fjarlægð suðaustur af Houston-flugvelli og kemur fram að hún hafi brotlent ofan í Trinity Bay flóann suður af borginni klukkan 18:45 UTC.

Rannsóknaraðilar á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) eru á leiðinni á slysstað en um borð voru þrír í áhöfn og kemur fram að enginn hafi komist lífs af. Þyrlur og björgunarbátar eru nú á slysstað í flóanum.

Þotan hvarf af ratsjá í um 50 kílómetra fjarlægð suðaustur af flugvellinum í Houston

Þotan, sem bar skráninguna N1217A, var 27 ára gömul og var hún afhent ný til Canadian Airlines International árið 1992 en hún hefur á sl. árum flogið fyrir China Southern, LAN og fleiri flugfélög.

Árið 2016 var flugvélinni breytt í fraktþotu fyrir Atlas Air og hefur hún flogið fyrir Prime Air frá því í apríl 2017.

Fram kemur að þotan hafi flogið seinast í gær frá Honolulu til Ontario í Kanada og því næst flaug hún næturflug frá Ontario til Miami áður en hún lagði af stað til Houston í dag.

Uppfært kl. 02:09

Jarðneskar leyfar þeirra þriggja sem voru um borð, sem var áhöfn flugvélarinnar, hafa fundist í Trinity-flóanum.

Ljósmynd af flugvélinni sem tekin var skömmu fyrir brottför frá flugvellinum í Miami

Atlas Air hefur gefið frá sér yfirlýsingu og staðfest slysið og er flugfélagið búið að setja sig í samband bæði við bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) og rannsóknarnefnd samgönguslysa (NTSB).

Fram kemur að rannsóknarstarf gæti reynst erfiðlega þar sem flóinn er grunnur og mikið af aur og leðju í botninum en flóinn er hulinn braki og er mikið af varningi á floti sem var um borð í flugvélinni sem flýgur með vörur fyrir Amazon.com.

Björgunarlið og bátar á vettvangi við brak flugvélarinnar í dag í Trinity-flóanum  fréttir af handahófi

Hætta sjúkraflugi vegna skorts á fjármunum

27. mars 2020

|

Sjúkraflutningafyrirtækið Air Ambulance Service á Írlandi mun hætta starfsemi sinni þann 3. apríl næstkomandi en fyrirtækið er fyrsta sjúkraflutningafélagið sem stofnað var á Írlandi sem rekið hefu

Ný verksmiðja fyrir Airbus A220 tekin í notkun í Alabama

20. maí 2020

|

Airbus hefur formlega tekið í notkun nýjar verksmiðjur í Alabama í Bandaríkjunum þar sem Airbus A220 þoturnar verða sérstaklega framleiddar sem áður voru smíðaðar hjá Bombardier undir nafninu CSerie

Engir farþegar í miðjusætinu hjá easyJet þegar flug hefst að nýju

16. apríl 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet hefur tilkynnt að félagið hafi orðið sér úti um lán til þess að tryggja reksturinn í heila 9 mánuði vegna heimsfaraldursins COVID-19.

  Nýjustu flugfréttirnar

Aflýsa öllu flugi viku eftir að flug hófst að nýju

5. júní 2020

|

Indónesíska flugfélagið Lion Air hefur ákveðið að hætta öllu flugi aftur aðeins viku eftir að félagið var byrjað að fljúga á ný eftir kórónaveirufaraldurinn.

IATA: Fyrstu ummerki um að flugið sé á batavegi

4. júní 2020

|

Fyrstu ummerki um bata í fluginu með aukinni flugumferð eru farin að gera vart við sig að sögn Alþjóðasamtaka flugfélaganna (IATA) sem greindu frá því í gær að flugumferð í áætlunarflugi sé aðeins f

Fresta afhendingum á 68 MAX-þotum til 2025

4. júní 2020

|

Írska flugvélaleigan SMBC Aviation Capital hefur ákveðið að fresta afhendingum á alls 68 þotum af gerðinni Boeing 737 MAX um fjögur ár.

Tólf greindust með COVID-19 um borð í þotu Qatar Airways

4. júní 2020

|

Grísk stjórnvöld hafa ákveðið að banna flugfélaginu Qatar Airways að fljúga til Grikklands frá og með deginum í dag fram í miðjan þennan mánuð eftir að tólf farþegar af 91 farþega, sem komu með flugv

Banna kínverskum flugfélögum að fljúga til Bandaríkjanna

3. júní 2020

|

Bandarísk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau ætli að banna kínverskum flugfélögum að fljúga til Bandaríkjanna á þeim grundvelli að ekkert bandarískt flugfélag fær að fljúga til Kína í dag og hefur band

TUI nær samkomulagi um skaðabætur vegna 737 MAX

3. júní 2020

|

Flugfélagið TUI hefur tilkynnt að félagið hafi náð samkomulagi um skaðabætur við Boeing vegna Boeing 737 MAX vélanna á sama tíma og félagið hefur gert nýja afhendingaráætlun við flugvélaframleiðanda

Stefna á að fljúga 75 prósent af leiðarkerfinu í ágúst

2. júní 2020

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet áætlar að félagið muni fljúga til helmings allra áfangastaða í leiðarkerfinu í júlí og er stefnt á að í ágúst muni félagið fljúga til 75% af öllum þeim 1.022 flugl

Emirates SkyCargo flýgur með frakt til 30 nýrra áfangastaða

2. júní 2020

|

Emirates SkyCargo, fraktflugfélag Emirates, hefur aukið umsvif sín til muna frá því í mars í kjölfar kórónaveirufaraldursins og hefur áfangastöðum félagsins fjölgað töluvert.

Lækka skatta fyrir flugfélög á Grikklandi

1. júní 2020

|

Ríkisstjórnin á Grikklandi hefur ákveðið að verja 115 milljónum evra í obinbera aðstoð og björgunaraðgerða til flugiðnaðarins í landinu sem samsvarar 17 milljörðum króna.

Stefna á að bjarga South African í stað stofnun nýs flugfélags

1. júní 2020

|

Svo gæti farið að rekstri South African Airways sé mögulega bjargað fyrir horn en erlendir fréttamiðlar hafa birt gögnum sem lekið var í morgun sem sýna björgunaráætlun suður-afrísku ríkisstjórnarin